Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 1 3
skólans. Að endingu gat hún þess, að
á vegum heimspekideildar væri fyr-
irhugað að koma á fót vefsetri í ís-
lensku máli og menningu sem þjóna
ætti öllum þeim sem áhuga hefðu á
málefninu, hvort heldur um væri að
ræða íslendinga eða útlendinga,
börn eða fullorðna, heima eða heim-
an - enda vefurinn haflnn yfir land-
fræðilegt rými. Ætlunin væri að á
vefnum yrði að finna efni af ýmsu
tagi sem snerti íslenskt mál og
menningu, svo sem upplýsingar
margs konar, svo og kennslu- og
sjálfsnámsefni. Sérhanna þyrfti efni
af þessu tagi með miðilinn sjálfan og
notkunarmöguleika hans að leiðar-
ljósi og þegar litið væri til þess að Is-
lendingar stæðu hér á byrjunarreit,
þar sem sáralítið væri enn til af slíku
efni fyrir íslensku, væri ljóst að þetta
yrði ekki að veruleika í einni svipan.
Það mætti þó sjá fyrir sér í nánustu
framtíð fjarkennslu í íslensku fyrir
útlendinga, fjarkennslu sem stæði
undir nafni með gagnvirkum tengsl-
um, auk sjálfsnámsefnis ýmiss konar
sem ætti ekki hvað síst að koma út-
lendingum til góða, erlendum stúd-
entum sem almenningi sem áhuga
hefðu á að læra íslensku og/eða læra
um íslenskt mál og menningu.
Nútímaíslenska kennd við 38
háskölastofnanir erlendis
Úlfar Bragason, forstöðumaðm-
Stofnunar Sigurðar Nordals, fjallaði
um íslenskukennslu við erlenda há-
skóla. í upphafi máls síns nefndi
hann að stofnunin hafi árið 1998 látið
gera könnun á íslenskukennslu við
erlenda háskóla og kom í Ijós, að nú-
tímaíslenska hafi þá verið kennd við
38 háskólastofnanir erlendis. Af
þessu megi ætla, að fjöldi nemenda
sé vel á annað þúsund á ári hverju.
Sagði hann, að íslenska rfldð
styrkti nú 14 lektorsstöður við jafn-
marga háskóla erlendis, tvo í Noregi
og Svíþjóð, einn í Danmörku, Finn-
landi, Austurrfld og Bretlandi og
þrjá í Þýskalandi og Frakklandi. Um
væri að ræða launaframlag til lektor-
anna, ferðastyrk til að sækja árlega
lektorafundi og bókastyrk til
kennarastólanna. Á síðustu mánuð-
um hafi verið óskað eftir enn meiri
stuðningi við kennslu í íslensku í
Þýskalandi og leitað eftir stuðningi
frá Japan og Spáni.
„Eins og oft hefur verið bent á há-
ir kennsluefnisskortur kennslu í ís-
lensku sem erlendu máli,“ sagði Úlf-
ar. „Til þess að megi takast að
fjarkenna íslensku útlendingum
þyrfti að búa til fjarkennsluefni á
Netinu. Er nú vonast til að unnt
verði að hrinda því í framkvæmd í
samvinnu við Wisconsinháskólann í
Madison og með stuðningi mennta-
málaráðuneytisins. Að tilhlutan Nor-
ræna ráðherraráðsins er hér haldið
sumarnámskeið í íslensku fyrir nor-
ræna stúdenta árlega í júní. Þá
gangast Stofnun Sigurðar Nordals
og heimspekideild Háskóla Islands
fyrir alþjóðlegu sumamámskeiði í ís-
lensku og íslenskri menningu í júlí ár
hvert. Þótt námskeiðin séu haldin
hér á landi er eðlilegast að líta á þau
sem stuðning við kennslu í íslensku
erlendis, enda koma nemarnir aðeins
hingað til að taka þátt í námskeiðinu
en hverfa síðan til síns heima. Hafa
íslenskulektorar erlendis bent á að
þessi námskeið séu ómetanlegur
stuðningur við kennslu þeirra sjálfra
enda geti nemendur þeirra sem
koma hingað til lands þjálfað sig
mun betur í töluðu máli ----------
en kostur sé við erlenda
háskóla. Ekki hefur verið
unnt að anna öllum um-
sóknum um norræna
námskeiðið en rúmlega
30 nemar era teknir á
það námskeið á ári.
Á síðustu áram hafa umsóknir um
sumarnámskeið Nordalsstofnunar
og heimspekideildar verið rúmlega
eitt hundrað en aðeins er unnt að
verða við um helmingi þeirra. Leitað
hefur verið leiða til að auka framboð
á sumamámskeiðum í íslensku til að
koma til móts við vaxandi eftirspurn.
Stofnunin hefur nú skipulagt í sam-
vinnu við Minnesotaháskóla sex
vikna námskeið í íslensku á næsta
sumri, færa fyrri þrjár vikur nám-
skeiðsins fram í Minneapolis en síð-
ari þrjár hér í Reykjavík. Nútímaís-
lenska hefur. ekki verið kennd um
Morgunblaðið/Sverrir
Bjöm Bjarnason afhendir Gunnari Þorsteini Halldórssyni nýjan styrk Mjólkursamsölunnar, að upphæð 400
þúsund krónur, en hann er ætlaður háskólanema sem vinnur að lokaverkefni um íslenskt mál. Styrkinn hlaut
Gunnar til rannsóknar á beygingarlegum og setningarlegum einkennum 100 algengustu sagna í íslensku, sem
er ritgerð til meistaraprófs við Háskóla íslands.
Rannsakar einkenni
sagna í íslensku
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra afhenti á málræktar-
þingi á laugardag nýjan styrk
Mjólkursamsölunnar. Styrkinn
hlaut Gunnar Þorsteinn Hall-
dórsson til rannsóknar á beyging-
arlegum og setningarlegum ein-
Styrkleiki
tungumála
fer ekki bara
eftir fjölda
notenda
skeið í bandarískum skólum en áhugi
á sumamámskeiðum er þar mikill.
Má búast við að hann vaxi enn frekar
í kjölfar þess landkynningarátaks
sem Landafundanefnd hefur staðið
fyrir í Norður-Ameríku á þessu ári.“
Foreldrar tali við börn sín á
því máli sem þeim er tamast
Þóra Másdóttir talmeinafræðing-
ur íhugaði í eríndi sínu, hvort frávik-
um í málþroska tvítyngdra bama
svipaði til frávika í málþroska þeirra
sem hefðu yfir einu tungumáli að
ráða. Niðurstöður hennar voru þær,
að málþroski tvítyngdra barna væri í
flestum aðalatriðum ekki frábragð-
inn málþroska eintyngdra bama.
Öllu skipti þó að rétt væri að málum
staðið og bamið fengi ríkulega mál-
örvun í báðum tungumálum. I þeim
tilvikum þar sem böm lærðu móður-
málið fyrst og síðan annað mál væri
mikilvægt að þau hefðu góða undir-
stöðu í móðurmálinu. Það auðveldaði
þeim að tileinka sér annað eða önnur
tungumál.
Sagði hún að talmeinafræðingar
og aðrir fagaðilar yrðu að geta greint
á milli hvenær um væri að ræða byrj-
unarerfiðleika í máltöku tveggja
tungumála og hvenær seinkaðan
málþroska. Ekki væri rétt að leggja
stöðluð málþroskapróf fyrir tvítyngd
--------- böm, nema til að stað-
festa að þau hafi náð
sæmilegum tökum á ís-
lenskunni. Samt bæri að
hafa í huga að ef niður-
stöður sýndu slakan mál-
þroska miðað við jafn-
aldra, væri mögulegt að
bamið hefði ekki náð fullum tökum á
málinu, án þess þó að um óeðlileg
frávik væri að ræða. íslenskan væri
jú flókið beygingarmál sem tæki
tíma að verða fullnuma í.
Ef barnið reyndist vera með
seinkaðan málþroska í báðum tung-
umálum (óeðlileg frávik), væri rétt
að það fengi talþjálfun. Um það væra
skiptar skoðanir hvort eingöngu ætti
að vinna með móðurmálið í því skyni
að efla seinni mál. Það væri fýsilegri
kostur að vinna með bæði málin og
nota móðurmálið til að styrkja ís-
lenskuna, þá oftast með hjálp for-
kennum á 100 algengustu sögnum
1 íslcnsku.
Við þetta tækifæri gat Ari Páll
Kristinsson, forstöðumaður Is-
lenskrar málstöðvar, þess, að alls
hefðu 12 manns sótt um, en sér-
stök dómnefnd hefði að lokum
eldra, túlks og/eða annarra í nánasta
umhverfi barnsins. Væri ráðlegt að
foreldrar töluðu við bömin sín á þvi
máli sem þeim væri tamast og fynd-
ist best að tjá sig á. Með því að leyfa
barni að alast upp við móðurmál
beggja foreldra, öðlaðist það dýr-
mæta þekkingu á tveimur menning-
arheimum auk þess sem tvítyngi
væri almennt talið hafa jákvæð áhrif
á vitsmunaþroska.
Matthew Whelpton nefndi erindi
sitt ,Áð tala íslensku, að vera ís-
lenskur: mál og sjálfsmynd frá sjón-
arhóli útlendings“. Kvaðst hann vilja
skoða hvernig útlendingur á Islandi,
sem legði stund á tungumálið, upp-
lifði tungumálið á heimaslóðum þess
og benda á sum þeirra vandamála
sem hann sjálfur hefði tekist á við
þegar hann hefði reynt að læra
tungumálið í þessu samhengi.
Niðurstaða sín, hvað fyrsta hluta
titils erindisins áhrærði, myndi
verða sú að þó það að tala íslensku
væri ekki aðferð til að vera íslensk-
ur, væri það samt sem áður aðferð til
að heyra til íslensks samfélags á
miklu persónulegri hátt en það að
tala ensku gæfi færi á í bresku sam-
félagi.
„Þegar fólk veltir fyrir sér styrk-
leika tungumáls sjá flestir fyrir sér
einhvers konar fjöldamælikvarða -
og með íbúatölu upp á um tvö hundr-
uð og áttatíu þúsund hefur íslenska
samkvæmt þessum mælikvarða
mjög veika stöðu,“ hélt Whelpton
áfram. „Félagsmálvísindamenn hafa
hins vegar bent á að styrkleiki tung-
umáls sé ekki fyrst og fremst tengd-
ur fjölda þeirra sem tala tungumálið
heldur á hve fjölbreyttan hátt það er
notað og í hve ríkum mæli þeir sem
tala málið kjósa að nota það frekar
en eitthvert annað mál ríð hinar
ýmsu aðstæður. Sem dæmi um slíkar
aðstæður má spyrja að því hvort
málið er notað af stjórnvöldum, í
stjórnsýslu, á ýmsum dómstigum, í
grunnskóla, í framhaldsskóla, í námi
á háskólastigi, í viðskiptum, í fjöl-
miðlum, milli vina og til að tjá sig við
fjölskyldumeðlimi. Er einhver annar
kostur í boði? Er hægt að þvinga fólk
til að velja eitt tungumál fremur en
annað? Ef tekið er dæmi af gelísku í
ákveðið að Gunnar Þorsteinn Hall-
dórsson hlyti styrkinn. Styrkupp-
hæðin er 400 þúsund krónur og er
ætlaður háskólancma sem vinnur
að lokaverkefni um íslenskt mál.
Ritgerð styrkþegans er til meist-
araprófs við Háskóla Islands.
írlandi þá eru niðurstöðumar dapur-
legar. Það er hægt að nota tungu-
málið opinberlega en það er að stór-
um hluta táknrænt, þegar það er
ekki táknrænt þá er það notað af ör-
litlum minnihluta og enska er alltaf í
boði sem annar kostur. Staða velsku
er mun sterkari. Hún er töluð af um
fimmtán til tuttugu prósentum
íbúanna, þó að flestir séu tvítyngdir
og tali ennfremur ensku. Hún er op-
inberlega í boði á öllum stigum þó að
raunin sé önnur og það geti verið erf-
itt að notfæra sér velsku í stjómsýsl-
unni og það er félagsleg pressa gegn
því að nota hana á mörgum svæðum
innan Wales. Hún er eingöngu í boði
á einni sjónvarpsstöð og hún er not-
uð til boðskipta milli vina og fjöl-
skyldumeðlima þar sem hún er mest
töluð, í dreifbýlinu norðan og vestan
til í héraðinu. Enska er ennþá það
tungumál sem notað er félagslega til
að koma sér áfram.
Beram þessar aðstæður saman
við stöðu íslenskunnar. Islenska er
skilyrðislaust notuð af stjómvöld-
um, dómstólum, grann- og fram-
haldsskólum. Og á háskólastigi er
hún í flestum tilfellum notuð ein-
göngu, þó að heyrist raddir um að
nota beri ensku vegna stúdenta af
erlendum uppruna. I viðskiptum er
íslenska notuð nema ef
skipt er við útlendinga, á
fjóram sjónvarpsstöðum
er allt efni kynnt á ís-
lensku eða þýtt á tungu-
málið, þó að nálgast megi
sjónvarpsefni á ensku
auðveldlega í gegnum
gervihnött. Og íslenska
er alltaf valin við að tjá sig við fjöl-
skyldu og vini.“
Sagði hann að þessi styrkleiki ís-
lenskunnar hefði raunar verið eitt af
fyrstu atriðunum sem hann hafi tek-
ið eftir í sambandi við tungumálið,
löngu áður en hann hafi fyrst kom til
landsins.
Notkun ensku í
verslunum í Reykjavík
í beinni mótsögn við þá staðhæf-
ingu sína, að það væri sterk tilhneig-
ing meðal Islendinga til að nota ís-
lensku hvenær sem færi gæfist,
Vilja gera
íslenskunám
að skyldu en
takmarkaðir
möguleikar
sagði Whelpton vera notkun ensku í
verslunum í Reykjavík. Það væri al-
gengt umkvörtunarefni meðal er-
lendra gesta sem væri að læra ís-
lensku, og hann sjálfur hefði
upplifað þetta í fjöldamörg skipti, að
þegar farið væri inn í búð og reynt
að nota íslensku til.að kaupa eitt-
hvað, skipti starfsfólkið umsvifa-
laust yfir í ensku.
„Eg hef jafnvel talað íslensku við
starfsfólk í verslun og haldið áfram
að tala íslensku allan tímann en það
svarað mér alltaf á ensku... Það
mætti ætla að þetta sýndi fram á
styrka stöðu ensku á íslandi en mér
finnst að þetta sýni fram á athyglis-
verða hluti í sambandi við stöðu ís-
lenskunnar sem máls samfélagsins.
Alveg eins og tveir Islendingar í
Oxford nota íslensku í samskiptum
hver við annan án þess að hugsa
vegna þess að íslenska er það mál
sem Islendingar nota innan síns
samfélags, notar Islendingur sem
talar við útlending á íslandi á sama
hátt ekki íslensku vegna þess að út-
lendingurinn tilheyrir ekki samfé-
laginu, í stað þess er enska valin til
samskipta við aðila utan samfélags-
ins... Islendingar virðast fylgja ein-
faldri reglu: Islenska innan samfé-
lagsins, enska utan þess. Þessar
aðstæður líkjast því sem félagsmál-
vísindamenn kalla „tvískipt mál-
samfélag", þegar tvö tungumál eru
notuð innan sama samfélags en
hvort um sig er notað í ákveðnum til-
gangi. Munurinn er sá að í raun-
verulegu dæmi um tvískipt mál-
samfélag, sem fyrirfinnst til dæmis
víða í arabalöndum, er vandað, sígilt
mál notað af dómstólum og í
stjómsýslu, en mállýskukennt dag-
legt mál notað innan heimilanna og í
lágmenningarbókmenntum. Is-
lenska útgáfan er samfélagstengd -
eitt tungumál innan þess og annað
utan þess.“
Þegar Islendingar segðu að
tungumál þeirra væri eins óvenju-
legt og jöklar á eldfjöllum og eins
aðgengilégt og apalhraunbreiðurnar
í nánd við Keflavík, yrði hann innst
inni að vera sammála þeim. En stað-
reynd málsins væri þó sú að íslenska
væri engu erfiðari fyrir útlendinga
að læra en mörg önnur tungumál.
Vantar hagnýta íslensku
fyrir útlendinga
í lok máls síns kom Whelpton
fram með þá tillögu, að boðið yrð'i
upp á kennslu í íslensku sem væri
sambærileg við það sem kallað er á
ensku „English for Special Purpos-
es“; um yrði að ræða sérhæfða ís-
lensku eða hagnýt íslenska fyrir út-
lendinga. Það sem gerði þessi
námskeið frábrugðin íslensku fyrir
erlenda stúdenta væri að þau yrðu
ekki ætluð sem skipulagt nám sem
endaði með háskólagráðu. Fyrir slík
námskeið mætti semja einfalda
kennslubók, sem skipt yrði upp í
nokkra tugi stuttra kafla, sem hver
um sig fjallaði um hvernig bera eigi
sig að við ákveðnar aðstæður. Hún
gæti gagnast útlendingum sem eru
að stíga sín fyrstu skref í íslensku
samfélagi vel. Til dæmis væri einn
kafli um að fara til læknis, annar um
bankann, skattinn, fara í sund,
kaupa inn matvörar, fara á kaffihús
og svo framvegis. Bók sem þessi
kenndi fólki bæði á íslenskt samfé-
lag um leið og það kénndi því ís-
lensku til að nota við fyrirfram
ákveðaðnar aðstæður.
Ekkert væri því til fyrir-
stöðu, ef bókin væri nógu
einföld og skýrt fram
sett, að þýða hana á
króatísku, pólsku, ensku,
tælensku, tagalog eða
önnur af þeim fjölmörgu
málum sem innflytjend-
ur til landsins tala - og afhenda þeim
eintak við hæfi við komuna.
Sagði Whelpton, að íslendingar
skildu að erlendir námsmenn og
fræðimenn hefðu áhuga á tungumáli
þeirra og treystu þeim til að yfir-
stíga þau vandamál sem kynnu að
koma upp í náminu. En hann hefði á
tilfinningunni að þeir drægju í efa að
nokkur vildi læra hið daglega mál til
að geta tekið þátt í samfélaginu.
Að þeim orðum sögðum, sleit for-
maður íslenskrar málnefndar,
Kristján Árnason, Málræktarþingi
2000.