Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 43

Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 43 UMRÆÐAN Áhorfandinn svívirtur ÞAÐ kom ekki á óvart að gagnrýn- andinn Hávar Sigur- jónsson þyldi ekki gagnrýni sjálfur. í grein sinni í Morgun- blaðinu hinn 26. sept- ember kýs Hávar að ausa yfir mig fyrir- litningu sinni á verk- um mínum í stað þess að svara þeim spurn- ingum sem ég setti fram í helgarblaði DV hinn 23. september. Það sem Hávar kallar „dylgjur í sinn garð um óeðlileg tengsl milli sín og Hafnarfjarðarleikhúss- ins“ var athugasemd um hvort maður sem þiggur laun hjá einu leikhúsi sé vel til þess fallinn að gera hlutlausa úttekt á leikhúslífi landsins, sérstaklega þegar hann á svona erfitt með að leyna aðdáun sinni á starfsemi sinna manna og fyrirlitningu á verkum annarra. En Hávar Sigurjónsson, menning- arpenni Morgunblaðsins, er að skrifa sitt fyrsta leikverk fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið. Þó svo að Hávar Sigurjónsson gangi svo langt að fullyrða í gi-ein sinni að rekstur Leikfélags Islands og áður Loftkastalans hafi hvorki haft hug- sjón, sannfæringu né leit, ekkert af því sem gerir gott leikhús gott, vil ég benda á nokkrar sýningar félaganna sem voru settar upp með þessum markmiðum: Mýs og menn, Stjörnur á morgunhimni • (tilnefnd til tvennra menningar- verðlauna DV), Bein útsending I (nýtt íslenskt leikrit), Hádegisleik- | húsið (sem meðal þess að setja upp Tsjekhov hefur fyrst og fremst sett upp leikrit eftir unga íslenska leikritahöfunda), Fjögur hjörtu (nýtt íslenskt leikrit), auk fjölda annarra verkefna. Þetta flokkar L__Hávar ekki undir nýsköpun í leik- list. Ég er hins vegar haldinn þeirri firru að þykja ekkert að því að skemmta fólki í leikhúsi og því tel ég eðlilegt að hér á landi sé I rekið markaðsleikhús eins og í j flestum öðrum siðmenntuðum sam- félögum. Hávar telur hinsvegar að markaðsleikhús sé fullkomlega ónauðsynlegt fyrir alla nema þá sem að því standa, ég tel hinsvegar að það sé nauðsynlegt eins og flest önnur atvinnustarfsemi í þjóðfé- laginu og tel að svona ummæli dæmi sig sjálf. Og er það þetta sem ég á við þegar ég tala um fíla- I beinsturna enda ákveður Hávar j fyrir fjöldann allan af áhorfendum j sem stunda þessar sýningar að * þær skipti þá ekki máli. Jahérna, ef þetta flokkast nú ekki undir Baltasar Kormákur mannfyrirlitningu af verstu sort. Hávar heldur áfram á svip- uðum nótum: „... ef starfsheiður Baltasars er honum svona mikil- vægur ...“ Það er ekki skrýtið að það veki furðu Hávars að mér skuli vera annt um starfsheiður minn miðað við það hvernig hann misnotar starfs- vettvang sinn hjá Morgunblaðinu. Mér er það algjörlega hul- in ráðgáta hvaða hagsmunaárekstur það er að starfa hjá Þjóðleikhúsinu sem undirmaður og taka ekki nokkurn þátt í stjórnun leikhúss- ins og reka annað leikhús í frítíma mínum meira eins og áhugamál. Ef einhver vafi leikur á því að ég hafi ekki uppfyllt starfsskyldur mínar Leikhús Ég frábið mér, segir Baltasar Kormákur, meinlegar athugasemd- ir um framtíð mína og niðurrifsstarfsemi í minn garð. meðan ég var á samningi hjá Þjóð- leikhúsinu frá upphafi leikárs 1991 til 31. október 1998 (utan eins árs launalauss leyfis og ekki 1999 sem er ein af mörgum rangfærslum Hávars) þá lék ég ein 16 hlutverk á tímabihnu og leikstýrði tveimur leiksýningum, Leitt hún skyldi vera skækja og Hamlet. Hávar heldur síðan áfram og segir orð- rétt: „Yfirsýn hans (Baltasars) og upplýst mat á stærð samfélaga er vafalaust byggð á djúpstæðri þekkingu hans, ásamt ýtarlegum rannsóknum á leikhúsumræðum annarra samfélaga og annálaðri árvekni hans við að fylgjast með leiklist úti í hinum stóra heimi.“ Þarna slær útí fyrir Hávari þar sem hann reynir að gera lítið úr þekkingu minni á leiklist erlendis og afhjúpar þannig fyrirlitningu sína gagnvart mér. Hvað þykist Hávar Sigurjónsson vita um þekk- ingu mína á leikhúsmálum erlend- is? Honum til upplýsingar hef ég, bæði sem leikari og þó aðallega sem leikstjóri, starfað í Danmörku, Spáni og Tyi-klandi og búið í Eng- landi og haft tækifæri til að fylgj- ast með þeirri umræðu sem fram fer í þessum löndum, auk þess að hafa kynnt mér leikhús og sótt leiklistarhátíðir í allnokkrum lönd- um. Ég vona hinsvegar að Hávar geri sömu kröfu til sjálfs sín, þ.e.a.s. að hann hafi djúpstæða þekkingu byggða á ýtarlegum rannsóknum á umfjöllunarefni sínu, í stað þess að láta tilfinningar sínar og fordóma hlaupa með sig í gönur. Hitt er þó öllu alvarlega þegar Hávar sakar mig um að hafa stolið úr erlendum leiksýningum eða eins og hann orðar það: „Sumt af því hefur hann flutt heim og tekið upp í sýningum sínum við fögnuð þeirra sem ekki hafa notið jafn al- þjóðlegrar yfirsýnar“ (enn og aftur hroki gagnvart íslenskum áhorf- endum). Þetta eru þungar ásakanir og geri ég kröfu um að þú, Hávar Sigurjónsson, sem hefur þjófkennt mig, standir við orð þín ef þú ert þess verður og segir frá hverju ég hef stolið, frá hverjum og notað hvar. Ég mana þig, vertu nú mað- ur orða þinna og nefndu dæmi. Það er alkunna að á þeim tíma sem ég starfaði sem leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu var þar annar leik- stjóri sem minna bar á sem hét Hávar Sigurjónsson. Hann setti meðal annars upp hina „nýstár- legu“ sýningu á Gaukshreiðrinu. Ég vona að eftirfarandi skrif hans séu ekki byggð á þeirri staðreynd: „Sjálfmiðaðar en skilningssnauðar skrautsýningar á sígildum leik- verkum sem bera myndrænum hæfileikum glöggt vitni en eru gjörsneyddar innra lífi“, eins og Hávar nefnir þær. Hér hlýtur hann að eiga við uppfærslur mínar í Þjóðleikhúsinu á verkum eins og Leitt hún skyldi vera skækja (til- nefnd til menningarverðlauna DV), Hamlet (tilnefnd til tvennra menn- ingarverðlauna DV) og Draumur á Jónsmessunótt. Þarna er Hávar kominn út í persónulegt skítkast og augljóst að ummæli mín í DV hafa komið illa við hann. Og er það alþekkt ráð að ef maður getur ekki svarað fyrir sig sé best að róta upp nógu miklu moldviðri þannig að lesandinn týni upprunalega þræð- inum. Ég ætla ekki að falla í sömu gryfju og Hávar og dæma sýning- ar kollega minna og læt því vera að lýsa skoðunum mínum á verk- um Hávars. Hávar er ansi lipur að gera fólki upp skoðanir sem hon- um henta hverju sinni og vitna í tilmæli sem ég kannast ekki við. Ég man ekki eftir því að hafa rætt um „einokunaraðstöðu Þjóðleik- hússins“ heldur samkeppnisað- stöðu. Það er hinsvegar rétt hjá Hávari að ég er þeirrar skoðunar að þau leikhús sem mest fá af op- Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Flokkur Innlausnartímabil Innlausnarverð* á kr. 10.000,00 1980-2. fl. - 25.10.2000 kr. 412.460,70 I981-2.IL 15.10.2000- 15.10.2001 kr. 248.440,60 1982-2.0. 01.10.2000-01.10.2001 kr. 173.769,00 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Reykjavík, 29. september 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS inberum styrkjum beri mestu menningarlegu ábyrgðina og finnst mér afstaða Hávars mjög klofin í þessum efnum. Annars vegar fyr- irlítur hann leikhús sem hefur fyrst og fremst skemmtanagildi en finnst á sama tíma sjálfsagt að skattborgararnir niðurgreiði þá tegund leikhúss sem er „fullkom- lega ónauðsynlegt fyrir alla nema þá sem að því standa". Sá lang- þráði draumur Hávars að verða leikhússtjóri, en hann hefur sótt um þá stöðu oftar en einu sinni hjá stofnanaleikhúsunum, gæti varpað ljósi á þessa tvöfeldni hans. Hávar leyfir sér að fullyrða fyrir hið opin- bera og ef hann hefur þessar opin- beru skoðanir einhversstaðar skjalfestar þætti mér gaman að sjá þær. Eins væri það öllum þeim fjölmörgu umsækjendum talsverð hjálp ef þeir fengju upplýsingar um hvað úthlutunarnefnd leiklist- arstyrkja eða Hávar, sem virðist hafa umboð til að mæla fyrir þeirra hönd, teldi vera nýstárlega og frumlega leiklist. Ég veit ekki til þess að Loft- kastalamenn hafi haft uppi neinar sérstakar skoðanir á Hafnarfjarð- arleikhúsinu sem hægt er að vitna í. I fyrsta lagi hef ég ekkert á móti Hafnarfjarðarleikhúsinu og tel það góðra gjalda vert, en það er ekkert launungarmál að það leikhús hefur verið mest styrkt sjálfstæðra leik- húsa um skeið og engin ólund í ummælum mínum þar. Hins vegar staðfestir Hávar þau ummæli mín að hann dragi taum Hafnarfjarðar- leikhússins í skrifum sínum sem eru nánast rómantísk og leyfi ég mér að fullyrða að þeirra verk eru misjöfn eins og annarra og efast um að markmið þeirra hafi verið að fórna sér við altari Þalíu og fúlsa við allri markaðshyggju, ef marka má orð Hilmars Jónssonar (eins af forsprökkum Hafnarfjarð- arleikhússins) í Kastljósi hinn 14. september. Þar segir hann ástæð- una fyrir íslensku verkefnavali hafa verið byggða á því að þau þurftu að hafa eitthvað að selja og er orðrétt haft eftir Hilmari: „Þetta byrjaði sem umsókn, þá er maður að reyna að selja eitthvað, þetta hljómaði rosalega vel, nýtt íslenskt, íslenskt í Hafnarfirði." Þetta þýðir að fyrst kemur markaðshugsjónin og síðan til- gangurinn. Og hafa þeir allar göt- ur síðan verið mjög öflugir í að auglýsa sig og er það vel. Hér ætla ég að bera saman hvernig Hávar fjallar um þessi tvö leikhús. Hávar kallar LÍ og Loftkastal- ann „nýríku hjónin“ í Mbl. 20. september(talandi um ýtarlega rannsókn á umfjöllunarefni sínu, hér hefði verið nóg að skyggnast í skattskýrslur félaganna til að átta sig á því að bæði þessi félög hafa verið rekin með tapi undanfarin ár) og hæðist hann að viðleitni LÍ til að setja upp ný íslensk leikrit: „Loftkastalinn og LÍ, þau musteri markaðshyggjunnar í íslensku leikhúsi, hafa tekið þá markaðs- legu áhættu að sviðsetja ný íslensk leikverk" (Mbl. 20. september). „Eitt leikhús sem getið hefur sér gott orð á undanförnum árum er Hafnarfjarðarleikhúsið og vakið athygli fyrir einarða stefnu sína að sýna eingöngu ný íslensk leikverk. ... Hilmar Jónsson mun svo vera á förum til Svíþjóðar þar sem hann er eftirsóttur eftir rómaða sýningu í Luleá“ (Mbl. 27. ág.). Á sama tíma má mér gjörasvovel skola upp á ströndum hollívúdd fyrir verk mín. Að lokum frábið ég mér mein- legar athugasemdir um framtíð mína og niðurifsstarsemi í minn garð þótt ég eigi velgengni að fagna um þessar mundir, sem er greinilega þyrnir í augum fyrrver- andi kollega míns. Ég óska honum hinsvegar meiri velgengni á nýjum starfsvettvangi og einnig með leik- verk sitt og vona að það standist þær kröfur sem hann gerir til ann- arra í sama fagi, þ.e. að þar sé á ferðinni frumleg nýsköpun, því að sýningin er styrkt af leiklistarráði sem samkvæmt orðum Hávars styrkir eingöngu slík verk. Ég - vona bara að áhorfandinn hafi ekki gleymst, Hávar minn, því án AHORFENDA ER EKKERT LEIKHÚS. Síðan óska ég þess að Hávar fjalli ekki um mín verk sem gagn- rýnandi í framtíðinni þar sem hann hefur þegar tekið afstöðu til þeirra og hvert ég stefni með kjánalegum ummælum sínum um hollívúdd sem lykta af öfund og niðurrifi. Höfundur er leikstjóri. Teppa tilboð Filtteppi Beige kr. 195 m; Verð áður"59§ m2 ;?jp |j| | HÚSASMIÐJAN Sími 525-3000 * www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.