Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra svarar fyrirspurn um íslensk efnahagsmál Ekki sömu aðstæður og í aðdraganda kreppu á Norðurlöndunum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur ekki að þær aðstæður sem nú ríkja í íslenskum efnahagsmálum séu sambærilegar þeim sem voru á Norðurlöndunum í aðdraganda fjármálakreppu þar 1990. í óund- irbúnum fyrirspurnartíma á Al- þingi í gær spáði forsætisráðherra því jafnframt að verð hlutabréfa í ýmsum útflutningsfyrirtækjum myndi lækka þegar ársreikningar birtust, einkum vegna þess að gengið hefði lækkað nokkuð. Þess- ar aðstæður þýddu hins vegar að staða fyrirtækjanna styrktist þeg- ar til lengri tíma væri litið. Segist ekki sammála ummælum Yngva Arnar Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingar, hafði spurt um skoðun forsætisráðherra á um- mælum Yngva Arnar Kristinsson- ar, fyrrverandi framkvæmdastjóra peningamálasviðs Seðlabankans, þess efnis að sennilega hefði efna- hagsstefnan sem fylgt hefði verið á íslandi á undanförnum árum að nokkru leyti magnað þann vanda sem þjóðarbúið glímir við í dag, og að afgangurinn af ríkissjóði sé of- metinn. Spurði hún einnig um af- stöðu Davíðs til þeirra ummæla Yngva Arnar að ýmis einkenni fjármálakreppunnar á Norðurlönd- unum 1990 væru hliðstæð því sem sjá má í efnahagsumhverfi ís- lensku þjóðarinnar í dag. Davíð sagðist ekki hafa heyrt ummæli Yngva Arnar en miðað við endursögn Jóhönnu væri ljóst að hann væri þeim ekki sammála. „Ég held að það sé afskaplega mikill munur á þróuninni hér á landi annars vegar og á Norður- ALÞINGI löndunum hins vegar frá fyrri tíð, og sé raunverulega ekki neinu þar saman að jafna,“ sagði Davíð. Og forsætisráðherra sagði einn- ig: „Hins vegar verð ég var við það að mjög margir, ekki síst þeir sem starfa hjá verðbréfafyrirtækjum og slíkum stofnunum, hafa að und- anförnu dregið upp dekkri mynd en áður af stöðu efnahagsmála. Ég býst við að ástæðan sé sú að þeir horfi á hvernig hlutabréf eru að lækka og að það komi þeim á óvart. Ég hafði hins vegar margoft í ræðum einmitt varað menn við því að gefa fólki til kynna að hluta- bréf myndu samfellt hækka og færu ætíð hækkandi en myndu aldrei lækka, og það yrði samfelld- ur vindur í seglin hvað það varð- aði. Til að mynda er ekki vafi á því að hlutabréf í útflutningsgreinum ýmsum munu fara lækkandi þegar ársreikningar birtast, sérstaklega vegna þess að þegar gengið hefur lækkað nokkuð er líklegt að það færist hjá fyrirtækjunum verulegt gengistap í einu lagi. En svo er ekki vafi á því að þessar aðstæður efnahagslega verða fyrirtækjunum haldgóðar og haldbetri þegar fram í sækir.“ Merki um að það dragi úr þenslunni Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði einnig áherslu á að sannar- lega fylgdust stjórnvöld vel með þróun efnahagsmála og sem betur fer væru uppi merki um að draga væri úr þenslu og að almenningur færi sér nú hægar í fjárfestingum sínum. Hagvöxtur í landinu hefði und- anfarin ár verið 5% en nú væri spáð 1,5-3% hagvexti sem væri af- ar viðráðanlegt og hagstætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Einmana í Pósthús- stræti TRYGGASTI vinur mannsins horfir vökulum augum yfir stræti borgarinnar og gætir eigna hús- bónda síns. Kalt hefur verið í veðri undan farna daga í höfuðborginni og hefur eigandi Snata líklega heldur kosið þægilegan bfltúr í miðbæ Reykjavíkur fram yfir hrollkaldan göngutúr í skamm- deginu. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst á Al- þingi í dag kl. 13.30. Eftir- farandi mál eru þar á dag- skrá: 1. Tekjustofnar sveitarfélaga, frh. 1. umræðu (atkvgr.). 2. Vatnsveitur sveitarfélaga, frh. 1. umræðu (atkvgr.). 3. Stéttarfélög og vinnudeilur, frh. 1. umræðu (atkvgr.). 4. Tekjuskattur og eignar- skattur, frh. 1. umræðu (atkvgr.). 5. Ríkisábyrgðir, frh. 1. um- ræðu (atkvgr.). 6. Veiðieftirlitsgjald, frh. 1. umræðu (atkvgr.). 7. Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál. 8. Brottför hersins og yfir- taka íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar, fyrri umræða. 9. Lagabreytingar vegna Genfarsáttmála, fyrri um- ræða. Morgunblaðið/Golli Björn Bjarnason menntamálaráðherra um könnun meðal starfsmanna Rrkisútvarpsins Afstaða til mannaráðn- inga kemur á óvart BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra segir það koma sér mjög á óvart að 80% starfsmanna Ríkisútvarpsins, sem hafa verið ráðnir til starfa við stofnunina, telji að það hafi verið staðið ómálefna- lega að ráðningum við stofnunina. Þeir hljóti jú að vera að tjá sig með þessu um það hvemig staðið var að þeirra eigin ráðningu. Björn lét þessi orð falla á Al- þingi í gær er hann svaraði Astu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þing- manni Samfylkingar, en hún gerði niðurstöður skoðanakönnunar á af- stöðu starfsfólks Ríkisútvarpsins til ráðningarmála að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Ásta Ragnheiður spurði Björn Bjamason hvort honum, sem æðsta yfirmanni RÚV, fyndist ekki ástæða til þess að beita sér fyrir því að starfsmannamál stofnunar- innar yrðu endurskoðuð af hlut- lausum aðila, eins og starfsmanna- félag stofnunarinnar færi fram á. Sagði Ásta altalað, að fram fæm pólitískar ráðningar hjá RÚV. Menntamálaráðherra réði alla yfir- menn stofnunarinnar pólitískt og þeir réðu aðra starfsmenn. Stjórnendur komi til móts við sjónarmið starfsfólks Bjöm Bjarnason kvaðst hvorki hafa kynnt sér könnun á viðhorfum starfsmanna RÚV né niðurstöður hennar og gæti ekki tjáð sig um hana sem slíka. Eðlilegt væri hins vegar að stjómendur stofnunarinn- ar skoðuðu það sem að starfshátt- um stofnunarinnar lyti og kæmu til móts við sjónarmið starfsfólksins. Ráðherrann sagði hins vegar að það kæmi sér mjög á óvart að 80% starfsmanna við eina stofnun, sem hafa verið ráðnir til starfa við stofnunina, telji að það hafi verið staðið ómálefnalega að þeirri ráðn- ingu. Björn sagði að snerist spurningin um atriði eins og það hvort bera ætti ráðningar undir útvarpsráð, að menn væru ráðnir til starfa við dagskrárgerð, þá væri það laga- setningarmál sem sjálfsagt væri að taka á. I því fmmvarpi sem hann hefði hug á að leggja fyrir Alþingi um Ríkisútvarpið yrði tekið á því máli. Hlutfall kvenna í lögreglunni 8% HLUTFALL kvenna í lögreglunni var í október 8,02% og hefur orðið 86,5% aukning á hlutfalli kvenna í lögreglunni frá árinu 1996 en þá var hlutfallið 4,3%. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sólveigar Pétursdóttur dóms- málaráðherra við fyrirspum Stefan- íu Óskarsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokks, en greint er frá því til samanburðar að hlutfall kvenna í lögreglunni í Danmörku sé nú 6,1%, í Svíþjóð 16% og í Finn- landi 8,06%. Hlutfall kvenna meðal yfirmanna lögreglu er nú 2,4% en var 1,5% ár- ið 1996 og hefur því orðið liðlega 58% aukning á þessu tímabili. Segir í svarinu að mjög fátítt sé að konur sæki um stöður yfirmanna. Er nefnt sem dæmi að það sem af er þessu ári hafi verið auglýstar 34 stöður og um þær hafi aðeins 5 konur sótt en 106 karlar. í svari dómsmálaráðherrans er enn fremur greint frá því að á árinu 1997 var hlutfall kvenna sem út- skrifuðust úr Lögregluskólanum 7,14%, árið 1998 var hlutfallið 18,75% og árið 1999 var hlutfallið 26,67%. I vor var hlutfall kvenna sem útskrifuðust 16,13%. 31 nemi er nú við nám í lögregluskólanum sem útskrifast í desember nk. og er hlutfall kvenna í þessum áfanga 19,35%. Ekki verið að neyða fram sölu á Orkubúi Vestfjarða FJÁRHAGSVANDI sveitarfélaga var ofarlega á baugi á Alþingi í gær en m.a. fór fram utandagskrárum- ræða um skuldastöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Páll Pétursson félags- málaráðheiTa mótmælti í þeirri um- ræðu fullyrðingum um að ríkisvaldið væri að neyða Vestfirðinga til að selja orkubú sitt upp í skuldir vegna fé- lagslega íbúðakerfisins. Pétur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, gerði skulda- stöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum að umtalsefni en hún nemur fimm og hálfum milljarði, eða nær 650 þúsund krónum á hvem íbúa. Sagði Pétur að þar af væri um að ræða tvo og hálfan milljarð vegna félagslegra íbúða, sem mai-gar stæðu nú auðar. Fólksfækk- un á síðustu tíu árum á Vestfjörðum skipti hér miklu, en hún er yfir 15%. Pétur sagði það fráleita hugmynd að selja Orkubú Vestfjarða á sama tíma og önnur sveitarfélög væru að treysta stöðu sína til orkuöflunar og orkuréttinda. Sagði hann flesta Vest- firðinga þessarar skoðunar. Spurði hann hvort þær fyrirætlanir að verja söluverðmætinu til að greiða niður skuldir sveitarfélaga á Vestfjörðum boðuðu nýja stefnu gagnvart sveitar- félögunum í heild og hvort um þrýst- ing hefði verið að ræða í þessa veru af ríkisvaldsins hálfu. Hugmyndin komin frá Vestfirðingum sjálfum Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði ríkisvaldið engan áhuga hafa á því að fara illa með sveitar- félögin á Vestfjörðum. Hann sagði hins vegar engan vafa leika á því að sveitarfélögin bæru fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum vegna félags- lega íbúðakerfisins. Það þyrfti að vera klárt. Páll benti á að hugmyndin um sölu Orkubús Vestfjarða væri komin frá Vestfirðingum sjálfum. Skuldimar hjá einstökum sveitarfélögum á Vest- fjörðum væm vissulega mjög miklar og grípa þyrfti til róttækra ráðstaf- ana til að bregðast við því. Vanskila- skuldir við íbúðarlánasjóð væra hins vegar aðeins lítill hluti af þessum fjárhæðum. „Það stendur ekki til að fara að ganga á hlut Vestfirðinga eða gera þeim einhverja nauðungarkosti. Það er óskað eftir því að þeir kanni hvort þeir vilji gera Órkubúið að hlutafélagi þannig að einstök sveitarfélög geti, ef þau vilja, selt hlut sinn í því,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.