Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 16

Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Rússneski togarinn Omnya hefur verið bundinn við bryggju á Akureyri síðan í ágúst 1997. Omnya frá Akur- eyrifyrir jól ALLT útlit er fyrir að rúss- neski togarinn Omnya, sem legið hefur við bryggju á Akur- eyri frá því í ágúst 1997, verði fjarlægður fyrir jól. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur norskur aðili gert samning við Hafnasamlag Norðurlands um að fjarlægja skipið og hefur hann jafnframt gert skil á hafnargjöldum skipsins, sem voru í vanskilum, alls rúmlega ein og hálf milljón króna. Hörður Blöndal, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, staðfesti að hafa óskað eftir því við hina norsku aðila að þeir fjarlægðu skipið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu nýlega lagði Hafnasamlag Norður- lands fram beiðni til sýslu- mannsins á Akureyri um upp- boð á rússneska togaranum, þar sem útgerð skipsins í Murmansk hefur ekki greitt hafnargjöld frá því í nóvember á siðasta ári. Því uppboðsferli mun verða fram haldið þar til skipið lætur úr höfn. Þessi norski aðili sem hyggst fjarlægja skipið stendur að fyr- irtækinu A.D.S. fsland en fyrir- tækið er með starfsemi á Akur- eyri og safnar ýmsum brotamálmi til útfiutnings og hefur jafnframt haft áhuga á því að eignast rússneska tog- arann. Hafnargjöld ekki greidd í heilt ár Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumanns hefur krafan um uppboð á skipinu ekki verið tekin fyrir. Málið sé á byrjunarreit og því ekki komnar fram neinar frekari kröfur á eigendur skipsins. Omnya kom til landsins fyrir rúmum þremur árum og var fyrirhugað að gera á því gagn- gerar breytingar í Stáltaki (Slippstöðinni). Marel Trading sá um greiðslur fyrir skipið en eftir að fyrirtækið hætti af- skiptum af því fyrir ári hafa hafnargjöld ekki verið greidd. Tráhderar jbm&kar dragtur fyrir ungar kanur ~li5liiwi*Lu.n JvtelnunnúX Akureyri, sími 462 2214, Námskeið í XML og ASP forritun Námskeiðið verður haldið á Akureyri dagana 23. til 25. nóvember og 30. nóvember til 2. desember Markmið námskeiðs er að nemendur: ASP hluti V Kynnist forritun vefsíðna V Geti notað form til þess sækja inntak frá notendum V Geti forritað ASP síður til þess að tala við gagnagrunn. XML hluti V Oðlist skilning á XML og í hvaða tilgangi það er notað V Þekki hugtökin XSL og Document Object Model V Geti tengt ASP og XML saman í raunverulegum verkefnum Er þetta námskeið sem hentar þér? Svaraðu könnuninni á vefslóðinni www.prim.is/kennsla/tfak_xml_asp/ Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um námskeiðið Kennari: Sigvaldi Óskar Jónsson, verkfræðingur, Prím ehf. Innritun og allar nánari upplýsingar: Tölvufræðslan - Furuvöllum 13 - 600 Akureyri Símar 462 7899 og 896 5383 - Póstfang: helgi@nett.is Landsfundur jafnréttisnefnda haldinn á Akureyri Tekið verði á kyn- bundnum launamun Morgunblaðið/Kristján Landsfundur jafnréttisnefnda vill að komandi kjarasamningar verði nýttir í baráttunni við launamisréttið. Valgerður Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, í ræðustól. LANDSFUNDUR jafnréttis- nefnda var haldinn á Akureyri en honum lauk um helgina. Jafnréttis- nefnd Akureyrar skipulagði fund- inn í samstarfi við Jafnréttisstofu. Aðaláhersla var lögð á að kynna og ræða nýja skipan jafnréttismála á Islandi, ný lög, nýtt jafnréttisráð og Jafnréttisstofu. Þá var rætt um hlutverk jafnréttisnefnda, en lög- um samkvæmt er sveitarfélögum skylt að skipa jafnréttisnefndir og gera áætlun um jafnréttismál. Staða nefndanna var rædd á fund- inum og áhrif á sveitarstjórnarstig- inu, m.a. þegar upp koma dómar og kærunefndarálit í málum þar sem sveitarstjórnir teljast hafa brotið gegn jafnréttislögum. Ekki farið eftir ákvæðum jafnréttislaga Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem furðu er lýst yfir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við nýlega ráðningu hæstaréttar- dómara, þar sem ekki var farið eft- ir ákvæðum jafnréttislaga um að- gerðir til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fundurinn hvatti til aukinnar árvekni í meðferð ofbeld- ismála þar sem börn og konur eru þolendur. Launamisrétti verði upprætt Fagnaði fundurinn þeim mikil- vægu áföngum sem ný lög um fæð- ingar- og foreldraorlof og lög um jafna stöðu og rétt kynjanna eru fyrir jafnréttisbaráttu á Islandi. „Með lögunum hefur jafnréttisbar- áttan náð dýrmætri fótfestu sem brýnt er að nýta til nýrrar sóknar og frekari sigra á komandi misser- um. I þeim efnum er af nógu að taka,“ segir í ályktuninni. Þá hvetur fundurinn ríkisvald, sveitarstjórnir og fyrirtæki til að hefja þegar vinnu í samræmi við ný lög um jafna stöðu kynjanna. Einn- ig skorar fundurinn á aðila vinnumarkaðarins að nýta komandi kjarasamninga til að taka á þeim kynbundna launamun sem víðast er staðreynd, bendir á að forysta ríkis og sveitarfélaga í að uppræta launamisrétti kynjanna sé mikil- væg og að framundan séu samning- ar þessara aðila við fjölmennar stéttir opinberra starfsmanna. „Þessa samninga verður að nýta í baráttunni við launamisréttið og sýna þannig nauðsynlegt fordæmi fyrir aðra aðila vinnumarkaðarins," segir í ályktun landsfundar jafn- réttisnefnda. Atvinnuástand með allra besta móti ATVINNUÁSTAND á Akureyri hef- ur verið með allra besta móti á þessu hausti, samkvæmt yfirliti frá Svæðis- vinnumiðlun Norðurlands, og þá sér- staklega hjá körlum. Um síðustu mánaðamót voru 93 á atvinnuleysis- skrá í bænum, 57 konur og 36 karlar, en á sama tíma í fyrra voru 170 á skrá, 119 konur og 51 karl. í lok september sl. voru 89 á skrá á Akureyri. Atvinnuástand í öðrum sveitarfé- lögum í Eyjafirði hefur einnig verið þokkalegt á þessum tíma. Um síðustu mánaðamót voru 19 manns á atvinnu- leysisskrá í Ólafsfuði, 14 konur og 5 karlar, en á sama tíma í fyrra voru 17 á skrá. I lok september sl. voru 24 skráðir þar atvinnulausir. Í Dalvíkurbyggð voru 5 manns án atvinnu um mánaðamótin en á sama Raunsæ ryðg- uð rómantík ÓLAFUR Sveinsson myndlistarmað- ur opnar málverkasýningu á Kaffi Karólínu á Akureyri í kvöld, þriðju- dagskvöldið 14. nóvember, kl. 20. Á sýningunni eru olíu- og akrýlmál- verk unnin á hör og striga og eru þau öll unnin á þessu ári. Myndefnið er sótt í Sildarverksmiðjur Kveldúlfs á Hjalteyri. Yfirskrift sýningarinnar gæti þess vegna verið: Raunsæ ryðg- uð rómantík! tíma i fyrra voru fjórir á skrá. í Hrís- ey voru 6 manns á skrá um síðustu mánaðamót en á sama tíma í fyrra voru tvær konur á atvinnuleysisskrá. í lok september sl. voru hins vegar 10 konur á skrá í eynni. Um síðustu mánaðamót vora 174 á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi eystra, 115 konur og 59 karlar, en á sama tíma í fyrra vora 241 á skrá, 166 konur og 75 karlar. í lok september sl. vora 161 á skrá. Ekki lægri tölur í mörg ár Helena Karlsdóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra, sagði að atvinnuástandið væri nokkuð gott og mun færri á skrá en í fyrra. Munar þar mestu um gott ástand á Akureyri. Hins vegar væri fólki að fjölga á atvinnuleysisskrá en slíkt gerist alla jafna á þessum árs- tíma. „Þetta virðist vera ein hringrás, það fjölgar á skrá og nær hámarki í desember, janúar og febrúar og svo fækkar aftur. Það hefur þó ekki verið eins mikil fjölgun á skrá nú og undan- farin tvö ár, þannig að ástandið er til- tölulega gott. Og það þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að sjá svo lágar tölur á Akureyri." Helena sagði að ástandið á stöðun- um í nágrenni Akureyrar væri svipað og undanfarin ár. Ólafsfjörður hefði til að mynda ekki náð sér eftir gjald- þrot Sæunnar Axels þótt þar hefði orðið fækkun á skrá frá þeim tíma. Héraðsskjalasafnið á Akureyri Heiðurs- borgarar á sýningu HÉRAÐSSKJALASAFNIÐ á Akureyri hefur sett upp sýn- ingu á myndum, skjölum og munum sem tengjast heiðurs- borgurum Akureyrarbæjar. Nú era 80 ár liðin frá því að fyrsti heiðursborgarinn, sr. Matthías Jochumsson, var kjörinn, en það var einmitt á 85. afmælisdegi hans hinn 11. nóvember 1920. Síðan hafa 7 heiðursborgar- ar bæst við, en þeir eru: Finnur Jónsson prófessor (1928), Jón Sveinsson (Nonni) rithöfundur (1930), Oddur Björnsson prent- meistari (1935), Margarethe Schiöth húsfrú (1941), Davíð Stefánsson skáld (1955), Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri (1974) og Steindór Steindórs- son skólameistari (1994). Sýningin er á lestrarsal Amtsbókasafnsins, 2. hæð, í Brekkugötu 17 og er öllum opin á afgreiðslutíma safnanna kl. 10-19 mánudaga til föstudaga og kl. 10-15 á laugardögum. Sýningin mun standa í um það bil mánuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.