Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 223. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Trudeau látinn Montreal. Reuters, AP. PIERRE Elliott Trudeau, fyrrverandi forsætisráðheira Kanada, lést í Montreal í gær, áttræður að aldri. Dánarmein hans var krabbamein í blöðruháls- kirtli. Trudeau var á sjúkra- húsi í tíu daga í byrjun árs- ins vegna lungnabólgu og vinir hans segja að hann hafi aldrei náð fyrri styrk eftir það. Hann var einnig talinn þjást af Park- inson-veiki. Trudeau var forsætisráð- herra Kanada í fimmtán ár, fyrst frá 1968 til 1979 og síðan frá 1980 til 1984. Pierre Trudeau Jean Chretien, forsætisráð- herra Kanada, vottaði minn- ingu Trudeaus virðingu sína í gærkvöld, lýsti honum sem pólitísku stórmenni sem hefði barist fyrir réttlátu þjóðfélagi og aukið áhrif og virðingu Kan- ada á alþjóðavettvangi. „Hvar sem við vorum í heiminum fyllti hann okkur stolti yfir því að vera Kanadamenn," sagði forsætisráðherrann. Trudeau var gæddur miklum persónutöfrum og einkalíf hans var oft umfjöllunarefni fjöl- miðla út um allan heim. Hann kvæntist „blómabaminu" Margaret Sinclair, sem var helmingi yngri, árið 1971 og þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu sex árum síðar. Rúmlega 53% Dana hafna aðild að evrópska myntbandalaginu Nyrup segir Dam ekki hafa snúið baki við ESB Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. DANIR höfnuðu í gær aðild að evrópska mynt- bandalaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu með meiri mun en búist hafði verið við, 53,1% greiddu at- kvæði gegn aðild en 46,9% með. Ljóst er að úrslit- in eru mikið áfall fyrir Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra sem leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta er niðurlæging fyrir mig, fyrir okkur. En lýðræðið hefur talað og við virðum þau úrslit sem liggja fyrir,“ sagði hann og kvað næsta skref að boða formenn stjórnmálaflokkanna til viðræðna. Sigurvissir andstæðingar evrunnar tóku undir þetta og hvöttu til þess að Danir héldu Evrópuum- ræðunni áfram og ræddu tengsl Danmerkur og Evrópusambandsins í þaula. Áhrifa niðurstöðunn- ar gætti þegar í gærkvöldi er evran féll lítillega. „Danir hafa ekki snúið baki við ESB,“ sagði for- sætisráðherrann og bætti við að undirbúningi fyr- ir leiðtogafund ESB í Nice í desember yrði haldið áfram þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. Kvað hann mest um vert að sætta andstæðinga og fylgismenn evrunnar en lagði þó áherslu á að þjóð- in væri ekki klofin, þrátt fyrir niðurstöðuna. Greinilegt er að efasemdir margra Dana um Evrópusambandið og nánara samstarf innan þess réðu úrslitum. „Þetta nei á að nota til að hægja á Evrópuhraðlestinni," sagði Pia Kjærsgaard, leið- togi Danska þjóðarflokksins. Gagnrýndi hún for- sætisráðherra fyrir að halda möguleikanum á nýju þjóðaratkvæði opnum „með tíð og tíma“ og sagði slíkt ekki koma til greina. Holger K. Nielsen, leið- togi Sósíalíska vinstriflokksins, sagði stjómvöld nú verða að endurvinna traust kjósenda. 87% kjörsókn Kjörsóknin var mikil, um 87%. Um kl. 20 er loka átti kjörstöðum voru víða langar raðir af áhyggju- fullum kjósendum. Varð að halda kjörstöðunum opnum fram undir kl. 21 svo að allir gætu kosið. „Það er að minnsta kosti ekki ástæða til að hafa áhyggjur af lýðræðinu," sagði viðskiptaráðherr- AP Andstæðingar aðildar að evrópska myntbandalaginu fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Dana í miðborg Kaupmannahafnar eftir að úrslitin lágu fyrir í gærkvöld. ann, Marianne Jelved, sem var á meðal helstu tals- manna aðildar að myntbandalaginu. Viðbrögðin víðs vegar í Evrópu voru blendin. „Mér þykir þetta leitt, afar leitt,“ sagði Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. „En þetta er lýðræði,“ bætti hann við. Andstæðingar nánara Evrópusamstarfs fögnuðu hins vegar. „Niðurstaðan eykur möguleikann á því að Svíþjóð geti staðið utan EMU,“ sagði Johan Lönnroth, leiðtogi sænska vinstriflokksins. Ekki vildu þó allir gera jafnmikið úr áhrifum danska þjóðaratkvæðisins. Þannig sagði Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, að áhrif Dana á evrópskan efnahag væru ekki mikil. Mikil spenna var í loftinu í þinghúsi Dana, þar sem stjómmálamenn voru samankomnir er kjör- stöðum var lokað. Er Pia Kjærsgaard birtist í þinginu hlaut hún konunglegar mótttökur enda krýnd af dönskum fjölmiðlum sem „nei-drottning- in“, sigurvegari þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hún þvertók þó fyrir að fagna úrslitunum með Sósíal- íska vinstriflokknum þrátt fyrir að flokkarnir, sem eru yst til vinstri og hægri í dönskum stjórnmál- um, hefðu barist saman gegn evrunni. Serbneska rétttrúnaðarkirkjan styður andstæðing Milosevic Stj órnarandstaðan hót- ar allsherjarverkfalli Belgrad. Reuters, AFP, AP. STJÓRNARANDSTAÐAN í Serbíu hótaði í gær að efna til alls- heijarverkfalls og viðamikilla andófs- aðgerða þar til Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti viðurkenndi ósigur sinn í kosningunum á sunnudag og léti af embætti. Serbneska rétttrún- aðai'kirkjan, sem er mjög áhrifamikil í Serbíu, lýsti yfir stuðningi við Vojis- lav Kostunica, forsetaefni stjómar- andstöðunnar, og sagði að hann hefði verið kjörinn forseti Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands. Milosevic og fleiri forystumenn í flokki hans, Sósíalistaflokknum, komu þó saman í gær til að hefja und- irbúning annarrar umferðar forseta- kosninganna. „Við ætlum að boða til friðsamlegs allsherjarverkfalls og lama allar stofhanir landsins," sagði Zoran Djindjic, einn af leiðtogum stjómar- andstöðunnar. „Við ætlum að hvetja fólk til að senda ekki böm sín í skóla, fara ekki í leikhús og kvikmyndahús, flykkjast út á götumar og vera þar uns sá sem vill halda embættinu með valdi fer frá.“ Djindjic lét þessi orð falla eftir að yfirkjörstjóm Júgóslavíu birti loka- tölur sínar í kosningunum og úr- skurðaði að kjósa þyrfti að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna 8. október þar sem hvorugur þeirra hefði fengið meirihluta atkvæða í kosningunum á sunnudag. Stjómar- andstaðan heldur því hins vegar fram að Kostunica hafi náð kjöri með 52,54% atkvæðanna. Æðsta stofnun serbnesku rétttrún- aðarkirkjunnar tók málstað stjómar- andstöðunnar og lýsti Kostunica sem „kjömum forseta Júgóslavíu“ í yfir- lýsingu sem gefin var út í gær. Kirkj- an kvaðst vona að Kostunica tæki við völdunum með friðsamlegum hætti og ráðamennimir í Belgrad virtu vilja þjóðarinnar. Róttæki flokkurinn snýst gegn Milosevic Ýmislegt bendir einnig tfi þess að samsteypustjóm bandamanna Mil- osevic í Serbíu sé að riða til falls. Þjóðemissinninn Vojislav Seselj, leiðtogi Róttæka flokksins, sem á að- ild að stjóminni, sagði við fréttamenn í gær að hann teldi að Kostunica hefði náð kjöri á sunnudag og sakaði flokk forsetans um kosningasvik. „Við telj- um að kosningunum sé lokið,“ sagði hann. „Samkvæmt upplýsingum okk- ar sigraði Kostunica á sunnudag og við ætlum því ekki að taka þátt í síðari umferðinni." Bandamenn Milosevic í Svartfjalla- landi, sem em í oddaaðstöðu á júgó- slavneska þinginu, sögðust ekki hafa ákveðið hvort þeir myndu styðja stjóm forsetans. Stjóm Svartfjalla- lands lýsti því yfir að Kostunica væri réttkjörinn forseti sambandsríkisins og Milosevic gæti ekki hunsað vilja kjósendanna. ígor ívanov, utanrikisráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar myndu ekki taka þátt í tilraunum Vesturlanda tfi að knýja Mfiosevic tfi að viðurkenna ósigur og láta af emb- ætti þar sem kosningamar væm inn- anríkismál Júgóslavíu. Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, sagði þó eftir viðræður við rússneska ráðamenn í Moskvu að hann teldi þá ekki styðja Milosevic. Vedrine bætti við að hann hefði þegar óskað eftir því að Evrópusambandið íhugaði hvemig hægt yrði að aflétta refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu ef Milosevic léti af embætti. ■ Þjóðernissinni/31 Spenna í Perú Washington. AFP. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, fór í gær í óvænta heimsókn til Washington til að ræða við fram- kvæmdastjóra Samtaka Ameríku- ríkja, OAS, og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Heimsóknin var ákveðin með skömmum fyrirvara og olli hún mik- illi spennu í Perú vegna orðróms um að hershöfðingjar sem styðja Vlad- imiro Montesinos, fyrrverandi yfir- mann leyniþjónustu landsins, væm að undirbúa valdarán. Forsætisráð- herra landsins, Federico Salas, kvaðst þó telja að enginn fótur væri fyrir þeim orðrómi. Bandarískir embættismenn sögðu að Fujimori hefði óskað eftir við- ræðum við háttsetta embættismenn í Washington og töldu að hann vildi ræða samningaviðræður sem OAS hefur staðið fyrir milli stjómarinnar og stjórnarandstöðunnar í Perú. MORGUNBLAÐIÐ 29. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.