Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 35
LISTIR
Brúðubíllinn sýnir á Akranesi
BRÚÐUBÍLLINN sýnir í Bíóhöll-
inni á Akranesi á sunnudaginn 1.
október klukkan 14.
Sýnd verða leikritin „Bniðu-
kabarett" og „Af hverju?“ Fjöl-
niargar brúður koma fram í báð-
um leikritum, litlar og stórar,
sem leikarinn klæðist. Þrír
brúðuleikarar stjórna brúðunum,
þau Helga Steffensen, Sigrún
Erla Sigurðardóttir og Frímann
Sigurðsson.
Brúðukabarett er saminn í til-
efni af 20 ára afmæli leikhússins.
Þessi sýning er fjölbreytt. Fyrst
sjáum við Handadans en hendur
eru ákaflega mikilvægar í brúðu-
leikhúsi og nú fá hendurnar að
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá sýningu Brúðuleikhússins.
sýna listir sfnar án brúðna.
Annað atriði fjallar um allt sem
leynist í dótakassanum. Sýnd
verða leikritin um „tílfinn og
grísina þrjá“, Dindill og Agnar-
ögn dansa kisutangó o.fl.
Trúðarnir Dúskur og Blúnda
sýna regnhlífadansinn.
Af hverju? er leikgerð samin
upp úr sögu Rudyards Kipling
um það hvernig fflarnir fengu
svona langan rana. Hún gerist í
Afríku og þar mæta til leiks m.a.
krókódfllinn, gíraffinn, vatnahest-
urinn, kóló-kóló-fuglinn, strútur-
inn, apinn o.fl. dýr.
Sýningin tekur Vk klukkustund
og er fyrir alla fjölskylduna.
Mynd-
listarsýning'
í Skálholti
SÝNING á teikningum Katrínar
Briem, sem unnar eru við sálma og
Ijóð eftir séra Valdimar Briem, verð-
ur opnuð nk. laugardag, 30. septem-
ber, kl. 15 í safni kjallara Skálholts-
dómkirkju.
Eftir opnunina verður kaffi á boð-
stólum í Skálholtsskóla og þar verða
flutt stutt erindi og kynning á ljóðum
Valdimars. Þar koma fram Gunn-
laugur A. Jónsson prófessor, Helga
Helena Sturlaugdóttir cand. theol.
og Rósa B. Blöndals skáldkona.
Sýningin stendur til 30. nóvember.
Síðasta
sýningar-
helgi
ÞREMUR sýningum í Listasafni ís-
lands lýkur nk. sunnudag, 1. októ-
ber, og fer hver að verða síðastur til
að sjá þær, þar á meðal sýningu á
kínverskum málverkum frá Alþjóð-
legu sýningarstofnuninni í Kína af
málverkum eftir starfandi listamenn
eða meðlimi Listmálaraakademíunn-
ar í Peking sem vinna samkvæmt
aldagamalli kínverskri hefð.
Þá lýkur einnig sýningu á abstrakt
verkum í eigu Listasafns íslands í
sal 4 og sýningu á verkum Magnúsar
Pálssonar í eigu safnsins í sal 3.
Oruggur með sig
Renault Megane er öruggasti bíllinn í sínum stærðarflokki
samkvæmt öryggisprófunum NACP
Renault Mégane Berline
17.130,-
á mánuði*
Verð frá 1.398.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1400cc - 4 loftpúðar - abs-
fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar
Renault Mégane Classic
19.556,-
/ S >C • *
a manuðr
Verð frá 1.598.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs
- fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar
Renault Mégane Break
19.920,-
/ / *
a manuði*
Verð frá 1.628.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs -
fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar
*meðalútborgun á mánuði miðað við 25% útborgun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum.
Gijótháls 1 Komdu og prófaðu þann sem hentar þér
Sírni 575 1200
SöludcilH 575 1220
%
RENAULT