Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 24
24 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Setið að spilum í hegningarhúsinu að Skúlavöruðustíg 9. F.v.: Ásgeir, Eggert og Hallgrímur. Eðvarð og Ásgeir að tafli í hegningarhúsinu. voru andstæðir þeim en ég varð aldrei fyrir neinum óþægindum af því. Svoleiðis að ég varði þá þama, ég var einn verjandi þeirra í Saka- dómi, skrifaði þá heillanga vörn ég held upp á 30 blaðsíður eða eitt- hvað þar um bil. y Niðurstaðan varð sú að fjórir voru sýknaðir, það töldum við nú gott þá, fjórir af þessum tíu voru algjörlega sýknaðir. Tveir fengu 18 mánaða dóm, fangelsi í 18 mánuði og tveir fengu fangelsi í fjóra mán- uði. Ritstjóramir fengu fangelsi líka. En þegar þessi niðurstaða var fengin þá vom allir ákveðnir í því að áfrýja þessu máli til Hæstarétt- ar. Það opinbera vildi fá dómana þyngda því að við þessu broti sem talið var að um væri að ræða var allt að sex ára fangelsi svoleiðis að það opinbera áfrýjaði dómunum til -t þyngingar. En hinir vildu náttúr- lega til sýknu, að verða sýknaðir. Pétur: Nú kemur það fram í skrifum Einars Olgeirssonar þegar hann rifjar þessi mál upp að hann telur að Alþýðublaðið, ritstjórn þess, og einnig nefnir hann Stefán Jóhann Stefánsson sem hafi nú eig- inlega ekki harmað það ef þjarmað yrði eitthvað að sósíalistum sem svo nefndu sig á þessum áram. Egill: Já, það voru náttúrlega uppi ýmsar skoðanir um þetta at- hæfi með þessu og á móti en ég skal segja þér það, Pétur, að þegar málið var flutt í Hæstarétti þá kom nú fram að það var stór hópur manna sem studdi þessa menn. Ég , var nú 30 ára þegar þetta skeði og hafði ekki fengið leyfi til málflutn- ings fyrir Hæstarétti en fékk svo þetta mál sem fyrsta prófmál og þegar málið var flutt þá var Hæsti- réttur í gamla tugthúsinu við Skólavörðustíg. Þar vora grindur í kringum okkur lögmennina en bak við okkur var einn bekkur þar sem gert var ráð fyrir að sakborningar, þ.e. hinir ákærðu sætu og hlustuðu á og aðeins lítið pláss þar. En við málflutninginn var svo mikill fjöldi þarna saman kominn að hann stóð ■ eins og sfld í tunnu fyrir aftan okk- ur, I allri forstofunni fyrir framan, niður allan stigann og út á götu. Þetta fólk hlustaði á málflutning- inn. ð voram þarna tveir verj- endur og það er nú nokk- ur saga á bak við það því að á þessum tíma var ég heimagangur á skrifstofu Péturs Magnússonar hæstaréttarlög- manns. Ég mætti fyrir skrifstofu hans í Bæjarþingi, í sjódómi, í fógetarétti og þess háttar svo að ég þekkti Pétur nokkuð vel persónu- lega. Ég talaði um það við Pétur því mér óx þetta mál náttúralega mjög í augum, ég skal viðurkenna það, sem ungum manni og sem prófmál að ég mátti náttúrlega ekki halda fram í Hæstarétti helst nema frambærilegum rökum, lögfræðilegum rökum. Svo að ég talaði um það við Pétur hvort hann vildi ekki gerast meðverjandi minn í Hæstarétti. Pétur féllst á það og ég talaði síðan um það við Éðvarð Sigurðsson og Einar Olgeirsson og þeir féllust á þetta að ég yrði ekki einn verjandi í Hæstarétti fyrir þá tíu. Og niðurstaðan varð sú að Pétur tók að sér að verja tvo menn. Pétur var einn snjallasti lög- fræðingur á Islandi í þann tíma. Og það verð ég að segja að í þessum málflutningi í Hæstarétti þá fór hann á kostum. Hann talaði ekki aðeins til dómsins heldur má segja að hann hafi talað til áheyrendanna líka enda vora menn mjög hrifnir af hans málflutningi og þess hefur lengi verið getið hvað honum hafi mælst vel. En hitt er annað mál að ef ég sem prófmaður hefði haldið öllu fram sem hann gerði þá hefði ég nú verið felldur á prófinu. Pétur: En þú hefur nú talið þetta mikinn sigur fyrir þig þá þegar að fá hann til að gjalda jákvæði við þessum tilmælum þínum að gerast veijandi þeirra einnig? Égill: Já, þetta var miklu sterk- ari málflutningur, það verð ég að segja. Ég kornungur maður og óvanur, Pétur þaulvanur og snjall málflutningsmaður og þetta setti mikinn og sterkan svip á málflutn- inginn. Pétur var svo mikill per- sónuleiki líka og þetta setti mikinn og sterkan blæ á vömina og Pétri mæltist náttúrlega mjög vel. Niðurstaðan varð sú að refsing- in á mönnunum var lækkuð, 18 mánuðir niður í 15 og réttinda- skerðingin á þeim tveimur var felld niður. Svoleiðis að það varð þarna að okkar áliti góð niður- staða að þessu leyti enda held ég nú að þeir hafi nú ekki tekið út þessa refsingu að fullu, ég man ekki betur heldur en það hafi verið stytt veralega þetta tímabil sem þeir sátu inni. Ritstjórarnir sátu aldrei inni í þetta sinn. Þeir vora örugglega náðaðir af þessari refs- ingu seinna meir þannig að þeir sátu aldrei inni. Pétur: Þetta hefur verið mikill styrkur fyrir þig ungan mann að fá þennan snjalla málflutningsmann til flutnings með þér. En einhvern tíma hef ég heyrt vísuhelming sem kastað var fram á þessum áram: Er nú komma eina von orðinn Pétur Magnússon. Kannastu við að hafa heyrt þetta? Egill: Já, ég heyrði þetta nú enda var nú sannleikurinn sá að það þótti ýmsum eiginlega undar- legt að Pétur skyldi vilja vera verj- andi í þessu máli og jafnvel mínum mönnum var svona um og ó að fá Pétur sem verjanda í þessu máli. En þeir sáu ekki eftir því eftir að þeir höfðu hlustað á hann í réttin- um, þá sá enginn eftir því að Pétur hafði verið fenginn í þetta. Það var vel ráðið að mínu áliti enn í dag. Pétur: Enda varð han nú síðar náinn samstarfsmaður sumra þess- ara manna sem ráðherra í nýsköp- unarstjóminni sem svo var kölluð. Egill: Pétur var alveg einstakt prúðmenni. Hann var mjög snjall málflutningsmaður og mikið var gaman að heyra og hlusta á Pétur, sérstaklega þegar hann úti í sveit var að flytja landamerkjamál og önnur mál fyrir bændur. Það var unun að hlusta á hann. Hann beitti þessari aðferð líka þarna þegar þessi mikli mannsöfn- uður var í Hæstarétti þá beitti hann þessum persónutöfrum sínum og þessari snilld að hann hreif alla sem hlustuðu á hann. Pétur: En svo við geram þessu enn þá fyllri og nákvæmari skil má ég spyrja þig um málflutning þeirra sem sóttu málið? Hvað er þér minnisstætt? Egill: Já, málflutningur þeirra var náttúrlega byggður á opinberri ákæra og fluttur af lögfræðilegum rökum. Það er nú mikið öðravísi málflutningur sem tíðkast hér á ís- landi þar sem engir kviðdómar eru heldur en nú tíðkast eða hafa tíðk- ast í þeim löndum sem hafa kvið- dóm. Á íslandi ræða lögfræðingar máiin faglega af lögfræðilegum rökum en ekki í því formi sem tíðk- ast í kviðdómi. Pétur Magnússon hæstaréttar- málaflutningsmaður var veijandi tveggja dreifíbréfsmanna, Ás- geirs og Eggerts. Hann þótti fara á kostum í varnarræðu sinni. Eric Gook, sonur Arthurs Gook, trúboða á Akureyri, annaðist yf- irheyrslurnar. Helgi Guðlaugsson verkamaður. Pétur: Heldurðu að Bretar hafi fylgst með þessum málflutningi? Varðstu var við að þeir væra við- staddir þarna? Egill: Nei, ég minnist þess ekki að þeir hafi verið viðstaddir en ég er alveg sannfærður um það að þeir hafa fylgst mjög vel með þessu því að mennirnir vora látnir lausir vegna þess að ráðherrann lýsti því yfir að mál þeirra yrði rannaskað af íslenskum dómi. Þeir fylgdust örugglega vel með því hvað íslensku dómstólarnir gerðu í málinu, það var enginn vafi á því. Ég hef haft sannar fréttir af því eftir á.“ Margir rituðu um fangelsun „dreifibréfsmanna" og ritstjóra Þjóðviljans. Sýndist sitt hverjum. Vestur-íslendingur, Soffanías Thorkelsson, átaldi íslendinga fyrir óhlýðni við bresku her- námsyfirvöldin og kvað bresku stjórnina hafa verið íslendingum „sérlega vinveitta og hlíft þeim oft við hirtingu er þeir hefðu unnið til“. Hann lætur þess líka getið að ritstjórar Þjóðviljans hafi verið leystir úr haldi og náðaðir „gegn loforði þeirra um að þeir höguðu sé betur“. Soffanías gleymir því að Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Sovét- ríkin og börðust Rússar þá við hlið Breta og síðar Bandaríkjamanna gegn nazistum. Ofstækismönnum hættir til að skrásetja söguna án tillits til staðreynda. Það væri verðugt rannsóknar- éfhi að kanna þátt Vestur-Islend- inga í auðsveipnisafstöðu er síðar leiddi til hernáms hugarfarsins. Hvar eru mörkin milli landráða og hollustu? Soffanías var einn margra Vest- ur-íslendinga sem töldu að Islend- ingar ættu að sýna Bretum og Bandaríkjamönnum algera undir- gefni og hlýðnast öllum tilskipun- um. Skammt var milli heimila Péturs Magnússonar og Ólafs Thors. Pét- ur var heimilisvinur og ráðgjafi Ólafs. Kunnur lögmaður, sem ekki var eins hrifinn af þeim ráðgjöfum sem Ólafur valdi sér síðar sagði: Mikið var hann Ólafur Thors gáf- aður meðan Pétur Magnússon var á lífi. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 7. nóvember - þn. og fim. u. 19.30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og Irfsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.yogastudio.is Asmundur YOGA^ STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 5-44-55-60. GSM 864 1445. Ó HALUR OG SPRUNÐ ehf. halur@yogastudio.is Biotone nuddvörur, Oshadhi ilmkjarnaolíur og Custom Craftworks nuddbekkir 5x5 stjórnun, enn betri yfirsýn Námsstefna Stjórnunarfélags íslands Námsstefnan "5x5 stjórnun, enn betri yfirsýn" sem hefur verið haldin fimm sinnum fyrir fullu húsi, verður nú haldin í allra síðasta sinn. Takmarkað sætaframboöl! Staður: Hótel Loftleiöir, bíósalur Fimmtudagur, 2. nóvember 2000 Kl: 09:00-12:30 Á námsstefnunni verður fjallað um 5 grundvallaratriði stjórnunar: Framtíðin og hvernig fyrirtækið er búið undir þær breytingar sem framundan eru. Mótun stefnu og framtíðarsýn, fjallað um ný viðhorf. Ferlarnir. í öllum fyrirtækjum skipta vinnuferlarnir miklu máli en of fáir gera sér grein fyrir því að ferlarnir eru samkeppnistæki sem verða að vera í lagi. Rafræn viðskipti eru að bylta ferlum. Þróun E-viðskipta og áhrif á vinnuferlin innan fyrirtækja. Frammistaðan. Árangursstjórnun og mæling frammistöðu eru lykilatriði í stjórnun nútímafyrirtækja. Fyrirtækið. Við daglega stjórnun þarf að vera jafnvægi milli agaðra vinnubragða og uppörvandi samskipta. H 'ól&ycís Fólkið. Þekkir starfsmaðurinn markmið fyrirtækisins. Hvernig er hægt að virkja starfsmanninn best, hvað hvetur hann áfram til góðra verka. Fyrirlesari erThomas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs þjónustustöðva Olís. Thomas er hagverkfræðingur sem hefur að baki tuttugu ára stjórnunarreynslu hjá Eimskip og nú hjá Olís. Námsstefnan er ætluð þeim sem vilja ná enn betri árangri, vilja fá betri yfirsýn yfir stefnur og strauma í stjórnun eða vilja endurhæfa þætti í stjórnun sinni. Markmiðið er að þátttakendur fái staðfestingu á því sem vel er gert og fái fjölda hugmynda til að breyta stjórnun og starfsháttum í fyrirtækjum og stofnunum. Þátttakendurfá ítarlegt námsgögn sem innihalda meðan annars fjölda hugmynda að betri stjórnun. Skráning hafin, nánari upplýsingar á www.stjornun.is og í síma: 533-4567 HOTEL LOFTLEIÐIR * C C L A N D H O T E L S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.