Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 62

Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 •5----------------------- FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Reuters Saman ■ á Spáni HJÓNAKORNIN Nicole Kidman og Tom Cruise eru stödd á Spáni þessa dagana. Ekki þó til að baða sig í sumarsólinni heldur er tilefnið kvikmyndin The Others. Kidman mun fara með aðalhlutverkið í mynd- inni en eiginmaðurinn Cruise er meðframleiðandi hennar. Leikstjór- inn heitir Alejandro Amenábar og er tæplega þrítugur að aldri. Hann skrifar einnig handrit myndarinnar. Þótt hann sé ungur að árum er þetta ekki fyrsta leikstjómarverkefni hans, t.d. leikstýrði hann Penelope Cruz í myndinni Abre Los Ojos, sem - 3erð var árið 1997. ISI.I .XSK V Ol'l .lt v\ =J;|n Sími 5114200 Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Miðasölusími 551 1475 fim 10/8 kl. 20 lau 12/8 kl. 20 sun 13/8 kl. 20 mið 16/8 kl. 20 fim 17/8 kl. 20 Miðasala opin frá kl. 15-19 mán-lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. tAstAENM 552 3000 THRILLER sýnt af NFVÍ fös. 28/7 kl. 20.30 örfá sæti laus - aukasýning 530 3O3O BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans fim. 27/7 kl. 12 örfá sæti laus fim. 3/8 kl. 12 nokkur sæti laus þri. 15/8 kl. 12 mið 16/8 kl. 12 ATH Aðeins þessar sýningar Miðasalan er opin frá kl. 12-18 I Loftkastalanum og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og* um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir í viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Úsóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Bellatrix heldur tónleika á Ingólfstorgi í dag >111) FCLLIII RKISX Alheims- væðing í algleymingi Bellatrix heldur tvenna tónleika á íslandi á næstu dögum en sveitin hefur haldið sig að mestu leyti utan landsteinanna undan- farin ár enda með fast aðsetur í London. Sigríður Dögg Auðunsdóttir heimsótti fímmmenningana í heimsborginni og forvitnaðist um áform þeirra. TÓNLEIKAR Bellatrix verða báðir haldnir á Ingólfstorgi. Hinir fyrri verða haldnir í dag og eru hinir síð- ustu í röð reglubundinna síðdegistón- leika á torginu í sumar. Síðari tón- leikar sveitarinnar verða haldnir laugardaginn 12. ágúst á svokallaðri „Gay Pride“-hátíð sem haldin er að erlendri fyrirmynd fyrir tilstuðlan Samtakanna ’78. Nýjasta plata Bellatrix nefnist „It’s All True“ og kom út fyrir rúm- um mánuði. Eins og nafn hennar gef- ur til kynna eru lagatextar á ensku og er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveit- in gefur út plötu á öðru tungumáli en móðurmálinu. Astæðan er vitaskuld alheimsvæðing hljómsveitarinnar sem hefur haldið ótalmarga hljóm- leika vítt og breitt um Bretland og Skandinavíu að undanfömu. Heilsteyptasta lagasmíðin til þessa Hvað varðar tónlistina á nýju plöt- unni segir Elíza María Geirsdóttir, söngkona og fiðluleikari hljómsveit- arinnar, að hún hafi þróast mikið frá síðustu plötu, „frá danstónlist í popp- rokk,“ útskýrir hún. TTISTll/AL iWTL'ENACÍUNAl, D1 7J'. D.E CANTONIGf.fJS „En mesta þróunin hjá hljómsveit- inni hefur orðið í lagasmíð," bætir hún við. Félagar hennar, Kristín Þór- isdóttir bassaleikari, Karl Guð- mundsson trommuleikari, Anna Magga Hraundal gítarleikari og Sigrún Eiríksdóttir, hljómborðs- og gítarleikari, taka undir það og segja nýju plötuna innihalda heilsteyptustu lagasmíð hljómsveitarinnar til þessa. Á tónleikunum tveimur á Ingólfs- torgi segjast þau að mestu leyti ætla að spila lög af It’s All True. „Við mun- um hins vegar prufukeyra eitt til tvö ný lög og sjá hvemig þau leggjast í landann," segir Elíza. Fótspor Bellatrix föst á sviðinu á Ingólfstorgi Bellatrix hefur haldið ófáa tónleika á Ingólfstorgi undanfarin ár. „Við er- um raunar búin að spila þar svo oft að það má eflaust sjá fótsporin okkar á sviðinu," segir Elíza og hlær. „Við biðjum bara til guðs um gott veður,“ segir hún og Anna Magga bætir við: „Bara allt annað en rigningu og rok, Morgunblaðið/Sigríður Dögg Bellatrix verða með tvenna tónleika á Islandi á næstu dögum en sveitin gaf nýverið út breiðskífu. sérstaklega ekki í átt að sviðinu.“ Þau segjast öll hlakka til að koma heim til Islands og sjá í hillingum fá- séð tveggja vikna ftí milli tónleika enda hefur verið óvenjumikið að gera hjá hljómsveitinni að undanfömu. „Það er alltaf gaman að spila fyrir vini og vandamenn,“ segir Elíza og félagar hennar taka undir það. Varðandi áframhaldandi starf sveitarinnar segjast þau nú þegar vera komin í gang með vinnu fyrir næstu plötu. Lagasmíð er í fullum gangi og áætla þau að geta byrjað að taka hana upp að loknum Evróputúr og Bretlandstúr á haustdögum. Stefnt er að því að nýja platan komi út snemma á næsta ári. Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 3. sýn. fös. 28/7 örfá sæti laus 4. sýn. lau. 29/7 örfá sæti laus 5. sýn. fös. 11/8 6. sýn. lau. 12/8 7. sýn. fös. 18/8 8. sýn. lau. 19/8 Miðapantanir í síma 561 0280. Miðasölusími er opinn alla daga frá kl. 12-19 Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. n^.TR.n í B E I N N I Ljósmynd/Jónas Tómasson Stúlknakór Isafjarðar að keppa á kóramótinu í Cantonigrós á Spáni. Stúlknakór Isafjarðar J Mættu á ASTRO í kvöld og fylgstu meb beinni syngur í Barcelona útsendingu Skjás 1 á „Djúpu lauginni" og færbu þig síban upp á efri hæbina þar sem MONO er meb beina útsendingu á kjöri Stjörnu Valmiki og Heimsmyndar. Húsib opnar kl. 22:00. Veitingar í bobi. □ □□ HEIMSMYND • SAND • LEONARD • VALMIKI MONO • SAMVINNUFERÐIR LANDSÝN • X18 Gleðin leyndi sér ekki hjá stúlknakór Isafjarðar og aðstandendum þeirra þegar þau komu við í Barcelona eftir vel heppnað fjögurra daga kóramót í bænum Cantonigrós á Spáni á dög- unum. Þótt dvölin í Barcelona hafi kannske átt að vera hvíld frá söng var kórinn ekki fyrr mættur á stað- inn en slegið var upp tónleikum í lúx- usvillu einni rétt fyrir utan miðborg Barcelona og þangað var síðan Spán- verjum, íslendingum og öðrum Norðurlandabúum boðið til kata- lónskrar veislu í fallegum einkaskógi. Sjónvarpið í Barcelona frétti af þessum einkatónleikum og létu sjónvarpsmenn sig ekki vanta á stað- inn og gerðu tónleikunum góð skil og tóku viðtöl bæði við kórstjórann og nokkrar af stúlkunum. Hinar 27 ísfirsku blómarósir voru heldur ekki lengi að fanga hjörtu nærstaddra á tónleikunum þar sem þær stóðu á sundlaugarbakkanum úti undir berum himni og þöndu hljómfagrar raddir sínar án nokkurs undirspils. Þegar þær enduðu svo tónleikana á þvi að syngja hið fræga lag „Hver á sér fegra föðurland" var ekki laust við að um þá íslendinga sem viðstaddir voru hríslaðist eilítil ættjarðarást. Þær Margrét Geirsdóttir, stjóm- andi kórsins, og Sigríður Ragnars- dóttir meðleikari fundu upplýsingar um kóramótið fyrir tilviljun á Netinu og eftir að hafa sótt um inngöngu og sent upptökur með söng kórsins komst hann í hóp þeirra þrjátíu kóra sem kepptu og tóku þátt í mótinu, en aðeins einu sinni áður hefur íslensk- ur kór tekið þátt í þessu kóramóti. Kórar frá ekki ómerkari skólum en Tchaikovsky-tónlistarskólanum í Moskvu voi-u meðal þátttakenda á þessu 4.000 manna móti, þar sem gleði, söngur og dans ólíkra þjóðar- brota einkenndu sérhvern dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.