Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 13 Tíu konur og átta karlar sviðsstjórar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Kona í fyrsta sinn sviðsstjóri lækninga Morgunblaðið/Jim Smart Sviðsstjórar í nýju skipulagi klínískra sviða á Landspitala - háskólasjúkrahúsi voru kynntir í gær og eru hér ásamt framkvæmdastjórum einstakra málaflokka spítalans og forstjóra. NYIR sviðsstjórar Landspítala - há- skólasjúkrahúss, alls átján manns, taka við níu nýjum sviðum lækninga og hjúkrunar samkvæmt nýju skipu- lagi sjúkrahússins sem gengur í gildi 1. október. Forstjóra var falið af framkvæmdastjórn að ráða í stöður yfirmanna sviðanna og voru nöfn þeirra tilkynnt í gær. Fundur var haldinn með sviðsstjórunum síðdeg- is í gær og síðan voru nöfn þeirra kynnt á spítalanum. í sviðsstjórahópnum er fólk sem áður hefur verið sviðsstjórar en einnig margir sem ekki hafa fyrr valist til þeirra starfa. Kona er nú í fyrsta sinn sviðsstjóri á kh'nísku sviði lækninga. Sviðin 9 eru: Barnasvið, Kvenna- svið, Geðsvið, Lyflækningasvið I, sem er almennt lyflækningasvið, og Lyflækningasvið II en undir það heyra krabbameinslækningar og blóðmeinafræði, Skurðlækninga- svið, Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið, Klínískt þjónustu- svið og Slysa- og bráðasvið. Auk þess falla undir khníska starfsemi starfseiningar sem hafa þjónustu- samninga eða sjálfstæðan fjárhag. Áður höfðu verið ráðnar rekstrar- stjórnir til sambærilegra sviðs- stjórastarfa við endurhæfingarþjón- ustu og öldrunarþjónustu sam- kvæmt þjónustusamningi. I þeim eru þrjár konur og tveir karlar. Hér fer á eftir listi yfir sviðsstjór- ana átján: Barnasvið Ásgeir Haraldsson, sviðsstjóri lækninga, prófessor, barnalækn- ingasvið/Barnaspítali Hringsins. Helga Bragadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, stai-fandi hjúkrunar- framkvæmdastjóri, barnalækninga- svið Landspítala Hringbraut. Kvennasvið Margrét I. Hallgrímsson, sviðs- stjóri hjúkrunar, yfirljósmóðir og hjúkrunarframkvæmdastjóri, kven- lækningasviði Landspítala Hring- braut. Reynir Tómas Geirsson, sviðs- stjóri lækninga, prófessor, kvenna- deild Landspítala Hringbraut. Geðsvið Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðs- stjóri hjúkrunar, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, barna- og unglinga- geðdeild Landspítala Hringbraut. Hannes Pétursson, sviðsstjóri lækn- inga, prófessor, geðlækningasviði Landspítala Hringbraut. Lyflækningasvið I Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, endurhæfingar- þjónustu Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Þórður Harðarson, sviðsstjóri lækninga, prófessor, lyflækninga- svið Landspítala Hringbraut. Lyflækningasvið II Kristín Sophusdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, handlækningasviði Landspít- ala Hringbraut. Vilhelmína Haraldsdóttir, sviðs- stjóri lækninga, sérfræðingur, blóð- sjúkdóma- og krabbameinsdeild Landspítala Fossvogi. Skurðlækningasvið Elsa Friðfinnsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, fræðslu- og rannsóknadeild hjúkrunar Landspítala Hringbraut. Jónas Magnússon, sviðsstjóri lækn- inga, prófessor, handlækningasvið Landspítala Hringbraut. Svæfínga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið Helga Kristín Einarsdóttir, sviðs- stjóri hjúkrunar, deildarstjóri, skurðdeild kvennadeildar Landspít- ala Hringbraut. Oddur Fjalldal, sviðsstjóri lækn- inga, sérfræðingur, svæfingardeild Landspítala Hringbraut. Klínískt þjónustusvið Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri lækninga, yfirlæknir, röntgendeild Landspítala Fossvogi. Gyða Halldórsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, hjúkrunarframkvæmd- astjóri, skurðlækningasviði Land- spítala Fossvogi. Slysa- og bráðasvið Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri lækninga, forstöðulæknir, slysa- og bráðasviði Landspítala Fossvogi. Margrét Tómasdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, hjúknjnarframkvæmda- stjóri, lyflækningasvið Landspítala Fossvogi. Endurhæfíngarþjónusta Rekstrarstjórn (ráðin í júní 2000 til tveggja ára, samkvæmt þjónustu- samningi): Guðrún Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfari, framkvæmdastjóri, sjúkraþjálfun Landspítala Hring- braut. Stefán Yngvason, forstöðulæknir, yfirlæknir, endurhæfingardeild Landspítala Grensási. Þórdís Ingólfsdóttir hjúkrunar- fræðingur, hjúkrunardeildarstjóri, endurhæfingardeild Landspítala Grensási - ráðin frá 1. okt. 2000 í stað Guðlaugar Rakelar Guðjóns- dóttur. Oldrunarþj ónusta Rekstrarstjórn (ráðin í júní 2000 til tveggja ára, samkvæmt þjónustu- samningi): Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, hjúkr- unai-framkvæmdastjóri, Landspítali Landakoti. Pálmi V. Jónsson, forstöðulæknir, Landspítala Landakoti. Við samein- ingu Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur var yfirstjórnin endur- skipulögð og ráðnir framkvæmda- stjórar málaflokka. Vinna sem nú stendur fyrir dyrum á sviðum, undir forystu sviðsstjóra, er í beinu fram- haldi af því. í henni felst samræming á öllu starfi spítalans, meðal annars með sameiningu sérgreina. Starfstengsl prófessora og heil- brigðisstofnana til skoðunar Starfslýsing sviðsstjóranna verð- ur kynnt í næstu viku en verið er að leggja lokahönd á hana. Meginverk- efni þeirra er að bera faglega ábyrgð á starfi sviðanna, einnig á fjármálum og að hvetja til kennslu- og fræða- starfa. Þá segir m.a. svo í frétt frá Landspítala: „Sviðsstjórn er aðal- starf og henni gegna sameiginlega sviðsstjóri lækninga og sviðsstjóri hjúkrunar, í umboði forstjóra og framkvæmdastjóra. Á grundvelli 38. greinar háskólalaga nr. 131/1990, þ.e. ákvæði til bráðabirgða í gildandi háskólalögum nr. 41/1999, gegna sviðsstjóm prófessor í lyflækning- um, handlækningum, geðlækningum og kvenlækningum ásamt prófessor í barnalækningum. Áðurnefnd grein háskólalaganna gildir til 1. maí 2001 en fyrir þann tíma skulu mennta- málaráðherra og heilbrigðisráð- herra hafa komið sér saman um reglur um starfstengsl prófessora læknadeildar við heilbrigðisstofnan- ir.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins snýst málið meðal annars um það hvort Háskóli íslands sem ræður prófessorana á þar með að ráða því hverjir stýra faglegu starfi á umræddum sviðum Landspítala - háskólasjúkrahúss eða hvort því ráðningarferli verður breytt. Arsfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 164 milljónir króna til niður- fellingar skulda þróunarríkja HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Motoo Kusakabe, vara- forseti Alþjóðabankans, skrifuðu undir samning um framlag Islands til niðurfellingar skulda fátækustu ríkja heims á ársfundi Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Prag. Framlag íslands er tvær milljónir bandaríkjadala, eða um 164 milljónir íslenskra króna. Samn- ingurinn er hluti alþjóðlegs átaks en þegar hefur verið gengið frá lækkun skulda tíu þróunam'kja og búist er við að tíu ríki til viðbótar fái skulda- lækkun fyrir lok þessa árs. Samhliða ársfundinum átti utan- ríkisráðherra fundi með sendinefnd- um annarra þátttökulanda og stjórnendum Alþjóðabankans. Hann átti fund með Jose Ramos-Horta um þátttöku Islands í uppbyggingar- starfinu á Austur-Tímor. Fundinn sat einnig Marie Alcatiri, sem fer með yfirstjórn efnahagsuppbygg- ingar í landinu fyrir hönd SÞ. í fjár- hagsáætlun Þróunarsamvinnustofn- unar ísiands (ÞSSÍ) fyrir árið 2001 verður gert ráð fyrir fjárframlagi til að hefja samstarf við Austur-Tímor. Utanríkisráðherra skrifaði undir samstarfssamning ásamt Gerald M. Ssendaula, fjármálaráðherra Úg- anda, um þróunarsamvinnu land- anna. Gert er ráð fyrir að verkefnis- stjóri ÞSSÍ muni hefja störf í Kampala, höfuðborg Úganda, síðar á árinu. Á næstu mánuðum verða lögð drög að verkefnum á svæðinu á sviði fiskveiða, menntunar og heilsu- gæslu. Utanríkisráðherra fundaði einnig með Ian Johnson, varaforseta Al- þjóðabankans. Johnson fer með verkefni á sviði fiskveiða en íslend- ingar hafa tekið þátt í samstarfs- verkefni Alþjóðabankans, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ og fleiri ríkja um ábyrga fiskveiði- stjórnun þróunarlanda. Loks áttu ráðherrar Norðurlanda og Eystrarsaltsríkja fund með James D. Wolfensohn, forseta Al- þjóðabankans, þar sem ræddar voru lánveitingar bankans til Eystra- saltsríkjanna, og framtíðarhorfur og áherslur í verkefnavali bankans. Mýrarhúsaskóli Engar at- hugasemdir við ástand handriðs BÖRNIN sem fengu handrið yfir sig í Mýrarhúsaskóla á Seltjamanesi á þriðjudag hafa öll snúið aftur á skóla- bekk þrátt fyrir skrekkinn og ró kom- in yfir skólastarfið. Regína Höskulds- dóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, sagði að bæði skólalóð og húsnæði skólans væru undir reglulegu eftiriiti og hefði Herdís Storgaard fram- kvæmdastjóri Arvekni nýlega komið pg gert úttekt á ástandi húss og lóðar. I þeirri úttekt vora engar athuga- semdir gerðar við ástand handriðsins. Herdís kom svo aftur á miðvikudag og yfirfór skýrsluna. Bæjartæknifræðingur, iðnaðar- menn og aðrir fagmenn fara þessa dagana yfir ástand handriðsins og eru allar líkur taldar á að tæring á jáminu inni í steypunni hafi orsakað óhappið. ------------------ VG óskar eftir fundi um áætlun- arfiug JÓN Bjarnason fulltrúi Vinstri- hrej'fmgarinnar-gi-æns framboðs í samgöngunefnd Alþingis hefur ósk- að eftir fundi í nefndinni til að fjalla um stöðu áætlunarflugs í landinu. Hann hefur sent formanni nefndai’- innar bréf þar sem vakin er athygli á óvissu sem ríki um framtíð áætlunar- flugs til margra staða, svo sem til Siglufjai’ðar, Húsavíkur og Horna- fjarðar. -------------- Beitti rafloststæki á konu HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manni, sem var ákærðm’ fyrir líkamsárás. í október 1998 fór maðurinn í félagi við óþekktan aðila í gistihús á Freyju- götu og réðst þar að konu. Mennirnir tveir handjárnuðu hana með hendur hennar fyrir aftan bak og hristu hana til og sá ákærði þröngvaði henni upp að vegg, tók hana kverkataki, veitti henni raflost með rafloststæki á háls hennar og vinstri mjöðm og veitti henni högg aftan á háls. Hún hlaut margvíslegar skrámur og mar af. Ástæða árásarinnar var að konan hafði lykil að skemmtistað í borginni undir höndum, en vildi ekki afhenda hann nema hún fengi greidd þau laun sem hún taldi sig eiga inni. Maðurinn, sem er 28 ára, rak dyravörslufyrir- tækið Magnum Security og hafði tek- ið að sér að nálgast lykilinn fyrir eig- endur skemmtistaðarins. -----♦-♦-♦---- Umferðarljós óvirk eftir árekstur UMFERÐARLJÓS urðu óvirk um tíma og umferðarteppa myndaðist í Hafnarfirði eftir árekstur á mótum Álftanesvegar og Hafnarfjarðarveg- ar um klukkan hálftólf í gær. Árekst- urinn varð eftir að annar bíllinn ók gegn rauðu Ijósi. Báðir bílarnir voru fluttir af vettvangi með kranabíl en engin meiðsl urðu á fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.