Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Sr. Hjalti Þorkelsson flytur bæn við minnisvarða Jóns Arasonar. Aftöku minnst í Skálholti Breiðabdlstað í Fljótshlíð - Hinn 7. nóvember sl. voru 450 ár liðin frá aftöku Jóns Arasonar biskups, Björns og Ara sona hans í Skál- holti. Mun aftakan vera einhver dekksti blettur sem siðaskiptunum fylgdi hér á landi að mati sagn- fræðinga. Feðgunum hefur verið reistur minnisvarði í Skálholti. Dánardægurs feðganna var minnst í Skálholtsdómkirkju með náttsöng og minningarstund sem Sigurður Sigurðarson vígslubiskup annaðist ásamt sr. Agli Hallgríms- syni staðarpresti. Um tónlistar- flutning sáu þeir Gunnar Kvaran sem lék á selló og Hilmar Öm Agnarsson sem lék á orgel dóm- kirkjunnar. Skálholtskórinn söng. Séra Hjalti Þorkelsson tók fram í prédikun sinni að aftaka herra Jóns hefði verið með þeim hætti og allt við andlát hans, að hann væri sannanlega píslavottur samkvæmt kröfum hinnar kaþólsku og postul- legu kirkju. Því gætu íslendingar beðið um fyrirbæn hans með góðri samvisku og heiðrað hann sem píslarvott, sem lét lífið fyrir trú sína. Er þarna loks kveðið uppúr um píslarvætti Jóns biskups af hendi kirkju hans. Að lokinni minningarathöfn gengu prestar, tónlistarfólk og kirkjugestir með kyndla frá kirkjunni að minnisvarða Jóns Arasonar biskups og sona hans. Félagsmiðstöð opnuð í Vík Fagradal - Félagsmiðstöð hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal og hlaut hún nafnið OZ. Ekki hefur áður verið starfrækt félagsmiðstöð í Vík og er þetta því frumraun á þessu sviði Félagsmiðstöðin fékk húsnæði f félagsheimil- inu Leikskáium f Vfk og verður opin tvö kvöld í viku til að byija með. Við opnun félagsmiðstöðvarinnar fluttu nokkrir krakkar úr eldri bekkjum skólans skemmti- atriði. Þá hafa nokkrir drengir skreytt veggi hús- næðisins með og lífgar það mikið upp á. Ennþá vantar krakkana sjónvarp og hljóm- flutningstæki og fieira til að skemmta sér við. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Telma Ýr Sigurðardóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Kolbrún Magga Matthíasdóttir og Elfsabet Ásta Magn- úsdóttir á opnunardegi OZ í Vík. Skjöldólfsstaðir á Jökuldal Eldur laus í með- ferðarheimili Norður-Héraði - Eldur varð laus í Meðferðarheimilinu Jökuldal á Skjöldólfsstöðum um nónbil á laug- ardag. Eldurinn kviknaði í rafmagnstöflu og náði ekki frekari útbreiðslu og skemmdir urðu ekki aðrar af völdum eldsins en að raf- magnstaflan og umhverfi hennar er ónýtt. Reykur og sót barst hinsvegar um allt húsið og einnig duft úr þeim slökkvitækjum sem notuð voru við slökkvistarfið. Starfsmað- ur meðferðarheimilisins var stadd- ur í sama herbergi og rafmagns- taflan þegar eldurinn braust út. „Ég varð var við reykjarlykt og fór að kanna hvaðan hún kæmi þegar kvað við hár hvellur og raf- magnstaflan þeyttist upp og eld- glæringarnar stóðu út úr henni.“ Síðan var sprautað á eldinn úr duftslökkvitæki og menn frá næsta bæ, Skjöldólfsstöðum, komu þegar með fleiri slökkvitæki því stutt er milli húsanna. Það var ekki fyrr en rafmagninu var slegið út að hægt var að slökkva eldinn og tókst það með slökkvitækjunum áður en slökkvilið frá Egilsstöðum kom á staðinn. Allt tiltækt lið þaðan var kallað út, alls þrír bílar. Strax á sunnudag var tekið til við að þrífa húsið, mála það innan og skipta um það sem skemmdist og er vonast eftir að það klárist í þessari viku svo hægt verði að halda starfseminni á meðferðar- heimilinu í föstum skorðum. Vist- menn heimilisins voru flestir í heimferðarleyfi þegar eldurinn kom upp. Einn vistmaður var á staðnum og dvelur hann á næsta bæ þar til heimilið verður komið í lag en heimferðaleyfið lengist hjá hinum. Losun gróðurhúsalofttegunda við fískveiðar Óx um 14% miðað við eldsneytisnotkun LOSUN gróðurhúsalofttegunda við fiskveiðar var 19% frá 1990 til 1996 en 14% frá 1990 til 1999 miðað við elds- neytisnotkun. Þetta kom fram hjá Guðbergi Rúnarssyni, verkfræðingi hjá Fiskifélagi íslands, á málstofu um sjávarútveg og losun gróðurhúsaloft- tegunda, sem Landvemd stóð að í samvinnu við Umhverfisstofnun Há- skóla íslands og Fiskifélag íslands á Grand Hótel Reykjavík í gærkvöldi. Með samþykkt Kyotobókunarinnar 1997 vom iðnríkjunum sett losunar- mörk fyrir gróðui’húsalofttegundir fyrir tímabilið 2008 til 2012, sem námu að meðaltali rúmlega 5% minni losun árlega en 1990, en fyrir Island vom losunarmörkin 10% aukning. 26% losunar hjá fískiskipum í máli Birnu Hallsdóttur hjá Holl- ustuvemd ríkisins kom fram að losun hefðu aukist frá 1990 og þar væri hlut- ur koltvíoxíðs (C02) mestur. 1998 hefði 26% losunar á Islandi verið hjá fiskiskipum og 6% vegna fiskimjöls- framleiðslu. Nokkur sveifla hefði ver- ið í orkunotkun 1990 til 1999. Hámarkið hefði verið 1996 vegna veiða á fjarlægari miðum eins og í Smugunni og Barentshafi en síðan hefði orðið samdráttur. 1990 hefði C02 verið 98% losunar hjá fiskiskip- um en í eldsneytisspá Orkuspár- nefndar 2000 til 2010 væri gert ráð fyrir um 13% eldsneytisaukningu vegna meiri veiði og að C02 verði 93% en gert væri ráð fyrir að fleiri fiskis- ldp skipti út ósoneyðandi kælimiðlum. Olíunotkun fiskveiði- flotans minnkar Guðbergur Rúnarsson sagði að samkvæmt upplýsingum frá Orku- spámefnd hefði eldsneytisnotkun fiskiskipa aukist úr 221 þús. rúmmetr- um 1983 í 315 þús. rúmmetra 1996 en síðan minnkað í um 297 þús. rúm- metra 1999. Þetta hefði gerst þrátt fyrir aukna sókn í uppsjávarfisk (kol- munna) og flotvörpuveiðar á sfld og loðnu, fjölgun smábáta og endumýjun og vélaskipti stærri skipa. Hann nefndi að botnvarpan væri mikilvægasta veiðarfærið og að um helmingur afla íslenski'a skipa, miðað við þorskígildi, fengist með togveiðar- fæmm. Isfisktogarar hefðu verið 101 1990 en 66 1997. Orkunotkun þeirra hefði verið 106.993 rúmmetrar 1990 en 52.709 rúmmetrar 1997. Orkunotk- un á aflaeiningu hefði hins vegar verið nokkuð stöðug, 0,43 1/kg 1997 en 0,38 1/kg 1990. Til samanburðar notuðu smábátar 0,15 lítra af olíu pr. kg af fisíd upp úr sjó, bátar 0,21/kg og nóta- skip 0,035 I/kg upp úr sjó.Olíunotkun vinnslu- og frystiskipa hefði aukist frá 1990 til 1997, úr 58.925 rúmmetmm af eldsneyti í 135.650 rúmmetra. Skipun- um hefði fjölgað úr 75 í 94, sóknin hefði aukist, veiðarfærin væm stærri og þyngri, úthafsveiðar hefðu aukist sem og úthald og vinnsla. Olíunotkun- in væri breytileg milli skipa en mest hjá rækjuskipum, um 1,23 1/kg. Hann sagði að reikna mætti með að olíu- notkun ísfisktogara minnkaði með meiri aflaheimildum og samþjöppun í greininni. Fækkun rækjuskipa sam- fara meiri aflaheimildum á einstök skip bætti orkubúskap vinnsluskipa og þegar á heildina væri litið væri ekki annað séð en að olíunotkun fisk- veiðiflotans héldi áfram að minnka. Styrlqa jákvæða únynd sjávarútvegsins Auður H. Ingólfsdóttir hjá Um- hverfisstofnun Háskóla íslands sagði að hlutur íslands í heildarútblæstri væri ákaflega lítill, eða um 0,05% af heildarlosun. Losun frá sjávarútvegi væri því um 0,0125% af heildarlosun heimsins og því væri Ijóst að þær fómir, sem íslensk útgerð kynni að færa til að draga úr losun drægi ekki úr líkum á loftslagsbreytingu nema allir aðrir í heiminum stæðu við sitt. Hún sagði að ef íslenskum sjávarút- vegi tækist vel til við að minnka losun gæti það styrkt enn frekar jákvæða ímynd sjávarútvegsins sem atvinnu- greinar sem byggði á heildstæðri um- hverfisstefnu. Markvissari sóknar- stýring gæti dregið úr orkueyðslu sem og spameytnari vélar auk þess sem hugsanlega gæti verið vænlegur kostur að skipta um orkugjafa í fram- tíðinni. I máli Auðar kom ennfremur fram að opinber umræða um aðgerðir til að draga úr losun GHL í sjávarútvegi hefði verið lítil sem engin undanfarin þrjú ár en bæklingur LÍÚ um olíu- spamað fiskiskipa væri mjög jákvætt dæmi. Tækninýjungar sem draga úr eldsneytisnotkun Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maðui' Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands, fjallaði um tækninýj- ungar sem draga úr eldsneytisnotkun við fiskveiðar og hafrannsóknir. Hún sagði að samstarf framkvöðla og há- skóla væri góður jarðvegur framfara og benti á að stofnuninn ynni m.a. með einstaklingum og fyrirtækjum utan HÍ að framforum fyrir sjávar- útveginn I því sambandi kynnti hún árangur tveggja yfirstandandi sam- starfsverkefna, annars vegar varð- andi djúpfar og hins vegar varðandi aflaspárkerfi, auk þess sem hún sagði frá COMTEC brennsluhvatanum og framtíðarsýn varðandi vetnisvæð- ingu. Guðrún sagði að prófanir sýndu að brennsluhvatinn sparaði eldsneyti um 5% við 60% vélarafl auk annarrar virkni. Gagnagrunnur eins og afla- spárkerfi, sem væri verkefni til meist- araprófs í verkfræði við HÍ, sparaði m.a. tíma og drægi úr eldsneytisnotk- un og mengun. Djúpfarið væri lítill og sjálfvirkur kafbátur, búinn tækjum til hafrannsókna og eftirlits í sjó eða vatni, sem gæti gert mælingar og tek- ið myndir af landslagi og lífrfld og sparað skipatíma. Vetnisvæðingin miðaði að því að gera vetni samkeppn- ishæft sem eldsneyti og minnka C02 útblástur úr 3 milíjónum tonna í 1,3 milljónir tonna á ári. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur Búa sig undir hörð átök í kjarabaráttunni SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur samþykkti tvær ályktanir á aðal- fundi sínum um helgina. í annarri er m.a. beint þeirri áskorun til ís- lenskra fiskimanna að búa sig nú þegar undir hörð átök í kjarabar- áttunni en í hinni er mótmælt eyði- leggingarstarfsemi við gömlu höfn- ina í Reykjavík. Fyrri ályktunin er annars eftir- farandi: „Sjómannafélag Reykja- víkur fagnar þeim áfanga sem náð- ist í síðustu kjarasamningum félagsins varðandi mönnun og slysatryggingar um borð í íslensk- um kaupskipum og skorar á samtök sjómanna að ná fram slíkum trygg- ingaákvæðum um borð í fiski- skipum til að eyða réttaróvissu varðandi slysabætur. Sá tími er lið- inn um borð í kaupskipunum að sökinni sé komið á skipverjann í slysum, nú verður að eyða þessari óvissu um borð í fiskiskipa- flotanum. Jafnframt vill félagið mótmæla tilraunum Atlantsskipa til að stunda vöraflutninga fyrir Varnar- liðið milli Islands og Bandaríkjanna með láglaunaáhöfnum og undir fölsku flaggi. Aðalfundur Sjó- mannafélags Reykjavíkur gerir þá kröfu til stjórnvalda að sett séu í lög sömu ákvæði og gilda um sjó- flutninga Bandaríkjamanna, þ.e.a.s. að þeirra hluti í sjóflutningum fari fram með bandarískum skipum undir bandarískum fána. íslenski hluti sjóflutninganna fari fram með íslenskum kaupskipum undir ís- lenskum fána. Sú þróun að íslenskir útgerðar- menn beini sjónum sínum til Rúss- lands og Eystrasaltslandanna ein- kennist af nútíma þrælahaldi láglaunafólks. Kjarasamningar lausir í nær eitt ár Þessi þróun er alvarleg ógnun við kjör og afkomu íslenskra sjó- manna og bæta ekki kjör þeirra er- lendu manna sem hér eiga í hlut til frambúðar. Sjómannafélagið mun því grípa til allra hugsanlegra að- gerða til að verja kjör íslenskrar sjómannastéttar gegn þeirri vá sem þessi þróun hefur í för með sér. Það reynist sjómannastéttinni iðulega erfiður róður að ná fram þeim kjarabótum sem orðið hafa í landi, svo sem í lífeyrismálum, ör- yggis- og tryggingamálum. Nú þegar hafa kjarasamningar fiski- manna verið lausir í því sem næst eitt ár. Enginn árangur hefur til þessa náðst í þessum viðræðum og öllum sjálfsögðum kröfum verið hafnað. Aðalfundur beinir þeirri áskoran til allra íslenskra fiskimanna að búa sig nú þegar undir hörð átök í kjarabaráttunni." Gamla höfnin I hinni ályktuninni beinir Sjó- mannafélagið orðum sínum að borgarstjórn. „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur beinir harðorðum mótmælum til borgarstjórnar Reykjavíkur gegn þeirri eyðilegg- ingarstarfsemi sem fram fer um þessar mundir við gömlu höfnina í Reykjavík. Þetta dýrasta og mesta mann- virki íslands við upphaf aldarinnar er að verða að hótelum, listasöfnum og íbúðarhúsnæði. Slippurinn og fiskmarkaðurinn á leið á braut. Þetta mannvirki hefur um áratugi verið séreinkenni höfuðstaðar landsins, aðdráttarafl ferðamanna sem hafa viljað kynnast grandvall- aratvinnugrein þjóðarinnar. Sjómannafélag Reykjavíkur hef- ur ekkert á móti lista- og menning- arstarfsemi, en telur að henni sé betur komið annars staðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.