Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bæti fjár-
drátt
starfs-
manns
Forstjóri Samskipa segir neikvætt rekstrarumhverfí
veikja stöðu fslenskra skipafélaga
Umsvifamiklir flutningar
hafa færst til erlendra aðila
Morgunblaðið/Þorkell
UMSVIFAMIKLIR vöruflutning-
ar hafa færst úr höndum íslenskra
skipafélaga á síðustu árum vegna
hins neikvæða rekstrarumhverfis
sem íslenskum skipafélögum er
búið hér á landi, að mati Olafs Ól-
afssonar forstjóra Samskipa. Hann
segir afleiðinguna af þeirri þróun
vera þá að vöruflutningar til og frá
landsins séu nú að mjög stórum
hluta í höndum erlendra aðila.
Ólafur segir að hægt sé að tala
um tvær tegundir flutninga til og
frá landinu. Annars vegar er það
sú tegund flutninga sem stunduð
er af þeim fyrirtækjum sem bjóða
heildarflutningakerfi og hafa
tryggt sér stöðuna með innan-
landskerfum, flutningsmiðlun,
vöruhúsum, dreifingarmiðstöðum
o.s. frv. Hér á landi eru tvö fyrir-
tæki í slíkum rekstri, Samskip og
keppinautur þeirra Eimskip.
„Síðan erum við að tala um það
sem kallað er stórflutningar, eða
heilfarmaflutningar. Þeim er eink-
um sinnt með skipum án mikillar
vinnu i landi á hvorum endanum
fyrir sig. Og mjög miklu magni og
stórum hluta af flutningum þjóðar-
innar er sinnt á þennan hátt. Þann-
ig kemur öll olía til landsins í er-
lendum olíuskipum, öllum heil-
farma frystiflutningum er alfarið
sinnt af erlendum félögum, við er-
um að flytja frá landinu umtalsvert
af mjöli, fyrst og fremst fiskimjöli,
sem og vikri, en þessu er að
stærstum hluta sinnt af útlending-
um í dag, að ógleymdum flutning-
um á lýsi og fóðri.
Þessir flutningar eru gríðarlegt
magn. Bara olían held ég að sé yfir
700 þúsund tonn á ári, meira magn
en bæði skipafélögin samanlagt
eru að flytja í gámum í dag.“
Öll skipafélögin hætt í
heilfarmaflutningum
Að sögn Ólafs hefur þessi þróun
átt sér stað á síðustu árum. Sam-
skip áttu tvö frystiskip og eitt
heilfarmaskip sem voru í þessum
flutningum en eru hætt í dag. Þá
átti forveri Samskipa 16.000 tonna
olíuskip sem annaðist olíuflutninga
til landsins, og Eimskipafélagið
átti einnig skip í heilfarmaflutning-
um.
„Það eru allir búnir að selja
skipin og eru hættir þessu. Nes-
skip, sem voru í þessu áður, hafa
hætt og eru meira og minna að
sinna þessum flutningum erlendis í
samkeppni við erlend fyrirtæki
þar. Ekki í samkeppni við erlend
fyrirtæki á íslandi. Og það kemur
dálítið spánskt fyrir sjónir. Það
stafar af því að íslenskum fyrir-
tækjum er ætlað að starfa við önn-
ur skilyrði en erlendum fyrirtækj-
um, einkum hvað varðar mönnun
skipa og verkalýðsmál."
Ólafur segir að launakostnaður á
íslenskum skipum sé miklu hærri
heldur en á sambærilegum skipum
annars staðar. „Við getum sagt að
verkalýðsfélögin, og þá einkum
Sjómannafélag Reykjavíkur, hafi
ekki skilning á því alþjóðlega sam-
keppnisumhverfi sem við erum í.
Og það er oft talað um manndráps-
fleytur og ryðdalla og sjóræningja-
útgerð og fleira, en það er lítið af
þessum flutningum í höndum
slíkra aðila. Þetta er mestmegnis í
höndum Dana, Norðmanna, Fær-
eyinga og fleiri aðila í Evrópu."
Einnig telur Ólafur að aðgerða-
leysi stjómvalda hamli úgerðinni
og eigi sinn þátt í að draga úr sam-
keppnishæfni íslenskra skipafé-
laga.
„Þegar ég tala um aðgerðarleysi
stjórnvalda, er ég fyrst og fremst
að ■ tala um skráningarreglur og
skattaumhverfi. Nú er skammt í að
dregið verði niður síðasta íslenska
flaggið af skipum sem eru innan
Sambands íslenskra kaupskipaút-
gerðar. Það er ekkert skip skráð á
Islandi, að undanskildum Brúar-
fossi sem er á sölulista. Það stafar
af því, að það hvarflar ekki að
nokkrum manni sem á eða kaupir
hér skip, að skrá þau hér vegna
kostnaðar, skráningarreglna og
vegna þess lagaumdæmis sem
menn lenda í vegna íslensku verka-
lýðsfélaganna.“
Útgerðarþátturinn áfram
veikleiki skipafélaganna
Þá segir Ólafur að skattamál séu
með öðrum hætti hérlendis. í
Þýskalandi og Hollandi greiði
skipafélögin t.d. tonnaskatta, sem
reiknaðir eru sem tonnagjald mið-
að við stærð skipa, en ekki tekju-
skatt líkt og hér á landi.
Samskip og Eimskip hafi styrkt
stöðu sína með því að bjóða upp á
alhliða flutningastarfsemi, enda sé
ekki annað fyrirsjáanlegt en að út-
gerðarþátturinn verði áfram veik-
leiki hjá skipafélögunum, að mati
Ólafs.
„Það er okkar styrkur að halda
utan um ferilinn alla leið, en þegar
erlend skipafélög herja meira inn á
þennan markað, þá geta menn ekki
leyft sér að búa við þau skilyrði
sem hér eru fyrir hendi í dag.“
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
Reykjavíkurborg til að greiða erfingj-
um konu ríflega 3 milljónir króna, en
það er sú upphæð sem starfsmaður í
heimaþjónustu félagsmálastofnunar
Reykjavíkur hafði af konunni með því
að taka út af bankabókum hennar.
Konan naut um árabil heimaþjón-
ustu hjá félagsmálastofnun. Arið 1994
kom umræddur stai-fsmaðm' heima-
þjónustunnar til starfa á heimili kon-
unnar og fólust störfin í þrifum, þvott-
um, matarinnkaupum og undir-
búningi málsverða, en einnig var
starfsmanninum ætlað að veita kon-
unni félagslegan stuðning. Starfs-
maðurinn fór í sendiferðir íyrir kon-
una, en árið 1998 kom fjárdrátturinn
af bankabókunum í ljós.
Maðurinn var dæmdur fyrir brot
sín, en eftir að bú hans var gert upp
reyndust engir fjármunir til að endur-
gr-eiða féð sem hann dró sér. Erfingj-
ar konunnar, sem lést í fyrra, kröfð-
ust skaðabóta af Reykjavíkurborg
sem vinnuveitanda starfsmannsins.
Ekki nógu skýrar reglur
Hæstiréttur segir að ekki hafi verið
nægilega skýrt kveðið á um það í
reglum og starfslýsingu Félagsmála-
stofnunar að umsjón með fjármálum
væri ekki liður í starfi starfsmanna,
sem sinntu heimaþjónustu. Starfs-
mönnum Félagsmálastofnunar hafi
verið kunnugt um að konan kæmist
ekki af heilsufarsástæðum út af heim-
ili sínu hjálparlaust og ætti enga ná-
komna sem gætu sinnt henni. Því hafi
verið sérstakt tilefni til að koma því á
framfæri við konuna að starfsmenn
heimaþjónustu ættu ekki að fást við
verkefni af þessum toga í hennar
þágu, sérstaklega í ljósi þess að deild-
arstjóra við heimaþjónustu var kunn-
ugt um að starfsmaðurinn hefði sinnt
bankaviðskiptum fyrir hana. Hæsti-
réttur segir að konan hafi sér að víta-
lausu mátt ætla að aðstoð við banka-
viðskiptin félli innan verksviðs
starfsmannsins. Var háttsemi starfs-
mannsins því talin standa í þeim
tengslum við starf hans hjá Reykja-
víkurborg að fella yrði á borgina
skaðabótaskyldu.
Stjórnarmaður í Sj ómannafélagi Reykjavíkur
gagnrýnir orð forstjóra Samskipa
Út í hött að kenna stétt-
arfélögum um vandann
BIRGIR Björgvinsson, stjórnar-
maður í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur, gagnrýnir harðlega ummæli
sem Ölafur Ólafsson, forstjóri Sam-
skipa, lét falla á aðalfundi Sam-
bands íslenskra kaupskipaútgerða
á miðvikudag, og voru höfð eftir Ól-
afi í Morgunblaðinu í gær. Segir
Birgir út í hött að kenna stéttar-
félögum eins og Sjómannafélagi
Reykjavíkur um vanda íslenskrar
kaupskipaútgerðar.
Birgir segir að þau ummæli sem
Ólafur lét falla um kaupskipaút-
gerðina einkennist af ósvífni, og
raunar virðist sem forstjóri Sam-
skipa viti ekkert um hvað hann sé
að tala. Þannig séu t.d. fjögur kaup-
skip í flutningum undir íslenskum
fána, en ekki eitt eins og Ólafur hélt
fram.
Gerir Birgir athugasemdir við
þrjú atriði í málflutningi Ólafs. Fyr-
ir það fyrsta sé fáránlegt að tala um
að mikil samkeppni hér á landi
standi kaupskipaútgerðinni fyrir
þrifum, einungis sé um tvö fyrir-
tæki, Samskip og Eimskip, að ræða
í áætlunarsiglingum sem sé einmitt
sá þáttur sem Samskip sinni fyrst
ogfremst.
f öðru lagi haldi Ólafur því fram
að Sjómannafélag Reykjavíkur og
önnur stéttarfélög sýni óbilgirni og
séu ein helsta orsök þess að ekki sé
hægt að halda úti kaupskipaútgerð
í landinu.
„Ástæðan er þá væntanlega sú að
við höfum verið harðastir í að reyna
að tryggja okkar mönnum vinnu og
að þeir haldi sínum störfum á
mannsæmandi launum, sem raunar
hefur nú ekki tekist alltof vel,“ seg-
ir Birgir. „Kannski er það einfald-
lega þetta sem Ólafur vill, að hann
fái einfaldlega að halda hér úti hálf-
gerðu þrælahaldi, með sína menn á
einhverjum tvö til þrjú hundruð
dollurum á mánuði."
Segir Birgir að meginmarkmið
Sjómannafélagsins hafi verið að sjá
til þess að skip í áætlunarsiglingum
til Islands væru mönnuð íslending-
um. Nógu mikið hafi hallað undan
fæti í þeim efnum nú þegar. Undir
þetta hafi Ólafur reyndar tekið á
tyllidögum, „en það virðist þá vera
marklaust hjal í honum“.
Segir vælutón í
forstjóra Samskipa
Birgir lýsir einnig furðu sinni
með að Ólafur skuli tala eins og
flutningar á olíu hingað til lands
hafi fram að þessu verið í höndum
íslendinga. Staðreyndin sé sú að ol-
íuflutningarnir hafi nánast ætíð
verið í höndum útlendinga, ef frá er
talið tímabil fyrir 25 til 30 árum
þegar Hamrafell sá um þessa flutn-
inga. í þessum efnum hafi því ekki
orðið nein breyting.
Birgir segir að vissulega steðji
ýmiss konar vandi að íslenskri
kaupskipaútgerð en það skýri samt
ekki þvflíkan vælutón og hafi ein-
kennt orð forstjóra Samskipa. Skip-
um í flutningum hafi kannski fækk-
að en þau hafi líka stækkað og séu
mun fullkomnari en áður, auk þess
sem breytingar hafi orðið á flutn-
ingsmátanum. „Ég get heldur ekki
séð að þessir menn séu með sultar-
hor í nefinu,“ sagði Birgir að lokum.
Morgunblaðið/Þorkell
Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, afhendir Jóni Jónas-
syni styrk til handa Daufblindrafélagi íslands.
Daufblindrafélag
íslands fær styrk
GÓÐI hirðirinn, nytjamarkaður
Sorpu og líknarfélaganna, veitti í
gær Daufblindrafélagi íslands
500.000 króna styrk.
Ögmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, afhenti Jóni
Jónassyni, meðlimi Daufblindrafé-
lagsins, styrkinn en þeirri hefð hef-
ur verið komið á hjá Góða hirðinum
að veita reglulega styrki til lfknar-
mála. í fréttatilkynningu frá Sorpu
kemur fram að Daufblindrafélag ís-
lands sé fámennt félag sem njóti lít-
illa tekna og styrkja frá félags-
mönnum sínum og samfélaginu en
vinni afar þarft starf. Félagið var
stofnað í mars árið 1994 og er stefna
þess að vinna að hvers konar menn-
ingar- og hagsmunamálum dauf-
blindra. Fötlun daufblindra er mikil
þar sem þeir eru bæði alvarlega
sjón- og heymarskertir og sumir
þeirra jafnvel algjörlega blindir og
heymarlausir. Fötlunin hefur þann-
ig í for með sér mikla einangmn og
þurfa daufblindir í raun bæði túlk
og ieiðsögumann til að liðsinna sér
því þeir em algjörlega upp á aðra
komnir með jafnvel hversdagsleg-
ustu nauðsynjar.