Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ómar Skoðanakönnun um framtíðarstað Reykjavíkurflugvallar Rúmur helmingur vill völlinn áfram í Vatnsmýri Isknattleikur að fornum sið ÍSKNATTLEIKUR nýtur aukinna vinsælda nú um stundir, en sér- lega vel hefur viðrað til þess að stunda hann í froststillunum si'ð- ustu daga, eins og sjá má á þess- ari mynd sem tekin var á Rauða- vatni á sunnudaginn var. íslendingar hafa löngum verið áhugamenn um ísknattleik og er vert að rifja upp að fornmenn Iéku gjarnan knattleik á ís og endaði stundum með ösköpum þegar meira var leikið af kappi en forsjá. Hins vegar er engin ástæða til að ætla annað en allir hafi skilið sáttir eftir leikinn á sunnudag, þótt kappið væri mikið eins og myndin ber með sér. RÚMLEGA helmingur svarenda í könnun um framtíð Reykjavíkur- flugvallar er mjög eða frekar sam- þykkur því að völlurinn verði áfram á sama stað eða 52% en 35,4% eru því ósamþykk. Rúmlega 12% eru hlutlaus. Þetta kom fram í könnun PricewaterhouseCoopers í október í slembiúrtaki 1.200 Islendinga á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var 65,4% og fór könnunin fram símleið- is, segir í frétt frá fyrirtækinu. I september í fyrra þegar hlið- stæð könnun fór fram voru rúmlega 47% svarenda mjög eða frekar sam- þykk því að völlurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni en ríflega 31% ósam- þykkt. Nokkuð hátt hlutfall, eða 21,7% svarenda, hafði ekki myndað sér skoðun. Séu svörin greind eftir kyni kem- ur fram marktækur munur á við- horfi. Meira en helmingur karla, 56%, er mjög eða frekar samþykkur því að flugvöllurinn verði á sama stað en tæp 49% kvenna. Rúm 16% kvenna hafa ekki myndað sér skoð- un en 8% karla. Lítill munur er hins vegar á afstöðu karla og kvenna sem eru frekar eða mjög ósamþykk núverandi staðsetningu vallarins eða tæplega 36% karla og tæp 35% kvenna. Nærri 55% á landsbyggðinni samþykk staðsetningunni Sé litið á svör eftir búsetu kemur í ljós að rúmur helmingur þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eða 54,7% er mjög eða frekar sam- þykkur staðsetningu flugvallarins og á höfuðborgarsvæðinu eru 50,8% frekar eða mjög samþykk núverandi staðsetningu. Þeir sem voru mjög eða frekar ósamþykkir því að völlurinn yrði áfram í Vatnsmýiinni voru spurðir hvar flugvöllurinn ætti að vera og völdu 41,2% þeirra sem tóku afstöðu Keflavíkurflugvöll, 12,7% Hafnar- fjörð/Hafnarfjarðarhraun, 3,2% Sandskeið, 28,5% vildu hafa völlinn fyrir utan Reykjavík og fjarri byggð og 14,5% nefndu annað. Engar vísbending- ar sem skýrt geta hvarf Einars Arnar Skólastjóri VÍ hefur áhyggjur af nýhöfnu verkfalli Reynt að kenna eins og mögulegt er ENGAR vísbendingar hafa komið fram sem skýrt geta hvarf Einars Amar Birgissonar, sem saknað hefur verið frá því á miðvikudag, að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Um helgina var hans leitað af björgunarsveitar- mönnum auk aðstandenda og vina, alls um fjögur hundruð manns. Form- legri leit hefur verið hætt en nokkrir vinir og aðstandendur Einars Arnar ætla að halda áfram að leita. Friðrik S. Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn í Kópavogi, segir björgun- arsveitir í biðstöðu og ekki verði hafin leit að nýju fyrr en vísbendingar ber- ist sem leitt geti menn á slóð Einars Amar. Friðrik segir margar vísbend- ingar hafa borist og séu sumar þeirra enn í athugun. Hann segir ekkert úti- lokað við rannsókn málsins. Engar vísbendingar um að Einar hafi farið utan Friðrik segir rannsókn lögreglu ekki benda til þess að Einar hafi farið utan. Farþegalistar hafa verið skoð- aðir og rætt við áhafnir flugvéla. Þá hefur lögreglan farið yfir myndbönd sem tekin em með eftirlitsvélum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli. Síðast spurðist til Einars rúmlega ellefu á miðvikudagsmorgun. Fjöl- skylda hans og vinir höfðu samband við lögreglu þá um kvöldið og farið var að svipast um eftir honum. Lög- regla, auk vina og fjölskyldu Einars, tók þátt í leitinni. Bfll Einars, grár Volkswagen Golf, fannst rúmlega níu að morgni fimmtudags fyrir framan Hótel Loftleiðir. Bæði lögregla og aðstandendur Einars höfðu farið þar um kvöldið áður en ekki orðið bflsins vör. Friðrik segir mögulegt að bíllinn hafi ekki verið við Hótel Loftleiðir þá um nóttina en einnig verði að gera ráð fyrir þeim möguleika að mönnum hafi sést yfir bflinn. Aðfaranótt fimmtu- dagsins töldu vegfarendur sig hafa séð bfl sömu gerðar á Vatnsleysu- strönd. Sú vísbending varð m.a. til þess að víðtæk leit var gerð að Einari á Vatnsleysuströnd. Lögreglan í Kópavogi hefur notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og lög- reglunnar í Reykjavík. Ríkislögreglu- stjóri hefur m.a. aðstoðað við tækni- rannsóknir og samskipti við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var Einar með uppgjör frá verslun sinni við Laugaveg á sér þeg- ar hann hvarf. Það munu þó hafa ver- ið óverulegar peningaupphæðir. Einars hefur nú verið leitað á stærstum hluta Reykjaness, á Blá- fjallasvæðinu og víðar í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins. Fjörur hafa verið gengnar á Seltjamamesi, Álftanesi, Vatnsleysuströnd og víðar. í gær leit- uðu hópar Einars m.a. í Elliðaárdal og í nágrenni Hafnarfjarðar. SEXTÍU og tvefr kennarar í Versl- unarskóla Islands hófu verkfall í gær. Nemendur mættu í skólann en Þorvarður Elíasson skólastjóri sagði að reynt yrði að halda uppi kennslu eins og kostur væri. „Framhald kennslunnar byggist að miklu leyti á nemendunum sjálf- um. Það mun reyna mikið á nemend- ur að þeir stundi sjálfir nám með að- stoð sautján stundakennara," sagði Þorvarður. Kennarar Verslunarskól- ans semja við skólanefnd VÍ en ekki við ríkið eins og framhaldsskólakenn- arar sem hófu verkfall 1. nóvember. Aðspurð um verkfall kennara við Verslunarskólann sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, að ekkert hefði gengið betur að ná fram kröfum fyrir hönd kennara Verslunarskólans en hinna. „Þrátt fyrir ágætar samræður við fulltrúa skólanefndar Verslunar- skólans lá ekkert fyrir um að skólinn gæti gert kjai-asamning um stórbætt kjör við sína kennara frekar en hinn opinberi framhaldsskóli." Nýtt tilboð Krugers svip- að því eldra HOWARD Kruger hefur gert Jóni Ragnarssyni, eiganda Hótels Val- hallar, nýtt tilboð sem í meginatrið- um er samhljóða fyrra tilboði og hljóðar upp á 3,8 milljónir punda, jafnvirði um 470 milljóna íslenskra króna. Jón Ragnarsson hefur mánuð til að svara. Gísli Gíslason, lögmaður Krugers hér á landi, segir að frestminn hafi verið gefinn vegna hugsanlegra vandkvæða við söluna. Þingvalla- nefnd fundar í dag og er lfldegt að nýtt tilboð Krugers verði rætt þar. Gestur Jónsson hrl. er lögmaður stjórnvalda í málefnum hótelsins. Framhaldsskóla- nemar mótmæla HÓPUR framhaldsskólanema ætlar að standa fyrir setumótmælum í fjármálaráðuneytinu miðvikudaginn 15. nóvember klukkan tvö síðdegis. Krafa hópsins er að ríkið samþykki launakröfur kennara. Amar Sig- urðsson, einn skipuleggjenda mót- mælanna, býst við góðri þátttöku en hann segir að mikill stuðningur sé á meðal nema við kennara í yfirstand- andi verkfalli. Að sögn Arnars eru setumótmælin ekki á vegum Félags framhaldsskólanema, FF, heldur hefur hópur nemenda úr fjölinörgum framhaldsskólum tekið sig til og skipulagt mótmælin. „Mótmælin beinast alls ekki gegn því sem FF er að gera heldur eru þau aðeins viðbót við þeirra starf,“ sagði Arnar en hann leggur áherslu á að mótmælin séu ekki eingöngu fyrir framhaldsskólanema heldur geti aðrir stuðningsmenn kennara einnig tekið þátt í þeim. „Við ætlum að setjast á ganga fjármálaráðuneytisins klukkan tvö og vera þar þangað til ráðuneytinu verður lokað. Ætlunin er ekki að vera með einhver læti heldur verða þetta friðsamleg mótmæli. Nemend- ur ætla margir að taka skólabækum- ar með sér,“ sagði Amar. Heimili FASTEIGNIR Knattspyrnulandsliðið er komið til Póllands / B3 Arnar Gunnlaugsson stal senunni á Filbert-stræti / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.