Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 56

Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 56
*• 56 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Halldór Eyjólfs- son var fæddur í Reykjavík 9. mars 1924. Hann lést að heimili sínu, Espi- gerði 2 í Reykjavík, 21. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Júlíus Finnbogason (1902-1979) frá Út- skálahamri í Kjós og Guðrún Þórðardótt- ir (1903-1985) frá Folafæti í Súðavík- urhreppi. Systkini Halldórs eru Finn- bogi Kristinn, f. 1925, Þórður, f. 1927, Erla, f. 1929, Hafsteinn, f. 1932, Aðalsteinn, f. 1935, og Örn Sævar, f. 1939, hálfbróðir sam- mæðra er Friðrik Rúnar, f. 1945. Fyrri kona Halldórs er Kristín Guðmundsdóttir frá Mykjunesi í Holtum, f. 1924. Börn þeirra eru fimm. 1) Guðmundur Þórir, f. 1944, á þijá syni. Eig- inkona hans er Guð- Iaug Helga Herberts- dóttir, f. 1946. 2) Guðrún, f. 1945, á tvo syni. Eiginmaður hennar er Agnar Smári Einarsson, f. 1942. 3) Gróa, f. 1949, á tvo syni. Sambýlis- maður hennar er Ingi Guðjónsson, f. 1943. 4) Ragnheiður, f. 1952, á þrjá syni, einn látinn. Sambýlismaður hennar er Jón Sigurðsson, f. 1958. 5) Ómar, f. 1954, á þrjú börn. Eiginkona hans er Margrét Guðjónsdóttir, f. 1955. Barnabarnabörnin eru átta. Seinni kona Halldórs er Dag- björt Þórðardóttir frá Kvíarholti í Holtum, f. 1934. Dóttir þeirra er Margrét Dögg, f. 1971. Sambýlis- maður hennar er Jakob Ragnar- sson, f. 1958. Halldór ólst upp í Reykjavík fram að fimm ára aldri en síðan að mestu í Hvolhreppi í Rangár- vallasýslu fram til 1936 þegar hann fluttist til Reykjavíkur aft- ur. Hann var bifvélavirki og rak sem verkstæðisformaður bifreiða- verkstæði Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk í Holtum frá 1950- 1964 og sinnti jafnhliða ýmsum akstri og fjallaferðum. Var hann síðan gjarnan kenndur við Rauða- læk, og víða þekktur sem Dóri á Rauðalæk. Þá hóf hann störf hjá Orkustofnun og síðar Landsvirkj- un við uppbyggingu vatns- aflsvirkjana á miðhálendi íslands og var það starfsvettvangur hans siðan og einnig áhugamál. Hall- dór var mikill áhugamaður um umhverfis- og samgöngumál og fylgdi eftir ýmsum framförum á því sviði, m.a. með blaðaskrifum. Útför Halldórs Eyjólfssonar fer fram frá Bústaðakirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. HALLDOR EYJÓLFSSON Elsku pabbi minn, mikið sakna ég þín. En minningamar um þig á ég alltaf og geymi vel. Þegar ég var bara lítil stelpa og við fórum á hveijum sunnudegi út á Álftanes og hittum hundinn og skoðuðum fjöruna og átt- 'im allan tíma í heiminum. Alltaf vor- um við að reyna að rétta á mér litlu- finguma, það gekk ekki alveg. Seinna léstu drauminn minn rætast og gafst mér hest og lífið breyttist allt. Það geta ekki allir séð drauma sína ræt- ast en þetta gafst þú mér pabbi minn og svo ótal margt annað, allar stund- irnar sem allt í einu verða ekki fleiri. Þú sýndir mér svo mikinn stuðning, þótt ég færi óvenjulegar leiðir og yrði búfræðingur en ekki til dæmis lög- * fræðingur. Kannski var það einmitt vegna þess að þú fórst sjálfur ótroðn- ar slóðir. Ég gleymi ekki að segja ófædda baminu mínu frá afa Dóra sem spilaði á munnhörpu og söng fal- leg lög og lét drauma rætast. Ein- hvern tíma hittumst við svo aftur þar sem er endalaust hálendi með móra- uðum refum og mörgum vötnum og vegimir eru allir beinir. Þá föram við saman í réttimar. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með táram. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðu hjarta, lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins. Verið þakklát og glöð fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf.óþ.) Margrét Dögg. Kæri afi Dóri, þú dóst í dag, öllum að óvöram, og nú sit ég og skrifa minningargrein um þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja nema kannski það að þú varst stundum svolítið skrýtinn karl. Þegar þú hringdir í pabba til að spjalla, en hann var ekki heima, þá þagðir þú í símanum þó nokkra stund og ég beið eftir að þú segðir eitthvað, þar til allt í einu að þú sagðir: „Allt í lagi, bless“ og lagðir á. Þá vissi ég að þér hafði dottið eitthvað í hug, eitt- hvað sem þú yrðir að gera því þú sast aldrei aðgerðarlaus. Manstu þegar ég litaði á mér hárið svart og þegar þú sást það tókst þú í hendumar á mér og sagðir „þú sem átt að vera ljóshærð og bláeyg, einsog fjallaprin- sessa“, og svo dansaðirðu við mig vals. Svona er lífið segir pabbi og það er satt, svona endar víst lífið hjá okk- ur öllum. Elsku Dagbjört, elsku amma Stína, ég græt en tár ykkar era þyngri en mín. Kristín Ósk. Elsku afi, maður verður víst að sætta sig við gang lífsins. Nú ert þú farinn á vit feðranna þar sem sál þín mun hvíla á góðum stað. Ég veit samt sem áður að þú munt fylgjast með okkur og halda áfram að forvitnast góðlátlega um hagi okkar, afkom- enda þinna. í „Þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran.) Því miður hittumst við ekki oft en í minningunni ert þú brosandi. Þegar ég hugsa til baka sé ég þig fyrir mér röltandi um grasblettinn upp í bústað með bros á vör, þar sem þú fylgdist með bátsferðum á læknum og stígvélakasti hjá yngstu barnabörn- unum. Og ef ég hugsa enn lengra til baka þá stend ég í jólaboði hjá Stínu ömmu þar sem við bamabömin eram að leika okkur þegar þú birtist með munnhörpuna milli fingranna, til- búinn að spila nokkra vel valda tóna. Tónamir féllu því miður ekki í kram- ið hjá okkur bamabömunum í miðj- um leik, en þú brostir. Ég er feginn, afi, að þú og Dagbjört buðuð okkur fjölskyldunni í mat um síðustu jól, þegar ég kom heim frá Svíþjóð með Jönu. Þú kallaðir hana víst Önnu Margréti því það skipti ekki öllu máli hjá þér hvað hún héti. Það var for- vitnilegra að vita hverra manna hún var, ekki satt? Elsku afi, takk fyrir samfylgdina. Þú lifir í minningu og hjarta okkar og ég trúi því að við sjáumst síðar. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibr- an.) Þinn Frímann. Það er mikil auðlegð fólgin í því að eiga góða að og verður það seint full- þakkað. Einn af mínum uppáhalds- frændum er genginn á vit feðra sinna. Það er víst það eina sem ör- uggt er í þessu jarðlífi að öll föram við að lokum en mikið finnst mér erfitt að hugsa mér tilveruna án Dóra frænda sem alltaf var svo hress og glaður og auðgaði umhverfi sitt þannig að mað- ur sóttist eftir nærvera hans. Minn- ingabrot rifjast upp: Dóri inni á fjöll- um, stendur á árbakkanum, klórar sér í höfðinu, skimar út í á til að reyna að finna heppilegt vað; hann fyrir mörgum áram með vindilstúf í munni í olíusmituðum fötum á verkstæðinu á Rauðalæk eða í hátíðarbúningi, hrókur alls fagnaðar, í veislu. Hver á að stjóma fjölskyldufundum og þorrablótum hér eftir, syngja með okkur ,Aida, kæra alda“, „Eg elska hafið æst“ eða „Vel sé mætt til vina- fundar“? Hver kemur nú í heimsókn á þröskuldinn, spyr hvað sé að frétta, snýr sér við og kveður, verður að drífa sig því ekki var hann vanur að slugsa um ævina? Hver býður nú fjöl- skyldunni í hrossabjúgu og fær sér fyrstur á diskinn því engan tíma má missa, vanur stuttum matartímum á fjöllum? Hvem hringir maður nú í til að spyrja um ömefni á hálendi Is- lands þar sem hann var manna kunn- ugastur? Dóri frændi lifði lífinu lif- andi með glimt í auga og bros á vör, alltaf vakandi fyrir því sem var að gerast. Ég sakna þín kæri frændi og þakka þér fyrir ljúfa samfylgd, vel sé! Katrín. Eftir því, sem árin færast yfir, heggur dauðinn oftar skörð í vina- hópinn. Sannarlega bar dauða Hall- dórs Eyjólfssonar frá Rauðalæk brátt að. Kvöldið áður höfðum við með tilhlökkun rætt um réttarferð austur fyrir fjall, sem fara átti daginn eftir. Úr þeirri ferð varð ekki, enda hafði Halldór, þessi mikli ferðagarp- ur, lagt upp í allt aðra og miklu lengri för þá um nóttina. Halldór var mikill unnandi ís- lenzkrar náttúra, sérstaklega há- lendisins, og ferðaðist meira og oftar en flestir um víðfeðm öræfin í tengsl- um við störf sín fyrir Landsvirkjun. Hann var hafsjór fróðleiks um Þjórs- ár- og Tungnársvæðið, þai- sem virkj- anir Landsvirkjunar hafa risið hver af annarri, og má segja að margur nýgræðingurinn í stjóm Lands- virkjunar hafi fengið sína fyrstu eld- skím á fjöllum undir leiðsögn hans. Halldór var viðriðinn allar fyrstu virkjanir Landsvirkjunar og gegndi margvíslegum störfum við þær. M.a. stjómaði hann vinnuhópum unglinga, sem unnu við uppgræðslu við Sigöldu og Hrauneyjarfoss. Naut hann virð- ingar unga fólksins, enda röskur stjómandi og hjálpsamur. Söguslóðir Fjalla-Eyvinds tengj- ast gróðurlendi Þjórsárvera. Þar era Eyvindarver og Eyvindarkofi, þar sem Eyvindur hafðist við um tíma. Þá sögu kunni Halldór gjörla og var mikill áhugamaður um að halda nafni hans á lofti. Var hann í hópi þeirra, sem uppgötvuðu Eyvindargötu, þar sem talið er, að Eyvindur hafi farið á milli landsfjórðunga. Nú þegar Halldór er horfinn á braut rifjast upp ferðalög með honum um hálendið ásamt innlendum og er- lendum samferðamönnum. Sérstak- lega er mér minnisstæð ferð, sem Halldór skipulagði og bandarískir kaupsýslumenn komu við sögu. Löngu síðar minntust þeir ferðarinn- ar, þar sem boðið var upp á hestaferð við Búrfell og veiðiskap í Þórisvatni ásamt smökkun á hákarli, harðfiski og íslenzku brennivíni. Þetta þótti Bandaríkjamönnunum ógleymanlegt og hældu Halldóri í hástert fyrir ógleymanlega ferð. Ég þakka Halldóri Eyjólfssyni fyr- ir samfylgdina og þykist vita, að andi hans muni halda áfram að sveima um hálendi Islands. Alfreð Þorsteinsson. Sumarið hefúr liðið fljótt en óhætt að segja að haustið komi skyndilega þegar þær fregnir berast að morgni að kær vinur muni ekki vakna fram- ar. í samtali daginn áður sagðist hann vera búinn að ganga frá bú- staðnum sínum og reiknaði ekká með að koma þangað meira í vetur, fannst heilsan ekki sem best. Samt lá vel á honum eins og svo oft, hann spurði frétta og við minntumst nýlegs kynn- ingarfundar sem við sóttum, um fyr- irhugaðar framkvæmdir við Búðar- háls og haldinn var í sveitinni okkar. Dóri Eyjólfs birtist eins og storm- sveipur alltaf glaður og reifur, au- fúsugestur, þægilegur og skemmti- legur. Ótal ferðir hafa verið farnar til að hitta hann, upp á hálendi, í sumar- bústaðinn að ógleymdum fjölmörgum samverastundum þar sem lagið var tekið eins og lífið ætti að leysa í mörg- um röddum. Þessa hlið þekktu marg- ir og margir vildu líka þekkja hann. Eftir langa starfsævi inni á hálendi þar sem virkjanimar, hver á fætur annarri, Búrfell, Sigalda, Hrauneyj- arfoss litu dagsins ljós og kannski einhverjir ekki á eitt sáttir, hélt Dóri góðu sambandi við sveitungana í kring og mörg ferðin farin að kynna framkvæmdir sem framundan vora í fylgd góðra manna. í einni af okkar árlegu hálendishaustferðum hafði Sigurjón Pálsson frá Galtalæk það á orði að Þjórsár- og Tungnársvæðið myndi ekki fullnýtt fyrr en það hefði verið virkjað tíu sinnum. Það var eins og talað út úr munni Dóra. Hann var framsýnn og umhugað um hverskyns framfarir og samgöngubætur sem hann taldi nauðsynlegar. Jafnframt var hann mikill náttúraunnandi og þjóðrækinn í besta skilningi þess orðs og er minnisstætt samtal við hann þar sem hann ræddi um gæði ís- lensku sauðkindarinnar umfram aðr- ar skepnur. Hún hlypi ftjáls upp um fjöll og heiðar og æti lyng og annað það sem íslensk jörðin gæfi af sér ólíkt öðram skepnum, enda væra af- urðir hennar í sérflokki. Hann Dóri átti líka til aðrar hliðar og mýkri. Bjátaði eitthvað á var hann fyrstur manna á staðinn og hann var glögg- ur, vissi upp á hár um hagi okkar allra og samfagnaði á stóram stund- um. En nú er hann ekki með okkur lengur. Þegar féð er heimt af fjalli nú á þessu hausti hverfur þessi höfðingi á vit feðra sinna. Veröldin er stóram fátækari á eftir og að leiðarlokum viljum við þakka honum ógleyman- lega samfylgdina, hún gaf okkur mik- ið. Eftirlifandi ástvinum vottum við dýpstu samúð. Blessuð sé minning Halldórs Eyjólfssonar. Framíheiðannaró fannégbólstaðogbjó þar sem birkið og flalldrapinn grær. Þarervistmmérgóð Aldrei heyrist þar hnjóð, þar er himinninn heiðurogtærl (Friðrik A. Friðriksson.) Sæmundur Jónsson og fjölskylda. Mig langar með nokkram orðum að minnast Halldórs Eyjólfssonar. Það era núna rúm tuttugu ár síðan ég hóf störf í sumarvinnuflokki Halldórs við Sigölduvirkjun. Dóri hafði umsjón með sumarvinnuunglingum hjá Landsvirkjun í fjölda ára, fyrst við Sigölduvirkjun, síðar við Hrauneyj- arfoss eftir að hún kom í rekstur. Margt var í að lýta fyrstu árin, m.a. girðingarvinna og ýmiskonar upp- græðsluverkefni og viðhald á mann- virkjum og vinnubúðum. Dóri var öt- ull talsmaður bænda og leit að mörgu leyti á sitt starf sem fulltrúi landeig- enda á virkjunarsvæðunum. Var hann í nánu sambandi við bændur og vildi hag þeirra sem mestan. Hann var samvinnumaður og mikill fram- sóknarmaður og síðast en ekki síst mikill Rangæingur. Oft gustaði um Dóra í hans starfi og fór hann jafnan sínar eigin leiðir að mönnum og mál- efnum og komst yfirleitt áfram með það sem honum datt í hug. Hálendið var hans starfsvettvang- ur og tel ég að fáir hafi verið jafn vel kunnugir staðháttum og ýmsum kennileitum eins og hann á hálend- inu. Og hafði hann ákveðnar skoðanir á því hvar vegir ættu að liggja eða hvar brýr yrðu reistar eða virkjanir byggðar. Eftir að Dóri hætti störfum vegna aldurs var hann samt sem áður mjög áhugasamur um það sem var að gerast innfrá hveiju sinni, og eftir að ég tók við sumarvinnunni hafði hann samband í það minnsta einu sinni í viku. Annaðhvort til að fara yfir mál- in eða einfaldlega að forvitnast um það sem var að gerast hveiju sinni. Ég tel víst að Dóra hafi fundist Landsveitin vera fallegasta sveit á íslandi á björtum sumardegi en þar byggði hann sér bústað fyrir nokkr- um áram. Síðast þegar ég heyrði í Dóra var hann einmitt að búa bú- staðinn undir veturinn. Þar sem við hjónin höfum ekki tök á að fylgja Dóra síðasta spölinn send- um við eiginkonu, börnum og öðram ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Eggert Valur Guðmundsson. „Ég er bróðir hans Finnboga.“ Staðhæfingunni fylgdi bros sem geislaði eins og bróðirinn frægi þegar hann tekur upp harmonikkuna. „Það er fallegt hérna í Landréttum,“ bætti hann við og benti til Heklu, gat trútt um talað, nánast fulltrúi Landsvir- kjunar á öræfum. „Mikið gat hann Laugi afi þinn annars verið góður við okkur mömmu í Tryggvaskála. Land- menn era gott fólk. Ég sé alltaf um að flagga í réttunum, - þær era líka ein af þjóðhátíðum íslendinga, eins og lokadagurinn, - og svo þessar opin- bera.“ Finnbogi hafði nú tekið upp harm- onikkuna og söngurinn ómaði um Réttamesið. „Syngdu líka, frændfólk þitt hefur svo gaman af söng.“ Halldór var andi öræfanna og hug- sjón aldamótakynslóðarinnar í einum manni. Áhugi hans á starfi Lands- virkjunar var brennandi og gat hann hringt nótt sem dag, væri það í henn- ar nafni. Frændi Jóns Sigurðssonar forseta og kom ættjarðarástin því af sjálfu sér. Traustur og yfirvegaður, samofinn andstreymi og basli kreppuáranna og hugsjónum alda- mótakynslóðarinnar. Meitlaður í raunsæi frelsishetjanna, sem vissu umfram allt, að raunveralegt frelsi byggðist á traustum efnahag. Líka svo hreinn og beinn, fundarglaður, góður penni og bjartsýnn. Aldamótakynslóðin gaf bömum sínum verkefni. T.d. vakti skáldið Einar Benediktsson íslendinga ekki aðeins til vitundar um það, að sá guli væri utar og við þyrftum togara, heldur líka, að vatnsaflið gæti gagn- ast okkur í brauðstritinu. Kynslóð Halldórs tók þessari áskoran for- eldra sinna og umbylti smám saman landinu bæði í stjómmálum og efna- hag. Einar stofnaði Títanfélagið til að virkja vatnsaflið og með hjálp vina sinna á Suðurlandi, Eyjólfs oddvita Guðmundsonar í Hvammi á Landi og Gests Einarssonar á Hæli í Hrepp- um, keypti hann öll vatnsréttindi á Þjórsár-Tungnaár svæðinu. Þegar fyrri heimsstyrjöldin gerði svo vonir þeirra að engu og Títanfélagið varð gjaldþrota, rannu öll þessi vatnsrétt- indi frítt til íslensku þjóðarinnar. Á margan hátt má segja að þessi eign sé grandvöUurinn að Landsvirkjun. Fimm af stærstu virkjunum okkar era á þessu svæði, sem Halldór ann- aðist nánast eins og bamið sitt, og þúsund megavött létta okkur lífs- stritið. Hann hafði ungur kynnst sárri fátækt á kreppuáranum, því mat hann svo mikils afrek brautryðj- endanna, sem raunverulega vildu efla þjóðarhag og treysta sjálfstæðið. Enn frekar verk forastumanna þjóð- arinnar og Landsvirkjunar, sem bára gæfu til þess að leiða sjálfa fram- kvæmdina til sigurs, og bifuðust aldrei, þrátt fyrir að við eram náttúr- lega misframsýn eins og gengur. Sérstök köllun Halldórs var svo sú að meta að verðleikum störf þessara manna, með því á hveiju ári að bjóða þjóðhöfðingjum okkar til fjalla og sýna þeim stritandi vélar í fullri sátt við landið. Meira að segja var gamla Sigölduvatnið, sem staðið hafði í ár- þúsundir og tæmst, endurreyst með virkjununni. Fánaberi framfaranna og hug- sjónamaðurinn er nú allur. En verk hans og félaga era hér fyrir okkur og komandi kynslóðir. Betri aðstæður efla hæfileika þjóð- arinnar og aðdáun veraldarinnar á íslendingum er mikil. Aldamóta- kynslóðin og böm hennar hafa svo sannarlega skilað þjóðinni fram á veginn í stjómmálum og efnahag, vís- indum, listum og íþróttum. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, bömum, ættingjum og vinum öllum mína dýpstu samúð. Tregi er nú í tón- unum hans Boga við bróðurmissi. Al- góður guð taki Halldór minn sér að hjarta og gefi honum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.