Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUN BLAÐIÐ FRÉTTIR Vlslr, Þri. 7. nóv. 14:58 __Vaxandi áhyggjur vegna kúariðu ) j ji ] Heilbrigöisráöuneytið f Frakklandi hefur varaö viö því aö fólk gæti greinst j III I meö Kreutzfeldt-Jakob-sjúkdóminn í tugatali á næstunni, en sá sjúkdómur er tengdur kúariðu. Kúariða hefur veriö aö greinast í auknum mæli I Á sama tíma og Chirac Frakklandsforseti Ieggur til að banna alla notkun beinamjöls í dýrafóður, opnar landbúnaðarráðherra fslands nýja verksmiðju og leyfir innflutning norskra fósturvísa. Er arnarstofn- inn að eflast? Könnun erlends ferðatímarits ísland talið ákjósanleg- asta ferða- landið SAMKVÆMT niðurstöðum könnunar ferðatímaritsms Recommend Magazine er ís- land ákjósanlegasti áfangastað- ur þeirra sem sækjast eftir æv- intýralegu ferðalagi og vistvænni ferðaþjónustu. Könnun þessi var gerð meðal starfsfólks ferðaskrifstofa í N orður-Ameríku. Nefna ævintýraferðir og næturlíf Meðal þess sem þátttakend- ur í könnuninni nefna sem kosti Islands sem ferðamannastaðar eru ævintýraferðir á jöklum og ám, spennandi fjallgöngu-, hjólreiða- og hestaleiðii’, að ógleymdum heitum útilaugum og næturlífí. ÓVENJU margir arnarungar hafa komist á legg að undanförnu að því er kemur fram í fréttabréfi Fugla- verndarfélags Islands. A árunum 1998-2000 hafa 22-28 ungar stálp- ast árlega. Vitað er um 36-37 pör sem urpu og komu 18-21 þeirra upp ungum eða ríflega helmingur þeirra para sem urpu. Arnarstofninn er talinn vera um 42 pör eða u.þ.b. 150 fuglar. Innflutningur arna til landa í Evrópu Astæðan fyrir góðum varp- árangri undanfarin ár er sagður stafa af hagstæðu tíðarfari á varp- tíma arna og því að norðanáhlaup komu ekki á viðkvæmasta tíma, þ.e. í maí og júní. Einnig er það talið hafa átt þátt í uppgangi arnar- stofnsins síðustu þrjú ár að margir landeigendur hafa sýnt erninum sérstaka nærgætni og forðast trufl- un við hreiður. Enn á arnarstofninn þó í nokk- urri kreppu og langt er í að hann rétti úr kútnum þrátt fyrir ágætis- árangur síðustu þriggja ára. Arnar- stofnar í Svlþjóð, Noregi, Finnlandi, Eystrasaltslöndunum, Póllandi og Þýskalandi vaxa hins vegar hratt og hafa 3-5 faldast á síðustu 20 árum að því er kom fram á alþjóðaráð- stefnu um verndun og vistfræði haf- arna sem haldin var í Svíþjóð í sept- ember. Talið er að í Evrópu verpi nú um 4.400 pör; þar af yfír 2.000 pör í Noregi. I Suður-Evrópu er hins vegar afar fátt um erni og stofnar þar í mikilli hættu. Unnið er að því að koma upp arn- arstofni að nýju í Israel en þar var örnum eytt með eitri fyrir nokkrum áratugum. Ernir hafa einnig verið fluttir inn til Skotlands og þar verpa nú um 20 pör af norskum stofni. Rætt er um að hefja innflutning á örnum til Englands og reyndar til fleiri landa í Evrópu þar sem ernir urpu áður en eru nú útdauðir. Séttu hlýjan svip á heímilið éða í sumatbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur 8 -e mmm Tre- rímlagluggatjöld stuttur afgreiðslu tími Z-brautir & gluggatjöld Faxafen 14 1108 Reykjavík | Sími 525 8200 | Fax 525 82011 Netfang www.zeta.is Afar og ömmur fatlaðra barna • • Oryggisnet hjálpar mikið Ásta María Eggertsdóttir Ð EIGA fatlað barnabarn", er yf- irskrift fundar sem haldinn er annað kvöld í húsakynnum Þroskahjálpar, Suður- landsbraut 22, klukkan 20. Málstofa FFA, (fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur) stendur fyrir fundinum. Asta Mar- ía Eggertsdóttur mun tala á þessum fundi. Hún var spurð hvert væri meg- inefni hennar erindis? „Það sem er aðalatriðið í mínu erindi er að segja frá því hvernig afar og ömmur geta stutt málörv- un og kennslu fatlaðra barnabarna sinna." - Hefur þú mikla reynslu á þessu sviði? „í þessu verkefni hef ég núna unnið í tvö ár. Ég er í hópi aðstandenda fatlaðs barns sem hittist reglulega og vinnur núna eftir kenningum Irene Johans- son. Irene er sænskur prófessor sem starfar við háskólann í Karl- stad í Svíþjóð. Hún hefur rannsakað börn með Down’s heilkenni og gefið út kennslu- bækur um niðurstöður sínar.“ - Hvernig eru þær? „Kenningar hennar byggja á breiðum grunni rannsókna, á einstaklingsbundinni fötlun barnsins annars vegar og á áhrif- um umhverfis á barnið hins veg- ar. Irene hefur meðal annars bent á að börn með Down’s heil- kenni eiga erfitt með hljóðræna úrvinnslu, t.d. að greina mun á samhljóðum eins og b, d, og m. Hún telur að þau eigi auðveldara með að læra í gegnum sjón en heyrn. Sérhönnuð kennslugögn, kennslubækur og kennsluaðferð- ir Irene byggjast á þessari þekk- ingu. Til að styðja við kennslu og málörvun barnsins í umhverfinu hvetur Irene til þess að búa til svokallað öryggisnet í kringum barnið. I netinu sitja þeir aðilar sem hafa áhuga á að efla almenn- an þroska og málnotkun barns- ins, svo sem foreldrar, systkini, afar og ömmur, frænkur og frændur, kennarar, stuðnings- aðilar, talkennari, sérkennari, sjúkraþjálfari og aðrir sem eru mikilvægir fyrir börn með þessa fötlun. Hópurinn hittist minnst einu sinni í mánuði. Irene segir að markmið og tilgangur með netinu sé að styrkja málnotkun og almennan þroska einstaklings með Down’s heilkenni, samræma vinnubrögð þeirra sem koma að umönnun hans. Hún skilgreinir hlutverk þeirra sem koma að um- önnun hans. Um þetta mun ég fjalla. Eftir að við kynntumst þessum kenningum þá stofnuð- um við svokallað öryggisnet í kringum barnabarn mitt, stúlku- barn sem er með Down’s heil- kenni og er sjö ára í dag.“ - Hefur þetta skilað árangri? „Tvímælalaust. í ljós kom að það er mikill vilji hjá fagaðilum að taka þátt í netvinn- unni.“ -Hvernig örvið þið málnotkun barnsins? „Við vinnum skipu- lega. Irene leggur fram kennsluáætlun í byrjun vetrar og hvert okkar fær hlutverk í samskiptum okkar við barnið, kennarar hennar í Öskjuhlíðar- skóla hafa mætt á fundina, þeir sjá um að framkvæma kennslu- áætlun og við tökum ákvarðanir um framvindu á þessum sameig- inlega fundi. Mitt hlutverk er t.d. að vera tilbúin að ræða við barnið ► Ásta María Eggertsdóttir fæddist 2. september 1939 í Reykjavík. Hún lauk almennu gagnfræðanámi 1956 og siðan prófi frá Fósturskóla Islands 1981. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Svæðis- skrifstofu fatlaðra í Reykjavík frá 1981 til 1997 en rekur nú eig- ið fyrirtæki. Ásta er gift Þor- grími Jónssyni gullsmið og eiga þau fimm börn og átta barna- börn. um það sem það er að gera hverju sinni, þegar það kemur í heimsókn til afa og ömmu.“ - Og hver hefur árangui'inn verið? „Árangurinn er sá að í örygg- isnetinu verður til þekking sem skapar vald. Valdið á að gefa þeim sem er í þörf fyrir það og hugsunin er sú að foreldrar fái valdið í krafti mikilvægrar þekk- ingar. Með því að setja mig inn í öryggisnetið er ég aðili að öðlast og auka þessa þekkingu og styð við foreldra barnsins með mark- vissum hætti. Þetta tel ég vera árangursríka leið til þess að verða sonardóttur minni og for- eldrum hennar að liði.“ - Gagnast þetta öðrum börn- um en þeim sem eru með Down’s heilkenni? „Þetta gagnast öllum fötluðum börnum, bæði með þessa fötlun og ýmsa aðra.“ -Þarf að stofna svona net í kringum hvert og eitt barn eða er starfað sameiginlega fyrir mörgbörn? „Eitt barn er dæmisbarn fyrir 20 önnur. Fyrir dæmisbarnið er búið til myndband sem sýnir hvernig það leysir verkefni og er á vegi statt. Bandið er sent út til Irene í Karlstad og hún, ásamt starfsfólki sínu, býr til kennslu- markmið og tillögur um æfingar. Myndbandið er svo sýnt á opnum fundi fyrir aðstandendur þessara tuttugu barna og aðra. Ýmsir að- ilar sem áhuga hafa á kennsluað- ferðum Irene hafa mætt á þá tvo fundi sem haldnir hafa verið í vetur þar sem þessi kennsluaðferð hefur verið kynnt. Á fundin- um á morgun, sem er hugsaður sem fræðslu- fundur fyrir afa og ömmur sem eiga fatlað barnabarn, mun ég fjalla um þessa leið. Einnig mun Sævar Frímannsson, sem er afi fatlaðs barns, stýra umræðum um þetta efni: „Að eiga fatlað barnabarn". Það er von okkar að afar og ömmur sem eiga fatlað barnabarn mæti á þennan fund. Börn með Down’s heil- kenni eiga erfitt með hljóðræna úrvinnslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.