Morgunblaðið - 29.10.2000, Side 22

Morgunblaðið - 29.10.2000, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Mynd tekin í heimsókn til dreifibréfsfanganna. I framri röð frá vinstri eru Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjart- arson, Dýrleif Árnadóttir, kona Ásgeirs Péturssonar, og Hallgrímur Hallgrímsson. I efri röð frá vinstri eru Ás- geir Pétursson, Eggert H. Þorbjarnarson, Brynjólfur Bjarnason og Eðvarð Sigurðsson. E nn af dr eifi- bréfsmálinu Bresku fangabúðirnar á Kirkjusandi í Laugarneshverfi, þar sem dreifi- bréfsfangarnir voru hafðir i haldi. eftir Pétur Pétursson GUNNAR M. Magnúss rit- höfundur vann þrekvirki með ritun bóka sinna er hann nefndi „Virkið í norðri". I það mikla ritverk hafa sagnfræðingar og blaðamenn sótt fróðleik um atburði og málefni hernáms- og hervemdarára. Greinarhöfundur birti nú nýverið tvær greinar um svonefnt dreifi- bréfsmál. Þar var vitnað í frásagnir er skrásettar voru fyrir allmörgum árum er þess var freistað að afla upplýsinga hjá ýmsum þeim, sem tengdust atburðum með einum eða örðum hætti. Nú verður enn vikið að þessum sömu málum. Er þá stuðst við blaðagreinar, bókarkafla, eigin minningar, en síðast en ekki síst frásögn Egils Sigurgeirssonar hæstaréttarlögmanns. Ennfremur viðtöl við ýmsa sem höfðu náin kynni af dreifíbréfsmönnum. Bretar lögðu mikið kapp á að afla upplýsinga um höfund dreifí- bréfsins. Var þeim mikið í mun að komast eftir því hvort höfund þess væri að fínna í röðum eigin her- manna. Sækjandi málsins, Sigur- geir Siguijónsson fékk Snæbjörn Jónsson bóksala, skjalaþýðanda og dómtúlk til þess að segja álit sitt á enskukunnáttu bréfritara: „Hr. lögfræðingur Sigurgeir Sig- urjónsson hefír óskað eftir, að jeg ljeti í ljósi skoðun mína á því, hvort enskan á dreifibrjefí kommúnista, því er jeg á sínum tíma þýddi fyrir rannsóknarlögregluna í Reykjavík, megi sæmileg teljast. Jeg tel bæði rjett og skylt að verða við þessari ósk, og verð þá að láta uppi það álit mitt, að enskan á umræddu brjefi megi heita mjög góð, og mjer þykir í hæsta máta ósennilegt, að brjefíð sje upphaflega hugsað á íslenzku en síðan þýtt með hjálp orðabókar. Þykist jeg trauðla hafa sjeð jafn- góða ensku á svo löngu máli ritaða af hjerlendum mönnum. Reykjavík 13. marz 1941. Snæbjörn Jónsson." Helgi Guðlaugsson var einn dreifibréfsmanna. Hann er nýlát- inn, blindur og háaldraður. Gunnar M. Magnúss skráði greinagóða frásögn um yfirheyrslu er fram fór í fangelsi Breta á Kirkjusandi. Þar var þá sonur Arthurs Gook trúboða á Akureyri, Eric Gook stjómandi. Um Arthur Gook, sem var hómópati á Akureyri kvað Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfuridur er <-hann var sárþjáður: Innyfli mín ógnir rífa ætla ég hreint að verða krúkk meðöl löngu hætt að hrífa hjálpaðu mér nú Athur Gook. Eric Gook beitti ýmsum „meðöl- um“ til þess að knýja fram játn- ingu Helga Guðlaugssonar. -r „Yfirheyrslur, er fóru fram þessa daga, voru með tvennu móti. Annað veifið voru hafðar ógnanir, hina stundina blíðmæli eða jafnvel barnalegar lokkanir. - Hér er ekkert hótel, var sagt við þá, - en ekki mun ykkur þykja betra að vera fluttir til Englands, - það er ekki eftirsóknarvert að vera í fangelsi þar. Okkur er ekkert illa við ykkur, - við vitum, að það eru vondir menn bak við ykkur, - þið eigið að hjálpa okkur til að ná í mennina. Fór svo fram um hríð og ekki gekk rófan. ófst þá hatrammleg yfir- heyrsla yfir Helga. Var Helgi leiddur fram fyrir Breta, er sat við borð í réttarklefanum. Bretinn bauð Helga þá sæti og spurði vingjam- lega, hvort hann vildi sígarettu. Helgi kvaðst ekki vilja reykja. Bretinn: - Við skulum nú jafna þetta. Hvað hét þessi maður, sem fékk ykkur bréfið. Segðu nafn hans, þá er þessu lokið hjá okkur. Helgi: - Eg veit ekki, hvað mað- urinn hét. Bretinn: - Nefndu eitthvert nafn. Helgi: - Nei, það get ég ekki. Þegar hér var komið, skipti Bretinn skyndilega um tón og sagði hvasst: - Þú lýgur þessu öllu. - Eg gef þér 2 mínútur til umhugsunar! Dró hann þá upp skammbyssu og sýndi Helga, að hún væri hlaðin. Lagði hann síðan byssuna á borðið og leit á klukkuna. Eftir tveggja mínútna þögn segir Bretinn hranalega: - Já, hver er maðurinn? Helgi: - Eg veit ekki hvað hann heitir. Bretinn handlék þá byssuna um stund með íbyggnum svip og lét þar við sitja. Og Helgi var leiddur út. Öðm sinni hófst yfirheyrsla í höstum tóni, en snerist brátt yfir í vingjarnlegt rabb. Bretinn sagði þá: - Er ekki vont að vera hér? Eigum við ekki að gera kaup? Þetta getur farið að styttast hér, það er undir þér sjálf- um komið. - Bréfið getur ekki ver- ið skrifað af íslendingi, það er í því mállýzka. Helgi: - Ég get ekki sagt, hver maðurinn er. Bretinn: - Langar þig ekki í ljúf- fengan mat? - eða viltu vín, - þykir þér ekki gott vín? Helgi: - Ég smakka aldrei áfengi. Bretinn: - Kannski við skemmt- um okkur í kvöld, - langar þig ekki á bíó? Þannig rabbaði Bretinn um stund, en Helgi svaraði enn og sagði, að hann gæti ekki nefnt nafn mannsins. Fór þá enn sem fyrr, að Bretinn gafst upp á þófinu. Nú kom að því, að Helgi var fluttur í gömlu fiskihúsin á Kirkjusandi. Þar voru fyrir brezkir herfangar. Einn herfanginn, sem bablaði svolítið í íslenzku, gerði sér títt að ræða við Helga. Bauð hann Helga að koma bréfi til venzlafólks hans í bænum. Þrástagaðist hann á þessu og grunaði Helga, að hér væri um gildru að ræða. Langaði hann þá til að reyna, hvort granur sinn væri réttur og skrifaði því eft- irfarandi línur til Björns Guð- mundssonar kunningja síns og fé- laga í Reykjavík. - „Eram í fangabúðum á Kirkju- sandi, - líður þolanlega, - eram fimm. Dagsbrúnarstjómin vísaði á Eggert og Eðvarð.“ - Það fór sem Helga granaði. Ekki leið á löngu þar til hann var kallað- ur fyrir Gook. Hann sagði: - Hver er Bjöm Guðmundsson? - Hvað áttirðu við með bréfinu? Helgi var enn sem fyrr orðfár og lét engar skýringar í té. Fauk þá hvatlega í Gook og hreytti hann úr sér þessum orðum: - Bezt að þið farið til Eng- lands. - Því næst sagði hann við nær- stadda hermenn: - Takið hann út og setjið hann upp á vatn og brauð. veir hermenn gengu þá fram og gripu í sinn hvom handlegg Helga og leiddu hann út. Var farið með hann þar upp á loftið í fiski- húsunum. Én litlu síðar fékk hann skipun um að þvo sér og raka sig vel og rækilega. Vora honum þá fengin þvottatæki og rakáhöld. Var það síðasta athöfn Helga þar á Kirkjusandinum, að þvo af sér óhreinindin, sem fallið höfðu á Egill Sigurgeirsson (lengst til hægri) tók að sér vörn flestra dreifibréfs- manna. Það var prófmál hans fyrir Hæstarétti. Egill lýsti gagnasöfnun sinni þannig: „Ég lá í rúmi Eðvarðs í fangaklefanum en hann gekk um gólf allan tímann. Hann gekk ansi hratt.“ Bjössi Spánarfari eða Björn Guðmundsson Ieigubílstjóri. hann í braggafangelsi Bretanna. Næst lá leið þeirra félaga í steininn til íslensku lögreglunnar." Helgi Guðlaugsson og Björn Guðmundsson (Bjössi Spánarfari) föðurbróðir Einars Más rithöfund- ar, ráku um skeið vinnustofu á Hverfisgötu 50. Þar framleiddu þeir kerrapoka, svefnpoka og sitthvað fleira af ýmsum iðnvar- ningi. Fálkinn seldi framleiðslu þeirra. Þórann Magnúsdóttir sagn- fræðingur, sem var gift Birni um skeið segist muna vel er þeir Helgi Guðlaugsson og Haraldur Bjarna- son komu til þeirra hjóna og sögðu þeim kampakátir frá afrekum sín- um við dreifingu bréfsins í her- mannaskála. Bjöm, sem vissi ekki áður um framtak þeirra félaga og ákvörðun þeirra um að kynna verk- fall Dagsbrúnar með þessum hætti brást með óvæntum hætti við þess- um tíðindum. Kvað það misráðið að setja bresku hermennina í þann vanda að þurfa að óhlýðnast skip- unum yfirmanna. Taldi Björn ákvörðun þessa hið mesta glapræði og fór um verknaðinn hörðum orð- um. Enginn mundi hafa bragðið Bimi um hugleysi. Hann var sjálf- ur hermaður og leit málin öðram augum. inar Már Guðmundsson rithöfundur leyfði góð- fúslega að birtur yrði stuttur kafli úr bók hans „Fótspor á himnum“, þar sem lesa má út úr lýsingu á frænda hans: „Guðnýju fannst Ragnar sonur sinn oft setja Stalín í hásæti guðs. Þar átti hann ekki heima, sama hve mikill maður hann var. Enginn maður komst með tærnar þar sem guð hafði hælana, því guð gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hljóti eilíft líf, en Stalín var bara maður og hlaut því einn góðan veð- urdag að deyja einsog aðrir menn. Nú var Ragnar búinn að renna tvisvar sinnum á könnuna. Kaffið var sjóðheitt og rótsterkt. Þetta vora lífgrös sem bragð var að. Síðar, í borgarastyrjöldinni á Spáni, minntist Ragnar þessa kaffi- tíma þegar hann og aðrir hermenn úr Lýðveldishernum sátu við járn- brautarteina, niðurbrotnir, særðir og lúnir og höfðu ekkert að borða nema örfáar grjótharðar kexkökur. „Þá hugsaði ég,“ sagði Ragnar síðar. „Bara að ég hefði vatn. Þá myndi ég kroppa ryðið af járn- brautarteinunum og láta það út í vatnið. Þá yrði það á litinn einsog kaffi, að vísu þunnt kaffi, en samt kaffi...“ En núna sat hann heima við eld- húsborðið á Ljósvallagötunni. Hann drakk kaffi og það voru sam- ræður í gangi. Móðir hans hafði orðið: „Sam- eignarhugsjónin er ágæt, held ég, en aðeins í anda Jesú Krists. Ég vil að menn séu jafnir og eigi heiminn með guði og Jesú. Ef guð er í hjörtum mannanna geta þeir sam- einast en fyrr ekki.“ „Þetta er nákvæmlega einsog Stalín hugsar," sagði Ragnar. „Hann orðar það bara öðruvísi og vill að við gerum á jörðu það sem guð gerir á himnum.“ „Vera má að guð sé sósíalisti," sagði móðir hans, „en hann er líka guð. Því megum við ekki gleyma." Sigrún var stödd á heimilinu þegar þessar samræður fóra fram. Hún hafði ekki ánetjast neinum kenningum, hvorki á meðan hún dvaldi í Seylukoti né eftir að hún flutti til borgarinnar, Kommúnism- inn var henni lokuð bók. Það gekk til dæmis ekki upp í huga hennar að heimilisfólkið að Seylukoti færi á samyrkjubú og þyrfti að borða í einhverju mötuneyti, kannski alla leið inn á Selfossi. Sigrún útilokaði ekki heldur að henni þætti Ari Verland geðfelldari maður en Jós- ep Stalín. „Stalín," segir hún og beinir orð- um sínum til Ragnars. „Hvað er svona merkilegt við þennan Stal- ín?“ „Hann er maður alþýðunnar," segir Ragnar. „Og hvað er svona alþýðlegt við hann?“ spyr Sigrún. „Hann ber ekki hálstau," segir Ragnar. jössi Spánarfari var góð- kunningi greinarhöfund- ar. Margar fleygar at- hugasemdir hans verða minnisstæðar. Um móður sína sagði Björn og ljómaði af aðdáun: Hún mamma kunni biblíuna alveg spjaldanna á milli. Alveg eins og „Litlu gulu hænuna". Egill Sigurgeirsson var um

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.