Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 30
3U FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yfírráð yfir Musterisfjallinu eitt mesta deilumál fsraela og Palestínumanna New York Times Gagn- rýnir eigin skrif New York. AP. BANDARÍSKA stórblaðið New York Times hefur í annað sinn í þessari viku gagnrýnt sín eigin skrif um eðlisfræð- inginn Wen Ho Lee en hann var rekinn úr starfi í kjarnork- urannsóknastöðinni 1 Los Al- amos og grunaður um njósnir. Blaðið sagði í leiðara í gær, að það hefði tekið til skoðunar þá leiðara, sem skrifaðir hefðu verið um þetta mál og öryggis- ráðstafanir í Los Alamos- stöðinni. „Margt íþeim hefur reynst rétt en líklega samþykktum við of greiðlega þá kenningu stjórnvalda, að flest benti til, að dr. Lee hefði stundað njósn- ir fyrir Kínveija,“ sagði í leið- ara blaðsins í gær. Lee var 1 síðasta mánuði lát- inn laus úr einangrunarvist, þar sem hann hafði verið í níu mánuði, en þá hafði hann sam- þykkt að játa á sig eitt ákæru- atriðið, að hann hefði sýnt vanrækslu við meðferð lg'arn- orkuleyndarmála, og sam- þykkt að upplýsa hvað hann hefði gert við gögnin, sem hann afritaði. Upphaflega var ákæran gegn honum í 59 lið- um. Jerúsalem. Reuters, AFP. ÍSRAELSKA lögreglan beitti í gær gúmmíhúðuðum stálkúlum gegn Palestínumönnum, sem mótmæltu heimsókn ísraelska hægrimannsins Ariels Sharons á Musterisfjallinu, einum helgasta stað jafnt gyðinga sem múslima. Að minnsta kosti fimm Palestínumenn meiddust er þeir urðu fyrir kúlunum og ísraelar segja, að 25 lögreglumenn hafi slas- ast í grjótkasti mótmælenda. Israelar og Palestínumenn deila hart um yfirráð jrfir Musterisfjall- inu og margir líta á heimsókn Shar- ons sem ögrun, ekki síst nú þegar fulltrúar beggja eru að hefja við- ræður í Bandaríkjunum. Sharon neitar því og heldur því fram, að all- ir gyðingar eigi rétt á að koma til Musterisfjallsins. Yossi Beilin, dómsmálaráðherra ísraels, sagði hins vegar, að Sharon væri sam- nefnari fyrir alla þá, sem vildu við- halda úlfúð og spennu milli Israela og Palestínumanna. A-Jerúsalem palestínsk höfuðborg Likudflokkur Sharons er andvíg- ur hugsanlegum málamiðlunum Ehuds Baraks forsætisráðheira um Jerúsalem og krefst þess, að Israel- ar fái alla borgina og einnig austur- hluta hennar, sem er byggður ar- öbum. Hann lögðu ísraelar undir AP Mjög hörð átök urðu milli ísraelskra lögreglumanna og Palestínumanna við Musterisfjallið er þeir síðarnefndu mótmæltu heimsókn Ariels Sharons, leiðtoga Likud-flokksins. sig 1967 en Palestínumenn vilja gera hann að höfuðborg síns ríkis. Einn þingmanna á palestínska þinginu sagði í gær, að mótmælin vegna komu Sharons sýndu, að Pal- estínumenn ætluðu að verja einn sinn mesta helgistað, Al-Aqsa- moskuna á Musterisfjallinu, með lífi sínu ef þörf krefur. Dagblaðið Jerusalem Post, sem gefið er út á ensku, birti í gær viðtal við Barak forsætisráðherra og í því talar hann í fyrsta sinn um „pal- estínska höfuðborg". Segir hann, að í friðarsamningum sé gert ráð fyrir „palestínskri höfuðborg, sem kölluð verði Al-Quds“ en það er arabíska nafnið á Jerúsalem. Hann sagði ekki hve stór hluti borgarinnar kæmi í hlut Palestínumanna og lagði áherslu á, að Musterisfjallið yrði aldrei afhent Palestínumönnum eða íslömskum stofnunum. Hafa Banda- ríkjamenn lagt til, að fjallið og helgi- staðirnir þar verði í umsjón Samein- uðu þjóðanna en þeir skipta einnig miklu máli fyrir kristna menn. Hörð mótmæli vegna komu Sharons Indónesía Reuters Lögregla sést hér handtaka einn af andstæðingum Suhartos í óeirðun- um sem brutust út við dómshúsið í Jakarta, í kjölfar þess að máli sak- sóknara gegn einræðisherranum fyrrverandi var vísað frá. A Akærum á hendur Suharto vísað frá Breskir sérfræðingar segja smástirni ógna jörðu AP Tölvumynd af þeim mikla höggþunga sem fylgir árekstri vígahnattar og jarðar. Breskir vísindamenn hvöttu nú í vikunni þarlend sljórnvöld til að koma á fót viðvörunarkerfi sem vari við mögulegum árekstrum smástirna og jarðar. Jakarta.AP, AFP. INDÓNESÍSKUR dómstóll vísaði í gær frá spillingarkæru ríkissak- sóknara Indónesíu á hendur Suh- arto, fyrrum einræðisherra landsins, eftir að hópur lækna hafði úrskurðað Suharto ófæran um að sitja réttar- höld sökum varanlegs heilsubrests. Olli úrskurður dómstólsins tölu- verðri undrun og mótmæltu hundr- uð Indónesa honum á götum Jak- arta, höfuðborgar Indónesíu í gær. „Fallið verður frá málshöfðun. Málinu er lokið,“ sagði dómarinn Lalu Mariyun og sló þögn á hundruð manna er viðstaddir voru réttar- höldin. Úrskurðinum var þó fagnað af stuðningsmönnum Suhartos og hrópaði einn þeirra: „Guð er góður! Lengi lifi Suharto." Oeirðir brutust þá út fyrir utan dómshúsið, er and- stæðingum Suhartos lenti saman við stuðningsmenn hans og lögreglu. Grýttu mótmælendur lögreglu með bensínsprengjum og grjóti og svar- aði lögregla íýrir sig með táragasi og viðvörunarskotum. „Læknamir ljúga allir,“ sagði Zul Sikri, einn mótmælendanna. „Suharto verður að fara í fangelsi og við munum halda áfram að mótmæla þar til það gerist." Að sögn Juan Felix Tampubolon, eins lögfræðings einræðisherrans fyrrverandi, hefur það að dómnum var vísað frá af heilsufarsástæðum í för með sér að ekki sé hægt að höfða mál aftur gegn Suharto það sem eft- ir lifi. Úrskurðinum áfrýjað Muchtar Ariffin, ríkissaksóknari Indónesíu, er þó á öðru máli og hef- ur hann hug á að áfrýja úrskurðin- um, en Suharto hafði m.a. verið ákærður fyrir að stela sem nemur 49,5 milljörðum króna úr opinberum sjóðum á valdatíð sinni. Sagði Ariffin íbúa landsins hafa lengi beðið þess að heyra sannleik- ann um Suharto, en úrskurðurinn er talinn bakslag fyrir ríkisstjórn Ind- ónesíu sem reynt hefur að hrekja þann spillingarstimpil sem yfirvöld fengu á sig í stjórnartíð Suhartos. Yilja að við- vörunarkerfi verði komið á fót London. Daily Telegraph. BRESKIR vísindamenn hafa kynnt hugmyndir um hvernig koma megi í veg fyrir að smástirni og hala- stjörnur rekist á jörðu og valdi þannig svipuðum hörmungum og urðu þess valdandi að risaeðlurnar dóu út fyrir 65 milljónum ára. Hafa sérfræðingarnir hvatt bresku ríkisstjórnina til að koma á fót viðvörunarkerfi er hindrað gæti slíkan árekstur sem og að auka rannsóknir á því hvernig breyta megi stefnu smástirna og koma þannig í veg fyrir árekstur við jörðu. Smástirni sem þurrkað geta út allt líf á jörðu eru sjaldgæf og lenda á jörðinni með nokkurra milljón ára millibili en smástirni og halastjörn- ur sem þurrkað geta út heilu borg- irnar lenda á jörðu á um 200 ára fresti. Árið 1908 sprakk vígahnöttur til að mynda yfir Tunguska-vatninu í Síberíu og eyðilögðust um 770 fer- kílómetrar skóglendis í sprenging- unni. Hefði sams konar sprenging orðið yfir miðborg Lundúna hefði það dugað til leggja borgina í eyði. Til þessa hafa stjörnufræðingar borið kennsl á 258 hluti í sólkerfinu sem mögulega gætu reynst jörð- unni hættulegir en að þeirra sögn er hundruð slíkra hluta til viðbótar að finna í sólkerfinu einu saman. Bandariska geimvísindastofnunin, NASA, leitar nú uppi alla þá hluti sem eru yfir einn kílómetri að þver- máli og hefur stofnunin áhuga á að breskir sérfræðingar sérhæfi sig í leit smærri hluta. „Hættan er ekki mikil. Smástirni sem eru um kílómetri að stærð koma til jarðar að meðaltali á 100.000 ára fresti en væri samskon- ar hætta á slysi í kjarnorkuveri myndum við eyða háum fjárhæðum í að draga úr henni,“ sagði Harry Atkinson, einn af höfundum skýrsl- unnar og fyrrum stjórnarformaður geimvísindaráðs Evrópu. Hvatt til samvinnu um byggingu stjörnusjónauka Atkinson hvatti bresk stjórnvöld til að leita eftir samstarfi við aðrar þjóðir um byggingu á stórum stjörnusjónauka á suðurhveli jarð- ar. Með slíkum sjónauka ætti að vera hægt að greina í sundur hluti langt úti í geimnum sem væru í nokkur hundruð metra fjarlægð hver frá öðrum. Að mati breskra vísindamanna er þó ekki síður full ástæða til að nota aðra stjörnusjónauka við að fylgjast með smástirnum, vígahnöttum og halastjörnum í sólkerfinu, sem og að auka rannsóknir á því hvernig breyta megi stefnu slíkra hluta. En meðal hugmynda um slíkt er að skjóta sprengiefnum eða járnskeyti frá ómannaðri geimflaug að smá- stirni til að breyta stefnu þess. Önnur leið væri síðan að festa sól- segl við smástirni til að breyta braut þess og síðasta úrræðið væri loks að beita kjarnavopnum en sú aðferð er talin mun hættumeiri en hinar tvær þar sem brot smástirnis- ins gætu engu að síður reynst nógu stór til að valda verulegum skaða. Smástirni sem eru um 100 metrar að þvermáli lenda á jörðu á u.þ.b. 10.000 ára fresti og er kraftur árekstursins slíkur að líkja má við 100 megatonna kjarnorkusprengju. Árekstur sem væri álíka kraftmikill og 10 milljónir kjarnorkusprengja verður síðan á 100.000 ára fresti og kann högg árekstursins að valda sjávarflóðbylgjum auk þess sem ryk og jarðagnir geta náð að mynda þykkt lag er hylur sólu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.