Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjallað um siðferði á málþingi Svæfínga- og gjörgæslulæknafélags Islands Viðhorf sjúklinga mikilvæg við erfiða ákvarðanatöku Sveinn G. Einarsson, formaður félagsins, segir það lengi hafa verið draum svæfínga- lækna á gjörgæslu að opna almenna um- ræðu um siðfræði og gjörgæsiu. Morgunblaðið/ Sverrir Málþingið „Hver á mitt líf?“ var vel sótt. SVÆFINGA- og gjörgæslulækna- félag íslands stóð fyrir opnu mál- þingi um samspil sjúklinga, að- standenda og fagfólks við meðferð sjúklinga á gjörgæslu í Borgar- leikhúsinu síðastliðinn laugardag. „Vegna þeirrar tækni sem við búum við í dag er hægt að halda fólki lifandi í vélum svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir," sagði hann. „Hver á mitt líf? Þetta er áleitin spurning sem oft vaknar þegar einstaklingur liggur meðvit- undarlaus í öndunarvél og fær engu um það ráðið hvaða meðferð hann fær eða hversu lengi haldið er áfram.“ Þá flutti Jón Ásgeir Kalmansson fyrirlestur Ástríðar Stefánsdóttur, læknis og heimspekings, en sjálf var Ástríður frá vegna veikinda og hafði einn þátttakanda orð á því að þau hjón væru gott dæmi um það hvernig aðstandendur sjúklinga verði oft að tala fyrir þá, ekki síst á gjörgæsludeildum. I fyrirlestrinum beindi Ástríður sjónum að mikilvægi siðferðilegrar færni lækna og hjúkrunarfólks. Sagði hún að þótt meiri áhersla hefði hingað til verið lögð á tækni- lega færni og kunnáttu við mennt- un heilbrigðisstétta verði þær einnig að tileinka sér siðferðilega færni. Þá sagði hún það sjónarmið hafa komið fram að læknum bæri ein- ungis að greina vanda sjúklinga og skýra þeim frá staðreyndum um ástand sitt og hugsanleg úrræði, þannig að þeir geti valið um það hvort beita eigi ákveðinni meðferð eða ekki. Vissulega sé mikilvægt að hafa sjúklinga með í ráðum en hún telji þó sjaldnast réttlætan- legt, við erfiðar meðferðarákvarð- anir, að sjúklingar eða aðstand- endur beri einir hina endanlegu ákvörðun. Enda sé það illfram- kvæmanlegt þar sem það hljóti að vera á ábyrgð fagmannsins að meta hvaða upplýsingar skipti máli, að gi'eina aðalatriði frá auka- atriðum. Að fyrirlestrinum loknum fóru fram pallborðsumræður fagfólks, aðstandenda og fyrrverandi sjúkl- inga á gjörgæsludeildum undir stjórn dr. Sigrúnar Stefánsdóttur. Tóku þátttakendur undir mikil- vægi þess að sjúklingar séu eins virkir þátttakendur í ákvarðana- töku og hægt sé án þess þó að læknar firri sig ábyrgð eða þvingi meiri ábyrgð á sjúklinga og að- standendur en þeir eru reiðubúnir til að axla. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús- prestur sagði að við erfiða ákvarð- anatöku væri leitast við að hlusta eftir því hver einstaklingurinn væri. Það væri haft að leiðarljósi að nálgast vilja og viðhorf hans og að þar sem sjúklingurinn væri oft víðsfjarri gætu samtöl við aðstand- endur verið eina færa leiðin að því marki. í framhaldi af þessu spurði fyrr- verandi sjúklingur um möguleika sjúkiinga á því að fara til baka eft- ir að þeir hafi verið heimtir úr helju. Sögðu læknar líknardauða ekki koma til greina hér á landi. Þá sögðu þeir nokkurs misskiln- ings hafa gætt við notkun hugtak- anna „líknardauði" og „líknarmeð- ferð“ en líknarmeðferð sé fullgild meðferð sem miðist að því að lina þjáningar dauðvona sjúklinga. í síðari hluta málþingsins gerðu aðstandendur og fyrrverandi sjúklingar á gjörgæsludeildum grein fyrir reynslu sinni. Lýstu þeir mjög jákvæðu viðhorfi til þess starfs sem unnið er á gjörgæslu- deildum. Þó kom fram sú skoðun að brýn þörf væri á millistigi milli gjörgæsludeilda og almennra deilda þar sem almennar deildir væru ekki alltaf í stakk búnar til þess að taka við sjúklingum af gjörgæslu og flutningurinn gæti því reynist sjúklingum og aðstand- endum óþarflega erfiður. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eldurinn komst inn fyrir klæðninguna en þó varð ekki mikið tjón. Ikveikja við Bæjar- leikhúsið í Mosfellsbæ GRUNUR leikur á að brennuvarg- ur hafi verið að verki við Bæjar- leikhúsið í Mosfellsbæ á laugar- dagskvöld. Kveikt var í rusli við húsvegg og mátti litlu muna að illa færi. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu og slökkvilið þurfti að reykræsta það. Þetta er þriðji bruninn í Mosfellsbæ á skömmum tíma og telur lögreglan líkur til þess að sami aðilinn hafi verið þar að verki. Tilkynnt var um brunann klukk- an 22:50. Tveir dælubílar, körfubíll og sjúkrabifreið voru send á stað- inn. Þegar bílar Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins komu á vettvang logaði í drasli við vegg leikhússins. Húsið stendur við Þverholt en þar var áður áhaldahús Mosfellsbæjar. Slökkvistarf gekk greiðlega og tókst að koma í veg fyrir að eldur læsti sig í leikhúsið. Mikill reykur barst hins vegar inn í húsið og tók það slökkviliðið nokkra stund að reykræsta það. Eftirför lögreglu lauk með árekstri ÖKUMAÐUR sem grunaður var um ölvunarakstur reyndi að komast undan lögreglunni í Reykjavík í gær- morgun með ofsaakstri. Eftirför lög- reglunnar endaði með árekstri bíl- anna í Þverholti. Lögreglan veitti aksturslagi mannsins athygli á fimmta tímanum í gærmorgun og hugðist stöðva akst- urinn. Sá grunaði reyndi þá að stinga lögregluna af með ofsaakstri á Miklubraut. Hann ók m.a. tvívegis yfír á xauðuJjósLog .eftir.göngustíg. Við Stórholt lentu bflarnir í árekstri. Eftir áreksturinn reyndi hinn grun- aði að komast undan á hlaupum en lögreglumennirnir hlupu hann uppi og handtóku. Við leit á manninum fundust ætluð fíkniefni. Lögreglu- mennirnir tveir sem voru í lögreglu- bflnum, hlutu minniháttar meiðsl, en þeir fóru báðir í læknisskoðun á slysadeild. Bflarnir voru báðir óöku- færir eftir áreksturinn. Hinn grun- aði gistir nú fangageymslur lög- reglunnar.og var yfirheyrður í gær. Ólympíuskákmótið í Istanbúl Vonbrig’ði þrátt fyrir góða spretti SKAK ÓLYMPÍUSKÁKMÓTINU í Istanbul er að ljúka, þegar þetta er skrifað. Rússar era ólympíumeist- arar í opna flokknum, með 38 vinn- inga í 56 skákum og Þjóðverjar fá silfrið, með 37 vinninga. Þegar þetta er skrifað, er enn óvíst um þriðja sætið, en Ungverjar og Ukraínumenn berjast um það. Rússar rifu sig upp, eftir daufa byrjun, og unnu nokkuð öraggan og hefðbundinn sigur á mótinu, en frammistaða Þjóðverja hefur vakið mesta athygli. Þeir hafa teflt á toppnum allt mótið og töpuðu saint aðeins einni viðureign, fyrir Uki-- aínu með minnsta mun. íslenska karlasveitin tapaði illa í síðustu umferð fyiir Víetnömum, 1-3. Það gekk flest á afturfótunum hjá okkar mönnum í þessari um- ferð, en það má segja, að úrslitin í síðustu umferðinni ráði mestu um endanlega stöðu í mótinu. Allt fór þó frekar rólega af stað og virtist stefna í góð úrslit fyrir okkur. Stefún Kristjánsson gerði jafntefli með svörtu á 4. borði og Hannes Hlífar átti greinilega betra tafl á því fyrsta. Helgi Ólafsson lék af sér skiptamun í ágætri stöðu á öðru borði og á svipuðum tíma lenti Þröstur í erfiðleikum á því þriðja. Niðurstaðan varð svo sú, að Helgi og Þröstur gátu ekki bjargað sínum skákum og Hannesi Hlífari tókst ekki að vinna skákina á fyrsta borði. Úrslitin í síðustu umferð og endanlegt sæti, nálægt 60., era mikil vonbrigði fyrir okkur, eftir góða spretti fyrr á mótinu. Einstaklingsárangur: Hannes Hlífar Stefánsson, 6/13; Helgi Ól- afsson, 5 !4 /12; Þröstur Þórhalls- son, 7W12; Jón Viktor Gunnarsson, 5W11; Jón Garðar Viðarsson, 2/3; Stefán Kristjánsson, 2W5. Þegar útkoman hjá íslensku karlasveitinni er metin, verður að hafa í huga, að hún tefldi við mun stigahærri andstæðinga í 10 um- ferðum af 14, við svipaðan andstæð- ing í 1. (Víetnam!) og veikari í 3. Kvennasveitin gerði jafntefli við Singapore í síðustu umferð, U/2-U/2. Sveitin hlaut 18 vinninga af 42, sem skiptust þannig: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, 6W12; Harpa Ing- ólfsdóttir, 4Vý/l 1; Áslaug Kristins- dóttir, 3/10; Aldís Rún Lárusdóttir, 4/9. Ólympíumeistarar í kvenna- flokki era Kínverjar annað skiptið í röð, nú með 32. v. af 42; 2. Georgía, 31 v.; 3. Rússland, 29 v. Við skulum að lokum sjá skák Þrastar í síðustu umferð, en hún sýnir vel lánleysi okkar í lokin. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Tu Thong Skoski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Rb6 9. Rd2 De6 10. b3 Hb8 11. De3 Bb4 í skákinni Vorobiov-V. Ivanov, Moskvu 1994, varð framhaldið 11... Be7 12. Bd3 f6 13. Bb2 Ra4 14. Bd4 c5 15. exf6 cxd4 16. Dxe6 dxe6 17. fxe7 Rc518. Ke2 Bb719. b4 Ra4 20. fö Kxe7 21. a3 a5 22. Bc2 Rc3 23. Kd3 Hhd8 24. Hhel Kf6 25. Rb3 axb4 26. axb4 e5 27. Ha5, með jafn- tefli. 12. Be2 0-0 13. 0-0 d5 14. Rf3 dxc4 15. Rd4? - Þótt ótrúlegt megi virðast, leiðir þessi eðlilegi leikur til tapaðrar stöðu fyrh’ hvít. Best var 15. Rg5! Dg6 16. bxc4 h6 17. a3 Be7 18. Re4 BÍ519. Rg3 o.s.frv. 15. - Dd7! 16. Rc2 - Svartur hótaði 16. - Bc5, ásamt 17. - Hd8. Það gar verið spm’ning, hvort hvítur ætti að fórna peði með 16. e6!? fxe6 17. Bg4 o.s.frv. 16. - Rd5 17. Dg3 Bc3! 18. Bh6 f5 19. Hadl f4! Sjá stöðumynd 20. Bxf4 - Eða 20. Dg5 HÍ5 21. Dg4 Df7 22. bxc4 Hxe5 og svartur vinnur. 20. - Df5! 21. Bxc4 — Ekki gengur 21. Re3 Dxf4 22. Rxd5 Dxg3 24. Re7+ Kf7 25. fxg3+ Kxe7 26. Hxf8 Kxf8 27. Hd8+ Ke7 28. Hg8 cxb3 29. axb3 Bd4+ 30. Ki'l Hxb3 31. Hxc8 Hbl+ 32. Bdl Hxdl + o.s.frv. 21. — Dxc2 22. Bg5 - Það er ekki hægt að loka svörtu drottninguna úti með 22. Bd3 Rxf4 23. Bxc2 Re2+ 24. Khl Rxg3+ o.s.frv. 22. - Dg6 23. Dxc3 Dxg5 24. Hd3 - Hvítur hefði getað reynt 24. f4!?, því að svartur má ekki drepa peðið: 24. - Hxf4? 25. Hxf4 Dxf4 26. Hfl Dg5 27. Bxd5+ cxd5 28. Dxc7 Ha8 29. Dc6 o.s.frv. 24. ~ Ba6! 25. Hg3 Bxc4 26. Dxc4 Dxe5 27. Dxc6 Hb6 Nú getur ekkert bjargað hvíti. Lokin þarfnast ekki skýringa. 28. Dc4 Hbf6 29. h3 Kh8 30. Dc5 Dd6 31. Dxa7 Rf4 32. Khl Rd3 33. f4 Rxf4 34. Hgf3 Re2 35. Hxf6 gxf6 36. Hel Rg3+ 37. Kgl c5 38. He7 Dd3 39. Dxc5 Dfl+ 40. Kh2 Hg8 41. Dgl Df4 og hvítur gafst upp, því að svart- ur hótar að vinna hvítu drottning- una með 42. - Re2+, eða hrókinn með 42. - Rf5+, og það engin vörn við báðum þessum hótunum. Bragi Kristjánsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.