Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 51
UMRÆÐAN
Oflugur al-
mannamiðill
NOKKUÐ kröftug
umræða hefur farið af
stað um framtíð RUV.
Ásgnmur Sverrisson,
kvikmyndagerðarmað-
ur, skrifaði athyglis-
verða grein í Morgun-
blaðið á dögunum og
leiðarahöfundur sama
blaðs veltir því upp
hvort einkavæða beri
stofnunina og að selja
eigi Rás 2. Ríkisútvarp-
ið stendur á krossgöt-
um og marka þarf því
nýja stefnu. Það hefur
ekki staðið undir vænt-
ingum sem framsækinn
menningarmiðill og
sérstaða þess er ekki nægjanleg með
hliðsjón af einkamiðlunum.
XJt af auglýsingamarkaði
Ríkisútvarpið hefur brýnu hlut-
verki að gegna, þótt það sinni því
RÚV
Það er ekkert réttlæti í
því, segir Björgvin G.
Sigurðsson, að ríkis-
miðill með tekjur af af-
notagjöldum etji kappi
við einkareknar stöðvar
á auglýsingamarkaði.
ekki sem skyldi nú um stundir. Ríkis-
rekið útvarp og sjónvarp eiga að
standa fyrir öflugri menningardag-
skrá og kröftugri innlendri dag-
skrárgerð sem, eins og Ásgrímur
bendir á, á að vinna að mestu leyti ut-
an húss. Ríkisútvarpið á að bjóða upp
á vandað erlent efni, sem ekki er á
boðstólum annars staðar, en fyrst og
fremst innlenda dagskrárgerð sem
bragur er af.
Fyrsta skrefið er að taka RÚV út
af auglýsingamarkaði. Það er ekkert
rétttlæti í því að ríkis-
miðill með tekjur af af-
notagjöldum etji kappi
við einkareknar stöðv-
ar á auglýsingamark-
aði og komi þannig í
veg fyrir að þær nái
fótfestu. RÚV á að
setja á fjárlög og
marka á stofnuninni
nýja stefnu í samræjni
við það. Brottför RÚV
af auglýsingamarkaði
myndi án vafa einnig
verða til þess að einka-
reknu stöðvamar
myndu eflast að því
marki að innlend og
vönduð dagskrárgerð
þar aukist verulega.
títvarpsráð kosið beint
Líklega stendur hið pólitískt skip-
aða útvarpsráð í veginum fyrir fram-
þróun og eðlilegum rekstri á RÚV.
Fáránleiki þess að fulltrúar stjóm-
málaflokkanna sitji á löngum fund-
um og bollaleggi um frammistöðu
einstakra fréttamanna og skemmt-
anagildi hinna og þessara dagskrár-
liða er augljós. Finna þarf aðrar leið-
ir til að skipa útvarpsráð til að losa
stofnunina undan ægivaldi stjóm-
málaflokkanna. Til dæmis mætti
hugsa sér að kosið yrði beint og milli-
liðalaust í ráðið meðíram öðmm
kosningum til Alþingis eða sveitar-
stjóma. Slík skipan myndi án vafa
einnig tryggja mun betur hlutleysi
fréttastofa RÚV en nú er gert.
Brýn nauðsyn er á því að starf-
ræktur sé öflugur almannamiðill sem
sinni margræddu menningarhlut-
verki, bæði í útvarpi og sjónvarpi, og
lýðræðisins vegna er aðkallandi að
hægt sé að gera kröfu á algjört hlut-
leysi öflugrar fréttastofu. Ríkisút-
varpið stendur á tímamótum og eigi
stofnunin að lifa og eflast þarf að fara
fram öflug pólitísk umræða um fram-
tíð þess og framtíðarhlutverk.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
HMUHMNÍISMLft
Um helgina
höldum við upp á -
bolludaginn...hinn síðaúj
Að því tilefni getur þú '
keypt gómsætar 4
rjómabollur með ekta
rjóma af öllum stærðum
og gerðum í bakaríinu á
Grensásvegi.
Grensásvegi 26 • Opið miili 7-18 alla helgina
PEYSUR - TVÆR FYRIR EINA
Faxafeni8
■OXI OKÚ Ú'l Kl Í‘L
108 Reykjavík
íþróttir á Netinu
vg> mbl.is
-ALL.TAf= e/TTHV'AO NÝTT~
Sýningartilboð
• Frábær tilboð á öllum tegundum flísa
■ 20% afsláttur á hinum vönduðu
blöndunartækjum frá Eichelberg
■ Forbo gæðaparket á tilboði
Eik Robust: 2.680 kr. pr. m2, verð áður 3.090 kr.
Hlynur 3. stafa: 3.990 kr. pr. m2, verð áður 4.560 kr.
Hlynur 2. stafa: 4.990 kr. pr. m2, verð áður 5.410 kr.
Beiki 2. stafa: 4.430 kr. pr. m2, verð áður 4.920 kr.
Merbau Natur: 3.575 kr.pr. m2, verð áður 3.970 kr.
5% aukafslátlur ef þú festir kaup
á innrétííngu fyrir 1S oict.
Sýningarhelgi í Gólfefnabúðinni
Um helgina stendur yfir hjá okkur sýning á glæsilegum
nýjum vörum. í tilefni af því bjóðum við upp á
margvísleg tilboð. Það verður heitt á könnunni
og börnin fá gos og sælgæti.
Opið laugardag frá kl. 10-16
og sunnudag frá kl. 13-16
GOLFEFNABUÐIN
traust undirstaða Qölskyldunnar
REYKJAVÍK I AKUREYRI
Borgartún 33 I Laufásgata 9