Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 23 VIÐSKIPTI Landsbankinn fjárfestir í íslandssima Fjármögnun fyrir um millj- arð króna STJÓRNENDUR Landsbanka ís- lands og Islandssíma undirrituðu í gær víðtækan samning um frekari eiginfjárþátttöku Landsbankans í Íslandssíma. Samkomulagið felur ennfremur í sér fjármögnun Islands- síma og stefnumarkandi samstarf milli félaganna. Að sögn Halldórs J. Kristjánsson- ar, bankastjóra Landsbankans, áttu dótturfélög bankans og tengdir aðilar fyrir um 38 milljónir að nafnverði í Islandssíma eða um 10% af heildar- hlutafé. I heild er fjármögnunin að upphæð um milljarður króna. Fjármögnunin skiptist í þrjá þætti. I fyrsta lagi er um að ræða útgáfu hlutabréfa að nafnverði fimm milljónir króna eða að 80 milljónum að markaðsvirði, en miðað er við gengið sextán í viðskipt; um Landsbankans og Islandssíma. I öðru lagi felst samningurinn að lang- stærstum hluta í því að Landsbank- inn semur um fjármögnun á upp- byggingu Íslandssíma og íslands- síma GSM með því að undirrita lánasamning sem má umbreyta í hlutabréf eftir sex mánuði. Ef Landsbankinn myndi nýta sér þann rétt yrði eignarhlutur Landsbanka; samstæðunnar í kringum 23%. í þriðja lagi felur samingurinn í sér áskriftarrétt til handa Landsbankan- um. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafund- ar Islandssíma hf. sem boðað hefur verið til 10. október næstkomandi. Islandssími hyggst í byrjun næsta árs hefja rekstur eigin farsímakerfis á íslandi. Þegar hefur verið gengið frá víðtækum reikisamningi við al- þjóðaíyrirtækið Concert, sem er í eigu BT og AT&T. Við sama tækifæri var undirritaður samningur um kaup á tækjabúnaði frá Ericsson til rekstr- ar kerfisins. Samningur Islandssíma við Landsbankann tryggir fjármagn tU tækjakaupanna og uppbyggingar rekstrarins. Islandssími hyggst bjóða upp á hefðbundna talflutninga um kerfi sitt, reka talhólf, SMS, starfrækja WAP-gátt, gagnaflutn- inga um GPRS-net og fleira. Fram- tíðarrekstur fyrirtækisins grundvall- ast einnig á UMTS-staðli fyrir þriðju kynslóð farsíma. Aðaláhersla í þjón- ustu fyrirtækisins verður því á að nota nýjustu tækni til að þróa þráð- lausar netlausnir fyrir viðskiptavini sína, sem verða bæði einstaklingar og fyrirtæki. Það er einkum með hliðsjón af þessum áherslum sem Landsbankinn og Islandssími hafa ákveðið að taka upp stefnumarkandi samstarf sam- Morgunblaöiö/Jim Smart Halldór J. Kristjánsson og Eyþór Arnalds handsala sanininginn. fara fjármögnun og eiginfjárþátttöku Landsbankans og leggja áherslu á gagnkvæm viðskipti sín á milli. Fé- lögin munu ásamt öðrum samstarfs- aðilum sínum vinna saman að þróun og uppbyggingu á sviði fjarskipta- og hugbúnaðarlausna fyrir banka- og verðbréfaviðskipti. Þá munu Islands- sími, Landsbankinn, Landsbréf og tengd félög og sjóðir vinna náið sam- an að fjárfestingum í hugbúnaðar- og fjarskiptafyrirtækjum og skapa sam- an aðlaðandi umhverfi fyrir starfsemi á þeim sviðum. Eðlilegt f ramhald af fjárfestingarstefnu bankans Halldór segir að bankaráð Landsbankans hafi mótað sér þá stefnu að taka beinan þátt í sam- starfsfyrirtækjum með eignarhlut til þess að leysa tiltekna þætti fjármála- þjónustu sem hluta af þeirri heildar- fjármálaþjónustu sem Landsbankinn ætlar að veita. Stefnan sé sú að bank- inn vilji eiga meirihluta í fyrirtækjun- um og félögum sem eru í beinum af- mörkuðum bankarekstri eins og til að mynda Landsbréf eða The Heritable and General Investment Bank eða gera þau að hreinum dótturfélögum. Þegar bankinn tengist hins vegar fé- lögum til þess að geta veitt aðra fjár- málaþjónustu hafi hann gjaman átt á bilinu 20 til 25% hlutafjár og jafnvel upp í 40% í sumum tilvikum. Halldór segir að stjórn bankans telji æskilegt að eiga um það bil 20 til 25% í slíkum hlutdeildarfélögum og það sé lang- tímamarkmið bankans að eiga um það bil 20% í Islandssíma. Fjárfest- ing í fjarskiptafyrirtæki sé í raun mjög eðlilegt framhald af fjárfesting- arstefnu bankans í félögum sem tengjast fjármálaþjónustu. Halldór segir að fyrirsjáanleg sé aukin samtvinnun banka-, verðbréfa- og fjarskiptaþjónustu. Landsbanki ís- lands hafi því tekið ákvörðun um stefnumarkandi fjárfestingar í fjarskipta- og hugbúnaðarfyrirtækj- um með það fyrir augum að styrkja enn frekar samkeppnishæfni sam- stæðunnar í alhliða fjármálaþjón- ustu. Kaup bankans í Íslandssíma séu hluti af þessari stefnu. Gengi Íslandssíma hækkar um 40% Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var gengi bréfa í íslands- síma á gráa markaðinum um 10 í síð- ustu viku, í fyrradag var gengið komið í 13,5 og í gær urðu viðskipti á genginu 14. Enda þótt það sé lægra gengi en miðað er við í samningi Landsbankans og Islandssíma hefur gengið engu að síður hækkað um 40% á um það bil viku. Ef miðað er við gengið fjórtán má ætla að markaðs- virði Íslandssíma sé hátt á sjötta milljarð króna. Gengi Landsbanka íslands lækk- aði um 4,7% á Verðbréfaþingi íslands ígær. I.AN DSIiRH 1 Pappírinn heyrir brátt sögunni til... ...því öll hlutabréf Landsbanka ísiands verða rafrænt skráð hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. þann 30. október nk. Frá og með þeim degi munu rafbréf leysa pappírshlutabréf af hólmi. Hlutafjáreignin breytist þó ekkert og veröur eignarhlutur hvers og eins færöur inn á svokallaöan VS-reikning hjá Veröbréfaskráningu íslands. Reikningurinn er eins og hver annar bankareikningur og þvi þurfa hluthafar aö velja banka, sparisjóð eða veröbréfafyrirtæki, sem gert hefur aðildarsamning viö Veröbréfaskráningu íslands, til aö hafa umsjón meö VS-reikningnum. Þaö gera þeir einfaldlega meö því aö fylla út umboð, sem sent var til allra hluthafa í byrjun sumars og fá má í öllum útibúum Landsbankans, og koma því til næsta útibús okkar. Hluthafar geta einnig sótt um aö stofnaöur veröi vörslureikningur hjá Landsbréfum hf. um verðbréfaeign þeirra. Þannig eru verðbréfaviðskiptin öll á einum stað því Landsbankinn eöa Landsbréf sjá alfariö um VS-reikninginn og hafa milligöngu um öll viöskipti með rafbréf. Nánari upplýsingar um rafræna skráningu veröbréfa og VS-reikninginn veitir starfsfólk Landsbréfa i síma 535 2000. Hluthöfum gefst enn kostur á að koma athugasemdum viö skráningu eignarhlutar síns á framfæri og er þeim bent á að hafa samband við hlutaskrá Landsbankans í síma 560 6861 eöa 560 6862 hiö fyrsta. S BnmnHEiEBa Landsbankinn Betri banki Opið frá 8 tii 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.