Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUK 29. SKKTEMBKK 2UU0
MUKUrUJNtíLADltí
FRÉTTIR
Stefán Baxter forstjóri og Gunnar Steinn Pálsson, stjómarformaður Mekkano,
fyrir utan hið nýja húsnæði fyrirtækisins í Pósthússtræti.
Morgunblaðið/Golli
Talsverðar endurbætur þurfti að gera á innviðum húsanna og iðnaðarmenn hafa
unnið þar hörðum höndum undanfarna daga.
Mekkano hefur starf-
semi í miðbænum
PÓSTHÚSSTRÆTI3 sem áður
hýsti fyrsta barnaskóia Reykjavík-
ur, lögregiustöð, súnstöð og póst-
hús mun enn fá nýtt hlutverk um
helgina þegar aimannatengslafyr-
irtækið Mekkano hefur þar starf-
semi um hclgina. Auk þess að
hreiðra um sig í gömlu lög-
reglustöðinni við Pósthússtræti 3
verður fyrirtækið með skrifstofur
á efri hæðum Pósthússins á horni
Austurstrætis og Pósthússtrætis
og á þremur hæðum í Austurstræti
17, alls á um 2000 m2.
Mekkano var stofnað fyrr á
þessu ári þegar GSP Almanna-
tengsl og netfyrirtækið Gæðamiðl-
un voru sameinuð. Starfsmenn fyr-
irtækisins, alls um 100 manns,
munu um helgina og á næstu vikum
flytja í hinar nýju höfuðstöðvar.
Gunnar Steinn Pálsson stjórnar-
formaður Mekkano segir að starfs-
fólki lítist afar vel á flutninginn í
miðbæinn og segist sannfærður um
að staðsetningin muni hjálpa fyrir-
tækinu að laða að enn fleira hæfí-
leikaríkt starfsfólk. „Auðvitað er
heiimikil stemming og flott á allan
hátt að vera í miðbænum og fleiri
ung og spennandi fyrirtæki eru á
leiðinni hingað. Nú er það borgar-
yflrvalda að standa í stykkinu og
búa þessari nýju kynslóð í við-
skiptalífinu viðunandi aðstæður.
Þar eru bflastæðavandamálin ekki
hvað síst í brennidepli og við erum
sannfærð um að lausn finnist á
þeim vanda innan tíðar.
Talsverðar breytingar hafa ver-
ið gerðar á innviðum Pósthússtræt-
is 3 og á efri hæðum pósthússins.
Gunnar segir að breytingar innan-
húss hafí verið gerðar í takt við
húsafriðunarlög og útlit húsanna
varðveitt út í ystu æsar. „í miðbæn-
um er mikil saga samofin hverju
götuhorni. Við höfum mjög gaman
af því að hefja rekstur almenn-
atengslafyrirtækis í þessum húsum
því þau hafa um margra áratuga
skeið þjónað mikilvægu hlutverki í
samskiptum landsmanna," sagði
Gunnar.
Fangageymsla í kjallaranum
I Pósthússtræti 3 var um árabil
aðallögreglustöð lögreglunnar í
Reykjavík. í bók Páls Líndal, Sögu-
stað við sund er vísað í frásögn
Jóns Kristófers Sigurðssonar af að-
búnaði í kjallaranum sem á sfnum
tíma var vafalaust frægasti kjallari f
landsins: „Lengd hvers klefa er
tniðuð við smæsta vöxt þeirra sem
á annað borð drekka sig ölóða. Það
vantar sem sé talsvert á að hún
samsvari þeirri Iengd sem venju-
lega er á líkkistum fullorðinna.
Breiddin var hinsvegar nokkru
meiri en í venjulegum líkkistum.
Auk þess er allmiklu hærra undir
loft en gengur og gerist í líkkist-
um. Myrkrið er heldur ekki eins
mikið og ætla má að sé í líkkist-
um.“
Gunnar segir að mörgum þyki
ónotalegt að koma niður í kjall-
arann þar sem hinar alræmdu
fangageymslur voru. Hann segist
þó ekki vera hræddur um að
draugar trufli starfsemina. Það sé
auk þess verið að taka húsið í gegn
og gera hreint í víðasta skilningi
þess orðs.
Eldsvoði
í eldhúsi
SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborgar-
svæðinu var kallað út um klukkan 17 í
gær vegna elds í íbúð í Fjarðarseli í
Breiðholti. Þegar slökkviliðið kom á
staðinn hafði eldurinn náð að læsa sig j
í eldhúsinnréttingu. Greiðlega gekk j
að slökkva eldinn og sá slökkviliðið '
einnigum að reykræstaíbúðina. Hús-
ráðandi brenndist lítillega er hann
reyndi að ráða niðurlögum eldsins,
sem kviknaði út frá pönnu á eldavél.
--------------------
Eldurí
bifreið
GRUNUR leikur á að kveikt hafi
verið í bifreið sem stóð fyrir aftan
hús við Nóatún í gærkvöldi en veg-
farandi sem tilkynnti lögreglu um
eldinn kvaðst hafa séð ungan mann
við logandi bifreiðina.
Lögreglan fékk tilkynningu um
eldinn laust eftir kl. 23.30 í gær-
kvöldi og hélt þegar á staðinn ásamt
slökkviliði. Greiðlega gekk að |
slökkva eldinn sem ekki náði að j
breiðast út. Lögreglan í Reykjavík I
rannsakar málið.
---:—-----------
Félagsdómur
hafnar kröfu
ríkisins
FÉLAGSDÓMUR hafnaði í gær j
kröfu i-íkisins um að verkfall sem
verkalýðsfélagið Báran-Þór, sem
semur fyrir hönd ófaglærðs starfs-
fólks á sjúkrahúsi Suðurlands, hafði
boðað að myndi hefjast aðfaranótt
29. september, yrði dæmt ólögmætt. j
Ekki kom þó til verkfalls þar sem
samningar milli Bárunnar-Þórs og
samninganefndar ríkisins náðust í
fyrradag. Ef samningamir hljóta |
ekki samþykki félagsmanna mun |
verkfall hefjast á miðnætti aðfaran- <
ótt 13. október nk.
Stjórnarformaður Reyðaráls og upplýsingafulltriii Norsk Hydro
Engar stefnubreytingar
í afstöðu N orsk Hy dro
GEIR A. Gunnlaugsson, stjómarfor-
maður Reyðaráls hf., segir enga
ástæðu til að ætla að einhverjar
breytingar hafi orðið á afstöðu for-
svarsmanna norska stórfyrirtækis-
ins Norsk Hydro til álversins á Reyð-
arfirði og vísar þar til viðtals sem
birtist við forstjóra áldeildar Norsk
Hydro, Eivind Reiten, £ norska við-
skiptablaðinu Dagens Næríngsliv í
gær. Thomas Knutzen, yfirmaður
upplýsingamála hjá Norsk Hydro,
tók í sama streng og Geir í samtali
við Morgunblaðið í gær. Báðir tala
þeir um að ávallt hafi legið fyrir að
endanleg ákvörðun um byggingu
iðjuversins verði ekki tekin fyrr en í
byrjun árs 2002 eða þegar öll gögn á
borð við lögformlegt umhverfismat,
félagslega athugun, samninga, fjár-
mögnun og fleira liggi fyrir. Það séu
því engar stefnubreytingar í ummæl-
um Reitens í Dagens Næringsliv.
Ekki náðist í Eivind Reiten í gær
en í Morgunblaðinu í gær er m.a. haft
eftir honum að hann hafi ekki tjáð sig
opinberlega um verkefnið á íslandi í
lengri tíma. Þegar þessi ummæli
vom borin undir Thomas Knutzen
sagði hann að viðtalið við Reiten í
norska viðskiptablaðinu hefði verið
tekið fyrir viku í Þýskalandi og þess
vegna hefði það viðtal ekki verið í
huga Reitens þegar Morgunblaðið
hefði haft samband við hann. Það geti
m.ö.o. skýrt þau ummæli Reitens að
hann hefði ekki tjáð sig um verkefnið
við fjölmiðla i lengri tíma.
„Það hefur alltaf legið fyrir að
ákvörðun um það hvort af verkefninu
verði verður ekki tekin fyrr en í árs-
byrjun 2002,“ segir Geir A. Gunn-
laugsson í samtali við Morgunblaðið í
gær og vísar máli sínu til stuðnings í
yfirlýsingu þeirra aðila sem standa
að Reyðaráli hf., Hæfis hf., iðnaðar-
ráðherra og Norsk Hydro, frá því f
maí sl. þar sem fram kemur að áður
en endanleg ákvörðun verði tekin
þui’fi að ná niðurstöðu í fjölmörgum
málum, svo sem mati á umhverfis-
áhrifum, fjármögnun og fleiri málum.
Minnir Geir m.a. á í þessu sam-
bandi að það hafi ávallt legið fyrir að
það væri heilmikið verkefni að koma
á iðjuveri á Austurlandi. „Hjá því
munu vinna í kringum 400 til 500
manns og er Ijóst að því fylgi ýmis
vandamál," útskýrir Geir en bendir
jafnframt á að í viðtalinu við Reiten
hafi komið fram að markaðs- og
kostnaðarhlið verkefnisins liti vel út.
Þegar Geir er spurður um þau um-
mæli Reitens að íslendingar hafi
minni áhyggjur af félagslega þættin-
um en Norðmenn segir hann: „Það
getur verið að séð utan frá Noregi
finnist þeim þetta vera meira vanda-
mál en okkur sem stöndum því nær.
En ég ítreka að þetta er vissulega
mál sem þarf að finna lausn á en er
ekki óleysanlegt."
Samfélagsleg könnun
Geir segir að af hálfu Reyðaráls sé
að fara af stað samfélagsleg athugun,
Reiten segir óvissu um
álver á Austfjörðum
NORSKA dagblaðið Dagens Nær-
ingsliv birti á fimmtudag umfjöllun
um stefnu Norsk Hydro á næstu
misserum og stutt viðtal við for-
stjóra álframkvæmda þess, Eivind
Reiten, eins og fram koin í Morgun-
blaðinu í gær.
I greininni segir Reiten að vegna
aukins fjárinagns félagsins hyggi
það á gríðarlega landvinninga í
Brasiliu, Bandarfkjunum, Slóvakíu,
Slóveníu og á Spáni til að styrkja
stöðu sína á markaðnum og auka
framleiðslugetu. Með þessum
auknu umsvifum munu bræðsluofn-
ar Hydro um heim allan ná að af-
kasta 540.000 tonnum í árslok.
Kostnaður við þessar framkvæmdir
nemur milljarði nkr. samkvæmt
DN.
Ekki er Reiten þó viss um að ís-
lendingar muni njóta góðs af aukn-
um umsvifum félagsins með bygg-
ingu álvers á Reyðarfírði og segir:
„Það er alltof snemmt að segja
ákveðið til um það. Við þurfum að
nýta allan þann tíma sem við höfum
til febrúar 2002 en þá verðum við að
hafa tekið ákvörðun um fram-
kvæmdir. Frá markaðs- og kostnað-
arsjónarmiði séð lítur verkefnið vel
út, en það eru önnur atriði sem
kreljast nánari athugunar."
Blaðamaður DN spurði Reiten
um afleiðingarnar sem risaálver
myndi hafa á líf íbúa Austurlands:
„Það verður ekki nægilegur fjöldi
hæfra manna til að vinna í verinu.
Við verðum að treysta á að fólk
flytjist á staðinn þegar hann bygg-
ist upp. Einnig þurfum við að vera
sjálfum okkur nægir með þjónustu
eins og rekstur þvottahúss og möt-
uneytis,“ svaraði hann.
í viðtalinu sagði Reiten einnig að
hann hefði áhyggjur af áhrifum
sem álverið myndi hafa á annan iðn-
að og innviði samfélagsins á svæð-
inu. „Þegar á heildina er litið hafa
íslenskir samstarfsaðilar okkar
engar áhyggjur af þessu en okkur
er mjög umhugað um þau atriði.“
framkvæmd af Nýsi hf„ sem beinast
mun að því hvemig samfélagið á
Austurlandi sé tilbúið til að taka við
svo stóru fyrirtæki sem álverið verð-
ur.
„Það er ljóst að með tilkomu þessa
stóra fyrirtækis verður veruleg
breyting á svæðinu,“ segir hann og
heldur áfram. „Hjá fyrirtækinu
verða m.a. í boði störf fyrir fjölmarga
háskólamenntaða menn og fjölmarga
iðnaðarmenn en það mun breyta
mjög afstöðu fólks til að búa á svæð-
inu.“ Þá segir hann að athugunin eigi
einnig ná til þeirra breytinga sem
verða á möguleikum manna til að
halda úti þjónustufyrirtækjum á
svæðinu. „Af hálfu aðstandenda
verkefnisins hefur verið lögð áhersla
á að álverið yrði byggt þannig upp að
það yrði ekki sjálfu sér nægt heldur
myndi það kaupa sér þjónustu á sem
ílestum sviðum.“ Bendir hann á að
þessi mál verði öll skoðuð í samvinnu
við heimamenn. Aðspurður segir
hann að ráð sé fyrir því gert að niður-
stöður úr athugun Nýsis liggi fyrir í
mars eða um það leyti en þá er búist
við að mat á umhverfisáhrifum ál-
versins liggi íyrir.
Engin vissa fyrr en 2002
Thomas Knutzen, yfirmaður upp-
lýsingamála hjá Norsk Hydro, segir
eins og Geir að það sé ljóst að endan-
leg ákvörðun um byggingu álversins
á Reyðarfirði verði ekki tekin fyrr en
í ársbyrjun 2002. Reiten sé einfald-
lega að benda á það í samtalinu við
Dagens Næringsliv. Bendir hann á
að nú sé m.a. unnið að mati á um-
hverfisáhrifum álversins á Reyðar-
firði íyrir Reyðarál og að sama mat
íari fram af hálfu Landvirkjunar fyr-
ir virkjunina. Þegar þær niðurstöður
sem og fleiri athuganir á verkefninu
liggi fyrir muni fjárfestar meta stöð-
una og taka ákvörðun.