Morgunblaðið - 29.10.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 B 33
Dagbók
Háskóla
*
Islands
DAGBÓK Háskóla íslands 30. októ-
ber til 5. nóvember. Allt áhugafólk
er velkomið á fyrirlestra í boði
Háskóla íslands. ítarlegri upplýs-
ingar um viðburði er að finna á
heimasíðu Háskólans á slóðinni:
http:/Avww.hi.is/stjom/sam/dag-
bok.html
Hjartaáfall - Málstofa Rann-
sóknastofnunar í hjúkrunarfræði
Mánudaginn 30. október, kl. 12.15
í stofu 6 í Eirbergi, mun Christer
Magnússon MSN flytja fyrirlestur-
inn „Hjartaáfall - upplifun sjúkl-
inga og hjúkrunarfræðinga". Fyrir-
lesturinn er á vegum Rannsókna-
stofnunar í hjúkrunarfræði. Allir
velkomnir.
Er framtíð í fræðunum?
Viðskiptaáætlun - fjármál, kostn-
aður og verðlagning.
Þriðjudaginn 31. október, kl. 15-
17 í Tæknigarði, verður haldið nám-
skeið á vegum Rannsóknaþjónustu
Háskóla Islands. Umsjónarmaður
þess er Sigurður Guðmundsson við-
skiptafræðingur. Farið verður í
helstu þætti viðskiptaáætlunar og
byggt á dæmum og umræðum og
spurningum frá þátttakendum.
Leitast verður við að veita þeim
sem hug hafa á að vinna viðskipta-
áætlanir í kjölfar námskeiðsins ráð-
gjöf varðandi uppbyggingu og fram-
kvæmd slíki’a áætlana.
Aðalfundur Hollvinafélags
læknadeildar
Þriðjudaginn 31. október verður
aðalfundur Hollvinafélags haldinn í
Norræna húsinu kl. 17. Á dagskrá
eru venjuleg aðalfundarstörf en að
þeim loknum flytur stud. med. Hans
Tómas Björnsson stutt erindi um
rannsóknatengt nám. Formaður
Hollvinafélags læknadeildar er Örn
Bjarnason. Fundurinn er öllum op-
inn og sérstaklega eru nýir félags-
menn velkomnir.
Davíð Oddsson á hádegisfundi
Sagnfræðingafélags Islands
Þriðjudaginn 31. október, kl.
12.05-13 í Norræna húsinu, mun
Davið Oddsson flytja erindi sem
hann nefnir „Hvað er stjómmála-
saga?“. Allir velkomnir.
Háskólatónleikar í Norræna hús-
inu
Miðvikudaginn 1. nóvember verða
aðrir háskólatónleikar vetrarins
haldnir í Nomæna húsinu. Þá mun
KAWAL-kvartettinn, þau Björn
Davíð Kristjánsson, Kristrún Helga
Björnsdóttir, Maria Cederborg og
Petrea Óskarsdóttir, leika verk eftir
Faustin JeanJean, Edward J.
Chance og Friedrich Kuhlau. Tón-
leikamir hefjast kl. 12.30 og taka
um það bil hálfa klukkustund. Að-
gangseyrir er 500 kr. Ókeypis er
fyrir handhafa stúdentaskírteina.
Málstofa sálfræðiskorar
Miðvikudaginn 1. nóvember flyt-
ur Ingi Geir Hreinsson, vinnusál-
fræðingur hjá Starfsmannaráðgjöf
fyrirlesturinn: Geta sálfræðingar
komið að gagni - Málstofa sálfræði-
skorar er haldin alla miðvikudaga í
vetur, kl. 12-13 í stofu 202 í Odda.
Málstofan er öllum opin.
Málstofa í verkfræðideild Há-
skóla Islands
Umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkj-
unar - Fyrstu niðurstöður. Mið-
vikudaginn 1. nóvember verður
haldin málstofa í umhverfis- og
byggingarverkfræðiskor HÍ í stofu
157 í VR II við Hjarðarhaga. Mál-
stofan hefst kl. 16.15 og henni lýkur
um 18.15. Nýlega hafa orðið mikil-
vægar breytingar á lögum um mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda,
þar sem lögð er áhersla á að byrjað
sé á undirbúningi matsáætlunar og
vinsun lykilatriða eins fljótt og unnt
er eftir að hugmynd að framkvæmd
er komin fram. Umhverfismat
Kárahnjúkavirkjunar verður unnið
samkvæmt þessum nýju lögum. I
málstofunni munu fyrirlesarar gera
grein fyrir hvernig matið var unnið.
Málstofa í læknadeild
Fimmtudaginn 2. nóvember, kl.
16.15 í sal Krabbameinsfélags ís-
lands, efstu hæð, mun Ólafía Ása
Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur
og Helgi Gunnar Helgason, BA í
sálfræði, Flögu hf., flytja fyrirlestur
sem þau nefna: Greining svefn-
truflana. Allir velkomnir. Kaffiveit-
ingar frá kl. 16.
Rabb hjá Rannsóknarstofu í
kvennafræðum
Fimmtudaginn 2. nóvember, kl.
12-13 í stofu 201 í Odda mun Penel-
opa Lisi menntunarfræðingur flytja
fyrirlesturinn: Konur og stjórnun -
saga rannsókna á kvenstjórnendum
í bandaríska menntakerfinu. Hvaða
lærdóma má draga af þessum rann-
sóknum. Allir velkomnir.
Er framtíð í fræðunum?
Upplýsingatækni og nýir mögu-
leikar í markaðssetningu þekkingar.
Fimmtudaginn 2. nóvember, kl.
15-17 í Tæknigarði, verður haldið
námskeið á vegum Rannsóknaþjón-
ustu Háskóla Islands. Leiðbeinandi
er Ásgeir Friðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri strik.is. Fjallað verð-
ur um þá möguleika og aðferðir sem
Netið býður upp á í tengslum við
markaðssetningu á þekkingu. Matt-
hías Viðar Sæmundsson mun leggja
menningarvefinn Kistuna fram sem
dæmi um framsetningu á menning-
artengdu efni á netmiðli og Áki G.
Karlsson, vefhönnuður Reykjavík-
urAkademíunnar, mun leggja fram
vefsíðu RA sem dæmi um markaðs-
setningu á efni og þjónustu fræði-
manna á netmiðlum.
Námskeið Endurmenntunar-
stofnunar HÍ
í fjarkennslu: Samskipti á
kvennavinnustað. Kennari: Þórkatla
Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. Tími:
1. og 2. nóv. kl. 17-19.
Unix 2. Kennari: Sveinn Ólafsson,
ráðgjafi hjá Teymi hf. Tími: 30. og
31. okt. kl. 8.30-12.30.
Að skrifa góða grein. Kennarar:
Guðlaug Guðmundsdóttir, íslensku-
kennari í MH, og Baldur Sigurðs-
son, lektor við KHÍ. Tími: Mán. 30.
okt.-6. nóv. kl. 12.45-15.45.
Japanska II. Framhaldsnám-
skeið. Kennari: Tomoko Gamo BA,
en hún hefur sl. fimm ár kennt jap-
önsku á íslandi. Tími: Mán. og mið.
30. okt.-29. nóv. kl. 18-19.30 (10
skipti).
Þjónusta og viðmót. Kennari:
GísU Blöndal, markaðs- og
þjónusturáðgjafi. Tími: 30. og 31.
okt. kl. 13-16.
Vefsmíðar I - Grunnatriði vef-
smíða. Kennari: Gunnar Grímsson,
viðmótshönnuður og vefsmiður hjá
Engu ehf. Tími: 30. okt. kl. 13.30-
17.30 og 31. okt. og 2. nóv. kl. 13.30-
16.30.
Verð og kennitölur skulda- og
hlutabréfa. Kennari: Ómar Örn
Tryggvason, Íslandsbanka-FBA.
Tími: 31. okt. kl. 15-19 og 1. nóv. kl.
15-19.
Umhverfismál og fjölmiðlar. Um-
sjón: Hulda Steingrímsdóttir, verk-
efnisstjóri Staðardagskrár 21 í
Hafnarfirði. Fyrirlesarar: Stefán
Gíslason, umhverfisstjórnunarfræð-
ingur og verkefnisstjóri Staðardag-
skrár 21 á landsvísu, Tryggvi Fel-
ixson, hagfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Landvemdar, og
Ólafur Stolzenwald, framkvæmda-
stjóri prentsmiðjunnar Guðjón Ó.
Tími: 31. okt kl. 15-19.
Vefsmíðar II - Þróaðri vefsmíði
og myndvinnsla. Kennari: Gunnar
Grímsson. viðmótshönnuður og
vefsmiður hjá Engu ehf.
Gestafyrirlesari: Heimir Þór
Sverrisson, verkfræðingur hjá
Teymi hf. Tími: 1., 3., 8. og 10. nóv.
kl. 8.30-12.30.
Verkfundir og verkfundagerðir.
Kennari: Kolbeinn Kolbeinsson,
byggingarverkfræðingur hjá ístaki
hf. Tími: 1. nóv. kl. 13-17.
Innheimtuaðgerðir og innheimtu-
merkingar. Umsjón: Halldór J.
Harðarson, Ríkisbókhaldi. Tími: 1.
nóv. kl. 13-17 og 2. nóv. kl. 9-13.
Líf og menning á Spáni. Kennari:
Alberto Madrona, stundakennari
við HÍ. Tími: Fim. 2.-30. nóv. kl.
20.15-22.15 (5 kvöld).
Líkamsrækt og lífsgæði - ný við-
horf í endurhæfingu aldraðra. Um-
sjón: Ólafur Þór Gunnarsson, lyf-
og öldrunarlæknir á Landspítala -
háskólasjúkrahúsi og Ella Kolbrún
Kristinsdóttir sjúkraþjálfari, dósent
við HÍ. Tími: 2. nóv. íd. 9-16.
Talnalykill - Staðlað og mark-
bundið próf í stærðfræði. Kennarar:
Einar Guðmundsson, forstöðumað-
ur Rannsóknastofnunar uppeldis-
og menntamála, og Guðmundur
Amkelsson, dósent við HÍ. Tími: 3.
nóv. kl. 9-16.
V ísindavefurinn
Hvers vegna? - Vegna þess!
Vísindavefurinn býður gestum að
spyrja um hvaðeina sem ætla má að
vísinda- og fræðimenn Háskólans
og stofnana hans geti svarað eð^-
fundið svör við. Leita má svara við'“
spumingum um öll vísindi, hvaða
nafni sem þau nefnast. Kennarar,
sérfræðingar og nemendur í fram-
haldsnámi sjá um að leysa gáturnar
í máli og myndum. Slóðin er:
www.visindayefur.hi.is
Sýningar Árnastofnunar
Stofnun Ama Magnússonar,
Árnagarði við Suðurgötu.
Handritasýning er opin kl. 14-16
þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til
15. maí og kl. 11-16 mánudaga til
laugardaga, 1. júní til 25. ágúst.
Þjóðarbókhlaða ^
Tvær koi’tasýningar: „Forn
íslandskort" og „Kortagerðarmað-
urinn Samúel Eggertsson“ em í
Þjóðarbókhlöðunni. Sýningarnar
em opnar almenningi á afgreiðslu-
tíma safnsins og munu þær standa
út árið 2000. Sýningin Forn íslands-
kort er á annarri hæð safnsins og er
gott úrval af íslandskortum eftir
alla helstu kortagerðarmenn fyrri
alda. Sýningin Kortagerðarmaður-
inn Samúel Eggertsson er í forsal
þjóðdeildar á fyrstu hæð. Ævistarf
Samúels (1864-1949) var kennsla,
en kortagerð, skrautskrift og annað
því tengt var hans helsta áhugamál.
Orðabankar og gagnasöfn
Öllum er heimill aðgangur að eft-^
irtöldum orðabönkum og gagna-
söfnum á vegum Háskóla Islands og
stofnana hans.
Islensk málstöð. Orðabanki. Hef-
ur að geyma fjölmörg orðasöfn í
sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/
ob/
Landsbókasafn Islands - Há-
skólabókasafn. Gegnir og Greinir.
http://www.bok.hi.is/gegnir.html
Örðabók Háskólans. Ritmálsskrá:
http://www.lexis.hi.is/
Rannsóknagagnasafn íslands.
Hægt að líta á rannsóknarverkefnif
og niðurstöður rannsókna- og þró-
unarstarfs: http://www.ris.is
0)
to
HELLUSTEYPA JVJ
Vagnhöfða 17
112 Reykjavik
Símí: 587 2222
Fax: 587 2223
o 1 Gerið verðsamanburð
£ Tölvupústur: sala@haliusteypa.is
MONSOON M A K E U P lifandi litir
i ir •■■r.i iTái iTari ■aTi'iái aTa HTr-j ár.wll
/J J r
'íimiIyjtw'tvjW.iz
Glœsibce & Hafnarfiríl
588-5970 565-5970
Þar sem
gœðagleraugu
kosfa minna
netN^ret
listen.to/iceblue
Stjórnendaþjálfun Gallup
MG
Stjómendaþjálfun Gallup býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir
stjórnendur og framlínufólk í þjónustustörfum. Námskeiðin stuðla
markvisst að því að auka hæfni og þekkingu þátttakanda í starfi, og
eru því byggð á traustum fræðilegum grunni og hagnýtum æfingum.
Notaðar eru nýjustu kenningar hvetju sinni og viðurkennd mælitæki
þar sem slíkt er viðeigandi. Virk þátttaka í verkefnum, umræðum
og æfingum er undirstaða allra námskeiða og því er fjöldi þátttakenda
takmarkaður. Þjálfunin verður þannig persónulegri og gagnlegri, sem
skilar sér í betri frammistöðu.
í nóvember eru eftirfarandi námskeið í boði:
l.nóv. kl. 09 - 17 Ve r kefna stjó rn u n
3. nóv. kl. 09 - 17 Árangursríkir fundir
6. nóv. kl. 13 - 17 Móttaka nýliða og nýliðaþjálfun
8. nóv. kl. 13 - 17 Starfsþróun og starfsframi
10. nóv. kl. 09 - 13 Þjónustuþjálfun
13. nóv. kl. 09 - 17 Starfsmannaráðningar
13. nóv. kl. 09 - 17 Verkefnastjórnun
15. nóv. kl. 09 - 17 Framkoma, tjáning og ræðumennska
15. nóv. kl. 09 - 17 Fundarstjórnun - haldið á Akureyri
16. nóv. kl. 09 - 17 Starfsmannasamtöl
17. nóv. kl. 09 - 13 Að takast á við kvartanir og erfiða viðskiptavini
27. nóv. kl. 09 - 13 Hvatning og starfsánægja
27. nóv. kl. 09 - 13 Þjónustuþjálfun
27. nóv. kl. 09 - 17 Verkefnastjórnun
28. nóv. kl. 09 - 17 Áhrifaríkir stjórnunarstílar
Upplýsingar og skráning: Ingrid Kuhlman í netfang ingrid@img.is og síma 540 1028.
Vertu í þjálfun
Stjórnendaþjálfun Gallup