Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Erla Þorsteinsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Paul E. Danchell, sem nú er látinn. Myndin ertekin 1983 fyrir utan Hótel Borg. Morgunblaðið/Ej.Bj. Erla Þorsteinsdóttirfyrirframan æskuheimilið á Sauðárkróki, Freyjugötu 46. ið mjög samrýnd. Við eignuðumst fjögur börn saman og tveú- yngstu synir okkar reka áfram fyrirtækið sem við stofnuðum þegar við vorum ung og bjuggum í Kaupmannahöfn. Þangað fluttum við nýlega gift, mað- urinn minn vann á Kastrupflugvelli fyrstu árin, vann m.a. við að byggja upp fyrsta radarkerfið þar, svo vann hann um tíma hjá fyrirtæki sem framleiddi sjónvörp. Er stjórnarformaður og starfar við fjármál fjöiskyldufyrirtækisins Ég starfa áfram við fjármál fyrir- tækisins okkar, sem orðið er hátt í 40 ára, og er nú stjómarformaður þess, ég er hins vegar ekki í daglegum rekstri. Ég vann frá upphafi mikið við fyr- irtækið og það var sameiginlega áhugamál okkar hjónanna. Þetta fyrirtæki er nú orðið nokkuð stórt og framleiðir m.a. stýrikerfi í tölvur og þess háttar. Maðurinn minn hafði mikinn áhuga á öllu því sem nýtt kom fram í hans fagi og tók það inn í framleiðslu fyrirtækisins jafnóðum. Nú starfa við fyrirtækið milli sextíu og sjötíu manns. En við byrjuðum sannarlega með tvær hendur tómar, eins og sagt er. Það kom sér því ágætlega það sem ég vann mér inn fyrstu árin með söngnum. Við keyptum okkur íbúð í blokk til að byrja með og vorum í átta ár í Kaupmannahöfn. Árið 1963 keyptum við okkur hús á Norður- Sjálandi, í yndislegu umhverfi fyrir utan Helsingi, þar bjuggum við í 36 ár og ólum upp bömin okkar. Fyrst þurfti maðurinn minn að aka til Kaupmannahafnar þar sem fyrir- tækið var í upphafi, svo fluttum við það til Birkiröd og síðan til Holbæk, þar sem við fundum draumahúsið okkar niðri við Fjörðinn. í því húsi bý ég enn í dag, þar er nóg pláss fyr- ir böm og barnaböm að dvelja og þau kom oft. A heimilinu var alltaf töluð danska svo bömin mín tala lítið íslensku en skilja heilmikið í henni. Ég hef auðvitað ekki fylgst með því hvort lögin mín væm spiluð, en fjölskylda mín hefur sagt mér að þau séu spiluð enn í dag annað slagið. Þess má geta að mér fannst mjög gaman þegar við komum fimm gaml- ar söngkonur frá sjötta áratugnum fram í Sjónvarpinu, fyrir nokkram áram, ég, Sigrún Jónsdóttir, Nora Broksted, Ingibjörg Smith og Ingi- björg Þorbergs. Það rifjaði upp gamla tíma. Garðrækt er mín uppáhaldsvinna Ég held góðu sambandi við systkini mín og ættingja og kem hingað jafnvel meira nú en áður. Móðir mín dó fyrir hálfu öðru ári en faðir minn lést fyrir mörgum árum. Ég les ég talsvert af íslenskum bókum, ýmist á íslensku eða á dönsku, t.d. bækur Halldórs Lax- ness. Ég er í Norræna félaginu og fæ fréttir héðan af íslandi í blaði þess. Fyrir utan starf mitt við fyr- irtækið vinn ég mikið í garðinum mínum. Ég hef alltaf haft mjög gaman af garðrækt, það er mín uppáhaldsvinna. Ég hef verið spurð hvort ég líti á mig sem Is- lending eða Dana - því er til að svara að mér finnst ég aldrei hafa farið frá íslandi. Ég hef alltaf haft svo náið samband við ísland í hug- anum.“ Tónleikar og um- sagnir um Erlu Þorsteinsdóttur Erla Þorsteinsdöttir skemmti höfuðborgarbúum í fyrsta skipti sumarið 1954. f blaðafrétt frá þeim tíma segir: íslenska söng- konan Erla Þorsteinsdöttir, sem unnið hefur sér miklar vinsæld- ir í Danmörku fyrir söng sinn, kom til landsins í gærkvöldi, og hefur verið ráðin hingað til þess að syngja í Jaðri um tíma.“ Skömmu síðar kom hún fram á miðnæturskemmtun í Austur- bæjarbíói ásamt töframeistaran- um Viggo Sparr, óperusöngvar- anum Guðmundi Jónssyni, leikaranum Brynjólfi Jóhannes- syni og hljómsveit Carls Billich. Fyrstu plötur hennar seldust upp fyrir jólín 1954. Þann 29 aprfl 1956 komu út þrjá nýjar plötur sem í auglýsingu segir um: „Plöturnar voru teknar upp í Kaupmannahöfn með nýrri upptökuaðferð (bergmáls), sem nýtur sín sérstaklega vel í laginu Hljóðaklettur. Það ásamt ágæt- um söng og góðu lagavali mun gera sitt til að Erla Þorsteins- dóttir skipi áfram þann sess að vera ein vinsælasta da;gur- lagasöngkona fslendinga." í ársbyrjun 1957 boðaði Fálk- inn útgáfu þriggja nýrra platna með söng Erlu. Þá komu út lög- in „Draumur fangans“ og „Ekki er allt sem sýnist“ eftir 12. sept- ember og fleiri lög. Erla kom hingað í söngferðalag 1957 og söng þá með Hauki Morthens. Eftir tónleikana birtist tónleika- umsögn í Morgunblaðinu um Erlu: Röddin er ákaflega falleg og viðfelldin og textaframburð- ur hennar er með ágætum. Hún er þar að auki mjög glæsileg kona að útliti og hefir einkar aðlaðandi framkomu. Hún söng í þetta sinn lög þau, sem hún hefur orðið vinsælust af í út- varpinu, og nokkur þar að auki og eru sum þeirra væntanleg á plötum á næstunni. Hámarki fagnaðarlátanna náði Erla þeg- ar hún söng hið (af útvarpinu) forboðna gamanlag og texta í rock-stfl, Vagg og veltu.“ Eftir þetta komu út nokkur lög á plötum með söng Erlu, m.a. Hrcðavatnsvalsinn eftir Reyni Geirs (Knút R. Magnússon), en það lag var á síðustu plötunni sem Erla söng inn á. 011 lögin hennar eru á safndiski sem ný- lega er kominn út. Den sypgende husassistel en god gesandtfor Islan WwuiHiiai Jjye sangaierat; gk btCTc atod iagto- t vÍler sin Dptricaon i Xoáervogne..” wtfcti marv -cn wctlifi 'jswl'f vamt wcii 4 iiBMW M nr .*aaa«u« 'i MumL‘1 Sh»t »*r öaaw ttf «áe 'kviiMkr «8 .nwmtí. i * IMmwarti. t£* ***»t í ***** hsr -tx iOttatrt rlaajjatt íser ,1 ðamJot j aii m hortou* íaa .amcAsös, -cr 28. W& MjéæpW* TL í Island. Stoiir, a!! Æic.% «1 iiníwn soni masbni Kjjwníifg :l»ké t»r uojjuii lirtig .mklUujn itu# tóK auíuiaiuict, .£3in»skiíVi.i‘. aonSdx- sKrtiíRgrMK' J gtftmsttl ííd mogto i 'jnf.kxvuliiu.r ~ rrtmir, liiúiiU: terc — mci> -Ötti v«v .luraUiGtt h«r>- Jl(In i Sfrlntic — nwp tkks »Ue Hr St mr cp M «tm-haj — m j *&*&**< Ues .vcd solv, 4 A'ti KUtutf 'f«i .'IíwshiHm tutma! un-ioa .ni pi/itr j»e m«ií miy *.i mín mWíUnittg íUuí«n m itoa inuitsg í«Bti»ftm, tmr', fmfotog \n ^orrrc itans S»b*r ’havite <#oct« tíet na’1,1,00 Sátrge — -v£ ,Ua fammmi. '*"* :kcm 3uí> *r«o r.uiutr. x>m "* ■ 3 nýiar EEUS uK’ an» *- “ ‘. Tau „kwss ( . x*&H**« <«**r I biö ^6 sœ*<eS«l'œt,na ix&x ™v',rr „vv.ttr fctífc** 1 .. aJMwvtttUI —r jlriliKola — ivnr I KVÖLD MBðRæhetsketnfflhin í Austurliæjarbíó kl. 11,15 f IVÐEIKS ÞETTA EINA SINN KÍM.BKjnm' SKEMMTlA'ntroi tiirílrHtUíHJur JUttAMMI ójHTíU^öagAW1. Mnfft tmdirielK f!fH« »j-y«jö*f«r dókmmesMMi 'teik*u5 Cads BrHicli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.