Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 45'
[j
UMRÆÐAN
i
j
i
Nesjavellir -
hagkvæmasti
virkjunar-
kosturinn
PAÐ var mikið gæfu-
spor þegar Reykjavík-
urborg keypti jörðina
Nesjavelli á sínum tíma
til að hefja þar vinnslu
á heitu vatni fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur með
það að markmiði að
geta betur sinnt skyld-
um sínum við íbúa á
Reykjavíkursvæðinu.
Með vinnslu raforku á
svæðinu sem hófst 1998
hefur hagkvæmni
virkjunarinnar aukist
stórkostlega og nú er
unnið að stækkun
raforkuversins og enn
frekari stækkun þess er í burðarliðn-
um. Verður sú stækkun lykillinn að
því að Orkuveita Reykjavíkur geti
boðið viðskiptavinum sínum rafmagn
Orka
íbúar á Reykjavíkur-
svæðinu, segir Alfreð
Þorsteinsson,
eru vel settir með fram-
boð á heitu vatni og
rafmagni þegar tii
framtíðar er litið.
á lægra verði þegar fram líða stund-
ir.
Nesjavallavirkjun 10 ára
Um þessar mundir eru þau tíma-
mót í sögu Nesjavallavirkjunar að tíu
ár eru liðin frá gangsetningu hennar,
en virkjunin var formlega tekin í
notkun hinn 29. september árið 1990.
Þá var virkjunin einungis nýtt til
framleiðslu á heitu vatni, en afkasta-
geta hennar á þeim tíma var 560 lítr-
ar á sekúndu. Síðan hefur þróunin
verið hröð hvað þetta varðar og ann-
ar virkjunin nú ríflega 25% af hita-
þörf á svæði Orkuveitu Reykjavíkur.
Virkjun varma- og
raforku á Nesjavöllum
er einn hagkvæmasti
virkjunarkostur sem
fyrirfinnst á Islandi.
Sjóðheit gufa stígur þar
upp úr borholum sem
eru um 2000 metra
djúpar og er vatnið i
botni holanna yfir 300
gráða heitt. Þessi hiti
er nýttur til þess að hita
upp ferskt vatn úr
Þingvallavatni sem síð-
an er flutt eftir leiðslu
til Reykjavíkur og það-
an dreift til notenda. Á
þessari leið kólnar
vatnið aðeins um eina gráðu á
celcíus.
Raforkuvinnsla
á Nesjavöllum
Árið 1998 var einnig farið að vinna
raforku á Nesjavöllum, en sú vinnsla
fer þannig fram að varminn er
fullnýttur þannig hann er ekki ein-
ungis nýttur til heitavatnsfram-
leiðslu heldur einnig til að knýja
hverfla sem framleiða rafmagn. Raf-
orkuframleiðslan er því hrein viðbót,
aukaafurð heitavatnsframleiðslunn-
ar og þar af leiðandi sérstakiega hag-
kvæm og umhverfisvæn. Þessari
vinnslu fylgir ekkert jarðrask, engin
uppistöðulón eða breyting á farvegi
vatnsfalla og þeir sem leið eiga um
þetta vinnslusvæði verða þess varla
varir að þar eigi sér stað mikil raf-
orkuframleiðsla til viðbótar við heita-
vatnsnámið.
Umhverfisáhrif virkjunarinnar
eru ekki mikil. Affallsvatn er lítið, en
jarðhitavatn hefur runnið um svæðið
í margar aldir. Nú er verið að kanna
möguleika á nýtingu þess affalls-
vatns sem fellur til á svæðinu og er
verið að skoða hagkvæmni þess að
dæla því niður í jarðlögin aftur og
tengjast þannig jarðhitakerfunum á
nýjan leik.
Breytingar á raforkumarkaði
í árslok 1998 þegar raforkuverið
var gangsett með 60 MW framleiðslu
Nesjavellir
var það ákveðið til þess að svara
þörfum íslenska orkumarkaðarins,
sérstaklega með það að markmiði að
sinna þörfum hins nýja álvers í
Hvalfirði.
Breytingar eru fyrirsjánlegar á £s-
lenska raforkumarkaðnum þegar
fram líða stundir. Þannig er gert ráð
fyrir að einkaleyfi til raforkuöflunar
verði afnumið og samkeppni komið á
í raforkumálum íslendinga. Er fram-
tíðarsýnin sú að raforkuframleiðend-
ur keppi á frjálsum markaði um að
selja raforku til dreifiveitna sem
keppi innbyrðis um hylli neytenda.
Það eina sem eftir stæði í eigu opin-
berra aðila væri landsnetið, raflín-
urnar sem flytja raforkuna um land-
ið, en að því kerfi hefðu allir
framleiðendur og seljendur jafnan
aðgang.
Það er m.a. með þetta i huga sem
stjórn veitustofnana Reykjavíkur-
borgar lagði til við borgarráð að
Nesjavallavirkjun yrði stækkuð enn
frekar á sviði raforkuvinnslu. Þegar
samkeppni hefst í sölu raforku á ís-
landi vill Orkuveita Reykjavíkur
standa vel að vígi með eigin orkuver.
Stækkun
Nú standa yfir framkvæmdir við
enn frekari stækkun virkjunarinnar
úr 60 í 76 MW og samþykkt hefur
verið af hálfu borgarinnar að stækka
virkjunina upp í 90 MW. Samkvæmt
rannsóknum sem gerðar hafa verið
er tahð að miðað við nútímatækni
geti Nesjavallasvæðið staðið undir
90 MW raforkuframleiðslu í 30 ár og
varmaorku í meira en eina öld. Þá er
einnig tæknilega mögulegt að nýta
varmann enn betur og á sú bætta
nýting að geta skilað 16 MW til við-
bótar við þau 90 MW sem ákveðin
hafa verið. Það er með þetta í huga
sem ákveðið hefur verið að óska eftir
því við Alþingi að það heimili enn
frekari stækkun Nesjavallavirkjun-
ar, þ.e. upp í 106 MW.
Hér er um afar hagkvæman virkj-
unarkost að ræða, þar sem aðeins
verður fjárfest í stækkun gufuveit-
unnar vegna raforkuframleiðslunn-
ar. Miðað við þá aukningu sem er við-
varandi á markaði Orkuveitu
Reykjavíkur verður þörf fyrir hlutar
þeirrar aukningar, sem þegar hefur
verið ákveðin, strax á næsta ári. Alla
umframframleiðslu hefur Lands-
virkjun síðan lýst sig reiðubúna til að
kaupa. Kostnaður vegna þessarar
framleiðsluaukningar er áætlaður
um 1.200 milljónir króna, en tekjur
150 til 200 milljónir árlega. Arðsemi
þessarar fjárfestingar er talin vera
20 tU 25%.
íbúar á Reykjavíkursvæðinu eru
því vel settir hvað snertir framboð á
heitu vatni og rafmagni þegar til
framtíðar er litið. Hinar vistvænu
auðlindir sem íbúarnir hafa aðgang
að eru gæði sem eru einstæð í heim-
inum á tímum mikillar mengunar. Að
lokum er vert að hafa í huga að
Nesjavallavirkjun byggist á íslenskri
þekkingu þar sem innlendar auðlind-
ir eru nýttar.
Höfundur er formaður ntjómar
veitustofnana Reykjavikur.
FÉLAGSSTARF
Stofnfundur kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins
í Suðvesturkjördæmi
Stofnfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
verður haldinn föstudaginn 6. október nk. í Félagsheimili Kópavogs.
Fundurinn hefst kl. 17.30 en fyrir fundinn heldur kjördæmisráð Sjálf-
stæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi skilafund sinn.
Á stotnfundinum verður kosin stjórn hins nýja kjördæmisráðs og
starfsemi þess sett ný lög, auk annarra aðalfundarstarfa. Á fundinum
flytja ræður formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, og varaformaður flokksins, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra.
V
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjanes-
kjördæmi
Skilafundur kjördæmisráðsins verður haldinn
föstudaginn 6. október næstkomandi kl. 17.00
í Félagsheimili Kópavogs.
Ávarp flytur Árni M. Matthiesen, sjávarútvegsráðherra.
Stjórnin.
FUIMOIR/ MAIMNFAGNAÐUR
Kópavogsbúar
Opið hús Sjálfstæðisfélags Kópavogs hefst
næstkomandi laugardag, 30. september, milli
kl. 10 og 12 í Hamraborg 1. Heitt á könnunni.
Allir bæjarbúar velkomnir.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
SMAAUGLYSINGAR
DULSPEKI
Sálarrannsókna-
félag Suðurnesja
Skyggnilýsingarfundur
María Sigurðardóttir, miðill,
verður með skyggnilýsingarfund
í húsi félagsins, Víkurbraut 13, í
Keflavík, sunnudaginn 1. októ-
ber kl. 20.30. Húsið verður
opnað kl. 20.00. Allir velkomnir.
Stjórnin.
FELAGSLIF
I.O.O.F. 12 E 1819298V2 = Rk.
I.O.O.F. 1 = 1829297V2 = Rk.
ATH: 19.30.
WUAUQLÝaiNOAB
«endi»t A augWmbl.is
mbl.is