Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 2

Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Víngerð Gallo á Frei Ranch í Sonoma er einhver sú fullkomnasta sem til er í heiminum. Stór hugsar smátt Morgunblaðið/Arni Sæberg Chris Gallo Stærsta vínfyrirtæki veraldar, Gallo, hefur lagt mikið á sig undanfarið ár til að breyta ímynd sinni og áherslum. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Chris Gallo, sem nýlega var staddur hér á landi, og George Thoukis, aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. ÞEGAR rætt er við stjóm- endur Gallo er greinilegt að þeir líta svo á að fram- tíð fyrirtækisins liggi í framleiðslu gæðavína. Gallo er risa- vaxið fyrirtæki og eru höfuðstöðvar þess í Modesto í Central Valley í Kaliforníu. Þar eru breiður af stærðarinnar stáltönkum er minna helst á olíuhreinsunarstöð, stærsta flöskuverksmiðja í heimi og risastór birgðageymsla, að flatarmáli eins og nokkrir tugir fótboltavalla, með lestarteinum jafnt sem fullkomnu tölvukerfi, er tryggir að vel sé hald- ið utan um það gífurlega magn af víni sem þar er að finna. Jafnvel þótt það magn sem hverju sinni er í geymslunni jafngildi ársframleiðslu meðal vínframleiðsluríkis er veltu- hraði birgða það mikill að um tíu sinnum á ári er skipt um hvern ein- asta kassa í húsinu. Þetta er eitt andlit fyrirtækisins. Annað er að finna í Sonoma Valley þar sem hinn mikli auður Gallo hef- ur verið notaður til að fjárfesta í hundruðum og aftur hundruðum hektara af vínekrum á öllum helstu ræktunarsvæðum Sonoma jafnt sem einhverri fullkomnustu víngerð veraldar og stærstu tunnugeymslu sem fyrirfinnst. Þama eru Sonoma- vín Gallo framleidd, vín af hinni 150 hektara ekru Laguna Ranch í Russ- ian River Valley, svölu svæði sem hentar vel fyrir Chardonnay, hinn 300 hektara Frei Ranch í Dry Creek Valley eru tilvaldir fyrir Zinfandel og Cabernet Sauvignon og það sama má segja um Stefani í Dry Creek og Barelli Creek á hinu heita svæði Alexander Valley. Gallo hefur í kjölfarið í tvígang verið valið besta víngerðarhús Bandaríkjanna og vín- in sópað til sín verðlaunum á Vin- expo í Bordeaux og Vinitaly í Ver- ona. Ekki síst hafa þau vakið athygli fyrir hversu hóflega þau eru verð- lögð miðað við mörg önnur Kalifom- íuvín. Það er líka merkilegt að þetta risavaxna fyrirtæki, eitt þeirra stæiri í Bandaríkjunum, skuli enn vera í fjölskyldueigu en það var stofnað af bræðrunum Emest og Julio Gallo á fjórða áratugnum. Fyr- ir utan stofnendur fyiirtækisins eru líklega fáir menn fróðari um sögu þess en George Thoukis aðstoðar- forstjóri, sem um áratuga skeið var einn helsti víngerðarmaður Gallo ásamt Julio Gallo en hefur undan- farin þrjú ár sinnt því verkefni að kynna vín fyrirtækisins. Thoukis er fæddur á Kýpur en fór til Kalifomíu í háskólanám á sjötta áratugnum. Hann réð sig til Gallo árið 1960 og segir að það hafi þá ver- ið fremur lítið fyrirtæki þar sem all- ir þekktu alla. „Við urðum ekki stærsta fyrirtækið í Kalifomíu fyrr en 1965,“ segir Thoukis, auk þess sem víniðnaðurinn í Kalifomíu vai' mun smærri í sniðum en nú er raun- in. Hann segir að rekja megi stofnun fyrirtækisins aftur til bannáranna er þeir Emest og Julio vom táning- ar. Foreldrar þeirra áttu vínekm og urðu að selja þrágur sínar, þar sem að ekki mátti framleiða úr þeim vín til sölu. Ein undantekning var þó á bannlögunum, nefnilega að fjöl- skyldufaðir mátti framleiða 200 gallon af víni árlega til einkaneyslu fjölskyldunnar. „Þannig lifðu flestir þráguræktendur af bannárin og þrágurnar vora seldar um öll Bandaríkin." Bræðurnir tóku þátt í þessu með foreldrum sínum en þeg- ar áfengisbanninu var aflétt létu þeir þann draum sinn rætast að setja á laggirnar sitt eigið fyrirtæki. Strax frá upphafi var því fyrirkomu- lagi komið á að Ernest sá um sölu vínanna en Julio framleiðslu þeirra. „Þetta var einstaklega farsælt sam- starf. Ég sá þá aldrei deila íyrir framan aðra. Ef þá greindi á fóm þeir inn á skrifstofu og gerðu út um málið.“ Fyrst um sinn vora vín þeirra flutt á stóram tönkum á áfangastað og vínin sett á flösku af fyrirtækjum á mismunandi stöðum í Bandaríkj- unum. Smám saman styrktist hins vegar staða fyrirtækisins og árið 1941 ákváðu bræðurnir að flöskurn- ar skyldu merktar með nafni þeirra. Þetta var á stríðsáranum og tölu- verður skortur var á áfengi í Banda- ríkjunum, ekki síst viskýi. Stærsta eimingarhús landsins keypti á þess- um tíma stærsta vínfyrirtækið, Roma, og ákvað að reyna að Gallo er stærsti landeigandinn í Sonoma Valley í Kaliforníú. hagnýta sér ástandið. Þar. sem það átti miklar birgðir af styrktum vín- um gerði það þá kröfu til verslana að ef þær vildu fá viský yrðu þær einn- ig að kaupa ákveðið magn af styrkt- um vínum. Þegar stríðinu lauk og fyrirtæki urðu ekki lengur að sæta þessum afarkostum ákváðu mörg þeirra að hætta viðskiptum við þetta fyrirtæki. Kom það Gallo-bræðran- um til góða, sem juku markaðshlut- deild sína. Thoukis segir að einn helsti styrkur bræðranna hafi verið hversu sannspáir þeir hefðu ávallt reynst um þróun markaðarins. Þeg- ar árið 1945 hafi Ernest byijað að þróa þrágutegundir er hentuðu til léttvínsgerðar þó að það hafi ekki verið fyrr en fimmtán til tuttugu ár- um síðar sem léttvín fóra að auka markaðshlutdeild sína veralega á kostnað styrktra vína. Styrkt vín sjást nú vart lengur á bandaríska markaðnum. „Eðli markaðarins breyttist og þeir vora reiðubúnir að bregðast við því, þrágumar og vínin vora til staðar. Það var eins og þeir hefðu eins konar sjötta skilningarvit í þessum efnum.“ Á síðasta áratug hefur Gallo enn verið að breyta rækilega um áhersl- ur. í stað þess að leggja alla áherslu á ódýr vín, yfirleitt úr þrágum af hinum sjóðheitu og víðfeðmu slétt- um Central Valley, hefur fjölskyld- an fjárfest gífurlega í Sonoma Vall- ey sem ásamt Napa Valley er þekktasta og dýrasta ræktunar- svæði Kalifomíu. Gallo er ekki lengur þekktast fyr- ir framleiðslu brásavína er bera nöfn á borð við Hearty Burgundy, Chablis eða Thunderbird. Sífellt hærra hlutfall framleiðslunnar er úr þekktum þrágum á borð við Cab- emet og Chardonnay, í flösku sem lokað er með korki og árgangsvín. „Við vissum að þessi breyting væri að verða á bandaríska markaðnum, það er stöðugt meiri krafa um gæði. Þegar það gerðist á níunda áratugn- um voram við tilbúnir, höfðum ræktað upp ekrarnar og gátum sinnt eftirspurninni." Thoukis segú' það hins vegar ekki síður hafa verið draum Gallo-bræðr- anna að bjóða góð vín á verði sem venjulegt fólk réði við. Þannig kosta einungis tvö dýrastu vín fyrirtækis- ins meira en 20 dollara í Bandaríkj- unum. Það era hin svokölluðu Est- ate-vín Gallo en til að merkja vín sem Estate verður framleiðandi að sjá um alla þætti framleiðslunnar sjálfur, og tappa vínunum á flösku og láta þau þroskast í eigin víngerð- arhúsi. Thoukis segir að þetta séu vín sem framleidd séu af Gallo til að sýna hvers fyrirtækið er megnugt í framleiðslu hágæðavína. „Við gæt- um framleitt þessi vín í meira magni en þetta er ekki sá staður á mark- aðnum, sem við viljum vera á. Ern- est er 91 árs en mætir enn daglega til vinnu. Hann mun aldrei hækka verðið. Markmið okkar er að hin venjulegu vín verði áfram á hófsömu verði." Stærð fyrirtækisins og fjár- hagslegan styrk segir hann gera Gallo betur í stakk búið til að fram- leiða vín á skynsamlegu verði en flest önnur fyrirtæki. Tekur hann sem dæmi að hyggi menn á vínrækt í Sonoma þá kosti hver hektari 125 þúsund dali, þegar hann er kominn í rækt. Taki menn það fé að láni í banka verði menn að fá gott verð fyrir vín sitt til að geta greitt af lán- unum. Þeir Emest og Julio Gallo áttu hvor um sig tvö börn og barna- börnin era orðin tuttugu og eitt. Þar af starfa íjórtán þeirra nú þegar hjá fyrirtækinu. Thoukis segist bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins enda hafi tekist að koma hugsjónum þess áleiðis til þriðju kynslóðarinn- ar. Það sjáist kannski best á því að jafnvel þótt ekkert bamabamanna ætti að þurfa að vinna handtak pen- inganna vegna starfa tveir þriðju þeirra nú hjá Gallo. Ekki megi held- ur gleyma að sum séu of ung til að hefja störf. Chris Gallo er einn fulltráa þriðju kynslóðarinnar og hann segir að hann hafi aldrei verið beittur neinum þrýstingi þegar kom að framtíðar- áformum hans. „Okkur var alltaf gerð grein fyrir því að við yrðum að fara okkar eigin leið. Við ættum þetta eina líí' og yrðum ekki neydd til að vinna starf er við hefðum ekki áhuga á. Vínið var hlutur sem maður velti ekkert sérstaklega fyrir sér en áttaði sig á einn góðan veðurdag að maður kunni mjög vel við. Ég byijaði mjög ungur að fai'a um vínekramar með fóður mínum og afa og smám saman var manni leyft að neyta víns. Þetta var ekki þannig að fyrst væri vínið þynnt út með vatni heldur frek- ar að með tímanum fékk maður að kynnast víni innan ramma fjölskyld- unnar. Ég held að það sé mun skynsamlegra að ungmenni kynnist víni þannig frekar en í partíum með vinum sínum. Gerist þetta innan fjöl- skyldunnar á þróunin sér stað hægt og sígandi og vínið er aldrei mið- punkturinn heldur fjölskyldan." I vínheiminum hafa mörg stór fyrirtæki verið að þjappa sér saman að undanförnu, nú síðast með sam- rana ástralska fyrirtækisins Mild- ara-Blass og hins bandaríska Ber- inger Wine Estates. Þegar Gallo var spurður um mat sitt á framtíðar- horfum Gallos sem fjölskyldufyrh'- tækis í ljósi þessarar þróunar, sagði hann fjölskylduformið hafa kosti jafnt sem galla. „Kostirnir felast ekki síst í því að við getum endur- fjárfest eins og við teljum skynsam- legt og hugsað til langs tíma og lagt á ráðin um framtíðina án þess að hugsa um næsta hluthafafund." Chris Gallo segir að Sonoma-ekr- urnar gegni gífurlega mikilvægu hlutverki fyrir fyrirtækið þó svo að hann búist ekki við því að neðri hluti markaðarins muni nokkurn tíma hverfa. Gallo hafi heldur ekki fullnýtt alla möguleika þar, þótt það sé nú þegai' stærsti landeigandinn í Sonoma, enda sé héraðið ansi víð- feðmt. Aðspurður segist hann einn- ig búast við að aðrar þrágur muni ná fótfestu en Cabernet, Chai'donnay og Merlot. Sérstaklega bindi hann miklar vonir við Syrah og Zinfandel þótt enn sé mikið starf fyrir hönd- um. Til dæmis sé Zinfandel misskil- in þrága af mjög mörgum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.