Morgunblaðið - 24.09.2000, Page 22
22 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
DÆGURTÓNLIST
Síðrokkuð framúrstefna
FJÖLMARGAR merkilegar rokksveitir hafa komið fram
vestan hafs á undanförnum árum ogtengjast oftar en
ekki. f kringum bandarísku útgáfuna Thrill Jockey er
þannig mikil og mögnuð klíka tónlistarrnanna sem áður
hefur verið getið hcr. Þar á meðal er ein rokksveit al-
mögnuð sem væntanleg er hingað til lands í byrjun næsta
mánaðar. Fyrir stuttu kom út fimmta hljdðversskífa
sveitarinnar, Red Line, sem þykir mikið afbragð lflct og
aðrar plötur Trans Am.
Liðsmenn Trans Am eru
Philip Manley gítar-
leikari, Nathan Means
bassaleik-
ari og
Sebastian
Thomson
slag-
verks-
leikari.
Þeir hafa
Motihíosson verið að í
áratug og gefið út fímm
hljóðversskífur og eina
samtíningsplötu. Þeir
kynntust í unglingaskóla í
Washington fyrir tíu ár-
um, en segja má að sveitin
hafi ekki komist almenni-
lega í gang fyrr en 1995
þegar liðsmenn hennar
luku menntaskólanámi.
Fyrsta breiðskífan, sam-
nefnd sveitinni, var tekin
upp eftir nokkrar æfingar
þegar þeir tóku upp þráð-
inn að nýju, en á henni er
víða vitnað í hallærisfrasa
rokkbelgja þess tíma.
Upptökusljóri á skífunni
var John McEntire, liðs-
maður Tortoise, og í
kjölfarið hitaði Trans Am
upp fyrir Tortoise á tón-
leikaferð síðarnefndu
sveitarinnar.
Plötunni var vel tekið og
gjarna tekin sem dæmi um
nýja rokkbylgju sem menn
kölluðu síðrokk. Þeir fé-
lagar gáfu þó frat f alla
slíka flokkun og á stutt-
skífu sem kom út sama ár
og fyrsta platan voru þeir
farnir að fikta við raf-
cindatól og tæki sem náði
hámarki á Surrender to
the Night 1997, en þar
þótti mönnum þeir heyra
hljóma frá Kraftwerk og
Can. The Surveillance
kom út 1998 og síðan Fut-
ureworld á siðasta ári.
Futreworld var afskap-
Iega vel tekið, enda má
segja að þeir félagar hafi
náð að fullmóta bræðing-
inn af gamaldags raf-
eindaframúrstefnu og
geimrokki. Á plötunni
beita þeir cinnig fyrir sig
ýmsum gerðum sér-
kennilegra hljómborða, en
gæta þess jafnan að gefa
ekkert upp um hvað við-
komandi hljómborð heita
eða hver smfðaði. Ekki
þarf þó næmt tóneyra til
að heyra að þar eru iðu-
lega á ferð stórmarkaðs-
hljóðfæri og jafnvel bama-
leikföng.
Fyrr á þessu ári kom út
safnskífan You Can Al-
ways Get What You Want
og svo áðurnefnd fimmta
hljóðversplata Trans Am,
Red Line.
Þegar kom að því að
taka upp fimmtu breiðskíf-
una, áðumefnda Red Line,
settur þeir Trans Am-
menn sér ákveðnar starfs-
reglur og héldu stíft við
þær; í þijá mánuði var
unnið átta tíma á dag í
hljóðverið að upptökum og
hljdðblöndun á skífunni.
Þrátt fyrir stífa vinnu
voru þeir félagar að vinna
í eigin hljóðveri og lausir
við allan þrýsting frá út-
gáfu en segja að vinnan
hafi verið svo mikil og
samfelld vegna þess að
þeir einsettu sér að vinna
allar hugmyndir í hörgul;
að hætta ekki fyrr en ljóst
væri orðið hvort hver hug-
mynd gengi upp eða ekki.
Trans Am vinir heyra
þegar eitt nýstárlegt við
skffuna; á henni er sungið
í sjö lögum, en þeir félagar
hafa lítið gert af því að
syngja utan að þeir beittu
fyrir sig bjöguðum söng á
Futureworld. Reyndar er
söngurinn á Red Line ekki
bcinlínis söngur, því þeir
félagar keyra hann í gegn-
um vocoder til að fella bet-
ur að tónlistinni.
Það ber einnig til tíð-
inda á plötunni að gestir
eru óvenju margir, enda
má segja að sum laganna
séu til orðin í spunalotu í
hljóðverinu þegar einhver
spilafélaginn leit inn. í við-
tali eftir að platan kom út
létu Trans Am-menn þau
orð falla að þeir hefðu orð-
ið steinhissa þegar þeir
heyrðu fyrstu upptök-
urnar í vinnulotunni, en
gefur góða nasasjón af því
hvers er að vænta.
Eftir upptökurnar Iá svo
mikið fyrir af lögum að
þeir segjast hafa lent í
ýmsum hremmingum við
að setja skífuna saman, og
endaði með því að á henni
eru tæpar 80 mínútur af
músfk, en hún hljómar á
stundum sem eins konar
sýnisbók af því sem sveitin
hefur fengist við sfðustu
fimm árin eða svo.
Eins og getið er í upp-
hafi er Trans Am væntan-
leg hingað til lands á næst-
unni, heldur tdnleika f
Gauki á Stöng 5. október
næstkomandi og væntan-
lega dþarfi að hvetja menn
til að sjá sveitina spila.
Trans Am-
plötur
Trans Am - 1996 Fyrsta skíf-
an er upp full með gaman-
semi og nöpru háði. Mest
ber á rokkinu en platan er
að stórum hluta spiluð af
fingrum fram inn á band.
Surrender to the Night - 1997
Trans Am félagar falla fyrir Kraftwerk og fleiri góðum
þýskum kuldapoppsveitum. Platan þykir harla góð en
stendur ekki bestu skífum sveitarinnar á sporði.
The Surveillance - 1998 Á þriðju breiðskífunni eru þeir fé-
lagar búnir að finna fjölina sína og ná tökum á forminu
og hugmyndirnar streyma fram. Afbragðs plata sem gaf
góð fyrirheit.
Futureworld - 1999 Besta skífa sveitarinnar að flestra
mati, í það minnsta þar til Red Line kom út. Mikið ber á
slagverki, rokki og rafeindatónlist, en einnig er nokkuð
um mjúkar laglínur og meira að segja einskonar söng.
You Can Always Get What You Want - 2000 Sautján laga safn-
skífa með tónleikalögum og sjaldheyrðu efni. Ekki eins
góð og hljóðversskífurnar en margir góðir sprettir.
Skemmtileg
Vítissódaorka
Mörgum hættir til að
gleyma því að rokkið
er í eðli sínu skemmtitónlist.
Víst er það gott þegar rokk-
arar leita innávið til að gæða
tónlistina meiri dýpt og
þunga, en þá verður að gæta
þess að taka sjálfa sig ekki of
alvarlega og umfram allt að
gleyma ekki skemmtuninni.
Þeir félagar í rokksveitinni
Vítissóda hafa það eitt að
farljósi að hafa gaman af
sem þeir eru að gera,
enda sveitin stofnuð með það
fyriraugum.
Vítissóda skipa þeir Hall-
ur Ingólfsson, Ossur og Ari.
Hallur og Össur stofnuðu
sveitina og þá með það fyrir
augum að úr yrði samhent
hjáámsveit sem semdi allt
saman. „Það var og er regla
að menn mega ekkert semja
heima,“ segja þeir og bæta
við að þess sé vandlega gætt
að enginn komi með neitt til-
búið að heiman, öll lögin sem
sveitin spilar eru samin á æf-
ingum. „Þegar við vorum að
leita okkur að trommara
kom það oft flatt upp á menn
að engin lög væru til þegar
þeir spurðu okkur hvað við
værum með,“ segja þeir fé-
lagar og kíma.
Þeir Vítissódamenn hafa
samið vel á þriðja tug laga en
segja að þeir séu með um tólf
lög sem þeir eru ánægðir
með og eru reyndar að spá í
að taka þau upp á næstu dög-
um og gefa út í haust. „Við
erum að svipast um eftir stað
til að taka upp lögin tólf og
veljum síðan úr því sex lög
Morgunblaðið/Kristinn
eða svo til að gefa út á diski.
Við vinnum þetta nánast eins
og á tónleikum og leyfum
mistökunum að standa, það
er í anda hljómsveitarinnar
að vera ekki að liggja yfir
smáatriðum. Við prófuðum
að taka upp á hefðbundinn
hátt, taka upp trommur og
svo gítar og svo bassa, en
okkur fannst það hljóma
miklu betur þegar við spiluð-
um lögin saman með mistök-
um og göllum. Það er bara
svo miklu skemmtilegra að
gera það svo, það verður til
einhver Vítissódaorka við
það.
Okkur fannst íslenskar
hljómsveitir vera of mikið
inní sig, of mikið á andlega
sviðinu. Við vildum hafa stuð
og læti, fannst þann þátt
vanta í rokkið hérna heima
og þess vegna fórum við af
stað. Við erum ekkert að
rembast við að vera frumleg-
ir, finnst meira um vert að
við séum skemmtilegir, sem
fólk hefur gaman af að sjá og
vonandi á það eftir að takast.
Kannski erum við að gera
eitthvað nýtt og kannski
ekki, en það skiptir bara
engu máli.“
Vítissódi stundar tónleika-
spilirí sem mest hann má nú
um stundir og áhugasömum
gefst kostur á að sjá sveitina
á tónleikum á Gauknum á
þriðjudagskvöld. Fleiri
sveitir koma þar við sögu því
Singapore Sling hyggst láta í
sér heyra og Brain Police
kynna nýjan söngvara.
Tónleikaskífa
RATM
FÉLAGARNIR í rokksveitinni
mögnuðu Rage Against the Mach-
ine hyggja á útgáfu tónleikaskífu í
haust. Til þess að taka þá skífu upp
héldu þeir tvenna tónleika á heima-
slóðum sem seldust upp á skömm-
um tíma. Rage Against The Mach-
ine sendi á síðasta ári frá sér
skífuna The Battle of Los Angeles
sem seldist bráðvel. Fram að því að
hún kom út höfðu menn reyndar
talið sveitina af en skífan virðist
hafa blásið nýju lífi í samstarfið og
vel heppnaðri tónleikaferð til að
kynna skífuna lauk með tvennum
tónleikum í Los Angeles fyrir viku.
Þeir tónleikar voru svo hljóðritaðir
og verða gefnir út fyrir jól, en á
væntanlegri skífu verða lög frá ár-
unum átta sem sveitin hefur starf-
að og ný lög að auki. Rick Rubin
stýrði upptökum á tónleikunum, en
svo mikill áhugi var fyrir þeim
vestan hafs að miðar á hvoru-
tveggju tónleikana seldust upp á
fimm mínútum, um 15.000 miðar
alls.