Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gleymdar
gersemar
TONLIST
Salurinn
PÍANÓTÓNLEIKAR
Norræn píanóverk eftir Söder-
lundh, Nystedt, Sibelius, Forsman,
Jón Leifs og Schierbeck. Folke
Grasbeck, píanó. Þriðjudaginn 26.
september kl. 20.
ÞAÐ væri synd að segja að norræn
tónlist hafi hingað til átt áberandi
upp á pallborðið hjá íslenzkum klass-
íkunnendum, allra sízt þegar kemur
að píanóbókmenntum 20. aldar. Að-
sóknin á tónleika finnlands-sænska
píanóleikarans Folkes Grásbecks í
Salnum á þriðjudagskvöldið varð
ekki heldur til að draga úr þeirri full-
yrðingu því að yfir sjöfalt fleiri sæti
stóðu auð en skipuð. Þrátt fyrir afar
áheyrilegt og fjölbreytt prógramm
og framúrskarandi flinkan píanista.
Grásbeck, sem er prófessor í slag-
hörpu við Sibeliusar-akademíuna í
Helsinki, tókst að spanna öll Norður-
löndin fimm í dagskrárvali. Fyrstur
höfunda var hið sænska og mikið til
sjálfmenntaða söngvaskáld Lille
Bror Söderlundh (1912-57) með lag-
legu expressjónískt-nýklassísku litlu
verki frá 1943, Intrada och Allegro -
að viðbættum ávæningi af Gershwin,
sem reyndar „svingaði“ minna en
skyldi í annars ágætri útfærslu. Eftir
Norðmanninn Knut Nystedt, sem
kunnastur er hér fyrir kórverk sín,
voru leikin bráðskemmtileg Þijú
píanólög Op. 16 frá 1944 í ýmist ný-
barokkstíl eða þjóðlegri blöndu af
nýklassík og Grieg í frísklega mót-
aðri og fjölbreyttri útfærslu þar sem
aðeins smágösl og vottur af asa á at-
gangsmestu stöðum skáru sig úr
góðum hljóðritunarstaðli, fyrir utan
að einstaka „loftnótur" gáfu vísbend-
ingu um að píanistinn væri vanastur
þyngri áslætti en gerist á Bösendorf-
er. Jean Sibelius var ekki frekar en
samtímamaður hans Carl Nielsen
forkunnarhændur að píanóinu,
„ófullnægjandi og vanþakklátt hljóð-
færi sem aðeins Chopin náði meist-
aratökum á“, eins og hann kvað sjálf-
ur hafa orðað það. Mörgum hefur
enda þótt píanóverk Sibeliusar bera
fullmikinn keim af hljómsveitarúr-
dráttum. í fullri sanngirni má þó
kannski segja, að það sé einmitt sin-
fónískri snilld hans um að kenna
hvað píanóverkin þykja standa tæpt í
samanburði. Alltjent kom það margt
skemmtilega á óvart í fimm stykkja
úrvali Grásbecks - Impromptu Op.
5,5 (1893), Arabesque Op. 76,9
(1914), Elegiaco Op. 76,10 (1916),
Þorpskirkjan Op. 103,1 og Finlandia-
útsetningunni frá 1900 - að spurning
er hvort píanóhöfundurinn Sibelius
hefur nokkurn tíma fengið að njóta
sannmælis. Síðasttalda atriðið komst
eðlilega næst því að hljóma eins og
hljómsveitarúrdráttur, en burtséð
frá greinanlegum áhrifum frá
Debussy á stöku stað var tónninn í
hinum verkunum það persónulegur
og píanískur í glimrandi úttekt Grás-
becks, ekki sízt í hinu snilldarvel
rúberaða Elegiaco, að nýr hlustandi
hlaut að gefa vanmetnu framlagi
finnska meistarans til slaghörpubók-
mennta aukinn séns héðan í frá.
Túlkunin á Píanósónötu hins
finnsk-danska Johns Váino Fors-
mans frá 1994 var stórglæsileg.
Verkið var yfirmáta hlustvænt og
músíkantískt, laust við allan grufl-
andi konsept-módernisma (m.a.s. svo
að höfundur nefndi 3. og síðasta þátt
„Andante mesto e neoromantico“[!]
og iðaði af litríkri fjölbreytni í virt-
úósri túlkun Grásbecks. Meðferð
hans þar á eftir á Fjórum lögum Jóns
Leifs frá Leipzigárunum (1922) var
athyglisverð, ekki sízt fyrir hvað
píanóleikaranum tókst að laða mik-
inn söng fram úr þungstígum og hrá-
slagalegum stuðlabergshljómasúlum
höfundarins. Síðast á skrá voru
„Maritime Smárids“ frá 1948 eftir
danska tónskáldið Poul Schierbeck
(1888-1949), undirtitluð „Sydvest,
Sweater og Shag“; fimm h'til píanó-
riss af veröld sjómanna, auðkennd
„Rigning" [Skipsreiði], „Krap S0“,
„Oceanets Vuggesang", „Kolvand"
og „Harmonika“, og segja heitin flest
sem þarf. Enn sem oftar kom nánast
óþekkt verk hressilega á óvart í víð-
feðmri túlkun finnska píanistans er
líkt og í undangengnum verkum gat
spilað úr risafengnu styrkleikasviði
án þess að verða of harður í fortiss-
imo eða of daufur á veikustu stöðum.
Músíkölsk innlifun hans var söm,
hvort heldur leikið var á innhverfum
nótum eða slegið á léttari strengi
eins og í lokaþætti Schierbecks þar
sem hriplekt bringuorgel korraði sitt
notalega dúddehdei í verbúðinni að
loknum róðri og tæpti á ýmsum al-
þýðulummum í góðlátlegu gríni eftir
átökin við Ægi. Hér sem víðar mátti
heyra spilamennsku sem hvatti til
skjótrar endurupplifunar og dugir
ekki til að þakka góðri tækni. Svona
lagað gera aðeins píanóleikarar sem
þekkja sín viðfangsefni ofan í kjölinn.
Ríkarður Ö. Pálsson
Harold Pinter leiklesinn í Borgarleikhúsinu
Afmælisveislan í
beinni útsendingu
HINN 10. október næstkomandi
fagnar eitt merkasta leikskáld okk-
ar tíma, Harold Pinter, sjötugsaf-
mæli sínu. Af því tilefni verður eitt
af hans fyrstu verkum, .Afmælis-
veislan", leiklesið á Stóra sviði
Borgarleikhússins næstkomandi
sunnudag, 1. október, kl. 14. Afmæl-
isveislan er samvinnuverkefni Borg-
arleikhússins og Útvarpsleikhúss-
ins og verður flutningurinn sendur
út beint á Rás 1. Hér gefst fólki því
einstakt tækifæri á að fylgjast með
framkvæmd og útsendingu útvarps-
leikrits. Það er Lárus Ymir Oskars-
son sem leikstýrir, en leikarar eru
Gísli Alfreðsson, Gísli Rúnar Jóns-
son, Hjalti Rögnvaldsson, Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, Kristbjörg
Kjeld og Ólafur Darri Ólafsson.
Harold Pinter fæddist í verka-
mannahverfi í East End í London og
fékk leiklistaráhuga strax í skóla,
þar sem hann lék m.a. Macbeth og
Rómeó. Eftir leiklistarnám í RADA
starfaði hann í nokkur ár sem leik-
ari, einna helst í Shakespeare-sýn-
ingum, en 1957 skrifaði hann sitt
fyrsta leikrit, „Herbergið", eftir
pöntun leiklistarnema við háskólann
í Bristol. Eftir hann liggur fjöldi
leikverka, meðal þeirra þekktustu
eru „Húsvörðurinn", „Heimkoman",
,Afmælisveislan“ og „Tunglskin".
Verk hans hafa oft vakið sterk við-
brögð og má segja að orð Irving
Wardle í The Times séu dæmigerð
fyrir feril hans: „Árið 1958 var Af-
Harold Pinter sjötugur.
Ljósmynd/Ivan Kyncl
mælisveislan rifin niður af flestöll-
um gagnrýnendum og tekin af dag-
skrá eftir viku í London. Síðan þá
hefur Pinter hlotið sess sem ;,eitt
besta leikskáld okkar tíma“.“ I til-
efni afmælisins verður síðar í mán-
uðinum haldið sérstakt kvöld til
heiðurs Pinter í Borgarleikhúsinu.
Aðgangseyrir að leiklestrinum er
1.000 krónur.
Sýning-
um í
Lista- ,
safni ASI
lýkur
SÝNINGU Bryndísar Jóns-
dóttur, Dregið í Dilka, í Ás-
mundarsal, Listasafni ASÍ v/
Freyjugötu, lýkur nk. sunnu-
dag, 1. október.
Viðfangsefni Bryndísar eru
íslensku fjánnörkin, sem notuð
hafa verið á búfé hér á landi frá
landnámstíð. Verkin eru unnin í
steinleir.
Sýningu Guðrúnar
Marinósdóttur lýkur
Sýningu Guðrúnar Marinós-
dóttur á hrosshársverkum í
Gryfjunni, Listasafni ASÍ, lýk-
ur nk. sunnudag, 1. október.
í verkum sínum vinnur Guð-
rún út frá gömlu handverki úr
mannshári sem tíðkaðist á liðn-
um öldum í Evrópu og barst til
íslands frá Danmörku fyrir
aldamótin 1900.
Stern áttræður
Reuters
FIÐLULEIKARINN Sarah Chang
sést hér munda fiðlubogann á
tónleikum sem haldnir voru ný-
lega í tilefni af áttræðisafmæli
Isaacs Stern, framkvæmdastjóra
Carnegie Hall.
Tónleikarnir fóru að sjálfsögðu
fram f Carnegic Hall sem notaði
tækifærið til að fagna 40 ára
stjórnartíð Stern. Fjöldi þekktra
klassískra tónlistarmanna kom
fram á tónleikunum.
Sýning
framlengd
SÝNING Huldu Vilhjálmsdóttur,
Birtan í símaskránni, hjá Ófeigi,
Skólavörðustíg 5, verður íramlengd
til 11. október.
Sýning
í Grafar-
vogskirkju
MYNDLISTAR- og handverkssýn-
ing Kristínar Bryndísar Björnsdótt-
ur verður opnuð í sóknarsal Grafar-
vogskirkju á morgun, laugardag, kl.
14.
Kristín Bryndís sýnir þar hekluð
teppi og olíu- ogvatnshtamyndir.
Opið alla daga kl. 14-18. Sýningin
stendur til 23. október.
ELLILIFEYRISÞEGAR -
Mœtum öll á Austurvöllinn 2. október nk. kl. 15.00.
AHA-hópurinn