Morgunblaðið - 29.10.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 29.10.2000, Síða 28
28 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bassar! Mótettukórinn í Hallgrímskirkju vantar 2—3 bassa. Á verkefnaskrá þessa starfsárs er m.a. utanlandsferð til Kanada og frumflutningur á Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson. Áhugasamir hafi samband við Hörð Áskelsson í síma 510 1000 eða sendi tölvupóst: hask@hallgrimskirkja.is http://hallgrimskirkja.is/ Tillaga um yfirþjóðleg*- an eftirlitsskipaflota Brussel. The Daily Telegraph. HJÁ framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB) í Brussel er til athugunar tillaga um að komið verði á fót nýrri fiskveiðieftirlitsstofnun sem hefði víðtækt vald til að grípa til aðgerða gegn skipum og útgerðum sem uppvís verða að ólöglegum veið- um í lögsögu ESB. Megintilgangur hinnar nýju stofn- unar yrði að hamla gegn rányrkju á fiskistofnum. Framkvæmdastjómin óttast „að fiskistofnarnir minnki stöðugt sem leiða myndi til hættu á útrýmingu" sumra þeirra. Á meðal þeirra hugmynda sem verið er að íhuga er yfirþjóðleg stofnun sem réði yfir eigin eftirlitsskipum og gæti, einnig með aðstoð eftirlits úr lofti, gert skynditékk í fiskiskipum í lög- sögu sambandsins. Eins og er bera aðildarríkin ábyrgð á eftirliti með því að ESB- reglum um fiskveiðar sé framfylgt. Stjórnvöld aðildarríkjanna uppskera með slíku eftirliti með eigin fiski- mönnum allt annað en vinsældir. Mikið misræmi er í framkvæmd eft- irlitsins; sem dæmi má nefna fram- fylgir brezki flotinn og flugvélar á vegum brezka landbúnaðarráðu- neytisins reglum ESB með ströngu eftirliti í sinni lögsögu á meðan „Eg læt vakta fyrir mig Gagnasafmð og i tölvupóstinum bíður mín það sem skrifað er um fyrirtækið mitt, keppinautana, áhugamáiin og síðast en ekki síst uppáhaldsliðið." ■ f Gagnasafni Morgunblaðsins er að finna fréttir og greinar Morgunblaðsins frá árinu 1987 fram á þennan dag. Greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun er auðvelt að finna, hvert sem viðfangsefnið er. Gagnasafnið nýtist öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í starfi, námi og leik. Áskrift frá 2.000 kr. á mánuði eða lausasala 60 kr. greinin. Áskrifendur geta látið sérstakan Vaka vakta Gagnasafnið og fengið sendan tölvupóst Öflug leitarvél frá AUT0N0MY Með fréttum og greinum fylgja myndir, kort og gröf Kynntu þér Gagnasafnið á mbl.is eða hringdu í síma og fáðu nánari upplýsingar. 569 1122 spænskir fiskimenn komast upp með nánast hvaða reglubrot sem er, þar sem spænsku eftirlitsmennirnir horfa gjarnan gegnum fingur þegar „þeirra“ menn veiða fram yfir kvóta eða nota ólögleg veiðarfæri. Á ráðstefnu í Brussel í þessari viku er verið að ræða hugmyndir um róttæka uppstokkun hinnar sameig- inlegu sjávarútvegsstefnu ESB en gildistími stefnunnar eins og hún er rennur út árið 2002. Er það viðtæk skoðun, að kenna megi sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni um bágan hag sjávarútvegsins; það markmið hennar að stöðva ofveiði og stuðla að vexti og viðgangi fiskistofnanna hef- ur algerlega brugðizt í framkvæmd. Hin tæpa hálfa milljón manna sem starfar í sjávarátvegi í ESB-löndun- um býr við æ krappari kjör. Of mikil veiðigeta fiskiskipaflot- ans er álitið höfuðvandamálið. Fram- kvæmdastjórnin vill úreldingu fleiri skipa og að sjávarútvegsbyggðum verði veittir sérstakir styrkir. Eignarkvótakerfi lausnin? En að sögn Daily Telegraph telja gagnrýnendur að hinn raunverulegi vandi felist í sjálfri uppbyggingu sameiginlegu sjávarátvegsstefnunn- ar; eins og er hvetji hún skipstjóra einstakra fiskiskipa til að flýta sér að veiða mikið á röngum tímum árs til þess að tapa ekki afla til skipa frá samkeppnisútgerðum. Segir blaðið að aðalvalkosturinn sé eignarkvóta- kerfi að fyrirmynd Ný-Sjálendinga, Ástrala og Bandaríkjamanna. James Proven, sérfræðingur brezkra íhaldsmanna á Evrópuþing- inu, hefur lagt til að tekið verði upp svipað eignarkvótakerfi í ESB sem geri útvegsmönnum kleift að kaupa og selja veiðiheimildir. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir stóra ókostinn við slíkt kerfi vera þann, að „stóru kallarnir myndu kaupa upp kvóta hinna litlu“. Riehard -North, annar brezkur Evrópuþingmaður, er þeirrar skoð- unar, að fái ESB að byggja upp eftir- litsskipaflota samsvaraði það því að sambandinu væri leyft að koma sér upp eigin vopnuðum varðskipum. -------------------------- mbl.is Ungir jafnað- armenn mót- mæla auknum sköttum UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík hafa sent frá sér eftirfarandi álykt- un: „Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla fyrirhuguðum skatta- hækkunum ríkisstjórnarinnar. Sú leið að hækka útsvarsheimildir sveitarfélaga án þess að mæta því að fullu með lækkun tekjuskatts er ávísun á skattahækkun upp á allt að tvo og hálfan milljarð króna. Stjórnvöld ráðgera að hækka út- svarsheimild sveitarfélaga um 0,99%, 0,66% um næstu áramót og 0,33% um áramótin þar á eftir. Til að koma til móts við skattgreiðend- ur ætlar ríkið einungis að lækka skattheimtu af tekjum einstaklinga um 0,33%. Þetta þýðir að skattar á tekjur munu hækka sem nemur 60.000 krónum á hverja fimm manna fjölskyldu á höfuðborgar- svæðinu. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja það mistök hjá ríkisstjórninni að ætla að draga úr vanda sveitar- félaganna með auknum álögum á al- menning. Afkoma ríkissjóðs og mikill tekjuafgangur á fjárlögum gefur tækifæri til að flytja tekju- stofna frá ríki til sveitarfélaga í stað þess að auka skattheimtu. Því hvetjum við borgarstjórn til að nýta sér ekki aukna útsvarsheimild um- fram þær lækkanir sem ríkið tekur á sig til að koma til móts við skatt- greiðendur en beita sér þess í stað fyrir raunhæfari lausn á vanda sveitarfélaganna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.