Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Til ritstjóra
Morgunblaðsins
Frá Hi-afni Tulinius:
FORYSTUGREIN fimmtudaginn
20. júlí sl. fjallar um fyrirtækið Is-
lensk erfðagreining og velgengni
þess í sölu hlutabréfa þess erlendis.
Fyrsta setning greinarinnar er eftir-
farandi: „íslensk erfðagreining hf.
er ekki aðeins frumkvöðull á sviði
erfðarannsókna á Islandi heldur hef-
ur fyrirtækið rutt brautina með öðr-
um hætti.“ Fjallar greinin síðan um
nýjar fréttir af góðri sölu hlutabréfa
fyrirtækisins.
Það er fyrri hluti setningarinnar,
eða orðin: „fnamkvöðull á sviði erfða-
rannsókna á íslandi" sem eru tilefni
þessa bréfs og þarfnast umfjöllunar.
I fyrsta lagi hafa erfðarannsóknir á
Islandi verið stundaðar með mikilli
prýði í áratugi áður en ofannefnt fyr-
irtæki var stofnað. Fyi-st ber að
nefna að læknirinn Árni Árnason gaf
árið 1935 út doktorsritgerð sína,
„Apoplexie und ihre Vererbung" um
arfgenga heilablæðingu, en sá sjúk-
dómur hefur ekki fundist annars
staðar í heiminum. Þessum rann-
sóknum var síðan haldið áfram af
stórum hópi íslenskra vísindamanna
í samvinnu við rannsóknastofnanir
austan og vestan hafs, og leiddu þær
til þess, að orsökin, sem er galli í
ákveðnu prótíni var fundin fyrir
meira en áratug og er nú þekkt.
Ættfræðiáhugi og ættaþekking
Islendinga er vel þekkt. Eftir ábend-
ingu frægs ítalsks erfðafræðings
veitti bandarísk ríkisstofnun íslend-
ingum styrk til að nýta ættarupplýs-
ingar í þágu vísindarannsókna, og
var erfðafræðinefnd Háskóla ís-
lands sett á fót um 1960, og vann fyr-
h- þennan styrk tölvuvæðingu ætta
íslendinga. Ættasafn erfðafræðin-
efndar er mjög ítarlegt og hefur
upplýsingar um alla núlifandi Is-
lendinga og þá sem voru á lífi um
miðja nítjándu öld, en hefur ófull-
komnari upplýsingar lengra aftur í
aldir. Hefur hún lagt til efnivið í svo
til allar íslenskar erfðafræðirann-
sóknir fram á þennan dag. Þar má
m.a. nefna rannsóknir á þremur ætt-
gengum blóðsjúkdómum, erfðh’
gigtarsjúkdóma o.íl. Rannsóknir á
erfðum krabbameina má telja að hafi
hafist þegar krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags Islands tók
höndum saman við erfðafræðinefnd
Háskóla íslands og Alþjóða krabba-
meinsrannsóknastofnun Sameinuðu
þjóðanna um rannsóknir á fjöl-
skyldugengi brjóstakrabbameina í
ársbyrjun 1972. Fjöldi greina um
erfðir krabbameina er mikill og
eykst ár frá ári. Ein merkasta varð-
an í rannsóknum á erfðum krabba-
meina er fundur tveggja gena sem
auka verulega líkur á brjóstakrabba-
meinum. Islenskir vísindamenn hjá
Rannsóknastofu Háskólans í meina-
fræði og Krabbameinsfélaginu lögðu
til mikilsverðar upplýsingar í þær
rannsóknir og flýttu fyi-ir því að nið-
urstöður fengjust.
Þess ber einnig að geta að íslend-
ingar hafa stundað erfðafræðirann-
sóknh- á jurtum og dýrum, og einfru-
mungar hafa einnig verið
rannsakaðir.
Af þessu má sjá, að frumkvöðuls;
heitið á ekki við í þessu sambandi. í
annan stað er þess að geta, að jafn-
vel þótt Islensk erfðagreining hefði
komið hér að ónumdu landi hvað
erfðarannsóknir snertir era ekki enn
komnar frá þeim neinar niðurstöður,
sem gætu gefið tilefni til slíkrar
nafngiftar.
Þeirra frumkvæði var á því sviði
að innleiða áhættufjármagn í vís-
indastarfsemi á íslandi, en það leiðir
til þess að vísindalegur ávinningur
er ekki meginmarkmiðið, heldur
ágóði.
HRAFN TULINIUS,
prófessor.
Hlutabréfarabb
Kvöldkaffi með VÍB og Súfistanum bókakaffi í Máli og menningu, Laugavegi 18.
íkvöld: 27. júlí kl. 20:30 - 21:30
Hvernig hagsýnir fjárfestar velja hlutabréf.
Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB.
Sjdumst}
VfB
VÍB er hluti af Íslandsbanka-FBA hf.
Kirkjusandi • Sími 560-8900 • www.vib.is • vib@vib.is
Fornsala Fornleifs — aðeins á vefnum
Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499
Veff ang:www.simnet.is/antique
Stjörnuspá á Netinu
vf) mbl.is
-ALLTAf= e/TTf-fVAO NÝTT
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 59
ÞÓR HF
Ármúla 11 - Sfmi 56B-15DO
Smimmmx.
UTANBORÐS-
MÓTORAR
Aðsendar greinar á Netinu
% mbl.is
-ALLT7\f= GITTHWAJD IS/ÝTT
f allt sumar
1 málningabdágár
Vidurkennd vörumerki
TJtimálning:
STEINTEX
4 Ltr-
Verö frá kr.
2.850.*
10 Ltr.
Verð írá kr.
6.695.-
Viðarvöm:
KJÖRVARI
4 Ltr.
Verð frákr.
2.758.-
Takið
Við relknum
Grensásvcgi 18 s: 581 2444
tískuverslun v/Nesveg,
Seltjarnarnesi, sími 561 1680.
Opið daglega kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-14.