Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Þorkell
rjníiXSIíAQ
Snæfellsþjóðgarður
Viðræður
við land-
eigendur
á lokastigi
SAMKVÆMT upplýsingum úr um-
hverfisráðuneytinu eru samninga-
viðræður við landeigendur í ná-
grenni Snæfellsjökuls á lokastigi,
vegna áforma stjórnvalda um að
stofna Snæfellsþjóðgarð. Reiknað
er með að samningar verði undir-
ritaðir á næstunni. Snæfellsþjóð-
garður verður því að veruleika á
undan Vatnajökulsþjóðgarði, sem
stefnt er að því að opna árið 2002.
Þung
umferð
ÞUNG umferð er jafnan úr Breið-
holtshverfum í Reykjavík að morgni
dags. Geta því langar bílaraðir
myndast á gatnamótunum við
Reykjanesbraut þegar nærri 7.000
bflar þurfa að komast þar um og
mæta þar annarri eins holskeflu.
Talið er að umferð um Breiðholts-
braut verði komin í um 12.000 bfla ár-
ið 2020. Um Reykjanesbraut er einn-
ig mikil umferð að og frá suðurhluta
höfuðborgarsvæðisins en þar er sól-
arhringsumferðin um 20.000 bflar.
■ Mislæg/20
Auðlinda-
nefnd
skilar af
sór í dag
AUÐLINDANEFND skilar
af sér skýrslu sinni fyrir há-
degi í dag á fundi, sem hald-
inn verður með Davíð Odds-
syni forsætisráðherra í Ráð-
herrabústaðnum við Tjarnar-
götu.
Auðlindanefnd var kjörin á
Alþingi 2. júní 1998 og var
henni ætlað að fjalla um auð-
lindir sem eru eða kunna að
verða þjóðareign. Verkefni
nefndarinnar var að kanna
möguleika á að nota auð-
lindagjald til þess að tryggja
að afrakstur sameiginlegra
auðlinda skili sér á réttmæt-
an hátt til þeirra sem hags-
muna hafa að gæta.
Formaður nefndarinnar er
Jóhannes Nordal, fyrrver-
andi seðlabankastjóri.
*
Halldór Asgrímsson á fundi á Bifröst
Ekki á móti erlendum íjár-
festingum í sjávarútvegi
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins sagði á fundi með nem-
endum Viðskiptaháskólans á
Bifröst í gær að hann væri ekki
lengur andvígur því að erlendir að-
ilar fjárfestu í sjávarútvegi hér á
landi. Kvaðst hann hafa verið mjög
andvígur því á sínum tíma að leyfa
fjárfestingar erlendra aðila í ís-
lenskum sjávarútvegi en skýrði
jafnframt frá því að hann gerði sér
grein fyrir því, eins og margir aðr-
ir, að það gæti orðið erfitt til lang-
frama að hindra slíkar fjárfesting-
ar, þ.e.a.s. á sama tíma og algjört
frjálsræði væri í fjármagnsflutn-
ingum og öðrum fjárfestingum á
evrópska efnahagssvæðinu.
„Það hefur komið á daginn að
smátt og smátt hafa erlendir aðilar
getað farið fram hjá þessum
reglum [um að erlendir aðilar fjár-
festi ekki í sjávarútvegi] og fjár-
fest með óbeinum hætti í íslensk-
um sjávarútvegi, t.d. með þeim
hætti að fjárfesta í félögum sem
síðan eiga í sjávarútvegsfyrirtækj-
um,“ sagði Halldór í samtali við
Morgunblaðið eftir fundinn. „Erf-
itt hefur verið að halda utan um
þetta. Þá eru líka dæmi þess að
fyrirtæki séu fjármögnuð með er-
lendu lánsfé en þá eru þau í reynd
í eigu erlendra aðila. Þar að auki
hefur íslenskum sjávarútvegi
gengið mjög vel. Hann er að fjár-
festa í öðrum löndum og við höfum
verið að sækja fram á því sviði.“
Af framansögðu telur Halldór að
íslendingar þurfi að taka það til
endurskoðunar hvort heimila eigi
erlendum aðilum að fjárfesta í
sjávarútveginum. Á hvern hátt sú
endurskoðun eigi að fara fram og
þá hvenær vilji hann hins vegar
ekki fullyrða um á þessu stigi
málsins. „En við verðum að viður-
kenna þær staðreyndir sem blasa
við í þessu máli og ég tel að ís-
lenskum sjávarútvegi stafi ekki sú
hætta af erlendum fjárfestingum
sem ég taldi áður.“
Landsbankinn fjárfestir fyrir um milljarð í Íslandssíma
Gengi Íslandssíma hækk-
að um 40% á einni viku
vðm
gegn áhrifum álags
og streitu.
LÆffljjrL7fyrir líkama og sál!
STJÓRNENDUR Landsbanka ís-
lands og Islandssíma undirrituðu í
gær víðtækan samning um frekari
eiginfjárþátttöku Landsbankans í
Islandssíma. Samkomulagið felur
ennfremur í sér fjármögnun íslands-
síma og stefnumarkandi samstarf
milli félaganna. Gengi Íslandssíma á
gráa markaðnum samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins hefur nú
hækkað um 40% á einni viku.
Dótturfélög Landsbankans og
tengdir aðilar áttu fyrir um 38 millj-
ónir að nafnverði í Íslandssíma eða
um 10% af heildarhlutafé, en í heild
er fjármögnunin að upphæð um
milljarður króna.
Íslandssími hyggst í byrjun næsta
árs hefja rekstur eigin farsímakerfis
á Islandi. Fyrirtækið hyggst bjóða
upp á hefðbundna talflutninga um
kerfi sitt, reka talhólf, SMS, starf-
rækja WAP-gátt, gagnaflutninga
um GPRS-net og fleira. Framtíðar-
rekstur fyrirtækisins grundvallast
einnig á UMTS-staðli fyrir þriðju
kynslóð farsíma.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var gengi bréfa í Islands-
síma á gráa markaðnum um 10 í síð-
ustu viku, í fyrradag var gengið
komið í 13,5 og í gær urðu viðskipti á
genginu 14. Enda þótt það sé lægra
gengi en miðað er við í samningi
Landsbankans og Íslandssíma hefur
gengið engu að síður hækkað um
40% á um það bil viku. Ef miðað er
við gengið fjórtán má ætla að
markaðsvirði Islandssíma sé hátt á
sj ötta millj ar ð króna.
Gengi Landsbanka íslands lækk-
aði um 4,7% á Verðbréfaþingi ís-
lands í gær.
■ Fjármögnun/23