Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 27

Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 B 27 Hilmar á 70. afmælisdaginn í Bláa lúninu með hluta af börnum sínum og tveimur barnabörnum. Hilmar Bjarnason sendibflstjúri. á árunum upp úr 1950. Ég byrjaði með Guðna Bjarnasyni, sem var lengi leikssviðstjóri hjá Þjóðleikhús- inu. Haukur Bjarnason lögreglu- maður, bróðir Guðna, var einnig í þessum þungaflutningum og ég fór að starfa með þeim. Faðir þeirra hafði verið með þessa flutninga og fyrirtækið var fjölskyldufyrirtæki. Ég starfaði með þeim bræðrum í nokkur ár. Við fluttum píanó, flygla, peningaskápa og fleira. A þessum árum voru fáir bílar sem gátu flutt píanó. Ég hafði keypt mér stærri bíl til að geta annast þessa flutninga. Eftir að Guðni og Haukur hættu, hef ég verið með hóp flutningamanna á eigin vegum um áratugaskeið." Hefur þú þá kynnst tónlistar- mönnum t.d í sambandi við flutninga á hljóðfærum? „Já, mörgum. Ég flutti t.d. oft flygilinn fyrir Árna ísleifsson. Ég var með honum í flutningum þegar hann flutti austur á Egilsstaði þar sem hann bjó í mörg ár. Það er hreint ekki sama hvernig þetta er gert. Þetta eru rándýr tæki og það þarf að sýna mikla aðgætni og vand- virkni. Það eru mikil verðmæti í vönduðum hljóðfærum og það má lít- ið út af bera þegar þau eru flutt á milli húsa, oft uppá hæðir í lyftulaus- um húsum. Ég var mikið í flutningum fyrir hljóðfæraverslun Poul Bernburg. Ég ók vörum frá skipaafgreiðslum og yfir í hljóðfæraverslunina í mörg ár. Þaðan fór ég síðan með vörurnar heim til viðskiptavina frá verslun- inni. Ég fór einning oft með hljóð- færi í stillingar. Þá var ég einnig í flutningum fyrir hljóðfæraverslun Pálmars ísólfssonar og fyrir ýmsa aðra fasta viðskipavini og einnig við- skiptavini á Sendibílastöðinni. Ég vann fyrir Stefán Líndal sem átti hljóðfæraverslunina Rín. Þá ók ég lengi fyrir Helga Hallgrímsson, föð- ur Hallgríms Helgasonar tónskálds, sem fór oft til Danmerkur og keypti notuð stykki og flutti hingað heim og seldi og ég vann mikið fyrir hann.“ Eru einhverjir eftirminnilegir við- skiptavinir eða vinir frá þessum ár- um fyrir utan þá sem þú ert þegar búinn að segja frá? „Já, t.d Kristján Þorvaldsson, sem var með heildverslun á Grettisgöt- unni. Ég keyrði mikið fyrir hann. Þá má ég til með minnast á Ólaf Magn- ússon söngvara frá Mosfelli, sem var lengi umsjónarmaður í Heilsuvemd- arstöðinni. Ólafur er einni besti vin- ur sem ég hef eignast. Hann er löngu látinn, en ég sakna hans enn. Hann var mikill söng- og gleðimaður og það var gaman að skemmta sér með honum.“ Keyrði líkbíl á Suðurnesjum Áttu ekki einhverjar skemmtileg- ar minningar frá fyrri ámm þegar þú fórst með leikflokka um landið? „Ég fór tvö sumur í röð með leik- flokka út á landsbyggðina. Það var ámnum á milli 1955 og 60. Ég fór fyrst með leikflokk sem kallaði sig „Rokk og rómantík". I þeim hópi vom þeir ágætu leikarar Láms Ing- ólfsson, Bessi Bjamason, Sigríður Hagalín, Auróra Halldórsdóttir, Nína Sveinsdóttir og fleiri. Síðar fór ég með leikflokkinn, „Stúlkan á loft- inu“ í fimm vikna ferða um landið. í þeim flokki vom hjónin Helgi Skúla- son og Helga Bachmann og Róbert Arnfinnsson og hans kona Stella Guðmundsdóttir. Það var gaman að fara með þessa hópa um landið og margs að minnast. Þessir leikarar vom allir landskunnir og það var al- staðar fullt út úr dymm í samkomu- húsunum þar sem sýningar fóm fram og gríðarlega góð stemmning og oft mikið helgið." Þú ókst einnig við jarðarfarir og með líkkistur um landið? „Ég þjónaði Keflavík og Njarðvík við jarðarfarir í nærri þrjátíu ár. Þetta var hlutastarf með akstrinum á Sendibílastöðinni. Akstur við jarð- arfarir varð að hafa allgjöran for- gang. Ég hefði sleppt Akureyrartúr hefði hann komið upp á jarðarfarar- degi. Þá ók ég oft með líkkistur út á land.“ Varðstu aldrei var við neitt sem telja má til dulrænnar reynslu? „Farþegarnir sem ég ók í líkbíln- um vom bestu farþegar sem ég hef keyrt um daganna. Eg varð aldrei var við neina reimleika, hef aldrei orðið var við drauga. Ég þekkti yfir- leitt ekki fólkið sem ég ók hinsta Morgunblaðið/Golli spölinn. Mér þótti mjög erfitt að aka við jarðarfarir þegar var verið að jarðsetja böm.“ Nú varst þú lengst af á nýjum, svörtum bílum, gljábónuðum sem vom kannski miklu huggulegri en sendiferðabílar almennt. Var það ekki ástæðan fyrir því að þú fékkst vinnu hjá utanríkisráðuneytinu o.fl. opinbemm aðilum þegar til landsins komu ýmsir erlendir þjóðhöfðingj- ar? „Árið 1963 eignaðist ég fyrsta svarta bílinn og ég hef átt þá nokkra síðan. Ég hef keyrt fyrir ráðuneytin farangur fyrirfólks og fólks sem hef- ur komið hingað í opinbemm erind- um. Aksturinn fyrir ráðuneytin hófst um það leyti sem Ben-Gurion kom til íslands í opinbera heimsókn 1961 og í svipinn man ég t.d. eftir að hafa keyrt farangur fyrir utanríksráðu- neytið þegar þeir komu hér Nixon og Pompidou 1973 og síðar t.d Elísabet Englandsdrottning og æðsti maður kaþólsku kirkjunnar Jóhannes Páll páfi.“ Einn besti glímumaður landsins um langt árabil Hélstu ekki áfram að glíma eftir að þú komst til Reykjavíkur? „Jú. Ég fór strax að glíma. Láms Salomonsson frétti að ég væri kom- inn í bæinn og hann fékk mig til að ganga í Ungmannafélag Reykjavík- ur. Fyrstu æfingarnar sem ég sótti vom í íþróttasal Menntaskólans í Reykjavík. Þaðan fómm við yfir í Miðbæjarbamaskólann og voram þar í mörg ár með æfingar. Glímu- mót fóm yfirleitt fram í gamla her- mannabragganum á Hálogalandi og svo vora glímusýningar í skemmti- ferðaskipum og á samkomum víða um land. Hér fyrr á árum vom oft glímusýningar t.d. á Melavellinum 17. júní eða jafnvel á Þingvöllum og ég tók þátt í þeim mörgum. Ég var fyrst í léttasta þyngdar- flokki, en keppti lengst af í öðmm flokki . Ég var ekki búinn að vera lengi í Ungmannafélagi Reykjavíkur þegar ég kynntist Ármanni J. Láras- syni sem var glímukóngur íslands um árabil og einn fremsti glímumað- ur íslands fyrr og síðar. Við urðum strax miklir vinir og eram enn.“ Eplið og eikin. Hilmar var um árabil einn virtasti þungaflutningamaður á landinu. Nú hefur sonur hans, Jún Hilmar, tekið við. Tókstu þá ekki þátt í mörgum glímumótum? „Jú, mörgum. Ég hætti ekki að glíma fyrr en 1970, þá orðinn fertug- ur. Ég tók þátt í mótum eins og Flokkaglímu Reykjavíkur, Lands- flokkaglímunni, Islandsglímunni og Skjaldaglímu Armanns." Er eitthvert glímumót þér minnis- stætt? „Þau em mörg eftirminnileg. Ég hafði gaman af að glíma á móti sem haldið var þegar Kópavogskaup- staður varð tíu ára. Þá var ég í góðu formi. Ég náði öðra sæti eftir harða baráttu við vin min Armann J. Lár- usson.“ Armann sagði eitt sinn í viðtali að, að öllum öðram ólöstuðum væri Hilmar Bjarnason eftirminnilegasti glímumaðurinn á löngum ferli Armanns í glímunni. Þeir glímdu yfirleitt ekki saman í keppni því þeir vora ekki í sama þyngdarflokki en glímusýningar þeirra félaganna era ógleymanlegar þeim sem á horfðu. Hefur þú fylgst með öðrum íþróttagreinum? Frjálsum íþróttum, handbolta eða knattspyrnu? „Jú, ég hef alltaf verið mikill íþróttaáhugamaður. Ég fór t.d. á hvert einasta frjálsíþróttamót á gamla Melavellinum á ámnum íyrir 1950 og á sjötta áratug aldarinnar þegar við áttum fjölmarga frábæra afreksmenn í frjálsum íþróttum eins og t.d. Clausenbræður, Gunnar Huseby. Torfa Bryngeirsson og marga aðra frábæra frjálsíþrótta- menn. Það var oft mikil stemning á Melavellinum og mikill fjöldi áhorf- enda bæði á frjálsíþróttamótum og knattspyrnuleikjum." Einhver knattspymuleikur sem þú mannst öðmm fremur eftir? „Ég man auðvitað eftir mörgum leikjum. Eftirminnilegasti leikurinn var viðureign íslands og Svíþjóðar árið 1951 þegar Island vann 4-3 og Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk íslenska landsliðsins. Ég hélt alltaf með Skagaliðinu og tók mér stundum frí frá vinnu þegar Skaga- liðið var að spila. Eins og margir ungir menn á þeim áram dýrkaði ég Ríkharð Jónsson, Svein Teitsson, Halldór Sigurbjömsson, „Donna“, Guðjón Finnbogason, Þórð Jónsson og Þórð Þórðarson og átti reyndar því láni að fagna að kynnast sumum þeima vel. Ég hef líka lengi haft mikinn áhuga á handknattleik og hef átt margar góðar stundir á eftirminni- legum handboltaleikjum. Ég hef ver- ið meðal áhorfenda á kappleikjum ís- lenska landsliðsins erlendis, oft með elstu dóttur minni Hjördísi. Ég var t.d á HM í Sviss árið 1986 þegar ís- lenska landsliðið vann fyrrverandi heimsmeistara Rúmena og rass- skelti Danina. Þar vann íslenska landsliðið sér þátttökurétt á Ólymp- íuleikunum 1988 og ég fór til Seoul að styðja við bakið á „strákunum okkar“. Minn maður í handboltanum er Geir Hallsteinsson. Hann var eng- um líkur, hreinn töframaður með knöttinn, hann var snillingur. Ég hélt alltaf með FH í handboltanum. Iþróttaáhugi minn minkaði auðvit- að ekki við það að eitt barna minna, sonur minn Hörður, varð afreksmað- ur í knattspymu, lék lengi með Val og landsliðinu og um skeið sem at- vinnumaður í Svíþjóð. Við fjölskyld- an fórum oft saman á völlinn þegar hann var að spila og þá var yfirleitt glatt á hjalla." „Hilmar fyrsti“ Þurftir þú ekki að fara í mikla að- gerð á sjúkrahúsi fyrir aðeins örfá- umárum? „Jú. Ég greindist með krabba- mein árið 1995. Áður hafði ég því miður átt við áfengisvandamál að stríða sem var ein aðalástæðan fyrir því við skildum, við Aðalheiður. Nú hef ég ekki dmkkið í um áratug. Ég margleitaði mér aðstoðar þegar ástandið var orðið mjög slæmt. Eftir að ég hætti að drekka fékk ég krabbamein, síðan hætti ég að reykja, þá fékk ég astma.“ Fyrir nokkmm ámm fór ég í merkilega aðgerð, þá fyrstu sem hef- ur veriðframkvæmd hér á landi. Mér þykir vænt um lækninn sem fram- kvæmdi aðgerðina, enda hefur lík- lega enginn gert eins mikið fyrir mig. Þessi aðgerð var framkvæmd 5. mars 1997 og fyrir henni stóð Ei- ríkur Jónsson, yfirlæknir á þvag- færadeild Borgarspítalans. Við að- gerðina starfaði einnig annar prýðislæknir, Guðmundur Geirsson, en það var hann sem kom mér í kynni við Eirík. Eiríkur er ágætur húmoristi. Hann sagði að við hefðum stofnað lítið fyrirtæki um aðgerðina, læknirinn og sjúklingurinn, fyrir rúmum þrem ámm. Eiríkur heiðraði mig á sjötugsafmælinu með því að kom í veisluna. I ávarpi í afmælinu sagði hann að ég gengi undir nafninu „Hilmar fyrsti“ í kjölfar aðgerðar- innar. Eftir aðgerðina hef ég verið nokkuð góður, astminn angrar mig þó daglega, en ég hef góð meðul við honum. Ég fer vel með mig, borða góðan mat, en er því miður latur og nenni ekki að stunda göngur eða sund, en mér líður ágætlega. Ég hef yndi af ljóðum og vísum og fletti stundum upp í ljóðabókum. Uppáhaldsskáld mitt er Davíð Stefánsson og ég les mikið Ijóð eftir Stein Steinar og Bólu-Hjálmar. Þá hef ég lengi haft mikið dálæti á Jónasi Hallgrímssyni og Grími Thomsen og ætli ég kunni ekki ennþá Gunnarshólma og Skúla- skeið utan að.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.