Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Er húðin þurr ?
Hydraxx Forte
rakakrem fyrir ofnæmishúð
fæst í apótekum
ymus.vefurinn.is
- 4
Sturtuklefar heilir með 4 hliðum,
sturtubotni og sturtusetti.
*
Stærðir 70x70, 80x80
90x90 og 72x92
Bæði ferkantaðir og
bogadregnir.
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21,533 2020. J
f Heilir ^
sturtuklefar
Maestro
FRÉTTIR
Námskeið í
yoga og
tónlist
Á VEGUM Sri Chinmoy miðstöðvar-
innar verður boðið upp á ókeypis
námskeið þár sem fjallað er um áhrif
hljóðs og tónlistar á vitund, tilfinn-
ingar og orkuflæði og kenndar klass-
ískar æfingar til að dýpka innsæi í
tónlist og sköpun, segir í fréttatil-
kynningu. Kynningarnámskeið eru
haldin dagana 27.-30. júlí og síðan
verða framhaldsnámskeið 31. júlí til
8. ágúst.
Kynningarnámskeiðin eru haldin í
Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2
(við hliðina á Gerðubergi), á eftir-
töldum tímum: Fimmtudag kl. 20-
22, föstudag kl. 20-22, laugardag kl.
15-17 og sunnudag kl. 10-12 og 15-
17. Framhaldsnámskeið verður á
kvöldin vikuna á eftir og það er einn-
ig ókeypis.
--------------
Lýst eftir
vitnum
LÝST er eftir vitnum að árekstri þar
sem tjónvaldur fór af vettvangi án
þess að tilkynna um tjónið en ekið
var á ljósbrúna Toyota-bifreið þar
sem hún stóð á bifreiðastæði á
Vitastíg, milli Laugavegs og Grettis-
götu.
Ohappið átti sér stað milli kl. 21.30
22. júlí og kl. 13 23. júlí . Þeir sem
upplýsingar geta gefið um tjónvald
hafi samband við lögregluna í
Reykjavík.
Susan Martin, forstöðumaður Verslunarsviðs Máls og menningar, afhendir Öddu Steinu Björnsdðttur, fræðslu-
fulitrúa hjá Geðhjálp, afrakstur bókahringrásarinnar. Fyrir aftan Susan stendur Pétur Hauksson, formaður
Geðhjálpar, og við hlið hans Anna Einarsdóttir, verslunarstjóri MM. Með þeim á myndinni eru starfsmenn Geð-
hjálpar og gestir félagsmiðstöðvar Geðhjálpar.
Rúmlega tonn af bókum
til styrktar Geðhjálp
1200 kg af notuðum bókum seldust
í bókahringrás sem Bókabúðir
Máls og menningar, Bókval Akur-
eyrar og Bókabúð Keflavíkur stóðu
sameiginlega að sl. vetur til styrkt-
ar starfi félagsins Geðhjálpar.
I bókahringrásinni var fólki boð-
ið að gefa notaðar bækur í hring-
rásina sem síðan voru seldar á 500
kr. kflóið. Undirtektir almennings
voru mjög góðar og söfnuðust 600
þúsund krónur sem þýðir að alls
seldust 1200 kg af bókum.
Peningarnir verða nýttir til að
sinna fræðslu um geðheilbrigði og
forvörnum, m.a. með efni sem
dreift verður í leikskóla og grunn-
skóla.
Félagið Geðhjálp er hagsmuna-
félag sem berst fyrir réttindum
geðsjúkra og fólks með geðræn
vandamál, berst gegn fordómum,
sinnir fræðslu um geðheilsu og for-
varnaraðgerðum.
Margir erlendir
gestir sækja frí-
merkjasýningar
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Aðsendar greinar á Netinu
vg> mbl.is
—ALLTAf= eiTTH\SAE> NÝTT
ÞEGAR eru nokkrir þátttakendur á
frímerkjasýningunum á Kjarvals-
stöðum komnir til landsins erlendis
frá. Nokkrir Norðurlandabúar komu
í síðustu viku og á mánudagskvöld
yfir 30 Þjóðverjar. Þannig verða er-
lendir gestir nokkur hundruð, sam-
kvæmt því sem segir í fréttatilkynn-
ingu frá Kjarvalsstöðum.
„Þetta er í fyrsta skipti, sem Bund
Deutsche Philatehsten BDPh, tekur
þátt í frímerkjasýningu hérlendis, en
áður hafa samtök yngri safnara sýnt
hér árið 1968, eða á fyrstu frímerkja-
sýningu Landssambands íslenskra
frímerkjasafnara.
Ársþing Landssambands ís-
lenskra frímerkjasafnara, LÍF,
verður haldið, meðan á sýningunum
stendur. Þá verður einnig haldinn
árlegur fundur samtaka ungra nor-
rænna safnara, SNU, hér á þessum
tíma.
Rétt er að taka fram að allur að-
gangur að Kjarvalsstöðum er ókeyp-
is þessa daga, hvort sem er á frí-
merkjasýningamar eða aðrar
sýningar.
Tvær blokkir eru gefnar út af
þessu tilefni, sín fyrir hvora sýningu
og verða þær til sölu á sýningarstað.
Merki þátttökufélaganna verður í
þessum blokkum og skammstafanir
nafnanna. Myndefnið eru svo íslensk
frímerki með myndum frá Reykjavík
á frímerkjum frá 1925. Þá verður
sérstakt pósthús rekið á sýningunni,
með sérstimli fyrir hvora sýningu
fyrir sig. Dagsetning í honum verður
27.-30. júlí 2000.
Á laugardagsmorgni fer fram
keppni norrænna unglinga í frí-
merkjafræðum. Verður keppt um
farandgrip, sem er silfurstytta af
elg. íslendingar hafa tvisvar unnið
elginn og nokkrum sinnum komist
nærri því.
Á unglingasýningunni „NORD-
JUNEX - 2000“ eru 45 mismunandi
söfn í 115 römmum. Þarna getur að
líta landasöfn, þar á meðal eitt
íslandssafn frá Danmörku. Mest ber
samt á tegundasöfnum með allt frá
fílum til ránfugla úr dýraríkinu.
Þarna eru víðfeðm tegundasöfn og
mikið hægt að læra um hvernig á að
sýna frímerki. Tökum til dæmis
safnið um hann „Helga og vinina
hans“, svo að nokkuð sé nefnt.
Á sýningunni „DIEX - 2000“ eru
14 þýsk söfn sem spanna hina ýmsu
tíma af póstsögu Islands. Þar eru
einnig 12 innlend söfn, ýmis vel
þekkt, en önnur minna. Aldrei áður
hefur eins víðfeðm flóra slíkra safna
verið kynnt á einni sýningu hérlend-
is, eða í 127 römmum, þar sem varla
er að finna endurtekningu, nema
helst í stimplum. Hér má líka telja
safn Hlyns Ólafssonar um hvernig
útgáfa verður til, íslandspósts af til-
lögum að nýjum frímerkjum og
Þjóðskjalasafns af skildinga- og
aurafrímerkjum, bæði almennum og
þjónustu.
Sýningin verður opnuð kl. 17
fimmtudaginn 27. júlí og lokað kl. 20.
Föstudaginn 28. júlí verður svo opn-
að klukkan 10 og er opið til kl. 18.
Klukkan 20 býður svo Klúbbur
Skandinavíusafnara þýskum Norð-
urlandasöfnurum í kaffi og spjall um
íslandssöfnun almennt. Laugardag-
inn 29. júlí verða svo sýningarnar
opnaðar kl. 10 og þá hefst keppnin
milli unglinganna. Síðdegis fara svo
ýmsir gestanna í ferð um Þingvöll,
Gullfoss og Geysir, en um kvöldið fer
fram verðlaunaafhending við kvöld-
verð að Kjarvalsstöðum kl. 19.30.
Á sýningunni verða svo 8 sölubás-
ar, þar sem safnarar geta keypt
merki sem þá kann að vanta í söfn
sín. Þar verða Islandspóstur, Fær-
eyjapóstur, Thorvaldsensfélagið og
íslenskir frímerkjakaupmenn. Þá
verður gefin út vönduð sýningar-
skrá, sem Hálfdan Helgason hefir
annast ritstjórn á,“ segir þar enn-
fremur.
Sófasett 3+1+1 og borð
Verð aðeins kr.
Sófasett 3+2+1 og 2 borð
Verð aðeins kr.
Ármúla B - 108 Reykjavlk SÍITIÍ 581-2275