Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 25
Global Finance verðlaunar banka
Íslandsbanki-FBA opnar þjónustumiðstöð
Landsbankinn
einn af bestu
Ráðgjöf um
fasteignaviðskipti
ALÞJÓÐLEGA fjármálatímaritið
Global Finance hefur útnefnt
Landsbanka íslands hf. sem einn af
bestu bönkum heims árið 2000.
Bankanum var afhent viðurkenning
tímaritsins í Prag í tengslum við ár-
sfund Alþjóðabankans og Alþjóða-
gjald-eyrissjóðsins. Landsbankinn
hlaut einnig þessi verðlaun á síðasta
ári. í fréttatilkynningu frá Lands-
bankanum kemur fram að útnefn-
ingin byggi á könnun meðal lesenda
tímaritsins og umfangsmikilli rann-
sókn meðal helstu notenda banka-
þjónustu sem og sérfræðinga sem
fylgjast með bankageiranum. Út-
nefndur er einn banki í hverju landi.
I umsögn tímaritsins um Lands-
bankann í októberhefti sínu er vakin
sérstök athygli á því að bankinn hafi
leitað eftir sameiningu við Búnaðar-
banka Islands hf., en sameinaður
banki hefði um 311 milljarða heild-
areignir og væri að markaðsvirði
um 57 milljarðar. í öðru lagi bendir
tímaritið á nýleg kaup Lands-
bankans á 70% hlut í The Heritable
and General Investment Bank Ltd. í
London, en það séu ein stærstu ein-
stöku hlutabréfakaup íslensks aðila
utan íslands. í þriðja lagi bendir
tímaritið á mikinn vöxt á Netþjón-
ustu Landsbankans. Verðbréfafyr-
irtæki Landsbankans, Landsbréf,
bjóði nú verðbréfaþjónustu á Net-
inu fyrir innlendan markað gegnum
Kauphöll Landsbréfa. Þá hafi fyrir-
tækið einnig opnað aðgang að
bandaríska verðbréfa-markaðnum
fyrir viðskiptavini sína í Kauphöll-
Sony í vand-
ræðum
með Play-
Station 2
HLUTABRÉF í japanska
tækniíyrirtækinu Sony lækkuðu
um 6% í gær í kjölfar tilkynning-
ar frá fyrirtækinu um að ekki
tækist að klára nógu margar
PlayStation 2 leikjatölvur sem
áætlað var að færu á Banda-
ríkjamarkað í næsta mánuði.
Þetta kemur m.a. fram á frétta-
vef CNN.
Talsmaður Sony segir að ekki
takist að klára nema 500 þúsund
tölvur í tæka tíð vegna þess að
varahluti vanti. Áætlað var að
ein milljón tölva færu á Banda-
ríkjamarkað í október.
Þetta hefur mikil áhrif á Sony
sem hafði gert ráð fyrir veruleg-
um hagnaði af sölu PlayStation
2 fyrir jólin. Varaforstjóri Sony,
Jack Tretton, viðurkennir að lík-
lega fái ekki allir tölvu sem viiji.
Sony mun þó klára 10 milljónir
tölva fyrir mars á næsta ári, sem
þá fara í alþjóðlega dreifingu, að
sögn Tretton. Keppinauturinn
Sega sem framleiðir Dreamcast
tölvur er talinn geta hagnast
verulega á vandræðum Sony.
Skotlands-
bankibýður
inni, en Landsbréf var fyrsta ís-
lenska fyrirtækið sem veitti slíka
þjónustu. Tímaritið Global Finance
var sett á laggirnar árið 1987 og
fjallar um málefni alþjóðafyrirtækja
og fjármálafyrirtækja. Lesendahóp-
ur tímaritsins samanstendur af yfir
300.000 manns úr röðum æðstu
stjómenda fyrirtækja, bankastjóra,
fjármálastjóra og stefnumarkandi
aðila í yfir 185 löndum.
ÍSLANDSBANKI-FBA opnar á
morgun þjónustumiðstöð þar sem
boðið verður upp á þjónustu við fólk
sem stendur í fasteignaviðskiptum.
Jafnframt mun þjónustumiðstöðin
veita ráðgjöf og gera tillögur til
lausna á greiðsluerfiðleikum.
Þjónustumiðstöð fasteignavið-
skipta er fyrsta afsprengi verkefn-
isins auður í krafti kvenna en konur
innan bankans sem tóku þátt í því
verkefni komu með hugmyndina og
unnu að þróun hennar.
Þjónustumiðstöðinni er ætlað að
auðvelda fólki fasteignaviðskipti
með því að útvega gögn og veita
ráðgjöf um allt sem varðar fjár-
málaþátt viðskiptanna, þar með tal-
ið húsbréf og afföll þeirra, önnur lán
íbúðalánasjóðs og húsnæðisnefnda,
lánasamsetningu, greiðslubyrði,
ráðstöfun söluhagnaðar og skatta-
mál svo nokkuð sé nefnt. Þjónustu-
miðstöðin annast aflýsingar fyrir
viðskiptavini sína og þinglýsingar
og aflar ábyrgðaryfirlýsinga vegna
veðleyfis. I fréttatilkynningu kem-
ur fram að mögulegt verður að
vinna greiðslumat Ibúðalánsjóðs
með umsækjendum á staðnum og
mun það flýta mjög fyrir allri af-
greiðslu mála, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu frá bankanum.
ekki í Kredit-
kassen
BANK of Scotland hefur vísað á bug
fréttum sem birtust í gær um hugs-
anlegt tilboð bankans í norska
Kreditkassen.
Bank of Scotland birti í fyrradag
afkomutölur sínar fyrir fyrri helm-
ing þessa árs og voru þær sýnu verri
en sérfræðingar höfðu áætlað. Bank-
inn tilkynnti m.a. að um þúsund
manns yrði sagt upp.
Það er auðvefdara að safna uppfýsingum en að afia þekkingar
Á hverjum degi tekur þú mikilvægar ákvarðanir
sem varða afkomu fyrirtaekis þlns. Rétt ákvörðun
er byggð á þekkingu og þekking er byggð á
áreiðanlegum uþplýsingum.
EJS hannar upplýsingakerfi fyrirtækisins þannig að
gamlar og nýjar upplýsingar verða jafnóðum að
nothæfri þekkingu. Þannig getur þú safnað þekkingu
fremur en eintómum upplýsingum.
EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfl + EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavík