Morgunblaðið - 29.10.2000, Side 7

Morgunblaðið - 29.10.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 B 7 Ást við fyrstu sýn Hjónin sem ráku heimilið voru mér góð, hjá þeim vann margt fólk. Þau áttu þrjá syni og elsti sonurinn átti vin sem kom oft í heimsókn. Þeg- ar við hittumst, ég og þessi vinur, þá vorum við búin að vera bæði, það var ást við fyrstu sýn. Hann hét Paul Eduard Danchell og átti til franskra að telja langt í ættir fram. Hann var rafvirki að mennt, tveimur árum eldri en ég, eða tæplega tvítugur. Hann hélt áfram að læra og varð „instellatör", ég veit ekki hvort það nám er til á Islandi. Síðan fór hann í herinn, um það leyti sem ég sneri aftur til Danmerkur. Ég vildi vera viss um tilfinningar mínar og fór því heim eftir að hafa unnið árið á barnaheimilinu. Ég vissi svo sem fyrir fram að ég myndi fara út aftur og reyndin varð sú að ég hugsaði meira og meira um Paul. Ég hafði komið heim haustið 1952 og var heima um veturinn og lék þá sem fyrr gat í Pilti og stúlku og var farin að syngja svolítið á böllum. Ég hafði þjálfast við að syngja fyrir krakkana á barnaheimilinu og starfsfólkið, það var sjaldgæft á þeim tíma í Danmörku að stúlkur spiluðu á gítar. Ég söng bæði á ís- lensku og seinna á dönsku. Ég var farin að tala allgóða dönsku þegar ég fór heim. I maí 1953 fór ég út til Danmerkur aftur til þess að giftast og setjast þar að. Það var óneitanlega erfitt að kveðja fólkið sitt, en á hinn bóginn var ég ástfangin og Paul átti góða fjölskyldu. Það var tekið vel á móti mér. Eg hef alltaf haft það gott, lifað góðu lífi. Paul var frá Kerteminde, sem er bær skammt frá Óðinsvéum. Pabbi hans var útvarpsviðgerðarmaður og hafði búð sem seldi útvörp. Maður- inn minn fékk strax ungur að árum áhuga fyrir rafvirkjun og hinu nýja rafeindasvæði. Sló í gegn í sunnudags- þættinum Göglervognen ífebrúar1954 Við Paul giftumst um veturinn 1955 heima hjá foreldrum hans og fyrsta barnið okkar fæddist í júlílok það ár hér heima á Sauðárkróki. Ég vildi vera heima hjá foreldrum mín- um þegar fyrsta barnið mitt fæddist, fjölskylda mín hefur alltaf haft mikið yndi af smábörnum, ég vildi vera í því andrúmslofti. Maðurinn minn kom til að vera við fæðinguna. Við eignuðumst strák sem nú er 45 ára og er félagsráðgjafi. Þá var ég farin að syngja inn á hljómplötur. Það hófst meðan maðurinn minn var í hemum, áður en við giftum okkur. Ég fékk vinnu hjá gamalli konu sem var gigtveik og var í hjólastól, ég þurfti að hjálpa henni mikið. Son- ur hennar var kallaður Prik, sá sem gerir pistlana á baksíðu Berlingske Tidende. Hann er mjög þekktur í Danmörku. Ég var með gítarinn með mér og hafði spilað fyiTr gömlu kon- una og gesti hennar. Þegar synir hennar komu vildu þeir að ég spilaði fyrir þá. Ég gerði það. Ekki var mik- ið um að vera í Kerteminde á þessum árum. En þangað kom þó þennan vetur Göglervognen eða Skemmti- vagninn, sem var skemmtiþáttur sem tekinn var upp hér og þar í Dan- mörku. Þáttargerðarfólkið kom til Kerteminde og Prik var með skemmtiefni um bæinn og vildi endi- lega að ég syngi og spilaði í þættin- um. Ég var treg til en lét svo tilleið- ast og ákvað að vera með. Tekin var prufa áður og hún gekk vel. Ég söng svo: „Til eru fræ“ og „Kvöldið var heiðríkt og hljótt“. Það var sungið við þekkt lag sem til er danskur texti við. Ég var valin í þáttinn og var með. Strax daginn eftir þáttinn var ég í símanum nánast allan daginn, það var svo mikið hringt. Þetta þótti heilmikill viðburður, ég þótti öðru- vísi, var íslendingur. Eg fór í viðtöl við blöð, fékk fjölmörg sendibréf, þar á meðal bónorðsbréf - og var stein- hissa á þessu öllu saman. Mér bauðst að syngja inn á tveggja laga plötu fyrir danska útgáfufyrirtækið Ödeon, sem var norðurlandadeild His Masters Voice sem Fálkinn var umboðsaðili fyrir á Islandi. Ég fékk að vita það löngu síðar að danska útvarpið sendi söng minn á segulbandi til íslenska útvarpsins og Erla Þorsteinsdóttir á árunum þegar hún heillaði landa sína með söng sínum, en myndin prýðir umslag nýja disksins. þar var hann spilaður. Haraldur Ólafsson í Fálkanum heyrði um söng minn og hafði samband við mig og spurði hvort ég vildi syngja inn á plötu. Ég ákvað að slá til og þá var að velja lög. Það gerði Haraldur. Ég fékk svo sendar nóturnar sem mað- urinn minn spilaði fyrir mig. Hann var góður píanóleikari og kenndi mér lögin. Fyrstu lögin voru „Hvordan" og „Gud ved, hvem der kysser dig nu“ (Kvöldið var heiðríkt og hljótt). í kjölfarið fylgdu tvær plötur fyrir íslenskan markað: „Er ástin andartaks draumur?" og „Bergmálsharpan“, erlend lög við ís- lenska texta Lofts Guðmundssonar. A hinni plötunni voru „Tvö leitandi hjörtu" eftir Oliver Guðmundsson og „Litla stúlkan við hliðið“ eftir Freymóð Jóhannsson. Sum lögin hafði ég aldrei heyrt áð- ur, svo sem lögin hans Freymóðs Jó- hannssonar. Síðar fannst bréf frá Freymóði til Haraldar í Fálkanum. Hann hafði þá nýlega hringt norður til mín eftir að ég átti fyrsta barnið og bað mig að koma við hjá sér þegar ég kæmi suður til Reykjavíkur. Bréfið er á þessa leið: Blönduhlíð 8, Reykjuvík 1. sept- ember 1955 Háttvirti kunningi, Haraldur Olafsson! Ég hef bæði skrifað Erlu bréf og talað við hana í síma. Hún hefur gengið inn á að syngja fleiri löginn á plötur fyrir ykkur, með þeim skilyrð- um, sem við töluðum um. Hún kvaðst mundu koma suðuríþessum mánuði (september) og ætlaði þá að tala við mig um lögin. Hún hefur eignast dreng og lá vel á henni skildist mér. Nánarþegar þú kemur heim. Með bestu kveðjum Freymóður Jóhannsson. Ég heimsótti sem sagt Freymóð þegar ég kom suður og hann kom með ýmsar tillögur um hvernig ég ætti að syngja lagið; vildi að ég legði réttar áherslur á orðin og ég fór í einu og öllu að fyrirmælum hans. Hann kom síðar í heimsókn til mín í Danmörku og var ósköp yndislegur og ánægður með túlkun mína á lög- unum hans. Ég var mjög ánægð með að fá að syngja lögin hans Freymóðs, þau hafa alltaf verið sérstök fyrir mig. Þau hrærðu rómantíska strengi í nu'nu brjósti og fjölmargra annarra Islendinga. Ungir menn segja mér nú að þessi lög mín hafi sérstakt „sánd“, - alveg sérstakt. Það var danski hljómsveitarstjór- inn og gítarleikarinn Jörn Grau- engaard og hljómsveit hans sem annaðist undirleik fyrir mig, hann var þekktur og mjög duglegur og flinkur. Þetta var að undirlagi Haraldar í Fálkanum, hann sá um allt slíkt. Ég mætti bara og söng, allt upp í sex eða átta lög, engin æfing, allt tekið upp á einum degi. Til að byrja með var allt tekið upp um leið, söngurinn og undirleikurinn og ef eitthvað var að hjá hljómsveitinni þá þurfti að flytja lagið aftur og aftur. Þetta var svo erfitt að ég var alveg búin að vera eftir daginn. Ég fékk ágætlega borgað fyrir þessa vinnu. Ég fékk greitt fyrir hvert lag en hafði ekki prósentur af sölu. Ég vildi heldur hafa það svo og fékk það. Haukur Morthens var samningsbundinn Fálkanum og fór ófáar ferðir til að syngja með þessari sömu hljómsveit og ég söng með. Við sungum þó ekki saman í hljóðverinu Svanemöllen í Kaupmannahöfn fyrr en í september 1958, þá sungum við „Þrek og tár“, lag Otto Lindblad við texta Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds. Hætti til að helga sig heimilinu Ég hætti að syngja opinberlega þegar ég átti von á þriðja barninu mínu. Þá fannst mér nóg komið eftir tæplega fimm ára söngferil. Ég hafði farið í söngferðalög hingað heim og sungið fyrir íslendinga í Danmörku og Svíþjóð, fyrir utan að syngja inn á plötur. Ég hefði getað haldið áfram að syngja inn á plöturnar, en mig langaði til að fá frið og hugsa um börnin mín, manninn og heimilið. Þess vegna ákvað ég að hætta vorið 1959. Ég hringdi í Harald í Fálkanum og sagði honum ákvörðun mína. Hann varð reiður og vildi að ég héldi áfram en ákvörðun mín var óhaggan- leg. Hann sagði mér ekki að mínar plötur hefðu verið söluhæstar árið áður. Ég hefði skilið hann betur ef hann hefði sagt mér það. Mér fannst að öðru leyti ekki erfitt að hætta. Ég hafði sungið frá því ég var krakki og það var mjög eðlilegt fyrir mig, en ég ætlaði aldrei að standa á senu, enda hafði ég svo mik- inn senuskrekk að ég leið fyrir það. Ég hafði t.d. farið í mánaðar söng- ferðalag með Hauki Morthens um landið og fannst alltaf taugastrekkj- andi að koma ft-am. Mamma var með börnin og mér fannst þetta mjög erf- itt þótt Haukur væri indæll og hljómsveitin góð sem við höfðum. Fyrir söngferðalagið hafði ég keypt mér kjóla í Reykjavík, þá voru í tísku á íslandi tjullkjólar og þess háttar. Ég hafði þá nýlega sungið inn á fór fyrir brjóstið á sumum, m.a. var platan brotin í beinni útsendingu í Útvarpinu, mér til mikillar furðu. Ég áttaði mig þó ekki á hvað fólk var æst yfir þessu fyrr en ég kom í söng- ferðalagið. Þá var búið að skrifa heil- mikið um lagið í blöðin og sýndist sitt hverjum. A skemmtunum okkar Hauks kom til mín öskureitt fólk og skammaði mig fyrir að hafa sungið þetta lag. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki ráðið neinu um þetta en þætti textinn sniðugur, öðrum fannst þetta hins vegar skemmtilegt lag. Þetta var í eina skiptið sem mér var ekki vel tekið af öllum þegar ég kom hingað til að syngja. Þetta umdeilda lag var þó einmitt það sem fólk vildi endilega heyra á söngskemmtunun- um og platan seldist auðvitað strax upp. Ég hef aldrei séð eftir að hafa hætt að syngja þótt mér fyndist þetta skemmtilegt innskot í líf mitt, ef svo má segja. Einkum finnst mér það eftir á. Krökkunum mínum og fjórum barnabörnum finnst líka mjög athyglisvert að ég skuli hafa verið þekkt dægurlagasöngkona. Þau hafa svo sem ekki mikið um þetta heyrt eða hugsað fyrr en helst núna að safndiskurinn kom út hjá Skífunni. Ég kom að vísu hingað _ fyrir nokkrum árum þegar Hótel Island var opnað. Það var einkennilegt að koma þá eftir 30 ár og syngja hér á ný. Ég hugsaði dálítið um hvers vegna ég gerði þetta - líklega af því að Hauk- ur Morthens vildi endilega fá mig með. Fyrsta kvöldið var hræðilegt en svo leið mér skár. Maðurinn mér kom með mér í þessa ferð og þetta var skemmtilegasta fríið sem við áttum saman. Við gátum séð okkur svo mikið um, Paul hafði lítið ferð- ast um ísland. Þetta var í síðasta skipti sem hann kom til Islands. Hann dó fyrir tveimur og hálfu ári og það var mikið áfall fyrir mig og börnin okkar. Hann hafði verið heilsugóður en fékk blóðtappa og dó snögglega. Við höfðum alltaf ver- plötu lagið „Vagg og velta . Það lag TDE 2000, danshátíð Menningarborga Evrópu árið 2000 verður í Borgarleikhúsinu dagana 31. októbertil 2. nóvember. Fram koma listamenn og dansflokkar frá fimm af menningarborgunum. Lsndsbankmn er sðslsamstsfísaðih Isíenska dansflokksins. Vörðu- og Námufélagar fá 50% afslátt af miðaverði. Landsbankinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.