Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 68
1)8 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Born Maclonnu, Lourdes Maria og Rocco Richy. hafa haft mjög mikíl áhrif á lif hennar og störf. Hér er hún ásamt frumburdinum Lourdes. Madonna um þaö ieyti sem hun skaust upp a stjörnuhimininn í kjölfar lagsins og plötunnar Like A Virgin frá 1984. Madonna hefur iongum veriö uppáhald tískuheimsins. Hér sýnir hún snyrtivörur Max Factors. Madonna hefur skipt óteljandi sinn- um um ímynd - hér var hún hugfang- in af Marilyn Monroe. Madonna er mætt til leiks enn á ný og nú með plötuna Musi Um þessar mundir er að koma út ný breiðskífa með Madonnu sem ber nafnið Music. Af því tilefni staldrar Georg Erlingsson við og rifjar upp nokkrar misjafn- lega kunnar glefsur úr nær tveggja áratuga löngum ferli þessarar einu sönnu poppdrottningar. komst svo loksins í samband við Wamer- hljómplöturisann. Pegar yfirmaður fyrirtækis- ins komst í hljóðupptökur hennar vildi hann hitta stúlkuna sem fyrst. Hann kallaði hana á fund uppá sjúkrahúsherbergið sem hann lá á eftir hjartaaðgerð og vildi semja við hana tafar- laust. Hún mætti á staðinn og heimtaði að fá samning og segir umræddur yfirmaður í dag að þótt hann hefði haft hönd sína hangandi útúr líkkistu hefði hún samt látið hann skrifa undir og verið sáttvið sinn hlut. Næsta mál á dagskrá var að fá nógu góðan umboðsmann og Madonna taldi ekkert minna duga en sjálfan þáverandi umboðsmann Mieha- els Jacksons, Freddy Demann. Pegar verið var að ganga frá samningum við Freddy lét Jackson hann róa. ./' , Menn hjá Wamer urðu þá / > smeykir um að Madonna tæki ( þau tíðindi óstinnt upp en annað kom á daginn - hún sagði að þá hefði Freddy bara meiri tíma fyrir sig og sú varð raunin en náið og blómlegt samstarf þeirra Ma- donnu og Freddy varði í ein 15 ár. Stærsta hneykslið Madonna hefur tekið sér margt fyrir hendur og snert fólk um allan heim á jákvæðan hátt og neikvæðan hátt. Hún er umdeild fyr- ir allt sem hún gerir en rósturnar í kringum hana risu þó kannski hæst ár- ið 1992 um það leyti sem hún stofnaði út- gáfufyrirtækið sitt Maverick. Hún ákvað að taka þetta með stæl og gaf út plötuna Erotica, bíómyndina Body Of Evidence og bókina umdeildu sex. Allt varð auðvitað vit- laust í Bandaríkjunum og um allan heim. Platan fékk lélega dóma, eins lag- ið „Erotica" sem var kippt út af MTV-tónlistarstöðinni aðeins þremur dögum eftir að Skemmtikraftur af guðs náö í dag er Madonna mun afslappaðri en hún var áöur. það var opinberað almenningi fyrir grófar textasmíðar og klúrt myndband. Myndin fékk líka slæma dóma enda var sú mynd aldrei neitt annað en önnur útgáfa af myndinna Ógnareðli með Sharon Stone og Michael Douglas. Aftur á móti rauk bókin út eins og heitar lummur og seldist í um einni og hálfri milljón eintaka. Stuttu eftir útgáfuhrinu þessa fór að fást á svörtum markaði 60 mínútna myndbandsspóla með gerð sexbókarinnar og er hún enn fáanleg víða. En þetta varð góð byrjun fyrir fyrirtækið hennar sem seinna gaf út meðal annars út verk söngkonunnar Alanis Morissette og seldist fyrri plata hennar í mörgum milljónum eintaka. Madonna úti um allt í gegnum árin hefur hún prýtt forsíður stærstu tímarita í heiminum yfir 300-400 sinnum sem gerir hana eina mest mynduðu stórstjömu allra tíma. Hún hefur set- ið oftar en nokk- ur önnur söng- kona í fyrsta sæti bandaríska smá- skífulistans. Hún hefur leikið í 15 bíómyndum, gefið út 15 plötur (Music nýja platan er þar með talin með) og er að nálg- ast 50 smáskífur. Hún hefur markaðssett sig snilldarlega í gengnum árin og síbreytileg ímynd hennar hefur kveikt í fólki þannig að hún hefur alltaf verið að koma fersk inn á markaðinn aftur. Dökkhærð, Ijóshærð, rauð- hærð og hársíddin fylgir allt- af tískunni. En hún hafði samt mestu áhrifin á tískuna í kring- um þann tíma sem Like A Virgin var sem heitust og unglings- stúlkur kepptust við að fara í brjóstahaldarann yfir bolinn. Sögusagnir Sagt var í kringum árið 1990 að Madonna hefði komið til íslands yfir helgi í smápásu frá tón- leikaferðalagi sínu Blond Ambition og með alla dansarana og flest starfsfólk sitt með sér. Sagt er að hún hafi gist á einu stóm hóteli hér í Reykjavík og leigt tvær efstu hæðimar og not- að efstu hæðina til að hlaupa um og þjálfa sig. En auðvitað era þetta bara sögusagnir nema að einhver vilji staðfesta þetta. Annars era svo margar stórstjörnur búnar að koma til landsins án þess að nokkur hafi vitað af. Madonna í dag I dag er Madonna talsvert breytt frá því sem áður var. Hún er afslappaðri og nýtur lífsins mikið betur en hún gerði áður. Fyrr þurfti að hafa allt pottþétt, meira að segja þurftu varim- ar að vera nákvæmlega rétt málaðar. Allt breyttist þetta þegar hún varð ófrísk að dóttur sinni Lourdes Maríu og nú Rocco Richy. Hún sneri sér aðeins frá kaþólska upprananum og fór að stunda jóga og er hætt þessum hörðu æf- ingum sem hún gerði í mörg ár, stundum 3-4 tíma á dag og núna er jóga alveg tekið við hjá henni. Hún er rólegri og sérstaklega eftir að hún kynntist leikstjóranum Guy Ritchie sem hún eignaðist sitt annað bam með. Þau kynnt- ust í matarboði hjá Sting eitt kvöldið svo þau geta þakkað honum og frú fyrir að hafa kynnt þau. Hún bjó með Guy í London í rúmt ár og eru þau nú að tala um að setjast að í Los Angeles. Nýja platan Nú er nýja platan hennar Madonnu komin út um allan heim og ber hún nafnið Aíusic eða tónlist. Óþolinmóðir Madonnu aðdáendur hafa beðið hennar yfir nýliðið sumarið. Platan hefur verið að fá góða dóma um allan heim og smá- skífan „Music“ hoppaði næstum því beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum. Madonna hefur talað um það að þetta verði síðasta stóra platan hennar næstu fimm árin því hún ætli að sinna fjölskyldunni sinni, en ef maður þekkir Madonnu rétt þá gerir hún næstu innan fán-a ára. Lokaorð Hún er tónlistarmaður sem nýlega hefur fengið þá viðurkenningu að vera líka tón- listamaður en ekki bara „spice girl“. Madonna er listamaður sem hefur snert hug og hjörtu fólks um allan heim og undirritaður telur að hún muni halda því áfram eins lengi og hún telur þörf á því vera. Madonna þá og nú HÚN er seiðandi, ögrandi og snillingur í markaðssetningu. Hún er allt það sem poppstjama á að vera. Madonna er ávallt vön að fara sína leiðir. Hún tekur fyrir málefni sem flestar stjömur þora ekki að tala um og þessvegna hefur hún verið svona umdeild í gengnum árin. Flestir sem tala um Madonnu hafa þá skoðun á henni að hún geri allt til þess að fá athygli. Að sumu leyti er það rétt - annars væri hún ekki svona stór í dag. En flestir skilja ekki hvað hún gengur út á. Hver mynd, hvert lag og hvert viðtal sem hún veitir hefur sinn hugmyndafræðilega tilgang og hugmyndum jHiennar verður einfaldlega ekki haggað. En af hverju hefur hún verið svona lengi á toppnum og hvers vegna bíða alltaf allir eftir því næsta sem hún gerir? Flestir myndu segja að það væru útlitsbreytingamar sem haldi fólki heitu og tískuklæðnaður hennar. En þegar öllu er á botninn hvolft er það hún sjálf sem fólk hefur áhuga á - Madonna og líf hennar. Stjarna að fæðast Madonna fæddist 16. ágúst árið 1958 og ólst upp í Bay City sem er lítill iðnaðarbær norðar- lega í Michigan-ríki. Hún er elsta stúlkan af 8 systkinum og fékk strangt kaþólskt uppeldi. Hún missti móður' sína mjög ung af áram og setti sjálfa sig í móðurhlutverkið þar til faðir hennar giftist heimilishjálpinni. Allt frá bam- æsku gerði Madonna hvað hún gat til þess að fá -^athygli. Enda ekki furða því þau systkinin börð- *ust stanslaust um athygli föðurins. Hún átti auðvelt með að læra og stóð sig með prýði í bamaskólanum. Þegar hún sleit sig loksins frá heimabænum fluttist hún til New York í leit að frægð og frama sem dansari og fór í prafur útum allt. En framtíðin átti eftir að sýna annað. Þann tíma hún reyndi árangurslítið fyrir sér sem dansari leiddist hún út í ýmis verkefni; var fyrirsæta og sat m.a. fyrir á nektarmyndum - myndir sem síðar áttu eftir að ofsækja hana. Ljósmyndar- amir og listamennimir borguðu illa og Ma- donna lifði aðallega á poppkomi og kjaftaði sig inná á gaflinn hjá fólk í leit að næturstað. -jt Hún fékk loks hlutverk í bíómynd sem fékk nafnið A Certain Sacriíice - mynd sem tók um ár í vinnslu og fékk Madonna engin laun fyrir. Eftir að hún varð síðan fræg höfðaði hún mál á hendur leikstjóra myndarinnar fyrir að gefa hana út. Madonna færðist hægt og bítandi nær tón- listargeiranum og komst á samning hjá fyrir- tæki sem var mjög lítið á þeim tíma. Hún sat þar óþolinmóð í smátíma þar til hún gafst upp á tímaeyðslunni. Stuttu seinna, eða árið 1982,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.