Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 26

Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR Bflasýningin í Parfs verður opnuð almenningi á morgun Ný kynslóð Honda Civic var frumkynnt. Morgunblaðið/Árni Sœberg Bugatti Veyron 16.4, með 16 strokka 8 lítra vél sem skilar 630 hestöflum. Klæddur brúnu leðri að innan og á svakalegum dekkjum, 265/30 að framan og 335/30 að aftan og 20" felgum. Fimmtíu nýir bílar og tæki frumsýnd Bílasýningin í París opnar dyr sínar fyrir gestum á morgun, 30. september, en í gær og í dag er hún opin frétta- mönnum. Guðjón Guðmundsson og Árni Sæberg lýsa í máli og myndum því mark- verðasta sem bar fyrir sjónir, SÝNINGIN í París er haldin ann- að hvert ár og er ásamt sýning- unni í Frankfurt stærsti viðburð- urinn í Evrópu þar sem bílaframleiðendur heims kynna nýjungar og framtíðaráform. Síð- ast var sýningin haldin á 100 ára afmæli bílsins árið 1998. Þá mættu til leiks 7.500 blaðamenn hvaðan- æva úr heiminum og yfír ein millj- ón gesta. Sýningarhaldarar búast við enn meiri fjölda blaðamanna og gesta að þessu sinni. Alls eru frumsýndar yfir 50 nýj- ungar á þessari sýningu. Þar af er nokkur fjöldi nýrra bíla en einnig nýjar vélar eða annar tæknibúnað- ur. Morgunblaðið/Árai Sæberg Ludmila frá Tékkiandi hafði Jþann starfa að kynna nýjan hugmyndabíl Ferrari sem heitir Rossaog er hannaður í samstarfi við Pininfarina á Italíu. Bíllinn er tveggja sæta og með sama tæknibúnað og Maranello 550, þ.e. 12 strokka, 5,5 lítra véi sem skilar 485 hestöflum. Franskir sýnendur fyrirferðarmestir Eins og við var að búast eru franskir sýnendur fyrirferðar- mestir. Sýningarsvæði Renault er það stærsta á sýningunni og þar gat m.a. að líta nýja kynslóð Lag- una, sem er í sama stærðarflokki og Toyota Avensis, Opel Vectra og Ford Mondeo. Bíllinn hefur fengið nýjar línur og sérstaklega vakti skutbíllinn at- hygli með sínu nýja útliti. Fimm dyra hlaðbakurinn er síðan allur annar í formi og virðist hér um tvo gerólíka bíla að ræða við fyrstu sýn. Ný Laguna er ekki væntanleg til Islands fyrr en i fyrsta lagi næsta vor. Avantine er lúxusbíll Renault og hefur verið sýndur sem hug- myndabíll á síðustu stóru bílasýn- ingum. Nú er hann hins vegar kominn í endanlega gerð og verður settur á markað á fyrsta ársfjórð- ungi næsta árs. Coleo hugmynda- jeppinn vekur einnig athygli en þar leikur Renault sér með formið og sjá má í bílnum skírskotun til Morgunblaðið/Árni Sæberg Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar, og Emil Grímsson framkvæmdastjóri við Prius-tvinnbílinn. Scénic. Loks er að geta að Még- ane-línan hefur öll verið endur- bætt. Peugeot kynnti líka lúxusbíl, lengda gerð af 607 bílnum sem er opinn að aftan. Þetta er bíll fyrir þá sem aldrei aka sjálfir en hafa yfir bílstjóra að ráða. 206 CC er kúpubaks- og blæjugerðin af hin- um vinsæla smábíl Peugeot og var hann kynntur í fyrsta sinn á sýn- ingunni. Citroén vakti athygli með C5 fólksbílnum sem er með nýrri gerð vökvastýrðs fjöðrunarbúnaðar. Bíllinn á að leysa bæði Xantia og XM af hólmi. Óvæntar hliðar hjá Audi Audi sýndi á sér óvæntar hliðar með Steppenwolf hugmyndabíln- um. Þetta er fjórhjóladrifinn bíll sem gæti flokkast sem jepplingur en er með svipmóti Audi TT sport- bflsins. Með þessum bíl virðist sem Audi vilji koma því á framfæri að fyrirtækið hafi fullan hug á því að gerast fyrir alvöru framleiðandi jeppa, en áður hefur verið kynntur Audi A4 Allroad sem er hugmynd sem svipar til Subaru Outback. Steppenwolf er byggður á sömu botnplötu og Golf/Audi A3. Bíllinn er með mismunadrifi og samskon- ar drifkerfi og Golf 4motion, þ.e. framdrifnn en með afturdrifs- tengingu þegar þörf er fyrir hana. yélin er 3,2 lítra, V6, 225 hestöfl. Á sýningunni var að heyra á Audi mönnum að Steppenwolf ætti tækifæri til að ná alla leið í fram- leiðslu. Frá Japan mátti sjá Lexus 430, verðugan keppinaut Mercedes- Benz S. Þetta er glæsilegur bfll með gríðarlega aflmikla V8 vél. Þarna gat einnig að líta SC 430, kúpubakinn sem fyrst var sýndur á þílasýningunni í Tókýó sl. haust. Nú er hann kominn í framleiðslu með sömu vélina og LS 430 og ætti að ná 100 km hraða á innan við 6 sekúndum. Mestum tíðindum sætir þó líklega koma Prius á markaðinn, tvinnbíllinn með 1,5 lítra bensínvélinni og rafmótorn- um. Alfa Romeo sýndi nýjan 147 bíl, þrennra dyra hlaðbak, sem verður att gegn Audi A3. Mælaborðið í þessum bfl er óvenjulegt með mæl- um fyrir miðju mælaborði og sportlegu útliti. Mest örtröð hjá Mini Mesta örtröðin var samt í kring- um sýningarsvæði Mini sem er við hlið sýningarsvæðis BMW, eig- anda Mini. Þarna var litli söguf- rægi smábíllinn afhjúpaður í sinni nýju og nútímalegri mynd og sóp- uðust fréttamenn að sýningar- svæðinu. BMW valdi París sem vettvang til að sýna Mini í fyrsta sinn en ekki sýninguna i Birming- ham í október og þykir þetta til marks um að BMW hafi áform um að markaðssetja Mini sem smábíl um alla Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.