Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 58 JÓNÍNA NIEL- JOHNÍUSDÓTTIR + Jónína Niel- johníusdóttir var fædd í Reykja- vík 3. desember 1923. Hún lést á Landspítalanum 24. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Nieljohníus Ólafsson, verslunar- maður, f. 21.12. 1890, d. 20.7. 1969, og Ólöf Sigurðar- dóttir, húsmóðir, f. 30.11. 1886, d. 23.7. 1967. Systkini: Vil- borg Jódís, f. 17.12. 1916, d. 16.4.1920; Sigfríður, hús- móðir, f. 9.5. 1920, maki Guð- mundur B. Ársælsson, póstfull- trúi, f. 3.5. 1925, d. 22.2. 1995. Bróðir sammæðra Ragnar Bene- diktsson, prestur, f. 14.5. 1914, d. 19.1.1992. 21. desember 1946 giftist Jón- ína Lárusi M.K. Guðmundssyni, bifvélavirkja, f. 19.6.1924, d. 17.5. 1994. Foreldrar hans voru Guð- mundur Elías Símonarson, sjó- maður, f. 13.9. 1898, d. 30.6. 1980, og Lára Margrét Lárusdóttir, húsmóðir, f. 23.10. 1904, d. 20.6.1986. Börn Jónínu _ og Lárusar eru: 1) Ólaf- ur, íþróttakennari, f. 18.3. 1947, maki Hrafnhildur Guðmundsdóttir, skrifstofumaður, f. 18.1. 1947. Börn þeirra eru Ása, f. 1.9. 1970, sambýlismaður Marteinn Breki Helgason, f. 20.8. 1973, og Lárus, f. 8.2. 1974. 2) Guðmundur Elías, bankaútibús- stjóri, f. 18.6. 1949, maki Anna Jó- hanna Guðmundsdóttir, skrif- stofumaður, f. 14.10. 1949. Börn þeirra eru María Björk, f. 26.8. 1973, sambýlismaður Gunnar Óm- arsson, f. 19.3. 1970, og Jónína, f. 6.3. 1976. 3) Ragnar, matreiðslu- meistari, f. 13.6.1952, maki Eygló Óskarsdóttir, skrifstofumaður, f. 3.8. 1953. Börn þeirra eru Hildur Ósk, f. 14.9. 1977, og Ólafur, f. 16.4. 1980. 4) Lára Margrét, leið- beinandi, f. 21.3. 1958, maki Dan- íel Stefán Jóhannsson, sjómaður, f. 12.8. 1955, d. 25.2. 1980, sam- býlismaður Guðmundur Bjarni Gunnarsson, verkamaður, f. 17.9. 1952. Börn Lárus Mikael Knud- sen, f. 14.10. 1977, og á hann eina dóttur, Láru Margréti, f. 18.6. 1996, sambýliskona er Rakel Guðfinnsdóttir, f. 18.6. 1976, Jó- hann Daníel, f. 4.1. 1980, Kristín Guðbjört, f. 9.8. 1984, og Bryndís, f. 13.4. 1988. 5) Sigríður, meina- tæknir, f. 28.11. 1964, maki Þor- steinn Gunnlaugsson, rekstrar- verkfræðingur, f. 24.9.1962. Börn þeirra eru Þráinn Gunnlaugur, f. 25.9. 1988, Steinar, f. 29.8. 1990, og Lárus Helgi, f. 22.7.1997. Jónína ólst upp í Vesturbænum. Hún brautskráðist frá Verzlunar- skóla íslands árið 1941 og vann hjá Ritsímanum allt þar til hún gifti sig. Jafnhliða störfum sínum hjá Ritsímanum stundaði hún nám í píanóleik í Tónlistarskólanum. Eftir að börnin voru uppkomin vann hún um árabil sem lækna- ritari. Hún var virkur þátttakandi í íþróttum og keppti fyrir KR í hin- um ýmsu íþróttagreinum og var sæmd gullmerki félagsins. Einnig var hún virkur þátttakandi hjá TBR en þar var hún heiðursfé- lagi. Útfór Jónínu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Komið er að kveðjustund. Við ætlum í fáum orðum að minn- ast hennar Nínu frænku. Hún var litla systir hennar mömmu. Þær ólust upp á Vesturgötunni hjá afa Nilla og ömmu Lóu ásamt bróður sínum Ragnari, sem lést fyrir átta árum. Á heimilinu bjó einnig móðuramma þeirra, Hólmfríður (f. 1844), sem var þeim viskubrunnur og mikill vinur. Var oft gaman að hlusta á systurnar rifja upp lífið þá, uppátæki og skemmtilegt fólk. Nína frænka var svolítið öðruvísi fannst okkur krökkunum, keppandi í badminton og jafnvel að sigra líka þegar manni fannst jafnöldrur henn- ar vera komnar í Hagkaupssloppa með rúllur. Svo var hún líka svaka flink á skíðum, hafði oft keppt á þeim og þá oftast til verðlauna. Og þetta var löngu áður en líkamsræktaræðið hófst. Nína var alltaf að grínast og sprella og byrjaði víst snemma á því. Tókst að útskrifast af Franska spítalanum þar sem hún lá sem krakki ásamt fleirum í sóttkví þegar skarlatsótt gekk. Vildi fara að komast heim og vissi að fólk var útskrifað þegar fór að flagna undir iljunum. Náði sér í himnu innan úr eggi og lét undir ilj- amar og plataði sig þannig út. Hafði hún bara lungnabólgu upp úr krafs- inu. Lærði auðvitað ekkert af reynsl- unni þama (sem betur fer fyrir okkur hin) því hún hélt áfram að vera hinn mesti grallari alla ævi. Þegar Nína og Lárus, lífsförunaut- ur hennai’, vora nýflutt á Drafnarstíg- inn voru strákar að gera at í henni eða að hrekkja strákana þeirra. Nína gerði sér þá lítið fyrir og bauð þeim í súkkulaðiköku og mjólk og urðu þeir bestu vinir hennar upp frá því. Svona var Nína. Hún var mjög músíkölsk og spilaði alltaf jólalögin í jólaboðum systranna. Þá var alltaf „slúttað“ með hörku boogie woogie (In the mood) sem var Nínu „spes“. Nína og Láras ferðuðust mikið um Island og þekktu hvern krók og kima á hálendinu. Þau sögðu okkur frá Hafra- hvammagljúfrunum hrikalegu, Lóns- öræfum, Kverkfjöllum, Öskju og mörgum fleiri stöðum sem eldd voru eins fjölfarnii- og nú. Áttu þau þannig stóran þátt í að smita okkur af úti- vistarbakteríunni. Nína og Lái-us vora sérstaklega samrýnd hjón og miklir vinir. Eftir að Láras varð bráðkvaddur íyiir sex ár- um var eins og lífsneistinn hennar Nínu dofnaði. Heilsan fór að gefa sig. Hún greindist með krabbamein fyrir fjór- um áram sem var til friðs um sinn en tók sig svo upp í vetur. Upp á síð- kastið var Nína orðin afskaplega þreytt, þessi annars ótrúlega baráttu- kona og aldrei heyrðist hún kvarta. Nú er hún enn farin í ferðalag og ef- laust búin að hitta Láras sinn aftur. Við þökkum samfylgdina og sendum bömum hennar og tengdabömum, sem stóðu eins og klettar við hlið hennar í veikindunum sem alltaf, og fjölskyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Lífið er gjöf og lán skal nú þakkað, liðinn er tíminn og horft er til baka. Þá get ég kvatt þig og hvíslað í eyrað, hvíldu í friði þar sem englamir vaka. (ÁG.) Ársæll og Ólöf. Nína var ein af þeim yndislegustu og skemmtilegustu manneskjum sem ég hef kynnst um ævina. Eg var svo heppin sem bam að fá að fara með Nínu og Lárusi í ferðalög um landið okkar, sem þeim þótti svo afar vænt um, með Siggu dóttur þeirra og eins fleiri fjölskyldumeð- limum. í þessum ferðalögum kynntu þau landið fyrir mér á fallegan og dýr- mætan hátt og ég mun alltaf búa að þessari lífsreynslu. Inn í óbyggðir og út með ströndum, við Sigga í afturs- ætinu, oft flissandi eða uppteknar við mismunandi vel heppnaða ljóðagerð. Svo oft hef ég hugsað um það hversu heppin ég vai' að fá að fljóta með. Nína og Láras gáfu mér svo sannar- lega meira í lífinu en þau hefðu ím- yndað sér. Það er ekki langt síðan að ég kíkti í heimsókn til Nínu í Mávahlíðina og greip með mér dagbókarblöð sem við Sigga höfðum skrifað í einni ferðinni. Við Nína lásum þetta yfir, rifjuðum upp minningai' úr ferðinni og hlógum rnikið. Það var alltaf stutt í hláturinn hjáNínu. Eg kveð Nínu með söknuði og ég mun rifja upp eftirminnilegar sam- verastundir með þeim hjónum, sem alltaf stafaði svo mikil hlýja af, um öll mín ókomnu ár. Þórunn Ásdís Óskarsdóttir. Jónína Nieljohníusdóttir, ein af kjamakonunum í Tennis- og badmin- tonfélagi Reykjaríkur og heiðursfé- lagi er látin. Jónína var mikil íþrótta- kona, fyrst á skíðum, en síðan margfaldur íslandsmeistari í badmin- ton, bæði í einliða-, tríliða- og tvennd- arleik. Tennis- og badmintonfélag KONRÁÐ BERGÞÓRSSON + Konráð fæddist í Reykjavík 15. desember 1934. Hann lést hinn 25. september síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Rögnu Björnsdóttur, f. 22.7. 1899, d. 21.6.1976 og Bergþórs Magnús- sonai', f. 29.8. 1900, d. 5.9.1990. Systkini: Hulda, f. 16.11.1922; Magnús, f. 14.1.1924; Björn, f. 14.2.1926; Ragnhildur, f. 27.3.1928; Hreinn, f. 24.5.1931, d. 14.7.1986; Gunnar, f. 12.2.1940. Konráð verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þrátt fyrir að Konni væri búinn að vera mikill sjúklingur lengi, kom lát hans á óvart. Þrautseigjan og létt lund höfðu fleytt honum gegnum mikla og erfiða sjúkdóma og aðgerð- ir og einhvern veginn fannst mér að hann myndi komast á fætur eftir þessi síðustu veikindi eins og svo oft áður. Konni lifði tvenna tíma í bæði at- rínnu og búskapai'lagi. Hann ólst upp á mörkum sveitar og borgar, í Vogahverf- inu, eða Langholtinu eins og það hét áður fyrr. Fjölskyldan bjó í Hjarðarholti ríð Lang- holtsveg sem stóð norð- an ríð verslunarmið- stöðina ríð Skeiðarvog. Þau bjuggu þar uns Bergþór, faðir Konna, byggði húsið Nökkva- vog 1 og átti Konni heimili sitt þar, allt til dauðadags. Bergþór rak búskap í Hjarðar- holti og stundaði í tengslum ríð hann heyskap á túnun- um inn með sundum. Það má því segja að Konni hafi alist upp með Reykjarík frá bæ til borgar. Hann var sagnasjór og óþreytandi að fræða og miðla af reynslu sinni. Hann var fundrís og minnugur á fyndin og skondin atrík og frásagnir frá fyrri tíð, og með honum hverfur mikill sagnabanki. Það verður tóm- legra í fjölskylduhópnum nú þegar hann er allur. Um leið og ég minnist látins rínar votta ég eftirlifandi systkinum og ættingjum öðrum dýpstu samúð og hluttekningu. Lárus Sigurðsson. Reykjavíkur var ekki stórt íþróttafé- lag upp úr miðri 20. öldinni. Hins veg- ar var þar sterkur kjami félags- manna sem hélt uppi öflugu íþrótta- og félagsstarfi. Þar var Jónína fremst í flokki, ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Guðmundssyni, en hann lést fyrir nokkram áram. Þau tvö kepptu saman um árabil í tvenndarleik og unnu margan frækilegan sigurinn bæði á íslandsmótum sem og í öðram badmintonkeppnum. Jónína var í eldlínunni í badmint- oníþróttinni og í fremstu röð um 15 ára skeið. Hún var hörð keppnis- manneslqa. Gaf hvergi sinn hlut gagnvart andstæðingum á leikvelli, enda er það aðalsmerki góðra íþrótta- manna. Undirritaður átti þess kost að keppa með og á móti Jónínu á æfing- um, í opnum mótum og liðakeppnum. Var hún hinn besti samherjj, en jafn- framt sanngjarn mótherji. í badmin- toníþróttinni koma rínir og félagar saman og keppa hver gegn öðrum. Enginn er annars bróðir í leik, en ut- an vallar er félagahópurinn á allt öðr- um nótum. I hópi vina var Jónína kát og hress og gaf af sér gleði og ríngjar- nleika. Var oft glatt á hjalla þegar hún var stödd í hópi kunningja. Var mikið hlegið og margai- sögui- sagðar. Við félagar í TBR minnumst Jónínu með þökk fyrir árin öll í badminton. Horfin er mikil íþróttakona sem setti mark sitt á íþróttina á íslandi og sögu TBR. Sigfús Ægir Ámason, frkvstj. TBR. I dag kveð ég hana ömmu mína og það er sárt til þess að hugsa að ég muni ekki sjá hana aftur. Hún amma mín var mér fyrirmynd á svo margan hátt. Hún gerði miklar kröfur til sín og eru afrek hennar í íþróttum þar lýsandi dæmi um þann dugnað og þá einbeitingu sem þarf til afreka. Hvort sem það var í námi eða starfi þá ætl- aðist hún ekki til annars en þess besta. Og hún var svo sannarlega ein- beitt og ákveðin. Til dæmis sá hún eitt sinn myndarlegan strák sem æfði líkamsrækt í Hálogalandi. Hún sagði mér að þá strax hefði hún ákveðið að næla sér í strákinn og það gerði hún, þrí þessi ungi drengur var Lárus, síð- ar eiginmaður hennar og áttu þau fimm böm saman. En hún amma var mér líka fyrir- mynd að öðra leyti. Það var t.d. skoð- un ömmu að til þess að njóta lífsins þyrfti maður að sýna jafnaðargeð og reyna að líta björtum augum á allt það sem á gat gengið í hinu daglega lífi. Ég hef oft velt þrí fyrir mér hvemig það hefur verið að koma á legg fimm bömum, þar af þremur di'engjum sem oftar en ekki var kennt um það sem skemmt var í næsta nágrenni ríð heimili íjölskyldunnar sem þá var í vesturbænum. Enda var það þannig að þegar afi kom heim á daginn efth- langan vinnudag var það oftar en ekki hlutverk ömmu að útskýra fyrir hon- A um hver hefði kvartað þann daginn og jafnframt hvað þyrfti að laga í ná- grenninu. Kom þá fyrii' að það væri ekki verk sonanna þriggja, en amma ríssi sem var að það þýddi ekkert að fást um það og sendi afa út með verk- færakassann. Þau amma og afi vora afar sam- hent. Þau höfðu mörg sameiginleg áhugamál, m.a. æfðu þau bæði badm- inton og skíði og þá ferðuðust þau mikið um Island. Það var þrí ömmu mikið áfall þegar afi lést á árinu 1994 og greindist amma skömmu eftir það með það mein sem nú hefur lagt hana að velli. Þrátt fyrir það neitaði hún að gefast upp og einkenndist sjúk- dómsbarátta hennar af reisn og styrk. En nú er sjúkdómsbaráttunni lokið og amma getur loks hvílt sig á nýjum stað. Ása. Mínar fyrstu minningar um Jónínu Nieljohmusdóttur ná aftur til ársins 1967. Ég hef ekki verið meira en sex ára gömul þegai' ég sat og horfði með aðdáun á tvenndarleik í badminton úti í KR. Faðir minn öðram megin ríð netið en Nína hinum megin, fjaður- boltamir fuku um loftið og ískrið í badmintonskónum heyrðist um allt«*ai hús. Þau vora ekki bara að spila bad- minton, þau vora að skemmta sér og áhorfendum með frábæram leik og snilldartilþrifum. Mörgum árum seinna hittumst ríð aftur í starfi hjá KR-konum, mér fannst eins og hún hefði ekkert breyst og ég sé hana allt- af fyrii' mér í hrítu badmintondressi. A aðventukvöldi hjá KR-konum hafði ég orð á þrí ríð Jónínu að mér þætti erfitt að bera fram föðurnafn hennar. Hún svaraði þrí þannig: Ásta mín, ef ég væri af asískum upprana, hvemig myndir þú þá bera það fram? Ég svaraði að ég myndi reyna að klöngrast í gegnum það og þá sagði hún hlæjandi eins og henni var lagið: „ Já einmitt!" Jónína hefur verið ein fjölmargra KR-kvenna sem hafa unnið óeigin- gjamt starf fyrir félagið sitt KR og kunnum ríð henni bestu þakkir fyrir. Fyrir hönd KR-kvenna ríl ég þakka henni fyrir samfylgdina og votta fjölskyldu hennar innilegustu hluttekningu. Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. Enþásáliralltaffmna yl frá geislum minninganna. (H.H.) Ástríður S. Jónsdóttir, formaður KR-kvenna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför LÁRUJÓNSDÓTTUR frá Gunnlaugsstöðum, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheim- ilisins Höfða, Marsibil Sigurðardóttir, Ólafía Sigurðardóttir, Þórdís Sigurðardóttir. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNAR GUNNARSSON bóndi, Syðra-Vatlholti, Skagafirði, er látinn. Útför hans verður frá Sauðárkrókskirkju laug- ardaginn 30. september kl. 11.00. Jarðsett verður í Víðimýrarkirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur. Jónína Guðrún Gunnarsdóttir, Trausti Hólmar Gunnarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.