Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 24

Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Könnun á þrifum í kjötvinnslum í Reykjavík Farsíma- og rafhlöðukassar Pökkunarvélar veikasti hlekkurinn Þrif og sótthreinsun á flötum sem ekki snerta mat- væli þarf að bæta vegna hættu á krossmengun. ÁRANGUR þrifa í kjötvinnslum er yfirleitt góður er niðurstaða sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kemst að eftir að hafa gert könnun á þrifum hjá átta kjötvinnslum í Reykjavík sl. vor. Skýrsla um könn- unina var nýlega kynnt fyrir heil- brigðisnefnd Reykjavíkur. Þar kemur ennfremur í ljós að þrif og sótthreinsun á flötum sem ekki snerta matvæli þarf að bæta vegna hættu á krossmengun. Veik- asti hlekkurinn hjá flestum kjöt- vinnslunum voru pökkunarvélar fyrir lofttæmdar umbúðir og það þarf að bæta þrif á þeim. Að sögn Rögnvalds Ingólfssonar, deildarstjóra matvælasviðs hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, eru hreinlæti og þrif í matvælaiðnaði að verða æ mikilvægari þáttur í starf- seminni. Ástæðan er sú að auknar líkur á matarsýkingaörverum í mat- vælum eru vegna breyttra fram- leiðsluhátta og auknai- kröfur eru gerðar til geymsluþols unninna matvæla við kælihitastig. Þegar Rögnvaldur er spurður hvað lesa megi úr niðurstöðunum um ástand hreinlætis í kjötvinnslum segir hann að könnunin hafi að mörgu leyti komið vel út. „ Sem eft- irlitsverkefni náði hún tilgangi sín- um þ.e. að fá framleiðendur til að fara yfir hreinlætisáætlanir sínar. Þar sem könnunin var kynnt með nokkrum fyrirvara gafst fyrirtækj- unum tækifæri til þess. Einnig gafst vinnslum tækifæri til að sjá í framkvæmd þá tækni sem fyrir hendi er til að sannreyna að þrif hafi verið leyst á fullnægjandi hátt. Það sem kom á óvart er að hjá flestum kjötvinnslum virtist þrifum á pökkunarvélum fyrir lofttæmdar umbúðir vera áfátt.“ Rögnvaldur segir að kjötvinnsl- urnar hafi fengið niðurstöður könn- unarinnar og hafi fengið tækifæri til að laga það sem þurfti. Skriílegar hreinlætisáætlanir Rögnvaldur segir að matvælafyr- irtækjum beri að vera með skrifleg- ar hreinlætisáætlanir sem hluta af innra eftiriitskerfi og hafa reglu- bundið eftirlit með því að þeim sé framfylgt og árangur þrifa sé fuli- nægjandi. Hann segir að tilgangur könnun- arinnar hafi m.a. verið að kynna fyrirtækjum aðferðir til að meta þrif. Bornar voru saman ólíkar að- ferðir við að meta þrifin, sjónmat og ræktun á snertis- kálum sem eru með svokölluðum PCA-agar. „Fjöldi gerla- þyrpinga í lok ræktunar, svo- kölluð líftala, gef- ur til kynna fjölda baktería á snerti- fletinum." Rögnvaldur segir að einnig hafi verið notuð svokölluð ATP-mæling. „Fyrir nokkrum árum kom á markað tæki sem mæla magn ATP en það er orkugjafi sem finnst í frumum allra lífvera. Magn ATP á mælistað gefur til kynna líf- ræn óhreinindi sem geta veirð ör- verur eða leifar lífræns hráefnis sem gætu orðið vaxtargrunnur fyrir öi-verur.“ Fyi'irtæki sem tóku þátt í könn- uninni eru Ferskar kjötvörur, Fuglaþrenna, Gallerý kjöt, Qæða- fæði, Kjötsmiðjan, Kjötumboðið, Nóatún, kjötvinnsla og Stjörnukjöt. Rögnvaldur segir að fleiri kann- ana sé að vænta af þessu tagi sem gerðar eru á matvælafyrirtækjum. Hann segir það stefnu Heilbrigðis- eftirlitsins að gera kannanir á gæð- um matvæla og aðstæðum við fram- leiðslu auk þess að sinna hefðbundnu eftirliti. Sjáum förgun fyrir við- skiptavini NÝLEGA setti Landssíminn upp farsíma- og rafhlöðukassa sem bæði er þáttur í umhverfisstefnu fyrirtækisins og í þjónustu við viðskiptavini. „Við höfum orðið vör við að viðskiptavinir, sem koma t.d. til okkar að fá nýjan farsíma eða nýja rafhlöðu í símann, eiga í vandræðum með það hvað þeir eigi að gera við gömlu rafhlöð- una eða símann. Fólk veit að þessi tæki innihalda ýmis efni sem eru skaðleg umhverfinu ef þeim er fargað á rangan hátt,“ segir Ólafur Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssimans.og bætir við að á flestum farsíma- rafhlöðum sé merking um að þeim megi ekki fleygja í al- mennt sorp. Ólafur segir Landssímann hafa leyst þennan vanda við- skiptavinanna með því að bjóða þeim upp á að fleygja gamla simanum eða raflilöðunni í kassa hjá þeim og þeir sjá síðan um að koma tækjunum í spilli- efnamóttöku þar sem þeim er fargað í samræmi við ströngustu reglur. „Með þessu erum við að upp- fylla þörf sem hefur orðið brýnni eftir því sem farsíma- kostur landsmanna eldist og Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hægt er að fleygja gamla sím- anum í sérstakan kassa. þarf meiri endurnýjunar við.“ Hægt að skila gömlu símaskránni Að sögn Ólafs býður Lands- síminn upp á svipaða þjónustu á fleiri sviðum. „Við höfum t.d. tvö undanfarin ár boðið fólki að skila gömlu símaskránni um leið og það sækir þá nýju og við sjá- um um að hún nýtist til jarð- gerðar og uppgræðslu á örfoka landi í stað þess að verða að verðlausu sorpi. I því tilfelli er- um við að stuðla að endur- nýtingu, en með því að taka á móti gömlum símum og rafhlöð- um og koma til förgunar erum við fyrst og fremst að gera okk- ar til að draga markvisst úr mengun.“ Náttfatnaður Náttkjólar — Náttföt — Sloppar Bómullar- og velourgallar < Æeyja/i/ur/% < (//^////'oe/1/, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. ’ Á HÓTEL FLÚÐIR 1 CELANDAi R HOTELS „Góða ndtf" Hótel Flúðir býður þægilega gistingu ífallegu og rólegu umhverfi. Frábær kosturfyrir einstaklinga og hópa allan ársins hring. Hægt að mála sitt eigið matarstell Morgunblaðið/Ái-ni Sæberg Gestir þurfa ekki að koma með neitt nema sköpunargleðina. FYRIRTÆKIÐ Keramik fyi-ir alla var nýlega opnað á Laugavegi 48 b, en þar eru forbrenndar keramikvörur í hillum sem bíða þess að vera málaðar. „Hingað geta allir komið á af- greiðslutíma fyrirtækisins sem er frá 11 til 18 á virkum dögum og frá 13 til 17 um helgar, “ segh- Guðrún Kristín Sigurðardóttir, eigandi og hönnuður. „Gestir þurfa ekki að koma með neitt nema sköpunargleðina því litir og penslar eru á borðum og fólk getm- hafist handa strax. Þá er ég á staðn- um til að liðsinna þeim sem þarfnast." Að sögn Guðrúnar Kristínar velur fólk sér hluti sem það vill mála, þá er hlutui-inn brenndur og fullbúinn tveimur dögum seinna. „Hægt er til dæmis að mála sitt eig- ið matarstell, blómavasa, servíettuhi-- ingi eða kaffikrúsir og þá er ég líka komin með jólavörunar." Aðspurð segir Guðrún Kristín kostnaðinn fara eftir hlutunum. „Það er allt innifalið í verðinu, það er að segja hluturinn, afnot af penslum og málningu og brennslan. Kaffikrús með öllu kostar til dæmis 1.290 krónur." Námskeið framundan Fyrirtækið býður einnig upp á keramikmálun á kvöldin fyrir hópa. „Um er að ræða sex manns eða fleiri í hverjum hóp og er þetta kjörin leið fyrir saumaklúbba til að að hittast á nýjum stað, “ segir Guðrún Kristín og bætii' við að hún sé með mikið af bók- um á staðnum þannig að enginn eigi að vera í vandræðum með skreyting- arhugmyndir. Að sögn hennai’ er fyr- irhugað að vera með sex vikna byrj- endanámskeið eftir áramót þai- sem mynsturval, hönnun, pensiltækni og fleira verður tekið fyrir. „Námskeiðið er fyrir áhugafólk sem vill læra meira um keramikmuni og stefnan er að vera með frjálsa mætingu þannig að viðkomandi geti stjórnað ferðinni sjálfui'." BARRY WfllTt markaðstorgið SUDURLIflNDSBRflUiTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.