Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 32
32 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Blúsinn lifir þótt sumum þyki hann hrumur og í sumar komust tvær skífur meó gömlum blúshundi hátt á banda- ríska breiöskífulistann. Árni Matthíasson rekur stuttlega sögu Riley B. King, sem síðar tók sér nafniö B.B. King. ''v > BB KING er meðal annars frægur fyrir stíft tónleikahald og frá því hann var ungur maður að koma sér áfram í tónlistinni hefur hann haldið þúsundir tón- leika, vel á þriðja hundrað tónleika á ári ára- tugum saman. Hann er kominn á áttræðisald- ur, varð 73 ára um daginn, og segist heldur vera að draga úr tónleikahaldinu, hann hafí ekki sama þrek og forðum. Þannig hélt hann aðeins 268 tónleika 1999, sem var talsvert minna en þeir 300 tónleikar sem hann hélt 1998, en þrátt fyrir tónleikana alla segist King enn hafa gaman af því að stíga á svið og hverjir tónleikar séu áskorun. Riley B. King fæddist í Itta Bena í Mississippi-árósunum í september fyrir 75 árum. Fyrstu æviárin var hann á sí- felldu flandri á milli heimilis móður sinnar og ömmu og ólst svo að segja upp á báðum stöðunum. Um leið og hann hafði aldur til var hann farinn að vinna á fjölskylduakrinum en í kjölfar þess að hann missti móður sína fluttist hann til stærri bæjar, Indian- ola. Það var 1943 og King var þegar farinn að fást við tón- list, syngja gospel í kirkjum. Eftir því sem hann kynntist tónlistinni betur, sveitatónlist og gospel, langaði hann til að læra meira og flutti sig um set til Memphis. Þar komst hann í læri hjá frænda sínum Bukka White og að frátöldu ári sem hann bjó í Indianola, settist hann að í Memphis og lagðist í spilamennsku. Hann var þá þegar giftur og búinn að vera lengi, en ef marka má frásögn hans var hann farinn að stússast í kvenfólki tíu ára gamall og hefur haldið því vel við; á fímmtán böm með fjölda kvenna. Peptikon-drengurinn King var þegar kominn með tæra og þróttmikla söngrödd og þegar hann var búinn að ná tökum á gítarnum gat ekki farið öðruvísi en hann vekti athygli. Orðsporið sem fór af honum varð til þess að honum bauðst að sjá um útvarpsþátt, fyrst undir nafn- inu The Peptikon Boy, eftir magasnafs, og síðan Beale Street Blues Boy, en Beale stræti var helsta blúsgata Memphis á þeim tíma. Síðar stytti hann nafnið í Blues Boy Kingogloks í B.B. King. Fyrstu upptökumar gerði King 1949 fyrir Bullet Records en gerði síðan út- gáfusamning við RPM Records sem bræð- umir Joe, Jules og Saul Bihari áttu. Þeir höfðu þann sið að skrá sig sem meðhöfunda á öllum lögum sem gefin voru út á vegum fyrirtæksins og þannig eru til komin höf- undanöfnin Joe Josea, Jules Taub og Sam Ling sem finna má á svo mörgum laga Kings, til að mynda Sweet Little Angel, Three O’Clock Blues og Ten Long Years, sem öll eru með helstu lögum hans frá fimmta og sjötta áratugnum. Að sögn Kings voru það tilbúin nöfn þeirra Bihari-bræðra og aðeins til þess ætluð að þeir fengju sem mest í sinn hlut. Það tók King svo áratugi að losna úr þessari súpu og hefði eflaust ekki tekist ef ekki hefði komið til umboðsmaður hans, endurskoðandinn Sidn- ey A. Seidenberg, sem hefur unnið með honum í 35 ár. Eins og King rekur söguna létu þeir bræður sér ekki nægja að skrá sig meðhöfunda lag- anna heldur skráðu þeir sig iðulega sem út- setjara til að ná í þá aura líka, en King sá sjálf- ur um útsetningar á flestum laganna. Aðrir sem komu við sögu eru Maxwell Davis og Sam Phillips, sem síðar gerði garðinn frægan með Sun-útgáfúnni og uppgötvaði Elvis Presley og HowlingWolf. Þéttbýlisblús og blásarar Blúsinn sem King leikur var á árum áður kallaður þéttbýlisblús því hann var all- frábrugðinn því sem menn léku og sungu í ár- ósum Mississippi eða á Maxwell-útimarkaðn- um í Chicago. King lagði meira upp úr útsetningum og hljóðfæraleik, var kannski meiri atvinnumaður í faginu, og hann var og er hrifinn af blásturshljóðfærum. Þannig voru fyrstu upptökurnar sem hann gerði fyrir Bull- et í Memphis á sínum tíma með píanóleikara, trommuleikara, bassaleikara og þremur blás- urum. Eitt helsta upptökutímabil hans var þegar hann var hjá RPM-útgáfunni í Memphis og þá með Maxwell Davis sem hljómsveitar- stjóra, en hann var með fremstu mönnum á sínu sviði á þeim tíma. Fyrir nokkrum árum var gefið út safn af þeim upptökum og í einu laganna má heyra að King gleymir að byrja að spila og afsakar það þegar hijómsveitin stopp- ar að hann hafi bara verið svo heillaður af út- setningunni að hann hafi gleymt að koma inn. Hann segir og að stórsveitasveiflan hafi haft mikil áhrif á sig á unga aldri. „Mér fannst Benny Goodman frábær og hélt líka mikið upp á Count Basie, Duke Ellington, Jimmy Lunceford og stórsveitirnar sem voru með blússöngvara með sér, til að mynda Jay McShann með Walter Brown, Count Basie með Jimmy Rushing, Duke með Ai Hibbler og Benny Goodman með Peggy Lee.“ Það þótti mikil nýlunda á þessum tíma að Bihari-bræður hljóðrituðu talsvert með King á tónleikum og fyrsta lagið sem hann kom á toppinn á litralistanum, Three O’Clock Blues, var einmitt tekið upp á tónleikum 1951. Á næstu árum átti King eftir að koma á þriðja tug laga hátt á vinsældalista litra, ekki síst fyr- ir það hve hann var duglegur við tónleikahald, en að meðaltali lék hann á um 300 tónleikum á ári og hélt því næstu áratugina. Besta ténleikaplata sögnnnar King fannst hann ekki fá þann stuðning sem hann ætti skilinn hjá Bihari-bræðrum, sem voru ævinlega að skara eld að eigin köku og svo fór að hann flutti sig um set til ABC- Paramount-útgáfunnar 1962. Tveimur árum síðar gaf hann út eina af sínum frægustu skíf- um, Live at the Regal, sem kölluð hefur verið ein besta tónleikaplata sögunnar. Næstu ár átti hann nokkur lög á R&B vinsældalistanum en sló svo loks í gegn á landsvísu með laginu The Thrill Is Gone. Á næstu árum hélt hann áfram að koma lögum í góða spilun þótt blús- vinum hafi fækkað jafnt og þétt í takt við breyttan smekk. Uppsveifla hefur orðið í blúsnum síðustu misseri, meðal annars fyrir tilstilli manna eins ogB.B. King, ennþá vinsæll meðal hvítrar miðstéttar á meðan svertingjum vestan hafs finnst tónlistarformið gamaldags og hall- ærislegt. King segist svíða sú afstaða, enda sé blúsinn hluti af menningarsögu litra Banda- ríkjamanna og innan hans hafi starfað mörg helstu tónskáld landsins. „Rappið minnir mig á boogie woogie sem var vinsælt þegar ég var ungur drengur. Mér finnst það skemmtilegt að vissu marki, en kann ekki að meta það þegar rapparar gera lítið úr konum og bölva og ragna.“ Frá því hann byrjaði á stíf- um ferðalögum um Bandaríkin hefur King alltaf yfrið nóg að gera í tónleikahaldi um heim allan og var til að mynda í sum- ar á ferð um Evrópu. Hann hefur einnig sent nokkuð reglulega frá sér breiðskífur þótt þær hafi ekki vakið ýkja mikla athygli. Eftfr því sem stjörnugestum hefur fjölgað á plötunum hafa menn þó sperrt eyrun og þannig var til að mynda með plötuna Deuces Wild sem kom út fyrir þremur árum, en þar eru meðal gesta Eric Clapton, Bonnie Raitt, Keith Richards, Ron Wood og David Gilmour bara á gítara, en í söngnum láta í sér heyra Willie Nelson, Van Morrison, Mick Jagger, Tracy Chapman, Mick Hucknall, Joe Cocker og Dr. John svo dæmi séu tekin. í framhaldi af þeirri plötu kvikn- aði svo sú hugmynd að þeir Er- ic Clapton og King myndu gera saman skífu, en reyndar var upphaflega stefnt að því að King yrði aðalgestur hjá Clapton. Tvær skífur inn á banda- ríska breiðskífulistann I sumar komu svo út tvær skífur með B.B. King, annars vegar sólóskífan Makin’ Love Is Good for You og hins vegar platan Riding With The King sem hann gerði með Clapton. Það segir sitt um þann sess sem King skipar í huga landa sinna að báðar plöturnar röt- uðu inn á bandaríska breið- skífulistann og sú síðarnefnda komst meira að segja inn á topp tíu. Á sólóskífunni tekur King fyrir klassíska blúsa að hætfi hússins, en einnig soul-lög og jafnvel popp. Á Clapton-skífunni er aftur á móti meiri blús á ferðinni, en Clapton var við stjómvölinn og með sína eigin sveit með sér við upptökurnar. Á lagalistanum eru gamlir King-slagarar, lög eins og Ten Long Years, Three O’Clock Blues, og When My Heart Beats Like a Hammer og einnig lummur eins og Hold on I’m Coming. Eins og getið er er B.B. King hálf- áttræður og eðlilega farinn að lýjast. Hann hyggst þó halda áfram að ferðast um heim- inn þar til hann dettur niður við hljóðnem- ann að eigin sögn og syngja og spila svo lengi sem nokkur vilji á hann hlusta. Hann virðist fjörugri nú um stundir en oft áður; síðustu tvö ár hefur hann lést um tuttugu kíló að sögn og er hættur að borða sykur og sætmeti, borðar ekki kjöt og er hættur að drekka, segist ekki hafa fengið sér nema fing- urbjörg af koníaki til hátíðarbrigða um jólin síðustu fimm ár eða svo. Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir hefur King aldrei gleymt uppruna sínum og segist ekki líta á sig sem neinn sérstakan gítarsnilling eða stórsöngvara. „Þegar ég var ungur maður að byrja í gítarleik fannst mér ég vera afbragðs- söngvari og gítarleikari, en svo heyrði ég aðra syngja og komst að því að ég var ekkert sér- stakur og svo heyrði ég í gítarleikurum eins og Django Reinhardt, Charlie Christian, Lonnie Johnson og T-Bone Walker og komst að því að ég var ekkert sérstakur gítarleikari heldur. Upp frá því hef ég æft mig og æfi mig enn mik- ið, þannig að ég er að bæta við mig á hverju ári, alltaf að læra eitthvað nýtt við það að hlusta á plötur með gömlu meisturunum, Blind Lemon eða Lonnie Johnson, þó ég viti að ég eigi aldrei eftir að verða eins góður og þeir. Ég þekki mín takmörk, veit að það er margt sem ég ekki get sungið eða spilað, en ég er að æfa mig.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.