Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 30
3U FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yfírráð yfir Musterisfjallinu eitt mesta deilumál fsraela og Palestínumanna New York Times Gagn- rýnir eigin skrif New York. AP. BANDARÍSKA stórblaðið New York Times hefur í annað sinn í þessari viku gagnrýnt sín eigin skrif um eðlisfræð- inginn Wen Ho Lee en hann var rekinn úr starfi í kjarnork- urannsóknastöðinni 1 Los Al- amos og grunaður um njósnir. Blaðið sagði í leiðara í gær, að það hefði tekið til skoðunar þá leiðara, sem skrifaðir hefðu verið um þetta mál og öryggis- ráðstafanir í Los Alamos- stöðinni. „Margt íþeim hefur reynst rétt en líklega samþykktum við of greiðlega þá kenningu stjórnvalda, að flest benti til, að dr. Lee hefði stundað njósn- ir fyrir Kínveija,“ sagði í leið- ara blaðsins í gær. Lee var 1 síðasta mánuði lát- inn laus úr einangrunarvist, þar sem hann hafði verið í níu mánuði, en þá hafði hann sam- þykkt að játa á sig eitt ákæru- atriðið, að hann hefði sýnt vanrækslu við meðferð lg'arn- orkuleyndarmála, og sam- þykkt að upplýsa hvað hann hefði gert við gögnin, sem hann afritaði. Upphaflega var ákæran gegn honum í 59 lið- um. Jerúsalem. Reuters, AFP. ÍSRAELSKA lögreglan beitti í gær gúmmíhúðuðum stálkúlum gegn Palestínumönnum, sem mótmæltu heimsókn ísraelska hægrimannsins Ariels Sharons á Musterisfjallinu, einum helgasta stað jafnt gyðinga sem múslima. Að minnsta kosti fimm Palestínumenn meiddust er þeir urðu fyrir kúlunum og ísraelar segja, að 25 lögreglumenn hafi slas- ast í grjótkasti mótmælenda. Israelar og Palestínumenn deila hart um yfirráð jrfir Musterisfjall- inu og margir líta á heimsókn Shar- ons sem ögrun, ekki síst nú þegar fulltrúar beggja eru að hefja við- ræður í Bandaríkjunum. Sharon neitar því og heldur því fram, að all- ir gyðingar eigi rétt á að koma til Musterisfjallsins. Yossi Beilin, dómsmálaráðherra ísraels, sagði hins vegar, að Sharon væri sam- nefnari fyrir alla þá, sem vildu við- halda úlfúð og spennu milli Israela og Palestínumanna. A-Jerúsalem palestínsk höfuðborg Likudflokkur Sharons er andvíg- ur hugsanlegum málamiðlunum Ehuds Baraks forsætisráðheira um Jerúsalem og krefst þess, að Israel- ar fái alla borgina og einnig austur- hluta hennar, sem er byggður ar- öbum. Hann lögðu ísraelar undir AP Mjög hörð átök urðu milli ísraelskra lögreglumanna og Palestínumanna við Musterisfjallið er þeir síðarnefndu mótmæltu heimsókn Ariels Sharons, leiðtoga Likud-flokksins. sig 1967 en Palestínumenn vilja gera hann að höfuðborg síns ríkis. Einn þingmanna á palestínska þinginu sagði í gær, að mótmælin vegna komu Sharons sýndu, að Pal- estínumenn ætluðu að verja einn sinn mesta helgistað, Al-Aqsa- moskuna á Musterisfjallinu, með lífi sínu ef þörf krefur. Dagblaðið Jerusalem Post, sem gefið er út á ensku, birti í gær viðtal við Barak forsætisráðherra og í því talar hann í fyrsta sinn um „pal- estínska höfuðborg". Segir hann, að í friðarsamningum sé gert ráð fyrir „palestínskri höfuðborg, sem kölluð verði Al-Quds“ en það er arabíska nafnið á Jerúsalem. Hann sagði ekki hve stór hluti borgarinnar kæmi í hlut Palestínumanna og lagði áherslu á, að Musterisfjallið yrði aldrei afhent Palestínumönnum eða íslömskum stofnunum. Hafa Banda- ríkjamenn lagt til, að fjallið og helgi- staðirnir þar verði í umsjón Samein- uðu þjóðanna en þeir skipta einnig miklu máli fyrir kristna menn. Hörð mótmæli vegna komu Sharons Indónesía Reuters Lögregla sést hér handtaka einn af andstæðingum Suhartos í óeirðun- um sem brutust út við dómshúsið í Jakarta, í kjölfar þess að máli sak- sóknara gegn einræðisherranum fyrrverandi var vísað frá. A Akærum á hendur Suharto vísað frá Breskir sérfræðingar segja smástirni ógna jörðu AP Tölvumynd af þeim mikla höggþunga sem fylgir árekstri vígahnattar og jarðar. Breskir vísindamenn hvöttu nú í vikunni þarlend sljórnvöld til að koma á fót viðvörunarkerfi sem vari við mögulegum árekstrum smástirna og jarðar. Jakarta.AP, AFP. INDÓNESÍSKUR dómstóll vísaði í gær frá spillingarkæru ríkissak- sóknara Indónesíu á hendur Suh- arto, fyrrum einræðisherra landsins, eftir að hópur lækna hafði úrskurðað Suharto ófæran um að sitja réttar- höld sökum varanlegs heilsubrests. Olli úrskurður dómstólsins tölu- verðri undrun og mótmæltu hundr- uð Indónesa honum á götum Jak- arta, höfuðborgar Indónesíu í gær. „Fallið verður frá málshöfðun. Málinu er lokið,“ sagði dómarinn Lalu Mariyun og sló þögn á hundruð manna er viðstaddir voru réttar- höldin. Úrskurðinum var þó fagnað af stuðningsmönnum Suhartos og hrópaði einn þeirra: „Guð er góður! Lengi lifi Suharto." Oeirðir brutust þá út fyrir utan dómshúsið, er and- stæðingum Suhartos lenti saman við stuðningsmenn hans og lögreglu. Grýttu mótmælendur lögreglu með bensínsprengjum og grjóti og svar- aði lögregla íýrir sig með táragasi og viðvörunarskotum. „Læknamir ljúga allir,“ sagði Zul Sikri, einn mótmælendanna. „Suharto verður að fara í fangelsi og við munum halda áfram að mótmæla þar til það gerist." Að sögn Juan Felix Tampubolon, eins lögfræðings einræðisherrans fyrrverandi, hefur það að dómnum var vísað frá af heilsufarsástæðum í för með sér að ekki sé hægt að höfða mál aftur gegn Suharto það sem eft- ir lifi. Úrskurðinum áfrýjað Muchtar Ariffin, ríkissaksóknari Indónesíu, er þó á öðru máli og hef- ur hann hug á að áfrýja úrskurðin- um, en Suharto hafði m.a. verið ákærður fyrir að stela sem nemur 49,5 milljörðum króna úr opinberum sjóðum á valdatíð sinni. Sagði Ariffin íbúa landsins hafa lengi beðið þess að heyra sannleik- ann um Suharto, en úrskurðurinn er talinn bakslag fyrir ríkisstjórn Ind- ónesíu sem reynt hefur að hrekja þann spillingarstimpil sem yfirvöld fengu á sig í stjórnartíð Suhartos. Yilja að við- vörunarkerfi verði komið á fót London. Daily Telegraph. BRESKIR vísindamenn hafa kynnt hugmyndir um hvernig koma megi í veg fyrir að smástirni og hala- stjörnur rekist á jörðu og valdi þannig svipuðum hörmungum og urðu þess valdandi að risaeðlurnar dóu út fyrir 65 milljónum ára. Hafa sérfræðingarnir hvatt bresku ríkisstjórnina til að koma á fót viðvörunarkerfi er hindrað gæti slíkan árekstur sem og að auka rannsóknir á því hvernig breyta megi stefnu smástirna og koma þannig í veg fyrir árekstur við jörðu. Smástirni sem þurrkað geta út allt líf á jörðu eru sjaldgæf og lenda á jörðinni með nokkurra milljón ára millibili en smástirni og halastjörn- ur sem þurrkað geta út heilu borg- irnar lenda á jörðu á um 200 ára fresti. Árið 1908 sprakk vígahnöttur til að mynda yfir Tunguska-vatninu í Síberíu og eyðilögðust um 770 fer- kílómetrar skóglendis í sprenging- unni. Hefði sams konar sprenging orðið yfir miðborg Lundúna hefði það dugað til leggja borgina í eyði. Til þessa hafa stjörnufræðingar borið kennsl á 258 hluti í sólkerfinu sem mögulega gætu reynst jörð- unni hættulegir en að þeirra sögn er hundruð slíkra hluta til viðbótar að finna í sólkerfinu einu saman. Bandariska geimvísindastofnunin, NASA, leitar nú uppi alla þá hluti sem eru yfir einn kílómetri að þver- máli og hefur stofnunin áhuga á að breskir sérfræðingar sérhæfi sig í leit smærri hluta. „Hættan er ekki mikil. Smástirni sem eru um kílómetri að stærð koma til jarðar að meðaltali á 100.000 ára fresti en væri samskon- ar hætta á slysi í kjarnorkuveri myndum við eyða háum fjárhæðum í að draga úr henni,“ sagði Harry Atkinson, einn af höfundum skýrsl- unnar og fyrrum stjórnarformaður geimvísindaráðs Evrópu. Hvatt til samvinnu um byggingu stjörnusjónauka Atkinson hvatti bresk stjórnvöld til að leita eftir samstarfi við aðrar þjóðir um byggingu á stórum stjörnusjónauka á suðurhveli jarð- ar. Með slíkum sjónauka ætti að vera hægt að greina í sundur hluti langt úti í geimnum sem væru í nokkur hundruð metra fjarlægð hver frá öðrum. Að mati breskra vísindamanna er þó ekki síður full ástæða til að nota aðra stjörnusjónauka við að fylgjast með smástirnum, vígahnöttum og halastjörnum í sólkerfinu, sem og að auka rannsóknir á því hvernig breyta megi stefnu slíkra hluta. En meðal hugmynda um slíkt er að skjóta sprengiefnum eða járnskeyti frá ómannaðri geimflaug að smá- stirni til að breyta stefnu þess. Önnur leið væri síðan að festa sól- segl við smástirni til að breyta braut þess og síðasta úrræðið væri loks að beita kjarnavopnum en sú aðferð er talin mun hættumeiri en hinar tvær þar sem brot smástirnis- ins gætu engu að síður reynst nógu stór til að valda verulegum skaða. Smástirni sem eru um 100 metrar að þvermáli lenda á jörðu á u.þ.b. 10.000 ára fresti og er kraftur árekstursins slíkur að líkja má við 100 megatonna kjarnorkusprengju. Árekstur sem væri álíka kraftmikill og 10 milljónir kjarnorkusprengja verður síðan á 100.000 ára fresti og kann högg árekstursins að valda sjávarflóðbylgjum auk þess sem ryk og jarðagnir geta náð að mynda þykkt lag er hylur sólu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.