Morgunblaðið - 29.10.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 29.10.2000, Síða 20
20 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 LANDNÁMS ÍSLENDINGA í KANADA YAR MINNST MEÐ UM 200 OPINBERUM HÁTÍÐARHÖLDUM í KANADA í ÁR ÍHátíðarhöldum til að minn- ast 1000 ára landnáms ís- lendinga í Vesturheimi og 125 ára landnáms þeirra við Winnipegvatn í Mani- toba lauk um helgina. Af því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við þrjá þungavigtarmenn í kanad- ísku nefndinni, sem annað- ist skipulagninguna. Morgunblaðið/Kristinn Laugardaginn 21. október sl. voru 125 ár síðan íslendingar kontu að landi við klettinn á Víðimesi eða Willow Point við Winnipegvatn, skammt fyrir sunnan Gimli. Kanadamenn af íslenskum ættum og aðrir íslendingar á svæðinu minntust tímamótanna með því að ganga frá Gimli að klettinum en slík ganga hefur verið farín árlega í aldarfjórðung. 'Töfran tókst a Framkvæmdastjórn Arþúsundanefndarínnar • son rítarí og Neil Bardal varaformaður. • 125. Frá vinstri:: David Gíslason formaður, Paul Olafson gjaldkerí, Timothy Sam- Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir á heimili sínu í Winnipeg en þau hafa haft í nógu að snúast vegna hátíðarhaldanna í Kanada í ár. AVID Gislason, bóndi á Svaðastöðum í Geysir- byggð og formaður Arþúsundanefndar- innar - 125, Millenn- Jk;im 125, var ánægður og stoltur í Arborg í Manitobafylki sl. sunnu- dagskvöld, þegar hann sleit form- lega hátíðarhöldunum, sem haldin voru frá strönd til strandar frá því í apríl sl. til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að fyrstu íslend- ingarnir komu til landsins og 125 ára landsnáms þeirra við Winnipegvatn í Manitobafylki. „Við höfum haldið um 200 hátíðir í sumar og árangurinn er með ólík- indum,“ segir hann. „Svo mikið hef- ur áunnist en það er einhver töfra- neisti sem býr í Islendingum og okkur, sem erum af íslenskum ætt- um, og með samstilltu átaki beggja vegna hafsins þarf svo lítið til að J^endra hann.“ Margir hafa átt hlut að máli Þegar David talar um að svo mikið hafí áunnist á hann fyrst og fremst við breytingarnar sem hafa orðið á íslenska bókasafninu og íslensku deildinni við Manitobaháskóla með hjálp góðra manna og fyrirtækja en fyrst og fremst aðstoð íslenska ríkis- ins. Hann á líka við Menningarmið- stöðina á Gimli með safni íslenskrar menflingararfleifðar í Vesturheimi og skrifstofum sem tengjast ís- lenskri starfsemi. Aukinheldur svo- nefnt Snorraverkefni. Ennfremur þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að opna ræðismannsskrifstofu í Winnipeg og tilkynna um opnun ís- lensks sendiráðs í Ottawa á næsta ári að ónefndri ákvörðun kanadískra stjómvalda um að opna sendiráð í Reykjavík eftir áramót. „Við sáum hvorki þetta og margt fleira fyrir þegar við ákváðum að stofna nefndina Millennium 125 eftir að ég hafði verið á Islandi um jól og áramót 1997 og rætt hugmyndir við landafundanefnd,“ segir David. „Nefndin var nauðsynleg til að sam- hæfa verkefni íslensku samfélag- anna stranda á milli og í henni voru fulltrúar frá Halifax til Vancouver. , Við vildum leggja áherslu á menn- ingu okkar, arfleifð og sögu og sýna þannig okkur og öðrum Kanada- mönnum þessa merkilegu sögu for- feðra okkar.“ Hann segir að draumurinn hafi verið stór þar sem m.a. hafí verið gert ráð fyrir siglingu víkingaskips- ins íslendings til Norður-Ameríku, #Jyttu af Guðríði Þorbjamardóttur og Snorra syni hennar á áberandi stað í höfuðborginni Ottawa og hátíðarhöldum á hveijum stað þar sem íslenskt samfélag væri í Kan- ada, en með aðstoð íslenska ríkisins, Einars Benediktssonar, formanns landafundanefndar, Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra, Svavars Gestssonar, Guðrúnar Ágústsdóttur og fleiri hafí draumurinn orðið að veruleika. „Hvert samfélag Kanada- manna af íslenskum ættum gat ekki fengið styrk frá Kanadastjórn en nefndin fékk styrk fyrir hönd verk- efnisins í heild. Allir vom tilbúnir að veita okkur aðstoð og mikil sjálf- boðavinna fór fram í félögunum, en því má aldrei gleyma að stuðningur- inn frá íslandi var ómetanlegur. Guðríður setur sérstakan svip á sög- una - sýnir að landnemarnir vom ekki bara víkingar með sverð og skildi heldur vom heillandi konur þar á meðal - og það var mikilvæg stund þegar Davíð Oddsson forsæt- isráðherra afhenti Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, afsteypu af styttunni 6. apríl og byrjaði þann- ig hátíðarhöldin sem hafa staðið yfir síðan.“ Mikil áhrif David segir að áhrifin séu með ólíkindum. „Við buðum til veislu sem við vildum að myndi endast með framtíðina í huga en árangurinn hef- ur farið fram úr björtustu vonum okkar. í fyrra var ekki á stefnuskrá Kanada að opna sendiráð í Reykja- vík en það verður opnað á næsta ári og ég er sannfærður um að hátíðar- höldin og sú athygli sem ísland hef- ur notið hafa átt sinn þátt í því. Ég sé fyrir mér aukin viðskipti á milli landanna og auknar ferðir ferða- manna. Við höfum oft heyrt að ákveðin hræðsla sé í fólki af íslensk- um ættum við að heimsækja ísland en eftir það sem á hefur gengið í sumar heyrist æ oftar að stöðugt fleiri séu nú tilbúnir að sækja ætt- jörðina heim og vitja uppmnans. Ættjarðarástin hefur kviknað sem aldrei fyrr.“ íslnn brotinn Neil Bardal, kjörræðismaður ís- lands í Manitoba og varaformaður nefndarinnar, tekur undir orð Dav- ids og segir að starfið hafi hafist 1997. Heimamenn hefðu að mestu leyti séð um hlutina hver á sínum stað en Svavar Gestsson, sendiherra og aðalræðismaður íslands í Winni- peg, hefði virkjað fyrirliggjandi krafta. ,Áætlun okkar var góð en Svavar hafði réttu samböndin, heim- sótti samfélögin, snerti íslenska strengi og fékk fólkið með,“ segir hann. „Við emm með fólk í mörgum ábyrgðarstöðum og við getum gert allt sem við viljum en það þarf bara einhver að hafa frumkvæðið." Neil segir að þar sem öll norsk fé- lög í Kanada heiti Leifur Eiríksson hefði ekki verið hægt að nota það í kynningunni og því hefði ímyndin orðið til í nafni Guðríðar Þorbjarnar- dóttur. „Guðríður kom í staðinn fyrir Leif.“ í máli kjörræðismannsins kemur fram að ísinn hafi verið brotinn. „Við höfum náð ákveðnum áfanga og næsta skref er að byggja á honum. Flugleiðir fljúga nú til Halifax og ís- lensk fyrirtæki hafa komið þar undir sig fótunum en þetta er vonandi að- eins byrjunin á enn meira starfi, því þjóðimar eiga svo margt sameigin- legt. Nýr heimur hefur opnast og við finnum vel hvað fólkið er spennt.“ ísland í sviðsljósinu Svavar segir að auk fyrrnefndra áhrifa hafi íslenska samfélagið í Kanada breyst að mörgu leyti. „Margföldun nemenda við íslensku- deild Manitobaháskóla talar sínu máli en hátíðarhöldin hafa gert það að verkum að virkni í öllu íslenska samfélaginu í Kanada hefur stórauk- ist. Til dæmis hefur verið stofnað fé- lag í Ottawa, nýstofnuð hátíðarnefnd í Edmonton hefur smitað út frá sér en þar var íslensk menningarvika í vor eins og í Calgary í sumar sam- kvæmt yfirlýsingu borgarstjóra. Örnefnið Markland var löggilt og minnisvarði reistur auk þess sem minnisvarði var reistur í Lockport, en þar er elsta samfellda landnám íslendinga í Kanada. Einnig var af- hjúpaður minnisvarði um landnámið í Kinmount og því má ekki gleyma að íslendingar gáfu 500 sett af íslend- ingasögunum á ensku til háskóla og stofnana í Kanada.“ Svavar segir að vegna alls þessa starfs hafi ríkisstjóm Islands ákveð- ið að stofna menningar- og viðskipta- skrifstofu í Winnipeg. Hann segir að afhending Davíðs á afsteypu fyrr- nefndrar styttu, koma íslendings 28. júlí, opinber heimsókn forseta ís- lands í sumar, sem hafi hafist í Winnipeg en ekki höfuðborginni eins og venja er um slíkar heimsóknir, ís- lendingadagurinn á Gimli og íslensk- ur október í Manitoba hafi verið há- punktar hátíðarhaldanna. Það segir sig sjálft að margir hafa átt hlut að máli og leggur Svavar áherslu á að ekki megi vanmeta þátt íslensku félaganna í því sambandi. Margir íslenskir ráðamenn, embætt- ismenn og stjómendur fyrirtækja hafa heimsótt Kanada í sumar vegna hátíðarhaldanna og fjöldi íslenskra listamanna hefur tekið þátt í dag- skránni. „Árið hefur hreinlega verið undirlagt af Islendingum og íslensku efni,“ segir hann. __m___

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.