Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUH 29. SEFfKMBER 2000 ERLENT MGKGUNRUAÐiÐ URVERINU Áhrif 2% auðlindagjalds á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja Veltufé frá rekstri minnkar verulega Dæmi um áhrif auðlindagjalds á rekstrarafkomu sjávarútvegsfyrirtækja fiskveiðiárið 1998-99 Þorbjörn ÚA SVN 1. Auðlindagjald (afskrift) 10% Veiðiheimildir (tonn) 11.807 24.700 12.713 Framlegð 1999 471.000 1.013.000 343.000 Árleq afskrift endurkeypt 10% 826.490 1.729.000 889.910 Endurreiknuð framleqð -355.490 -716.000 -546.910 Haqnaður af reqlul. starfsemi 116.000 194.000 47.000 Endurreiknaður haqnaður -710.490 -1.535.000 -842.910 Veltufé frá rekstri 1999 335.000 776.000 284.000 Framreiknað veltufé -491.490 -853.000 -605.910 2. Auðlindagjald (afskrift) 5% Veiðiheimildir (tonn) 11.807 24.700 12.713 Framlegð 1999 471.000 1.013.000 343.000 Árleq afskrift endurkeypt 5% 413.245 864.500 444.955 Endurreiknuð framleqð 57.755 148.500 -101.955 Haqnaður af reglul. starfsemi 116.000 194.000 47.000 Endurreiknaður haqnaður -297.245 -670.500 -397.955 Veltufé frá rekstri 1999 335.000 776.000 284.000 Framreiknað veltufé -78.245 -88.500 -160.955 '3. Áuðlindagjald (afskrift) 2% smi Veiðiheimildir (tonn) 11.807 24.700 12.713 Framlegð 1999 471.000 1.013.000 343.000 Árleq afskrift endurkeypt 2% 165.298 345.800 177.982 Endurreiknuð framlegð 305.702 667.200 165.018 Hagnaður af reglul. starfsemi 116.000 194.000 47.000 Endurreiknaður haqnaður -49.298 -151.800 -130.982 Veltufé frá rekstri 1999 335.000 776.000 284.000 Framreiknað veltufé 169.702 430.200 106.108 Tap verður þó af rekstrinum SAMKVÆMT útreikningum Eiríks Tómassonar, framkvæmdastjóra Þorbjöms - Fiskaness í Grindavík, ræður sjávarútvegurinn ekki við auðlindagjald. Hann hefur reiknað út áhrif slíks gjalds á bilinu 2% til 10% á rekstur þriggja fyrirtækja, Þorbjöms - Fiskaness, Útgerðarfé- lags Akureyringa og Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað. í öllum tilfell- um veldur auðlindagjaldið taprekstri miðað við núverandi aðstæður, en sé miðað við veltufé frá rekstri, verður það neikvætt miðað við 5% og 10% árlegt gjald, en við 2% gjald verður það jákvætt en minnkar vemlega. Forsendur útreikninga Eiríks byggjast á því að auðlindagjald verði innheimt með þeim hætti að fyrir- tækin kaupi árlega ákveðið hlutfall úthlutaðra aflaheimilda sinna. Þá gerir hann ráð fyrir að verð á afla- hlutdeild verði 700 krónur hvert þorskígildistonn og að aflahlutdeild- in, sem afskrifist á hverju ári, sé end- urkeypt árlega. Þá em gjaldfærðar þær greiðslur sem útgerðin greiðir nú þegar til hins opinbera, það er þróunarsjóðsgjald og fleiri gjöld, sem lögð em á útgerðina sérstak- lega, en samtals nema þau nú um 1,60 krónum á hvert kíló. Útreikn- ingar Eiríks eru birtir í Útveginum, fréttabréfi LÍÚ. „Það er ljóst að þessir útreikning- ar sýna að ekkert þessara fyrirtækja ræður við auðlindagjald og teljast þau þó vel rekin,“ segir Eiríkur Tóm- asson í samtali við Morgunblaðið. „Það er sama hvort miðað er við afkomu eða veltufé frá rekstri, sem er jákvætt miðað við 2%, því það þarf að borga bæði afborganir og vexti. Fyrirtækin verða að vera endumýj- anleg. Það getur vel verið að ein- hvem tíma í framtíðinni verði svig- mrn til að borga þetta gjald, en svo er ekki nú. Að auki er rétt að benda á að við emm í samkeppni við aðrar þjóðir á hinum alþjóðlegu fiskmörk- uðum og auknir skattar skekkja þá samkeppni vemlega. Þá vil ég einnig benda á að þegar mest er verið að tala um auðlindagjald, er það í tengslum við sölu á fyrirtækjum eða aflahlutdeild og þá er það niðurstað- an að það skuli innheimt af þeim, sem eftir era í greininni, ekki þeim sem selja og fara út,“ segir Eiríkur Tómasson. Utflutningsráð fær fjölda fyrírspurna að utan Aukinn áhugi á ís- lenskum fískafurðum FYRIRSPURNUM til útflutnings- ráðs frá erlendum fyrirtækjum sem óska eftir að kaupa vörur og þjón- ustu af íslenskum fyrirtækjum fjölg- ar stöðugt. Þessar fyrirspumir em settar jafnóðum inn á heimasíðu út- flutningsráðs undir tenglinum „Er- lend viðskiptasambönd" en slóð heimasíðu útflutningsráðs er http:// www.icetrade.is eða http://www.ut- flutningsrad.is. Á heimasíðunni, sem er á íslensku, ensku og spænsku, kemur fram að fyrirtækið Dobexoco Foods Inter- national í Kanada vill kaupa sjávar- afurðir á íslandi og verður starfs- maður fyrirtækisins á íslandi 5. október á leið til meginlands Evrópu. Franska fyrirtækið Christal Sea- food vill kaupa grálúðu, karfa, löngu, hörpudisk, þorsk og fleira, Notra Impex í Rúmeníu vill kaupa 100 til 200 g síld í miklu magni og sænskt fyrirtæki vill markaðssetja íslenskar vömr í Svíþjóð. Ingólfur Sveinsson, verkefnis- stjóri hjá útflutningsráði, segist finna fyrir auknum áhuga erlendra fyrirtækja á íslenskum sjávarafurð- um og gott sé að geta kynnt fyrir- spumirnar jafnóðum á heimasíðunni. Með því fyrirkomulagi sitji allir við sama borð og engin hætta er á að ein- hver gleymist. Á heimasíðunni er einnig svonefnt NAS-verkefni, sem snýst um að markaðssetja íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki erlendis með áherslu á Netið. Að sögn Ingólfs tóku 90 fyrirtæki þátt í verkefninu í fyrra, en verkefnið hefur verið í gangi síðan 1993 og út- flutningsráð hefúr haft umsjón með því síðan 1996. „Við höfum aðallega lagt áherslu á markaðssetningu á Netinu en auk þess tökum við þátt í sex til átta sjávarútvegssýningum á ári og kynnum þar verkefnið með öðm.“ Ingólfúr segir að vefurinn fái rúm- lega 200 heimsóknir á dag sem þyki mjög gott en um 95% gesta em er- lendir. „Þetta hefur gengið mjög vel og nýlega hafa Samtök iðnaðarins og Samstarfsvettvangur sjávarútvegs ogiðnaðar auk Nýsköpunarsjóðs lýst yfir áhuga á að koma inn í verkefnið með öflugum hætti,“ segir Ingólfur. Útflutningsráð hefur ákveðið að bjóða fyrii-tækjum ókeypis þátttöku í NAS-verkefninu til 1. desember nk. en annars greiða fyrirtæki árgjald og útflutningsráð leggur til starfsmann í hálfu starfi og aðstöðu. Með þátt- töku fyrrnefndra aðiia má gera ráð fyrir fleiri starfsmönnum og nýjum áherslum. Samtök iðnaðarins fóm í gegnum stefnumótunarvinnu með tækjaframleiðendum í sjávarútvegs- geiranum í sumar. Ingólfur segir að þá hafi komið fram að áherslu ætti að leggja á sambærilegt verkefni við NAS-verkefnið, sem styddi við bakið á sameiginlega markaðssetningu allra fyrirtækjanna. Einnig á smærri einingar, sem mynduðu heilstæðari einingu þar sem kannski þrjú til fjög- ur fyrirtæki gætu boðið heildarlausn í sjávarútveginum. I framhaldi af þessu hefðu menn komist að raun um að NAS væri gmnnurinn sem verið væri að tala um þegar verið væri að tala um markaðssetningu fyrir allan hópinn því þar væm öll stærstu út- flutningsfyrirtækin í sjávarútvegi. „Við emm komnir með gmnninn og eðlilegt er að styrkja hann frekar en að stofna nýtt verkefni," segir Ing- ólfur. Hann segir að margt spennandi sé framundan á þessum vettvangi og nefnir í því sambandi að fyrirtæki, sem OA hafi stofnað, hafi búið til þrí; víddarheim fyrir 3X Stál á ísafírði. „í framtíðinni getur 3X Stál boðið til dæmis kaupanda sínum í Kanada inn í þennan heim og síðan geta menn skoða saman uppsetningu á rækju- vélum og fleira og þetta er einn möguleiki sem NAS getur tekið þátt í - að búa til sýndarvemleika fyrir hvern framleiðanda." Reuters Líkkistur nokkurra fómarlamba slyssins liggja í húsagarði á eynni Paros í gær. Að minnsta kosti 66 menn fórust með grísku ferjunni Fjórir skipverj- ar ákærðir fyrir manndráp Paros. AP. AFP. SKIPSTJÓRI og þríi- aðrir menn í áhöfn grísku ferjunnar, sem sökk í fyrradag, vom formlega ákærðir í gær fyrir manndráp. Að minnsta kosti 66 manns fómst með skipinu. Verið er kanna fréttir um, að ferj- an, sem var með meira en 500 far- þega, hafi verið á sjálfstýringu ör- skömmu áður en hún sigldi á vel merktan klett rétt við strönd sumar- leyfíseyjarinnar Paros. Gæti það stutt staðhæfingar sumra þeirra, sem komust af, um að áhöfnin hefði verið að fylgjast með knattspyrnu- leik í sjónvarpinu er slysið varð. Ferjan, Express Samina, var 34 ára gömul og hafði nýlega fengið vot- torð um að vera sjóhæf. Samt er orð- rómur um, að ekki hafi allt verið með felldu með skrúfubúnað og stýrisvél skipsins og hjá vélstjórafélaginu gríska er skipinu lýst sem ryðkláf. Átti að úrelda það á næsta ári. Áhöfnin ofsahrædd Farþegar með skipinu segja, að áhöfnin hafi fyllst ofsaskelfingu er hún sá hvert stefndi og ekki verið fær um að skipuleggja björgun far- þeganna. Segjast margir eiga líf sitt að launa sjómönnum á nálægum fiskibátum og því hve stutt var til strandar. Leit var haldið áfram í gær að fólki, sem hugsanlega væri enn á lífi í sjónum, en slæmt veður gerði hana erfiða. 72 útlendingar vom með ferj- unni en aðeins er vitað til, að einn þeirra hafi farist, rúmlega fimmtug- ur Norðmaður. Ferðum erlendra flugvéla til Bagdad fer fjölgandi Irakar segja refsiaðgerðirn- araðbresta írakssljórn sögð selja mikið af lyfjum á svörtum markaði erlendis Bagdad, Caracas. Reuters, AFP, Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Bagdad í írak refsiaðgerðunum gegn írak yrði hætt skomðu í gær á önnur arabaríki að skipuleggja fleiri flugferðir til lands- ins þrátt fyrir bann Bandaríkjanna. Sögðu þau, að flugvélamar, sem komið hefðu til Bagdad síðustu daga, væm upphafið að endaiokum refsiað- gerða Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er upphafið að endalokum refsiaðgerðanna," sagði Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra íraks, að loknum viðræðum við jórdanska sendinefnd, sem kom til Bagdad frá Amman í fyrradag. íraska dagblaðið Al-Iraq skoraði í gær á önnur arabaríki að „grípa þetta sögulega tækifæri til að styðja íraka“ en auk jórdönsku flugvélarinnar hafa fjórar aðrar, þrjár rússneskar og ein frönsk, lent í Bagdad frá miðjum ágúst. Þá er sagt, að væntanlegar séu vélar frá íslandi, Indlandi, Sýrlandi og Jemen. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði nú í vik- unni, að hún hefði áhyggjur af fluginu til Bagdad en vildi þó ekki lýsa yfir, að með því væri verið að fara í bága við refsiaðgerðir SÞ. Tyrkir hafa hins vegar fagnað flugi þangað með hjálp- argögn en OPEC, Samtök olíuút- flutningsríkja, hvöttu ekki til, að á fundi sínum í Caracas í Venesúela. Lyfin seld í Libanon Talsmaður lyfjafyrirtækisins Glaxo-Wellcome skýrði frá því um síðustu helgi, að lyfjum frá fyriríæk- inu, sem send hefðu verið til Iraks samkvæmt áætlunum SÞ, hefði verið smyglað til Líbanons og seld þar á svörtum markaði. Hefðu þau verið flutt til landsins í bifreiðum frá íraska samgönguráðuneytinu og því færi ekki á milli mála, að stjóm Saddams Husseins íraksforseta stæði fyrir smyglinu. Saddam heldur því fram og aðrir staðfesta það, að margir Irakar hafi látist vegna lyfjaskorts en íraskir stjómarandstæðingar segja, að Uday, sonur Saddams, sjái um að smygla miklu af þeim lyfjum, sem ír- ökum em send, úr landi í því skyni að fjármagna vellystingar yfirstéttar- innar og starfsemi írösku leyniþjón- ustunnar. Glaxo-Wellcome segir, að vitað sé með vissu, að um 15.000 einingar af astmalyfinu Ventolin, sem sent var til Iraks, hafi verið á svarta markaðin- um í Líbanon en telur, að það sé að- eins brot af lyfjamagninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.