Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 16

Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Unnið við að setja upp svonefnd hlið við gatnamót Grænugötu og Glerárgötu, en til stendur að breyta Oddeyri í 30 kílómetra hverfi. Skoðunarferð á Gása MIN JASAFNIÐ á Akureyri efnir til skoðunarferðar á gamla verslunar- staðinn á Gásum á sunnudag, 1. október. Gása er víða getið í fornum sögum og annálum. Talið er að staðurinn hafi gegnt mikilvægu hlutverki sem verslunar- og samkomustaður allt frá landnámstíð og framyfir 1400. Á staðnum eru glöggar kaupstaðar- minjar frá fornri tíð. Ferðin hefst við Minjasafnið, Að- alstræti 58 kl. 14 með því að skoðuð verður sýningin Eyjafjörður frá önd- verðu en þar er greint frá verslunar- staðnum á Gásum. Að því loknu verður ekið að Gásum og fomleifar skoðaðar með leiðsögn. Aætlað er að koma til baka kl. 16. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil, en ferðin er farin í tilefni af Menningarminjadegi Evrópu í samvinnu við Gásafélagið og Þjóðminjasafn Islands. Sýning frá leiðangri stendur enn Minjasafnið verður opið á sunnu- dag frá kl. 14 til 16, en þar er enn hægt að sjá sýningu um leiðangur sem farinn var fyrir skemmstu til að bjarga bresku flugvélarflaki sem fórst árið 1941 á hálendinu of- an við Öxnadal. Hörður Geirsson leiðang- ursstjóri verður á safninu á sunnu- dag og greiðir úr spurningum gesta varðandi leitina að flugvélarflak- inu. Aðgangseyrir að safninu er 300 krónur fyrir fullorðna en ókeypis fyrir þá sem yngri eru en 16 ára og ellilífeyrisþega. Matur: Sltungur, aaB| gæs og bláber Larkjargata - gatan mfn Tíska, ryrirtækið Fjölmynd ehf. á Akureyri lefur hafið útgáfu ak tímarits. Efnistök blaösins eru tengd Akur- ?yrar- og Eyjafjarðarsvæðinu og ríða er komið við í efnisöfiun. \skriftar- og auglýsingasími ak :ímarits er 461-2515 og netfangið jr aktimarit@vortex.is. ngina nvðUum Hjömn sr. Gylfl Jónsson og sr, Solvelg líra GuÓmund Nátturulegt, litríkt og liippalegt Innlit á hetmilí Margrétar |óns' leírltstakoftu Oddeyri breytt í 30 kfló- metra FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við að breyta Oddeyri í svonefnt 30 kílómetra hverfí og er það þriðja hverfið á Akureyri sem breytt er í slíkt hverfi. Um er að ræða svæðið vestan Hjalteyrargötu, norðan Strandgötu og sunnan Furuvalla. Hámarkshraði í hverfinu verður eins og nafn þess gefur til kynna 30 kíló- metrar. Starfsmenn Akureyrarbæjar eru nú að setja upp fyrstu hliðin inn í hverfin, en þau eru við Grænugötu og Fjólugötu. Alls verða að sögn Guðmundar Guðlaugssonar deildar- stjóra framkvæmdadeildar Akur- eyrarbæjar gerð ellefu slík hlið þar sem ekið er inn í hverfið eða út úr því. Fyrsta hverfinu var breytt í 30 kílómetra hverfi á síðasta ári, en það er á suðurbrekkunni og þá var Inn- bænum einnig breytt í slíkt hverfi. Oddeyrin er því þriðja hverfið þar sem hámarkshraði verður 30 kíló- metrar. Dregið hefur úr umferðarhraða Guðmundur sagði að margir íbúar þessara hverfa hefðu óskað eftir því hverfi við bæjaryfirvöld að dregið yrði úr umferðarhraða inni í hverfunum og þessi 30 kílómetra hverfi væru við- leitni til að koma til móts við þessar óskir. Árangur í þeim hverfum sem þeg- ar hefur verið gengið frá er góður að sögn Guðmundar, en hann sagði um- ferðarhraða í þeim hafa lækkað um- talsvert eftir að hámarkshraðinn var lækkaður niður í 30 kílómetra. „Við mælingar hefur komið í ljós að dreg- ið hefur úr hraðanum,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að unnið yrði við breytingar á Oddeyri nú á haustdög- um en áætlanir gerðu ráð fyrir að haldið yrði áfram, m.a. í Hlíðar- hverfi, Síðuhverfi og Giljahverfi, en það yrði síðar. „Við höldum þessu áfram eins og við teljum skynsam- legt,“ sagði Guðmundur. Framkvæmdirnar við breytingar á Oddeyri kosta 6 milljónir króna, en alls verður í ár 11 milljónum króna varið til umferðaröryggismála. Auk breytinganna á Oddeyri eru fram- kvæmdir í Innbæ upp á 3 milljónir króna eftir og þá verða sett upp um- ferðarljós við Hlíðarbraut og Bugðu- síðu sem kosta 2 milljónir króna. Skólanefnd Myndlistar- skólans á Akureyri Neikvæð um- ræða hörmuð SKÓLANEFND Myndlistarskólans á Akureyri hefur óskað eftir því að Morgunblaðið birti samþykkt sína frá fundi sem haldinn var síðasta þriðjudag. „Skólanefnd harmar þá neikvæðu og röngu mynd sem dregin er upp af starfsemi skólans í grein Unnars Haraldssonar sem birtist í Vikudegi sl. fimmtudag og í Listapóstinum. I gi-eininni birtast augljósar rang- færslur og þekkingarieysi á starf- semi skólans, en greinarhöfundur hefur ekki haft fyrir því að leita upp- lýsinga, hvorki hjá skólastjóra né skólanefnd. Skólanefnd ætlar ekki að standa í blaðaskrifum um þetta mál en bend- ir á að upplýsingar um starfsemi skólans liggja frammi á skrifstofu hans og þær má einnig nálgast á heimasíðunni www.myndak.is, segir í samþykkt skólanefndar Mynd- listarskólans á Akureyii. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Pótur á fleygiferð á linuskautunum. Æft fyrir veturinn ÆFINGAR eru hafnar hjá ungl- ingum sem stunda skíðaíþróttina á Akureyri og hafa þeir sem eru í flokki 13 ára og eldri verið við þrekæfingar að undanförnu. Æfingarnar eru Qölbreyttar, m.a. hafa krakkamir gengið á Súlur síð- ustu tvo laugardagrsmorgna, en hér má sjá einn þeirra, Pétur, bruna eft- ir einni af götum bæjarins á línu- skautum. Eflaust hlakka ungmennin til að fá snjó í Hlíðarfjall svo þau geti farið að renna sér á skíðum. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Grenivíkur- kirkju á sunnudag, 1. október, kl. 14. Væntanleg fermingar- böm úr Grenivíkurskóla og fjöl- skyldur þeirra eru hvött til að mæta í messuna. Stuttur fundur með fermingarbörnunum strax eftir messu. Kyrrðar- og fyrir- bænastund verður í Svalbarðs- kirkju á sunnudagskvöld, 1- október, kl. 21. Fyrirbænaefn- um má koma til sóknarprests.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.