Morgunblaðið - 27.07.2000, Side 64
J64 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Hafsfeinn Björn útskrifaðist með láði úr mastersnámi í Mílanó
Arabískir hestar og
arkitektúr á Italíu
Lífíð getur leitt mann
á ótroðnar slóðir þar
sem endastöð er allt
f----------------------
önnur en fyrirhuguð
var í upphafí ferðar
eins og Hafsteinn
----------7-----------
Björn Isleifsson
sagði Jóhönnu K.
J óhannesdöttur
yfir kaffíbolla
í Hafnarhúsinu.
„ÉG VAR skiptinemi í Palermo í eitt
ár og fór svo yfir til Flórens þar sem
^ ég vann við að temja arabíska hesta
áður en ég fór til Rómar í háskóla."
A þessum orðum hefst saga Haf-
steins, mannsins sem ætlaði bara að
vera um skamma hríð í landi sólar-
innar, Italíu, en dvölin varð lengri,
lærdómsríkari og skemmtilegri en
hann hafði nokkum tímann órað fyr-
ir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hafsteinn Björn innanhússarkitekt.
Þrívíddarmynd af íbúð.
Eftir skiptinemadvölina var fram-
tíðin að mestu óráðin. Miklar vanga-
veltur um framtíðaráform kraum-
uðu í kollinum og loks ákvað
Hafsteinn að láta drauminn um
frekara nám rætast og skráði sig í
J Instituto Europeo di Design þar
sem hann stúderaði innanhússarkit-
ektúr og húsgagnahönnun næstu
þrjú árin. I sumarfríum kom Haf-
steinn heim og starfaði á verkfræði-
skrifstofu varnarliðsins þar sem
hann „teiknaði og teiknaði allt það
sem kom á borð til mín; allt frá götu-
ræsum og upp í blokkir, og öðlaðist
þannig yfirgripsmikla reynslu sem
nýttist mér vel þegar skólinn tók við
að nýju á haustin“.
Rómardvölin færði Hafsteini líka
vinskap og samstarf Lorenu
Vincenti, ítalskrar skólasystur,
„ekta Rómarbúa, myndarlegrar og
mikilúðlegrar, með arnarnef og
púar værðarlega stóra vindla“. Það
kom snemma í ljós að þau áttu skap
saman í innanhússhönnununni. Þau
tóku að sér ýmis verkefni í auka-
vinnu með náminu og gekk sam-
starfið mjög vel því þótt auraráðin
væru ekki alltaf mikil voru þau rík af
sköpunargáfu og hugmyndaauðgi.
Lorena og Hafsteinn eru nú í
milliríkjasamstarfi á Netinu og geta
þannig tekið að sér sameiginleg
verkefni þótt fjarlægðirnar séu
miklar, framtíðin er þeirra.
Róm - Flórens - Keflavík
Að námi loknu ákvað Hafsteinn að
halda áfram ferðinni og hélt áleiðis
til Mílanó í framhaldsnám í hinum
virta Scuola Politecnica di Design.
Námið þar gekk framar vonum og
útskrifaðist hann þaðan með láði nú
í vor, var annar efstur í útskriftar-
hópnum með 107 stig af 110 mögu-
legum.
Mílanó kom Hafsteini á óvart.
„Ég bjóst við skítugri stórborg en
Teikningar af íbúð og innbúi frá
námsárunum.
það er hún alls ekki. Borgin minnir
að sumu leyti á New York nema
hvað hún er miklu fallegri og hreinni
en tilfinningin og stemmningin er
nokkurn veginn sú sama. Þetta er
mikil menningarborg og meira að
segja fólkið úti á götu er eins og það
sé að taka þátt í tískusýningu," segir
Hafsteinn og hlær, enda eru röntg-
enaugu hönnuðarins ávallt í vinn-
unni. Skemmtanahættir innfæddra
voru líka kærkomin breyting.
„Strax eftir vinnu, um klukkan hálf-
sjö, hittist fólk yfir fordrykk og fær
sér svo góðan kvöldverð. Kvöldið
líður svo í góðra vina hópi og rétt
eftir miðnættið fer hver til síns
heima og maður vaknar upp allsgáð-
ur og hamingjusamur. Ibúar Mílanó
eru líka svolítið ólíkir öðrum ítölum,
næstum eins og smáþjóð í landinu.“
Bárujárnið á hesthúsin
Verkefni Islendingsins, efnisval
og úrvinnsla í meistaranáminu
komu lærimeisturunum ítölsku
stundum spánskt fyrir sjónir. Eitt
verkefnið var hönnun strandhúss og
skilaði Hafsteinn teikningum að
glerhúsi með bárujárnsþaki. „Kenn-
ararnir urðu mjög undrandi yfir
bárujárninu því þótt okkur Islend-
ingum finnist það hversdagslegt
byggingarefni og jafnvel pspenn-
andi er bárujárn sjaldséð á Italíu og
eiginlega bara notað í sveitum þegar
þarf að halda hesthúsum þurrum.
Þá eru plöturnar lagðar yfn- þökin
og grjót sett yfir til að halda öllu á
sínum stað. Þessi notkun mín þótti
framúrstefnuleg og vakti athygli
kennaranna.“
Sumarvinnan á verkfræðiskrif-
stofunni á Fróni hélt áfram að skila
árangri. Þar vann Hafsteinn með
staðla í byggingarverkfræði hvað
viðvíkur veggjaþykkt, grind húsa,
einangrun, fjölda ofna og þar fram
eftir götunum og þessi kunnátta
kom að góðum notum í skólanum.
„Kennararnir mínir skoðuðu teikn-
ingarnar og sögðust aldrei hafa séð
svona hús. Eftir miklar vangaveltur
sögðu þeir að það væri greinilegt að
ég kæmi frá köldu landi og arkitekt-
arnir þyrftu að halda hita á íbúun-
um. Tækniþekkingin og bygginga-
verkfræðin gáfu mér því forskot á
samnemendurna sem höfðu jafnvel
enga starfsreynslu."
Ekki var um eitt einstakt loka-
verkefni að ræða heldur var unnið
jöfnum höndum að margvíslegum
ólíkum verkum yfir veturinn. Þann-
ig er hægt að sjá heildarmynd af
vinnu nemandans og leggja mat á
ólíka þætti námsins.
Hafsteinn er nú í fullri vinnu á
verkfræðiskrifstofu varnarliðsins og
tekur auk þess að sér verkefni fyrir
einstaklinga. Vinnudagurinn er oft
langur, frá átta á morgnana og allt
til klukkan tvö á næturnar. „Þetta
er samt svo skemmtileg vinna að
dagurinn líður í einu augnabliki,“
segir Hafsteinn að lokum og hlakkar
til að setjast aftur við teikniborðið
og tölvuna, reiðubúinn að umbreyta
einhverjum hluta heimsins í eitt-
hvað fegurra og betra.
Rokkað
flakk um
náttúruna
UM ÞESSAR mundir eru
> nokkrar áhugaverðar sýningar
í Reykjavík sem áhugafólk um
myndlist ætti ekki láta framhjá
sér fara.
Um síðustu helgi var opnuð í
Galleríi Hlemmi sýning Hildar
Jónsdóttur sem hún kallar „Hið
góða, vonda og ljóta eðli náttúr-
unnar“ og stendur til 5. ágúst.
I oneoone galleríi á Lauga-
vegi er sýning rokkarans Egils
Sæbjömssonar í fullum gangi.
Þar bíður hann gallerígestum
að hlusta á áður óútgefið efni
frá nýliðnum vetri, það heitasta
frá Mið-Evrópu. Enn er sýn-
ingin Flakk í Norræna húsinu
ogstendur hún til 13. ágúst.
www.mbl.is
Bjargey Olafsdóttir sýnir í Galleríi Nema hvad!
Morgunblaðið/Arnaldur
Bjargey með pelsana sína.
Sjö pelsar
frá París
í DAG verður opnuð í Gallerí Nema Hvaðl, Skóla-
vörðustíg 22, vinnusýning Bjargeyjar Ólafsdóttur
og nefnist hún „Pelsar og tilfinningar". Hún er
hluti af sumardagskrá gallerísins sem kallast
„Fiskabúr11. Þar er ungum listamönnum boðið gall-
eríið til afnota í eina viku í senn til æfinga eða
vinnslu verka sinna.
Hugmyndin er að í stað þess að sýna lokaút-
komu verka eins og venjan er í galleríum er
tilgangurinn að sýna vinnuna sjálfa eða sköpunina.
Gestir og gangandi geta síðan komið við í galleríinu
og tekið þátt í vinnuferlinu eða einfaldlega litið inn
um gluggann og séð listamanninn að verki. Lista-
mennimir verða að halda sig innan þess ramma að
vinna verkin í galleríinu sjálfu á því tímabili sem
þeir hafa fengið úthlutað en að öðra leyti hafa þeir
frjálsar hendur. Sýningar era ekki hugsaðar til
hagnaðar heldur er frelsi til listrænnar sköpunar
sett í öndvegi.
Bjargey opnar galleríið í dag kl.15 og verðm- til
18. Sami opnunartími er fram á sunnudag en á
laugardaginn verður kokkteilpartí kl. 20 og þangað
era allirvelkomnir.
Pelsar frá París
Bjargey, hvar fékkst þú þessa pclsa ? „Ég keypti
þá alla í París. Þeir era sjö og vora allir keyptir í
sömu búðinni, ég gat bara ekki ákveðið mig.“
Afhverjupelsar?
„Ég er með svona smá pelsasýki, þeir era svo
mjúkir og náttúralega líka hlýir.“
Og má fólk koma inn og máta ? „Það er í góðu
lagi. Það getur líka komið inn og spjallað um lífið
og tilverana."
Eru pelsar þáallt í lífín u ?
„Pelsar era svona kveikjan og svo koma allar til-
finningarnar og hugmyndirnar sem þeir vekja."