Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
25 þúsund manns
að móðurmál en
hafa ann-
íslensku
Rúmlega 7.000 erlendir
ríkisborgarar voru bú-
settir á Islandi í lok síð-
asta árs. Um 25 þúsund
manns höfðu annað
móðurmál en íslensku,
tungumálin voru a.m.k.
75 og yfír 1.600 tvítyngd
börn þurftu aðstoð við
að stunda grunnskóla-
nám. Sigurður Ægisson
fylgdist með málræktar-
þingi á laugardag.
GÓÐ menntun tvítyngdra
bama felst meðal annars í
skýrum markmiðum, við-
haldi móðurmáls, greið-
um aðgangi að markmáli og menn-
ingu, samvinnu heimila og skóla,
aðlögun skólastarfs að fjölmenning-
arlegri nemendahópi og eflingu
kennaramenntunar. Verði ekki rétt
haldið á málum hér á landi gæti vax-
ið hér upp kynslóð ólæsra eða illra
læsra bama. Þetta kom meðal ann-
ars fram á málræktarþingi sem hald-
ið var á laugardag að fmmkvæði Is-
lenskrar málnefndar undir yfir-
skriftinni. „Islenska sem annað
mál“.
Þingið hófst með setningarorðum
Ara Páls Kristinssonar, forstöðu-
manns Islenskrar málstöðvar, þar
sem hann bauð þinggesti velkomna
og reifaði tildrög þess að málræktar-
þing væri nú haldið í fimmta sinn.
Því næst ávarpaði Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra samkom-
una. Sagði hann, að þegar efnt væri
til málræktarþings um íslensku sem
annað tungumál og stöðu móður-
málsins gagnvart nýbúum, væri tek-
ið á brýnu úrlausnarefni, því að við
blasi, að þeim fjölgi jafnt og þétt í
landinu, sem eigi sér annað móður-
mál en íslensku en vilji mjög gjarnan
ná tökum á henni. Sem menntamála-
ráðherra væri sér ljóst, að verkefni
tengd þessu viðfangsefni ættu aðeins
eftir að vaxa á sviði menningar- og
skólastarfs.
„Ef litið er sérstaklega á skóla-
kerfið í þessu tilliti," sagði Bjöm, „er
rétt að geta þess í upphafi, að í lögum
um grunnskóla og framhaldsskóla
eru fyrirmæli um sérstaka íslensku-
kennslu lyrir nemendur með annað
móðurmál en íslensku. í aðalnám-
skrá grunnskóla sem tók gildi í júní
1999 með þriggja ára aðlögunartíma
eru í fyrsta sinn sett ákvæði um sér-
staka íslenskukennslu fyrir nemend-
ur með annað móðurmál en íslensku.
Til sögunnar er komin námsgrein
fyrir þá sem hafa ekki nægilegt vald
á íslensku til að geta stundað nám í
íslenskum skólum til
jafns við aðra nemendur.
I aðalnámskrá fram-
haldsskóla sem tók gildi
1999 með fimm ára að-
lögunartíma er einnig í
fyrsta sinn sérstök nám-
skrá í íslensku fyrir nem-
endur með annað móður-
mál en íslensku.
Með kennslu í íslensku sem öðru
tungumáli er stefnt að því að nem-
endur verði hæfir til að taka fullan
þátt í íslensku samfélagi sem tví-
tyngdir einstaklingar með rætur og
innsæi í tvo eða fleiri menningar-
heima og auðgi með því íslenskt
mannlíf. Markmiðið er að íslenska
sem annað tungumál sé lykill að ís-
lensku skólastaifi, íslensku samfé-
lagi, virku tvítyngi og tveimur menn-
ingarheimum. I aðalnámskrá grunn-
skóla, um kristin fræði, siðfræði og
trúarbragðafræði er ítrekað að með
Morgunblaðið/Sverrir
Bima Arnbjörnsdóttir málfræðingur í ræðustói á Málræktarþingi 2000. Hún fjailaði um áhrif tvítyngis á fram-
vindu barna í námi.
Sýna þarf um-
burðarlyndi
gagnvart
viðleitni
útlendinga
vaxandi fjölda nýbúabarna frá ólík-
um menningarsvæðum þurfi skólinn
að huga að því, í samvinnu við heimili
þeirra, hvernig koma má til móts við
óskir um að þau fái fræðslu um eigin
trú og menningu. Þá er sagt æskilegt
að nýta þá kosti, sem blandaður
nemendahópur gefur til að kynna
nemendum ólíka trú og siði og stuðla
þannig að auknum skilningi, virð-
ingu og umburðarlyndi.
Ekki er síst mikilvægt að íslend-
ingar tileinki sér umburðarlyndi
gagnvart þeirri viðleitni útlendinga
að tala íslensku. Nýbúar ná ekki full-
um tökum á íslensku málkerfi og
orðaforða nema með markvissu námi
og málnotkun til lengri tíma. Hvetja
ætti útlendinga að nýta
íslenskukunnáttu sína sem mest í
daglegum samskiptum við Islend-
inga og nýta öll tækifæri til að hjálpa
þeim að tjá sig á íslensku og varast
að finna að við þá fyrir orðanotkun,
framburð eða beygingar. I þessum
efnum gildir umburðarlyndi og við-
kvæðið að æfingin skapi meistar-
ann.“
Lauk ráðherra máli sínu með þeim
orðum, að hér væri um mikið alvöru-
mál að ræða, sem snerti alla þjóðina
og lyti að viðkvæmum hagsmunum
fjölda manna. Að lokinni verðlauna-
afhendingu lásu tveir verðlaunahaf-
ar úr Stóru upplestrarkeppninni
1999, þau Einar Aðalsteinsson og
Stella Hilmarsdóttir, fyrir viðstadda.
Setningarathöfninni lauk svo með
ávarpi Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra. Fór hún nokkr-
um orðum um heilsufar íslenskrar
tungu, og sagði einna helst ástæðu til
að hafa áhyggjur af merkingarleysi
orðanna í samfélagi nútímans. Marg-
ir hefðu þar lifibrauð sitt af því að
tala, en því miður væri of oft um inni-
haldslaust blaður að ræða, magn í
stað gæða. Hvað snerti innflytjendur
sagði borgarstjóri, að sá sem ekki
lærði mál þeirrar þjóðar, sem hann
dveldi með, myndi alltaf verða út-
lendingur í augum þeirra sem í land-
inu búa. Innflytjendur yrðu að taka
glímuna við íslenska
tungu, og landsmenn að
sama skapi að temja sér
þolinmæði í garð þeirra á
meðan á því námi stæði.
Fyrsti ræðumaður
dagsins var Birna Am-
björnsdóttir málfræðing-
ur. Erindi hennar nefnd-
ist „Tvítyngi og skóli: Áhrif tvítyngis
á framvindu í námi“. Hún byrjaði á
því að útskýra hvað tvítyngi væri.
Sagði hún að þegar bam lærði tvö
tungumál samtímis fyrir 11-12 ára
aldur, yrðu þau bæði móðurmál ef
þau væm notuð reglulega og nægi-
legt innlegg fengist úr málumhverf-
inu. Þetta kallaðist málviðbót, eða
virkt tvítyngi. Þegar máltaka annars
máls hæfist á eftir hinu og nýja málið
kæmi í stað móðurmáls væri talað
um málskipti. Málskipti hefði nei-
kvæð áhrif á málþroska og fram-
vindu í lestri, sem gæti leitt til erfið-
leika í námi. Það gæti tekið börn 5-7
ár að ná fæmi í ritmáli, en 2 ár eða
skemur að læra talmál.
Vék hún því næst að reynslu ann-
arra þjóða og kom í ljós, að fram-
vinda tvítyngdra nemenda á sam-
ræmdum prófum í Kaliforníu hefði
batnað eftir því sem kennsla á móð-
urmáli jókst. Ekki væri ljóst hvaða
ástæður væm fyrir þessu. Fræði-
menn væm sammála um jákvæð
áhrif tvítyngis á vitsmunaþroska
þegar báðum tungumálunum er við
haldið en neikvæð áhrif þegar mál-
þroski tmflast og skipt er um tungu-
mál.
Sagði hún, að Bretar hefðu afnum-
ið móttökubekki, þar eð þeir hafi
verið taldir stuðla að einengmn tví-
tyngdra bama. I nýrri rannsókn frá
Kaupmannahafnarháskóla væri lagt
til, að Danir afnæmu móttökubekki
með áherslu á dönskukennslu, en
legðu þess í stað áherslu á alhliða
menntun.
Niðurstöður Bh-nu vom þær, að ef
ekki yrði vel á málum haldið á ísl-
andi gæti vaxið hér upp kynslóð
ólæsra eða illra læsra barna. Skóla-
kerfið í heild þyrfti að aðlagast nýj-
um tímum og aðstæðum. Góð
menntun tvítyngdra bama fælist í
skýmm markmiðum, viðhaldi móð-
urmáls, greiðum aðgagi að markmáli
og menningu, samvinnu heimila og
skóla, aðlögun skólastarfs að fjöl-
menningarlegri nemendahópi, efl-
ingu kennaramenntunar, sérhæfðu
námsefni og margmenningarlegri
kennslu fyrir alla nemendur.
Tungumál á íslandi
eru a.m.k. 75 talsins
Ingibjörn Hafstað, kennsluráð-
gjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavík-
ur, fjallaði um tvítyngda nemendur í
íslenskum gmnnskólum. Sagði hún
alþekkt að viðhorf foreldra til samfé-
lagsins sem þeir búa í og til mennt-
unar barna sinna væri einn helsti
lykill að velgengni bama þeirra í
námi. Það reynist erlendum foreldr-
um oft æði strembið að vera bömum
sínum sterk fyrirmynd í þjóðfélagi
sem þeir þekkja ekki, af því þeir
skilja ekki tungumál meirihlutans og
þekkja ekki skólana sem þeir senda
bömin sín í. Þvi sé góð þjónusta við
fullorðna lykill að velgengni barna
þeirra.
Sagði hún afskaplega erfitt að fá
nákvæma yfirsýn yfir fjölda þeirra
sem hér væm búsettir og hafa annað
móðurmál en íslensku og þyrftu á að-
stoð að halda við að læra íslensku
sem annað mál. Þó mætti af þeim
upplýsingum sem til em, áætla
þetta. Samkvæmt tölum Hagstofu
Islands hafi í lok ársins 1999 verið
7.271 erlendur ríkisborgari á land-
inu, 14.927 íslenskir ríkisborgarar
fæddir erlendis, 7% nemenda í 9. og
10. bekk talað annað mál en íslensku
heima, og um 600% aukning nýbúa í
gi-unnskólunum á síðustu fimm ár-
um. Að auki hafi verið úthlutað tæp-
lega 3.000 nýjum atvinnuleyfum á
þessu ári. Af þessu mætti draga þá
ályktun, að 20-30 þúsund manns
sem hafa annað móðurmál en ís-
lensku byggju hér á landi, og tung-
umálin væm a.m.k. 75. Nýleg könn-
un sýndi, að 85% innflytjenda vildi
gera íslenskunám að skyldu, en
möguleikar þessa fólks til íslensku-
náms væm afar takmarkaðir, nema
á Reykjavíkursvæðinu. Símenntun-
arstöðvar á landsbyggðinni ættu að
sjá um námskeið fyrir útlendinga á
sínum svæðum, en framkvæmd
þeirra mála væri tilviljunarkennd og
illa framkvæmd á flestum stöðum.
Við Námsflokka Reykjavíkur stund-
uðu hins vegar 500 manns um þessar
mundir, frá 66 þjóðlöndum, og þar
væri faglega á hlutum tekið.
Ríkisstjórnin verður
að taka á sig rögg
Ný aðalnámskrá gmnnskóla væri
afar metnaðarfullt plagg, en í reynd
væri þó ekkert samhengi á milli
hennar og laganna, sem giltu um
þetta. Búið væri að marka stefnuna,
en ríkisstjóm íslands yrði að taka á
sig rögg og mynda lagagmnn, til að
hinar knýjandi breytingar, sem
nauðsynlegar væm í þessum málum
innflytjenda, næðu fram að ganga.
A.m.k. 1.600 tvítyngd börn þyrftu
aðstoð við að stunda nám í íslenskum
gmnnskólum, og nauðsynlegt væri
að taka á því máli, til að böm af er-
lendum uppmna gætu nýtt sér ís-
lenskt skólakerfi til jafns við íslenska
jafnaldra sína. Það sem bæri að gera,
væri að stórauka mannafla í ráðgjöf,
skipulagi og til að halda utan um það,
gera rannsóknir á stöðu tvítyngdra
barna hér á landi, koma á fót mið-
lægri miðstöð í móðurmálskennslu,
sem þjónaði öllu landinu, og hún
mýndi sóma sér ágætlega í nýju al-
þjóðahúsi. Aðgerðir sem nauðsyn-
legar væm strax, fælust í að mennta
kennara, veita meira fé í íslensku
sem annað tungumál, auka
foreldrasamstarf, gera sérstak átak
fyrir nýkomna unglinga og búa til
námsefni við hæfi.
Ef íslenskt efnahagslíf
hafi slíka þörf fyrir erlent
vinnuafl, borgi sig að
gera það með vitrænum
hætti, standa vel að að-
lögunarmöguleikum þess
fólks, því eftir 3-4 kyn-
slóðir verði innflutningur
dagsins að öðram kosti
orðinn vandamál, eins og gerst hefur
í mörgum ríkum Evrópu, sem ekki
tóku á þessu nógu snemma.
Að hádegishléi loknu hélt Þóra
Björk Hjartardóttir erindi um ís-
lenskukennslu útlendinga við Há-
skóla íslands. í máli hennar kom
fram, að á liðnum áratug hefði er-
lendum stúdentum fjölgað gríðar-
lega við Háskóla Islands. Haustið
2000 væm skráðir til náms 363 er-
lendir stúdentar en þeir hafi verið
113 fyrir tíu ámm. Þessa fjölgun
megi m.a. rekja til aukinna alþjóða-
samskipta háskólans síðustu ár. Af
Málþroski tví-
tyngdra barna
ekki frábrugð-
inn málþroska
eintyngdra
þeim 363 erlendu stúdentum sem
skráðir væm til náms við Háskóla
íslands væm 176 skráðir til náms í
íslensku. Þeir hafi verið 65 talsins
fyrir tíu áram. Boðið væri upp á tvær
námsleiðir í íslensku, sem ólíkar
væra að uppbyggingu, umfangi og
markmiði; annars vegar „Icelandic
Culture, Language and Literature“
og hins vegar „íslensku fyrir erlenda
stúdenta".
Fyrsta árið væri langfjölmennast
enda hyggðu margir ekki á lengra
nám, fengju kannski bara styrk til
árs dvalar eða sæktust fyrst og
fremst eftir að ná undirstöðufærni í
málinu og fá aðstoð við að hjálpa sér
sjálfir áfram. Það væri hins vegar
alltaf þó nokkur fjöldi, og hann færi
vaxandi, sem vildi meira og dýpra
nám, og ekki bara í tungumálinu
sjálfu heldur einnig í bókmenntum
og sögu, nám sem sniðið væri að
þörfum þeirra sem hafa ekki ís-
lensku að móðurmáli eða hafa ekki
alist upp íslensku samfélagi. Slíkt
nám stæði þessum hópi til boða á
öðm og þriðja námsári.
Námið hefur
menningarlegt gildi
Sagði Þóra Björk, að námið við
Háskóla íslands hefði augljóst
menningarlegt gildi, fyrir utan það
persónulega gildi, og ánægju von-
andi, sem það gæfi hveijum einstakl-
ingi. Að bjóða upp á sérhæft nám í ís-
lensku fyiir erlenda stúdenta væri
liður í menningarstarfsemi stjórn-
valda, liður í kynningu á menningu
íslendinga og tungu á alþjóðavett-
vangi sem endurspeglaðist glögg-
lega í myndarlegum styrkveitingum
stjórnvalda, en áiiega væru veittir
um 25 styrkir til náms í íslensku fyr-
ir erlenda stúdenta, styrkir til uppi-
halds í heilt skólaár. Styrkir þessir
hafi verið veittir allt frá árinu 1949,
færri í fyrstu en hafi fjöigað með
vaxandi aðsókn í námið.
Vék hún síðan fáeinum orðum að
þeim hópi sem búsettur er hér og
sækir nám í Háskóla íslands. Flestir
þeirra hafa verið búsettir hérlendis
um einhvern tíma og margir hlotið
formlegt undirstöðunám í íslensku í
Námsflokkunum eða annars staðar,
en það er þó ekki algilt. Sagði hún af-
ar misjafnt eftir hverju þessir stúd-
entar væra að sækja; suma þyrsti í
meiri og dýpri þekkingu en aðrir
sæktust einungis eftir frekari
hagnýtu námi til nota í daglegu lífi-
Hvorttveggja ættu þeir að geta feng-
ið í „íslensku fyrir erlenda stúdenta“
en óhjákvæmilega uppfyllti námið
ekki væntingar þeirra til fulls sem
vildu aðeins hagnýtt nám.
„Hvað er þá til ráða; á háskólinn
að uppfylla þarfir þessa hóps, hóps
sem fer stækkandi, eða á að sinna
honum á öðmm vettvangi?" spurði
hún. „Ég tel að við verðum að hafa
hlutverk háskólans í huga hér, há-
skólans sem fræðastofnun og rann-
sóknarstofnun og vissulega kennslu-
stofnun, en ekki endilega stofnun
sem sinnir almenningsfræðslu. Það
ætti íyrst og fremst að vera hlutverk
málamiðstöðva á borð við Náms-
flokka Reykjavíkur sem haldið hafa
uppi víðtækri íslenskukennslu fyrir
nýbúa að veita slíka þjónustu. Það er
löngu orðið tímabært að efla þá
starfsemi verulega svo að sem flestir
geti fengið þar þjálfun við sitt hæfi-
Þeir sem vildu dýpri þekkingu og
fræðilegra nám í íslensku máli og
menningu gætu eftir sem
áður að sjálfsögðu sótt
slíka menntun til Há-
skóla íslands.
Hins vegar mætti líka
hugsa sér að komið yrði
einnig á fót almennnri
hagnýtri nárnsleið sem
gerði meiri kröfur en
gerðar em til nemenda í málaskólum
og byði upp á hraðvirkara nám, nám
sem væri meira en almennings-
fræðsla sú sem almennir málaskólar
veita. Þetta yrði þá ekki ósvipað
þeirri leið sem margar tungumála-
greinar innan háskólans hafa farið,
þar sem boðið er upp á svokallað
„stutt hagnýtt tungumálanám fyrir
atvinnulífið" til hliðar við hið hefð-
bundna akademíska nám. Reyndar
má segja að nú þegar sé boðið upp á
slík námskeið, og hafi svo verið um
nokkurt skeið, síðdegis og á kvöldin
hjá Endurmenntunarstofnun há-