Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 23

Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 23 Hag’naður Sæplasts 5 millj- ónir fyrstu 9 mánuði ársins HAGNAÐUR Sæplasts hf., móð- urfélags og dótturfélaga, var rúm- ar 5 milljónir króna eftir skatta fyrstu 9 mánuði ársins 2000 sam- kvæmt óendurskoðuðu milliupp- gjöri félagsins. Miðað við sex mán- aða uppgjör dróst hagnaðurinn saman um 18 milljónii'. Fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var rekstrarhagnaður tæpar 210 millj- ónir króna en var 132 milljónir eft- ir níu mánuði í fyrra. Hrein fjár- magnsgjöld voru 80 milljónir króna en voru 33 milljónir í fyrra. Tekjur Sæplasts hf. og dótturfé- laga í Kanada, Noregi og Indlandi voru 1.604 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins miðað við 683 milljónir eftir níu mánuði 1999 og 964 milljónir allt árið 1999. Veltu- aukning á milli ára er því 135% enda gætir nú áhrifa dótturfélaga Sæplasts í Noregi og Kanada allt árið. Eignir félagsins í lok september síðastliðinn voru 2.200 milljónir króna og höfðu hækkað um rúmar 100 milljónir frá áramótum en á tímabilinu keypti félagið tvö fyrir- tæki, Nordic Supply Containers A/S og Atlantic Island ehf. Eigið fé var 689 milljónir króna og hafði hækkað um 19 milljónir frá ára- mótum. Eiginfjárhlutfall samstæð- unnar var rúmlega 31%. Skuldir félagins voru 1.511 milljónir króna og hafa hækkað um 80 milljónir frá áramótum. Veltufjárhlutfall þann 30. september síðastliðinn var 1,72. I sjóðsstreymi kemur fram að veltufé frá rekstri var tæpar 150 milljónir króna fyrstu 9 mánuði ársins en var 102 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins 1999 og 106 milljónir allt árið 1999. Hjá Sæplasti starfa nú 260 manns og þar af um 220 erlendis. Áhrifa fjárfestinga erlendis gætir ekki að fullu fyrr en á næsta ári I tilkynningu frá félaginu segir að helsta ástæða viðsnúnings frá sex mánaða uppgjöri sé fall ís- lensku krónunnar en gengistap fé- lagsins á síðustu þrem mánuðum nemur um 25 milljónum króna. I öðru lagi hafi verið tap á rekstri Nordic Supply Containers AS en félagið tók yfír þann rekstur í mars síðastliðnum. Búið sé að loka þeirri verksmiðju og sameina starfsemina öðrum verksmiðjum í Noregi. Kostnaður og tafir við yf- irtöku á Nordic Supply Containers hafi raskað fyrri áætlunum Sæ- plasts töluvert, en muni skila sér á næsta ári. I þriðja lagi hafi fallið til töluverður kostnaður á timabil- inu vegna sameiningar og hagræð- ingar í Noregi. I tilkynningunni segir að áætl- anir félagsins vegna fjárfestinga erlendis hafí að fullu gengið eftir en áhrifa þeirra muni þó ekki gæta að fullu fyrr en á næsta ári. Af- koma félagsins verði nokkru lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna þeirra ástæðna sem þegar hafa verið nefndar. Gert sé ráð fyrir að hagnaður Sæplasts hf. verði um 20 milljónir króna á þessu ári og að veltufé frá rekstri verði um 200 milljónir. Skýrr með 142 milljónir í hagiiað HAGNAÐUR Skýrr hf. nam 142 milljónum króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins en á síðasta ári var hagnaðurinn 57 milljónir króna fyrir sama tímabil. Rekstrartekjur tímabilsins námu alls 1.119 milljón- um samanborið við 884 milljónir á síðasta ári. Meðal rekstrartekna telst nú söluhagnaður að fjárhæð 142 milljónir sem er að hluta til til- kominn vegna sölu á Agresso-starf- seminni á síðasta ári, en þó að mestu vegna sölu á örbylgjubúnaði félagsins fyrr á þessu ári. Rekstrar- gjöld tímabilsins að meðtöldum af- skriftum námu alls 898 millónum samanborið við 788 milljónir á síð- asta ári. Hrein fjármagnsgjöld nema alls 4 milljónum samanborið við 15 milljónir á síðasta ári. Reikn- aðir skattar tímabilsins eru um 75 milljónir samanborið við 24 milljónir króna árið áður. Arshlutareikning- urinn er gerður eftir sömu reikn- ingsskilaaðferðum og árið áður og hefur að geyma reikning móðurfé- lagsins, en ekki samstæðureikning með dótturfélögum. 89 milljónir af hagnaðinum eru komnar til vegna hefðbundinnar starfsemi Skýrr. 99 milljónir vegna söluhagnaðar og síð- an er hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfyrirtækja neikvæð um 47 milljónir. Rekstur dóttur og hlut- deildarfyrirtækja gekk erfiðlega á tímabilinu. Áhrif Ax hugbúnaðar- húss hf. voru neikvæð á rekstur Skýrr hf., en þar vegur þyngst verulegar afskriftir langtímakostn- aðar, sem til varð við kaup félagsins á hugbúnaðardeild Tæknivals og Agresso-starfsemi Skýrr. Félagið á ennfremur 62,5% eignarhlut í Kuggi ehf. og 60% í Landsneti ehf. og eru áhrif þessara félaga neikvæð á reksturinn, en samtals eru áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga nei- kvæð um 47 milljónir króna sam- kvæmt fréttatilkynningu. í lok júní keypti Skýrr hf. 60% hlutafjár í Landsneti ehf., en það fyrirtæki hefur sérhæft sig í fjar- skiptaþjónustu á Netinu. Nýverið fjárfesti fyrirtækið síðan í tveimur nýjum fyrirtækjum Vestmark ehf. á Isafirði og Skiún ehf. á Akureyri, en bæði þessi fyrirtæki munu bjóða upp á kerfisleigu, loftnetsþjónustu o.fl. í samstarfi við Skýrr. Upphaf- leg rekstraráætlun félagsins gerði ráð fyrir um 100 milljóna króna hagnaði á árinu 2000. Sú áætlun var endurskoðuð í maí sl. þegar sölu- hagnaður vegna örbylgjukerfisins lá fyrir og var þá gert ráð fyrir a.m.k. 170 milljóna hagnaði. Þá var ekki gert ráð fyrir þeim neikvæðu áhrif- um dóttur- og hlutdeildarfélaga sem nú eru raunin. Ekki er talin ástæða til að hvika frá fyrri áætlun sem hljóðaði upp á 170-190 milljónir í hagnað. Danir inn á svissneska sínia- markaðinn TELE Danmark hefur keypt meiri- hluta í tveimur svissneskum simafyr- irtækjum sem sameinuð verða annað stærsta símafyrirtæki Sviss. Þetta er mesta fjárfesting fyrirtækisins er- lendis en Tele Danmark keypti hlut fyrir alls um 21 miiljarð dkr., um 210 milljarða íslenskra króna, í Sunrise og Diax. Fyrir átti Tele Danmark 44% hlut í Sunrise og á nú 89%. Hlut- urinn í Diax er um 70%. Tele Dan- mark hyggst sameina fyrirtækin og verður þá aðeins Swisscom stærra. Forstjóri Tele Danmark, Henning Dyremose, segir Sviss orðið annan heimamarkað Tele Danmark og að raunveruleg samkeppni sé nú tryggð á svissneska markaðnum. Diax mun á næstunni taka þátt í uppboði á svissnesku UMTS leyfi, sem er fyrir nýja tegund farsímanets, en uppboð- inu, sem átti að hefjast í gær var frestað vegna kaupanna á fyrirtæk- inu. Að sögn Dyremose stefnir Tele Danmark á stækkun á sviði farsíma og aðgangs að Internetinu. Með kaupunum verður yfir helmingur starfsemi fyrirtækisins erlendis. Svisslendingar eru langt á veg komnir í notkun farsíma, um 61% þjóðarinnar á farsíma og 23% hafa aðgang að netinu. máttur stafrænnar MINOLTA .. TÆKNIBUNA0UR KJARANEHF • SÍÐUMÚU 12 • 108 REYKJAVÍK SÍMAR 510 5520 • 510 5500 WWW.KJARANJS V DíALTA ■ Me«i royndgæði og tægri reksirarkostnaður en í etdri gerðum Ijósritunarvéla * Statræn vinnsta gefut nýja mðguieilca f meðhöndiun skjata og eykur framleiðni ■ hægitegt og samraemt notenílavtðroót 0-CD) » Tðtvutenging og mikið úrval netkoita gefe aukið notagHdt »Minolta DiALTAstafrænat (jósritunar vélar eru mun urohveifisvamni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.