Morgunblaðið - 29.10.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 B 13
Málþing Þroskaþjálfafélags íslands
um þjónustu við fatlaða
Bætt þjónusta með
flutningi frá ríki
til sveitarfélaga
VERÐI unnið að flutningi mála-
flokks fatlaðra frá ríki til sveitarfé-
laga leiðir það tii bættrar þjónustu
við fólk með fötlun og jafnframt
verði tryggt að áunnin réttindi
starfsmanna haldist, segir meðal
annars í ályktun frá málþingi
Þroskaþjálfafélags íslands, sem
haldið var nýverið. Sólveig Steins-
son, formaður félagsins, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að eyða verði
þeirri óvissu sem málaflokkurinn
hefur verið í vegna hugmynda um
flutning og hafi það þýtt stöðnun á
meðan.
Sólveig Steinsson segir að tilefni
þingsins, sem fjallaði um framtíðar-
sýn og stefnumótun í þjónustu við
fólk með fötlun, hafi verið hugsan-
legur flutningur á málefnum fatlaðra
frá ríki til sveitarfélaga en búist er
við að frumvarp þar að lútandi verði
tekið til umfjöllunar á Alþingi í vet-
ur.
Sólveig segir að á þinginu hafi
komið fram í máli fyrirlesara nauð-
syn þess að auka fjármagn í þjónustu
við fatlaða og hækka laun þeirra sem
þar starfa. Nútíminn krefjist sveigj-
anlegrar þjónustu sem miðist við
einstaklingsbundnar þarfir. A þing-
inu flutti Þór Garðar Sverrisson,
framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu
Reykjaness, erindi um hvort einka-
væðing væri lausn á vanda þjón-
ustunnar. Lára Björnsdóttir,
félagsmálastjóri Reykjavíkur, ræddi
framtíðarsýn og sagði að sveigjan-
leiki og snerpa muni einkenna fé-
lagsþjónustu framtíðarinnar. Karó-
lína Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi og
verkefnisstjóri, ræddi um reynslu
Akureyrarbæj ar af flutningi félags-
legrar þjónustu frá ríki til sveitarfé-
lags. Sagði hún mikla þörf á fólki
með ríkan skilning á málefnum fatl-
aðra til allrar félagslegrar þjónustu.
Krefjandi störf
Milli 20 og 25 þroskaþjálfar út-
skrifast á ári hverju og telur Sólveig
að flestir þeirra skili sér í störf i sínu
fagi enda sé sífellt að fjölga atvinnu-
tækifærum. Þau sé að finna í félags-
þjónustu, skólum, leikskólum, sam-
býlum og á vinnustöðum þroska-
heftra. Hún segir hins vegar að bæði
þroskaþjálfar og aðrir starfsmenn á
sambýlum vinni mjög krefjandi störf
og oft leiti menn í álagsminni störf
þar sem kjör séu jafnvel betri. Því sé
oft erfitt að manna þessar stöður.
I lok ályktunar málþings Þroska-
þjálfafélagsins segir: „Skortur á
Davíð Oddsson
hjá Sagnfræð-
ingafélaginu
DAVÍÐ Oddsson heldur fyrirlestur
þriðjudaginn 31. október í hádegis-
fundaröð Sagnfræðingafélags ís-
lands sem hann nefnir „Hvað er
stjómmálasaga?“ Fundurinn fer
fram í stóra sal Norræna hússins,
hann hefst kl. 12.05 og lýkur stund-
víslega kl. 13. Fundurinn er opinn öllu
áhugafólki og er aðgangur ókeypis.
Stjómmál og stjómmálasaga hafa
verið mikið til umræðu síðasta ára-
tuginn, m.a. vegna óvæntra atburða á
sviði heimsmála í kringum 1990, segir
í fréttatilkynningu. Fyrirlestrar í há-
degisfundaröð Sagnfræðingafélags-
ins á þessu hausti fjalla allir um
stjórnmálasöguna en félagið hefur
fengið átta fræðimenn af ólíkum svið-
um og tvo stjómmálamenn til að
ræða um þessi mikilvægu mál.
Athygli skal vakin á að nú eins og á
síðasta starfsári má lesa fyrirlestra í
fundaröðinni í Kistunni, vefriti um
hugvísindi, á slóðinni www.hi.is/
—mattsam/Kistan. Þar er einnig að
finna skoðanaskipti fyrirlesara og
fundarmanna.
fjármagni sem rekja má til skilnings-
leysis stjómvalda gerir það að verk-
um að þjónustan er oftar en ekki
miðuð út frá hópnum fremur en ein-
staklingnum. Á þessu vilja þroska-
þjálfar sjá breytingu."
Þing Alþj óðaþingmannasambandsins
Einar K. Guðfinnsson formaður
efnahags- og félagsmálanefndar
104. ÞING Alþjóðaþingmanna-
sambandsins (Inter-Parlimentary
Union) var haldið í Jakarta, höfuð-
borg Indónesíu, 14.-21. október sl.
Af hálfu íslandsdeildar Alþjóða-
þingmannasambandsins sóttu
þingið Einar K. Guðfinnsson, for-
maður íslandsdeildarinnar, Ásta
Möller og Gísli S. Einarsson.
Á þinginu var Einar K. Guðfinn-
sson alþingismaður einróma kjör-
inn formaður efnhags- og félags-
málanefndar
Alþjóðaþingmannasambandsins
og tók við því starfi í lok þingsins.
í almennum umræðum á þinginu
flutti Gísli S. Einarsson ræðu þar
sem hann ræddi um sjálfbæra þró-
un og nýtingu fiskistofna og vék
jafnframt að stöðu smærri ríkja í
alþjóðlegu samstarfi. í efnahags-
og félagsmálanefnd þingsins var
fjallað um hvernig haga beri fjár-
mögnun þróunaraðstoðar og að-
gerðir til að útrýma fátækt. Ásta
Möller hélt þar ræðu og benti á að
markvissar aðgerðir á heilbrigðis-
sviðinu væru ein mikilvægasta
leiðin til að vinna gegn almennri
fátækt. Hvatti hún ríki heims til að
gera átak í heilbrigðismálum fá-
tækustu ríkjanna, segir í frétt frá
Alþingi.
Allsstaöar
Allt frá því að Ríkisútvarpið tók til starfa fyrir 70 árum hefur það
verið félagi þjóðarinnar í leik og starfi. Frá innstu dölum til ystu
nesja hefur fólk notið dagskrár þess og þegar mikilvægir
atburðir gerast er Ríkisútvarpið sá fjölmiðill sem þjóðin
reiðir sig á. Öflugar svæöisstöðvar og fréttaritarar víða
um land tryggja fjölbreytt efni frá öllum landshornum og þétt
net endurvarpsstöðva skilar því inn á hvert heimili í landinu.
°g fre^'
©
JFMM
RÍKISÚTVARPIÐ
Sjónvarpið og Útvarpið - fréttamiðlar sem þjóðin treystir.