Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Safnaðarstarf * Vetrarstarf Melstaðar- prestakalls BARNAGUÐSÞJÓNUSTUR verða í vetur í samstarfi við Breiðabólstað- arprestakall alla sunnudaga kl. 11. Fastur samkomustaður er í Hvammstangakirkju, en öðru hverju verður farið í sveitakirkjum- ar, svo börnin fái að koma í sína kirkju einhverntíma vetrarins. Kirkjubókin hefur verið send öllum 3-9 ára bömum, en öll börn sem ' koma geta fengið bók, og einnig þau sem ekki kynnu að hafa verið á skrá. í kirkjunni fá bömin svo myndir til að setja inn í bókina. Foreldrar og aðstandendur em hvattir til að koma með bömunum, því þá hafa þau tvöfalda ánægju af kirkjuferð- inni, auk þess sem hinir eldri skemmta sér oft ekkert síður vel en hin yngri. Kveðja, Guðni Þór Ólafsson sóknarprestur. Héraðsfundur, Diddú, laugardags- messa og risaterta ,, Hátíðarmessa verður í Landa- kirkju laugardaginn 30. september kl. 13:30 með skírn og altarisgöngu. í messunni syngur Sigrún Hjálm- týsdóttir einsöng og syngur með Hátíðarkór Kjalamessprófasts- dæmis. Tilefnið er að með messunni lýkur héraðsfundi Kjalamess- prófastsdæmis. Um leið er verið að Ijúka hátíðarhöldum á vegum pró- fastsdæmisins vegna 1.000 ára kristni á íslandi sem staðið hafa yfir síðan vorið 1999 víðs vegar í um- dæminu, en það næryfir Kjós, Kjal- ames, Mosfellsbæ, Álftanes, Garða- bæ, Hafnarfjörð og Reykjanes, auk Vestmannaeyja. Prófastur er dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós. Hann mun þjóna fyrir altari ásamt heimaprestum, sr. Báru Frið- riksdóttur og sóknarpresti sr. Krist- jáni Björnssyni sem einnig prédikar. Söngstjóri er Guðmundur H. Guð- jónsson, en honum til aðstoðar verða organistamir Einar Örn Einarsson, frá Keflavíkurkirkju, og Úlrik Óla- son, frá Víðistaðakirkju. Eftir messu verður öllum kirkjugestum boðið að snæða risatertu í Safnaðarheimilinu sem Vilberg kökuhús og Magnúsar- bakarí gefa í tilefni kristnihátíðarárs í Eyjum. Ættu þá allir að vera til- c búnir fyrir opnunarhátíð á Skans- svæðinu og Landlyst en dagskrá hefst þar kl. 16 þennan sama laugar- dag. Sr. Kristján Björnsson. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.06. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarins- dóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir böm. Grafarvogskirkja. Al-Anon fund- ur kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Ailir hjartanlega velkomnir. Á morgun sér Steinþór Þórðarson um prédikun og Bjami Sigurðsson um biblíufræðslu. Ný lofgjörðarsveit. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Súpa og brauð eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 19 handverkssýning heima- manna opnuð í Safnaðarheimilinu að viðstöddum prófasti Kjalarnespró- fastsdæmis, dr. Gunnari Kristjáns- syni, og nokkrnm fundarmanna hér- aðsfundar. Sýningin er opin til kl. 21. Hvalsneskirkja. Miðhús, kyrrðar- stund kl. 11.05. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal byijar vetrarstarf sitt í Víkurskóla á morgun, laugar- dag, kl. 11.15. Börn og forráðamenn í Mýrdal hvött til að mæta. í vetur fáum við nýtt efni, nýjar sögur, nýtt brúðuleikhús. Sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskólans. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. Sjöundadags aðventistar á ís- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíu- fræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Theodór Guð- jónsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Frode Jakobsen. Loftsalurinn, Hölshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíufræðsla að guðsþjónustu lok- inni. Ræðumaður Gavin Anthony. VELVAKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Mannleg reisn FYRIR um það bil tveimur árum nefndi vinkona mín við mig, að hún fengi dag- blaðið Dag-Tímann á hálf- virði, af því að hún væri orðin „eldri borgari“. „Þú sem alltaf kaupir Morgun- blaðið ættir að geta fengið afslátt af því,“ sagði hún. Jú, ég hafði keypt Morgun- blaðið óslitið í næstum hálfa öld. Það sakaði ekki að spyija. Ég hringdi því á Morgunblaðið. Eina svarið sem ég fékk var að málið yrði athugað og ég yrði lát- in vita. Ég beið í nokkra mánuði og heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og ekki breyttist áskriftargjaldið. Ég hringdi því aftur. Jú, ekki stóð á svarinu: „Þú ert með skerta tekjutryggingu, en aðeins þeir, sem ein- göngu hafa framfærslu frá Tryggingastofnun, fá þenn- an afslátt.“ Mér var brugð- ið. Ekki endilega af því að þurfa að greiða blaðið fullu verði, heldur miklu frekar vegna hugsunarinnar sem að baki liggur. Ég hélt í fá- visku minni að þarna væri um að ræða nk. heiðurs- mannaafslátt, ef um afslátt væri að ræða. Fær þetta fólk, sem hefur framfærslu sína eingöngu frá Trygg- ingastofnun, líkan sess í þjóðfélagi okkar og sveitar- limirnir höfðu fyrr á öld- inni? Líf þeirra var enginn dans á rósum og ráðamenn sáu eftir hverri krónu sem til þeirra raknaði. Stundum tóku sig til einstaka betur megandi heiðursmenn og létu smávegis af hendi rakna til þessara fátækl- inga. Ég er svo lánsöm að vera ein af þessum með „breiðu bökin“, ein af þeim sem borguðu yfir 40% skatt af öllum lífeyrisgreiðslum á sínum tíma og aftur fæ ég að borga tæplega 40% skatt, þegar þessar sömu greiðslur koma til útborg- unar. Það fer ekki framhjá okkur ellilífeyrisþegum að við erum byrði á þjóðinni, en mesta áhyggjuefni ráða- manna virðist vera hversu langlíf við erum orðin! Eg vona að næsta kyn- slóð megi lifa ævikvöld sitt með reisn. Guðrún Jörgensdóttir, kt. 040729-4299. Baráttukona EIN er sú kona öðrum fremur, sem barist hefur fyrir hagsmunamálum aldr- aðra og öryrkja. Hún heitir Margrét Thoroddsen og starfaði sem upplýsinga- fulltrúi hjá Tryggingastofn- un ríkisins árum saman. Margrét er óþreytandi að skrifa blaðagreinar um það misrétti, sem við aldr- aðir búum við. Ég geymi alltaf greinar hennar og er með hér fyrir framan mig grein, sem hún skrifaði í Morgunblaðið 20. júh' sl. Þar ræðir hún um órétt- mæta skattlagningu bens- ínstyrks og að bensínstyrk- urinn fylgi ekki lengur hækkun á bensínverði, eins og upphaflega var ákveðið. Hún segir að bensínstyrk- urinn ætti að vera 6.552 kr. á mánuði samkvæmt þeirri viðmiðun í stað 5.343 kr. Nú sé ég í Morgunblað- inu fyrir stuttu, mér til mikillar gleði, að heilbrigð- isráðherra hafi sett reglu- gerð um að bensínstyrkur- inn hækki 1. október nk. í 6.663 kr. Skyldu skrif Margrétar hafa haft áhrif? Það er ekki ónýtt að eiga svona tals- mann. Sigurður. Augnabrúnatattoo KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún komast í samband við kon- ur, sem hafa farið í augna- brúnatattoo. Hægt er að hafa samband við hana í síma 555-4215. Tapad/fundiö Fingravettlingar fundust PRJÓNAÐIR fingravettl- ingar fundust við strætis- vagnaskýlið við Iðufell um hádegið, föstudaginn 22.september sl. Upplýs- ingar í síma 557-6362 íyrir hádegi. Enskt alþjóða- ökuskírteini tapaðist ENSKT alþjóða ökuskír- teini tapaðist, annað hvort í Hafnarfirði eða Reykjavík. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 551-3669. Rauð Lego-barnaúlpa tapaðist ÞIÐ sem voruð í Ölfusborg- um dagana 8-10.september sl. og hafið fundið rauða Lego-barnaúlpu á leik- svæðinu, vinsamlegast haf- ið samband í síma 562-2655. Bleik Sand-flíspeysa tapaðist BLEIK Sand-fhspeysa tapaðist fyrir framan Lista- safn Islands um laugar- dagseftirmiðdaginn 23. september sl. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Hildi í síma 555-4848 eða 698-4828. Fundarlaun. Dýrahald Persneska kettlinga vantar heimili TVO persneska kettlinga vantar góð heimili. Annar ketthngurinn er fress og er golden að lit, en læðan er hvít. Þeir eru þriggja mán- aða gamlir. Upplýsingar í síma 860-2314. Snotra er týnd KISAN okkar hún Snotra er týnd. Hún er grá og hvít með lítið skott. Snotra er með rauða ól. Hún sást síð- ast mánudagskvöldið 25.september sl. í Álfa- borgum í Grafarvogi. Ef einhver hefur orðið var við hana eða veit hvar hún er niðurkomin, vinsamlegast hafíð samband í síma 567- 5404 eða 698-7406. SKAK Lmsjón Helgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp í Norðurlandamóti taflfé- laga sem haldið var fyrir skömmu. Hvítt hafði Helgi Áss Grétarsson (2563) gegn Dananum Jens Hart- ung Nielsen (2224). 25. Rxd5 Einfaldara hefði ver- ið að leika 25. Bxe5! Hxe5 26. Hxe5 Dxe5 27. Rg6+ og drottningin fellur. 25...Rxd5 26. Hxe5 Rf6 27. Rxh6! gxh6 28. Hxe8 Dxg3 29. Hxf8+ Hxf8 30. hxg3 Kg7 31. Hel Kg6 32. He7 Hb8 33. Be5 Rg8 34. Hxf7 He8 35. Hg7+ Kf5 36. Bd4 b5 37. Ha7 He6 38. g4+ Kf4 39. Kh2 Re7 40. a4 bxa4 41. bxa4 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Frábært brúðkaup, tengdapabbi. Ég ætti að gifta mig oftar. Víkverji skrifar... UMMÆLI Hreggviðs Jónssonar, framkvæmdastjóra og fyrrver- andi alþingismanns, um svokallaðan ruslpóst hafa vakið nokkra athygli. Fyrir nokkrum árum gerði Vík- verji svipaða úttekt heima hjá sér á þessum málum, því líkt og Hreggvið- ur þá flokkar Víkverji megnið af þessum pósti sem óvelkomið rusl. Á þessum árum var Víkverji nýfluttur í nýbyggingahverfi og átti bam á fermingaraldri. Skemmst er frá því að segja, að í pósthólfið var dembt þvílíku magni af auglýsingum að Víkverji hefur hvorki fyrr né síðar lent í öðru eins. Uppistaðan í þessum pésum voru annars vegar „upplýs- ingar“ um það hvað fólk í nýbygg- ingahverfum þarfnast mest, og hins vegar auglýsingar sem áttu að höfða til fermingarbamsins. Þetta vom t.d. auglýsingar um gjafir, fatnað og veisluhöld, kynningar frá fjármála- stofnunum vom stílaðar bæði á fermingarbarnið og foreldrana. Þetta vom auglýsingar frá öryggis- fyrirtækjum, byggingavöruverslun- um, húsgagnaverslunum og svo mætti lengi telja. XXX VÍKVERJI brá á það ráð að líma upp kurteislega orðaða tilkynn- ingu við póstkassann þar sem hann bað útburðarfólk vinsamlegast að setja engan auglýsingapóst í hólfið. Þau tilmæli bám engan árangur og pésamir héldu áfram að fylla hólfið. Víkverji komst að því að afkasta- miklir verktakar sáu um útburðinn og fóm þeir yfir á eldingarhraða á línuskautum. Kappsemi þessara verktaka var svo mikil að Víkverji náði ekki að hlaupa þá uppi. Þótt Víkverji sé fluttur úr þessu hverfi í annað rótgrónara flæðir auglýsingapóstur ennþá inn um lúg- una, flestum til ómældra leiðinda. Auglýsingapésar frá tölvufyrirtækj- um em Víkverja sérstaklega til ama. En Víkverji er svo öfugsnúinn að þessi póstur hefur þveröfug áhrif á hann og hver pési sem inn um lúguna rennur styrkir hann í þeim ásetningi að kaupa aldrei neitt af þessum fyr- irtækjum. Hjörtur Guðnason, framkvæmda- stjóri Prenttæknistofnunar, lítur öðmm augum á þennan póst, og seg- ir hann atvinnuskapandi og að hann hafi jafnvel nokkurt upplýsingagildi. Vafalaust liggur töluverð vinna á bakvið svona auglýsingagerð, en Víkveiji getur ekki annað en fundið til með þeim sem leggja vinnu í þessa framleiðslu, vitandi að afurðin er flestum til ama. xxx MARKAÐSVÆÐINGIN er alls- ráðandi og fyrirtæki sérhæfa sig í alls konar markaðsráðgjöf og gera kannanir á högum fólks. Vík- verji frétti af atviki sem átti sér stað fyrir skömmu. Einhverju sinni var hringt í að kvöldi heim til kunningja Víkveija og hann beðinn að svara nokkmm spurningum. Hann jánkaði því og ein spurningin var m.a. sú hvort hann hefði áhuga á að nýta sér ókeypis ráðgjöf um lífeyrismál. Hann jánkaði því líka og skömmu síðar hringdi kona til hans í vinnuna og bauð honum þessa ráðgjöf. Þar sem hann hafði ekki tök á að hlusta á ráðgjöfina í síma þá bauð konan hon- um að hitta sig á kaffihúsi um kvöld- ið til að ræða málin. Þegar hann sagði eiginkonunni frá þessari til- högun fannst henni framhjá sér gengið og vildi fá að fylgjast með þessu. Henni fannst undarlegt að sölukonan hefði ekki boðist til að koma heim til þeirra og kynna þeim báðum þessi mál, en eiginmaðurinn sagði að aldrei hefði verið minnst á þann möguleika, eða að hann ætti konu yfirleitt. Það varð úr að hjónin fóm bæði á kaffihúsið til að hitta sölukonuna. „Ráðgjöfin“ reyndist hins vegar sölumennska af fyrstu gráðu þar sem reynt var að telja þau hjón á að kaupa líftryggingu af er- lendu fyrirtæki. Víkverji verður að taka undir það að þetta séu undarleg vinnubrögð og skilur mætavel að eiginkonunni hafi verið misboðið með þessu háttalagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.