Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Dómkirkjan í Helsinki. Knut Nystcd með norskum flytjendum.
Jubilemus 2000 í Helsinki
Norrænt kirkjutónlist-
Oliver Kentish og John Speight ásamt flcirum.
Ritstjóri Organistablaðsins, Jón Ólafur Sigurðsson,
t.v., ásamt greinarhöfundi.
armót var haldið í Hels-
inki á dögunum undir
yfírskriftinni „Jubilem-
us 2000“. Kjartan Sig-
uijónsson var á mótinu
þar sem söng Schola
cantorum var meðal
annars afar vel tekið.
FÉLAG íslenskra organleik-
ara er aðili að norræna
kirkjutónlistarráðinu, en
það heldur norræn kirkju-
tónlistarmót á fjögurra ára fresti,
til skiptis á Norðurlöndunum.
Slíkt mót var haldið í Helsinki í
Finnlandi dagana 14.-17. septem-
ber sl. undir nafninu „Jubiíemus
2000“ sem útleggja mætti: Við
fögnum á árinu 2000.
Finnar höfðu veg og vanda af
mótinu í ár sem gestgjafar, en
haldnir höfðu verið margir fundir í
norræna kirkjutónlistarráðinu til
undirbúnings þessara daga.
Fyrir alla þá sem áhuga hafa á
kirkjutónlist eru þessi mót ein
sannkölluð veisla þar sem heyra
má og sjá margt af því allra besta
sem kirkjutónlistarmenn á Norð-
urlöndum hafa fram að færa.
Tónleikahald bar þar að sjálf-
sögðu hæst, tvennir orgeltónleikar
voru haldnir þar sem fram komu
orgelleikarar allra norrænu þjóð-
anna, aðrir tónleikarnir báru yfir-
skriftina „Nordisk orgelromantik",
hinir voru helgaðir nútímatónverk-
um og hétu „Nutida nordisk orgel-
musik“. Fulltrúi íslands á hvorum
tveggja tónleikunum var Björn
Steinar Sólbergsson, organisti Ak-
ureyrarkirkju, og lék hann
„Chaconne“ eftir Pál ísólfsson á
fyrri tónleikunum, en „Dýrð
Rrists“ eftir Jónas Tómasson á
þeim síðari.
Hver þjóð hafði svo sjálfstæða
kórtónleika en „Schola cantorum
Reykjavicensis", sem er kammer-
kór Hallgrímskirkju, stóð fyrir ís-
lensku tónleikunum undir stjórn
Harðar Áskelssonar en með kórn-
um söng Marta Guðrún Halldórs-
dóttir sópransöngkona einsöng og
Matej Sarc lék með á óbó í einu
verkinu.
Efnisskrá tónleikanna var
svohljóðandi: „Heyr himna smið-
ur“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson;
„Turn Thee Unto Me“ eftir Oliver
Kentish; „Requiem" eftir Jón
Leifs; „Tignið Drottin" eftir Jón
Hlöðver Askelsson; „Maríuvers"
eftir Atla Heimi Sveinsson og
„Sam’s Mass“ eftir John A.
Speight.
Varð að syngja aukalag
Viðtökur við framlagi Islendinga
voru mjög góðar, svo góðar að
fagnaðarlátum áheyrenda á ís-
lensku kórtónleikunum ætlaði
aldrei að linna og varð kórinn að
syngja aukalag, en það var eins-
dæmi í þessari tónleikaröð. Auk
allra tónleikanna var svo viðamikil
sýning á nótum og geisladiskum
og margs konar málþing haldin um
kirkjutónlistarmál.
Þessum mótum lýkur alltaf með
samnorrænni messu þar sem allar
þjóðirnar taka þátt í flutningi tón-
listar en í okkar hlut kom tónlist-
arflutningur meðan gengið var til
altaris, auk þess sem allir við-
staddir sungu einn íslenskan sálm,
„Kom þú, ó Kristur", við lag
Jónasar Tómassonar og texta
Kristjáns Vals Ingólfssonar. Þá
var hin almenna kirkjubæn flutt á
öllum Norðurlandamálunum.
Sannarlega var gaman að vera
íslendingur á þessum dögum þótt
söngmenning frændþjóða okkar
standi á miklu eldri grunni en okk-
ar. En þó að við séum fæstir að
höfðatölu, íslendingarnir, var
framlag listamannanna sem þarna
komu fram til mikils sóma og vakti
verðskuldaða athygli.
Þátttaka í svona mótum er
vissulega þroskandi fyrir alla sem
láta sig kirkjutónlist varða, jafnt
flytjendur sem áheyrendur. Þarna
tefldu þjóðirnar fram því besta
sem þær áttu og allir settu markið
hátt.
Því er ekki að neita að fyrir okk-
ar fámennu félagasamtök, Félag
íslenskra organleikara, er þátttaka
í svona móti ærið kostnaðarsöm og
væri ómöguleg ef ekki hefðu kom-
ið til myndarlegir styrkir ýmissa
aðila opinberra og úr einkageiran-
um sem sýnt hafa þessari viðleitni
okkar velvild og skilning.
í lok hátíðarmessunnar í
Dómkirkjunni í Helsinki fóru fram
forsetaskipti í norræna kirkjutón-
listarráðinu og Sixten Enlund, for-
maður organistafélags sænsku-
mælandi Finna, lét af störfum sem
forseti eftir vel heppnað mót og
við tók Karsten Jensen, formaður
DOKS, sem er annað tveggja org-
anistafélaga Dana. Það verða því
Danir sem skipuleggja og undir-
búa næsta mót en það verður hald-
ið í Árhus 12. september 2004, að
því er formaðurinn tilkynnti á
lokafundi ráðsins.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra organleikara ogfyrr-
verandi forseti norræna kirkju-
tóniistarráðsins.
Schola cantorum á íslensku tdnleikunum.
m Hh j$*fl i % m
■ B 'flgflBi
Tónlistarverðlaun
N orðurlandaráðs
Sigurður
Flosason og
Skúli Sverris-
son tilnefndir
NORÐURLANDARÁÐ hefur til-
nefnt Islendingana Sigurð Flosa-
son saxófónleikara og Skúla
Sverrisson bassaleikara til tónl-
istarverðlauna ráðsins fyrir árið
2001. Alls eru þrettán aðilar til-
nefndir en úrslit verða kunngjörð
á þingi Norðurlandaráðs í
Reykjavík í byrjun nóvember
næstkomandi. Verðlaunaféð er
350.000 danskar krónur.
Aðrir listamenn sem hlutu til-
nefningu eru Marilyn Mazur slag-
verksleikari og Palle Mikkelborg
trompetleikari frá Danmörku,
Magnus Johannesen hljómborðs-
leikari, tónskáld og hljómsveitar-
stjóri frá Færeyjum, Ole Krist-
iansen píanóleikari, söngvari og
tónskáld frá Grænlandi, Kari
Krikku klarínettuleikari og Raoul
Björkenheim gítarleikari frá
Finnlandi, Vladimir Shafranov
djasspianisti frá Álandseyjum,
Sidsel Endresen djasssöngvari og
djasssveitin The Brass Brothers
frá Noregi og Benny Andersson
píanóleikari og tónskáld og Bobo
Stenson djasspíanisti frá Svíþjóð.
------UM-------
Nýr geisladiskur
• Geisladiskurinn Stokkseyri
inniheldur kammerverkin „Stokks-
eyri“ og „Septett“ eftir Hróðmar
Inga Sigur-
björnsson.
Flytjendur
eru Sverrir Guð-
jónsson kontrat-
enór og Caput-
hópurinn.
Titilverkið
Stokkseyri, fyrir
kontratenór og
kammersveit,
var samið við
tólf ljóð úr
samnefndri ljóðabók fsaks Harðar-
sonar. Lagaflokkurinn var saminn
á árunum 1995 til 1997 en frum-
fluttur á Listahátíð í Reykjavík í
maí 1998. Heildaryfirbragð
Stokkseyrar er lagrænt og róman-
tískt en í verkinu blandast saman
ýmsir tónlistarstraumar og stefn-
ur: minimalismi, blús, popp, djass,
og kirkjutóntegundir miðalda setja
sterkan svip á lögin.
Septett var saminn árið 1998 og
frumfluttur 1999 af Caput-hópn-
um. Verkið er skrifað fyrir tréblás-
ara, slagverk og strengi og er í
fjórum þáttum.
Líkt og í Stokkseyri spinnast
hér saman ýmsar tónlistarhefðir:
klezmermúsík, sígaunatónlist,
rokk, mínímalismi og meira og
fleira.
Hróðmar I. Sigurbjörnsson hóf
tónlistarferil sinn í poppbandinu
Melchior sem gaf út nokkrar plöt-
ur á áttunda áratugnum. Hann
lærði síðar tónsmíðar við tónlistar-
skóla í Reykjavík og Utrecht í
Hollandi, hefur samið tæplega
sextíu verk fyrir ýmsa tónlistar-
hópa, sinfóníuhljómsveitir, kamm-
ersveitir og kóra. Nýjasta verk
hans, „Skálholtsmessa fyrir ein-
söngvara og kammersveit“, var
frumflutt síðastliðið sumar á Sum-
artónleikum í Skálholtskirkju og
hlaut framúrskarandi viðtökur.
Bæklingur á íslensku og ensku
fylgir geisladiskinum: þar er að
finna viðtal við tónskáldið, ljóð ís-
aks Harðarsonar og umfjöllun
Andra Snæs Magnasonar um
skáldið og Stokkseyri.
Útgefandi geisladisksins er ís-
lensk tónverkamiðstöð. Hljóðrítun
fór fram í Langholtskirkju og Víð-
istaðakirkju 1999 af Stafræna
hljóðupptökufélaginu ehf. Sveinn
Kjartansson annaðist hljóðupptöku
og eftirvinnslu. Verð: 2.099 krónur.
Hróðmar Ingi
Signrbjörnsson