Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 65 >
FÓLK í FRÉTTUM
I
Leikflokkurinn Bandamenn sýnir edda.ris í smíðaverks
Ekki málið að
„vinna“ heldur
vera með
Bandamenn hafa unnið baki brotnu undanfarin ár við
að kynna íslenskan bóka- og menningararf í gegnum
nýstárlegar og kraftmiklar leiksýningar en nýjasta
verk þeirra, edda.ris - Skírnismál að nýju, er nú í full-
um gangi. Arnar Eggert Thoroddsen hitti tvo af leik-
urunum, þá Borgar Garðarsson og Felix Bergsson, að
máli yfír vínarbrauði og kaffí.
Felix og Borgar taka niður grímurnar.
Morgunblaðið/Þorkell
i
ALLT í einu er ég staddur einn inni í
stofu með stórleikaranum Borgari
Garðarssyni, þar sem Felix hvarf í
símann í blábyrjun viðtalsins. Eg
notaði því tækifærið og spurði Borg-
j ar út í leikhússigra hans í Skandin-
avíu en þar hefur hann verið búsett-
I ur meira og minna síðustu ár.
Borgai- byrjar á að upplýsa mig
um að það verði ekki nema örfáar
sýningar á edda.ris þar sem hann sé
á leiðinni út aftur um miðjan októ-
ber. „Ég er búinn að vera í Skand-
inavíu síðan 1973, að vísu með ein-
hverjum hléum.“ Er hann þá
jafnvígur á öll Norðurlandamálin?
„Ég segi það nú ekki,“ svarar
j hæverskur Boi’gar. „En ég hef leikið
j á fjórum," segir hann þó með sem-
I ingi.
Ungir menn í ævintýraleit
Borgar vill ekki heldur gera það
að stórmáli að hann hafi ákveðið að
flytjast út á sínum tíma. „Núna þeg-
ar ég lít til baka mætti líklega kalla
það ævintýramennsku. Ég var leik-
ari hér í tíu ár en síðan kom hingað
leikhús sem ég var afskaplega hrif-
inn af og það kom fljótlega í ljós að
ég smellpassaði inn í það. Þetta var
Lilla teatern í Helsingfors. Þar hef
ég verið meira og minna í 12-15 ár,“
segir Borgar. „Já, það mætti skrifa
þetta á ævintýramennsku... eða leit
ef maður vill vera djúpur,“ segir
hann og hlær hrossahlátri. í þessum
orðum töluðum bætist Felix í hópinn
og hann rifjar sömuleiðis upp utan-
landsferðir sínar en Felix lærði í
Skotlandi og London á sínum tíma.
„ Jú, jú, ætli þetta hafi ekki verið ein-
hver ævintýramennska hjá mér líka.
En svo verður maður líka einhvem
veginn þreyttur á umhverfinu með
tíð og tíma. Þá langar mann kannski
til að fá önnur áhrif og vinna með
öðru fólki.“
Ólympíuleikarnir?
„Ég held að við Bandamenn yrð-
um vitlausir ef við ætluðum að eyða
meiri tíma en við höfum gefið okk-
ur,“ segir Felix og kímir. „Hámark
fjórða hvert ár,“ segir Borgar og
þeir hlæja dátt. „Helst í kringum Ól-
ympíuleikana svo að maður hafi eitt-
hvað til að horfa á,“ bætir Borgar við
og hlær hátt. „Já, það er rétt! Þetta
er alltaf í kringum Ólympíuleikana,"
segir Felix eilítið hissa en bætir svo
við kankvís: „Þetta er ekki spurning
um að „vinna“ heldur vera með eins
og þeir segja.“
Þeir segja Svein Einarsson, höf-
und verksins, vera mikinn gúrú.
„Hann kernm- verkefnunum af stað
og velur hópinn sem hefur smollið al-
veg ótrúlega vel saman. Svo vinnum
við þetta öll í sameiningu og Sveinn
er mjög opinn fyrir því sem leikar-
arnir hafa til máíanna að leggja. Það
er samvinna á alla vegu.“
Allar reglur þverbrotnar
Leikhús geta tekið á sig margvís-
legar myndir; til eru stór leikhús og
lítil, áhugamannaleikhús og at-
vinnu-, leikhús í einkaeign svo og
ríkisrekin. „I stórum leikhúsum
verður allt að vera í föstum skorðum
svo að það gangi upp,“ álítm- Borgar.
„En í litlu fyrirtæki heldur þú sjálfur
utan um allt. Það verða að vera viss-
ar reglur fyrir stórt atvinnuleikhús.
Annað er ekki hægt.“
„Reglur sem við getum hins vegar
þverbrotið í Bandamönnum," segir
Felix og glottir. Borgar samsinnir:
„Þar er ekkert heilagt. Akkúrat ekk-
ert.“
„Það er ekki þar með sagt að við
höfum ekki gaman af að vinna í stór-
um leikhúsum,“ áréttar Felix. „Þar
eru bara aðrar vinnuaðferðir.“
Amlóði í Kóreu
Þeir félagar segja að sýningar
Bandamanna hafi fengið góða dóma
erlendis. „Þetta hefur undið upp á
sig,“ útskýrh' Borgar. „Við fórum til
dæmis með Amlóða sögu til Kóreu
vegna þess að leikhúsfrömuðir þar
sáu okkur leika í Helsingfors.“
Sömuleiðis hafa fomsagnafræðingar
verið ánægðir. „Fræðimenn hafa
verið ánægðir með að við séum að
koma þessu svona áfram á léttan og
skemmtilegan máta,“ segir Felix.
„Við erum kannski að koma erfiðum
hlutum yfir til fjöldans. Gestir hafa
komið til manns eftir sýningar og
sagt að nú sé aldeilis kominn tími á
að lesa Snorra-Eddu. Og þá er nátt-
úrulega tilganginum náð.“
Villtustu barnaleikrit
Mai’gt hæfileikafólk tekur þátt í
sýningunni og sérstaklega hafa bún-
ingar jötnanna, sem erú æði skraut-
legir, vakið mikla eftirtekt. Hönnuð-
urinn er Helga Björnsson, en hún er
búsett í París. „Hún á stóran hluta af
þessari sýningu," segir Borgar hrif-
inn. „Sömuleiðis eru grímurnar
glæsilegar." „Það eru þær Katrín
Þorvaldsdóttir og Ásta Hafþórsdótt-
ir sem gera grímumar. Ofboðslega
flottar,11 bætir Felix við.
Borgar er greinilega ekki búinn að
jafna sig almennilega á búningunum.
„Ég held ég hafi bara aldrei séð
svona búninga áður. Jafnvel ekki í v
villtustu barnaleikritum," segir hann
og dæsir. Felix bætir við: „Ég var
einmitt að segja einhverjum um dag-
inn frá frumsýningunni. Hann kvað
við: „Já, þarna Sesame Street-leik-
ritið!“
Farsælt viðtal var hér með á enda
og ég kvaddi þá sómapilta með kurt.
Eins og fram hefur komið fer Borgar
aftur til Helsingfors innan skamms
en Felix fer hins vegar til Lundúna
með sýningu sína Hinn fullkomni
jafningi (The Perfeet Equal) þar sem
hann mun leika 10 til 14 sýningar,
hvorki meira né minna.
Nœturqalinn
simi 587 6080
Dúndrandi dansleikur
með hljómsveitinni
Sín-______________
f Frítt inn til kl. 23.30j
m&sm
FRUMSYNING I KV0LD - UPPSELT - 4/10 UPPSELT - 5/10 UPPSELT - 6/10 UPPSELT - 11/10 UPPSELT - 12/10 UPPSELT - 13/10 UPPSELT - 14/10 UPPSELT
reiður
slason - Hatldóra Björnsdóttir - Gunnar Eyjólfsson
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Leikstjórn: Stefán Baldursson
*
< '