Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 30
30; ÞIiIDJUDAíMJK 14, N'ÓVUMHKH 2000; MORGUNBLABIÐ ORKAN OG UMHVERFIÐ Tveir virkjunarkostir, auk byggingar Búöarhálsvirkjun- ar í Þjórsá, koma helsttil greina hjá Landsvirkjun til aö uppfylla orkuþörf Noröuráls vegna stækkunar ál- vers fyrirtækisins á Grundartanga upp í 300 þúsund tonn. Norðurál hefur einnig átt í formlegum viöræöum viö Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suöurnesja um sölu á raforku vegna stækkunarinnar. í annarri grein Björns Inga Hrafnssonar af fimm um stóriöjumál hér á landi kemur fram aö vinna stendur nú yfir viö um- fangsmesta umhverfismat hér á landi til þessa. Nátt- úruverndarsinnum líst illa á fyrirætlanir í Hvalfirði og taliö er aö ráöstefna um losun gróöurhúsaloftteg- unda sem hófst í Haag í Hollandi í gær geti skipt miklu í baráttu stjórnvalda fyrir „íslenska ákvæöinu". Raforkukerfi Landsvirkjunar 2000 f rekstri j j-Áætl Vatnsaflstöð oa Gufuaflstöð a Aðveitustöð Háspennulína Stóriðja Mat á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar með veitu úr Jökulsá í Fljótsdal Vinnutilhögun Framkvæmdaaðili Landsvirkjun Ingvar Bjömsson Almannatengsl Verkefnisstjóri Ritstjóri Athygli Hönnun ht. Hönnun hf. Atíi Rúnar Halldórsson Sigurður St. Arnalds Haukur Einarsson Ráðgjafahópur Ragnheióur Ölafsdóttir Hékon Aóalsteinsson Arnþór Garðarsson Einar Þórarinsson Náttúrufar Skipulag/Landmat Tækniráðgjafi Alþjóöleq ráðqjöf Aðrir Náttúrufræðistofnun Landmótun VST VBB - VIAK ráðgjafar Kristinn H. Skarphéóinsson Gisli Gislason Siguröur Þóróarson Helena Dahlgren-Craig ■ Gróðurfar ■ Fuglalíf ■ Dýralif • Ferskvatns- rannsóknir ■ Jarðmyndanir ■ Náttúruminjar Skipulagsmál Landnotkun Eignarhald Yfirlitsuppdrættir - Fornleifar Ferðamál - Samgöngur Mótvægisaðgerðir ■Mannvirki ■Framkvæmd •Valkostir ■Vatnafar -Aurburður Jarðfræði •Veðurfar ■Rof við lón Rof við strönd -Hættur ■Mótvægisaðgerðir - Efnistök - Alþjóðakröfur Samanburður -Samfélag -Efnahagur Mynd af vinnutilhogun við mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar sýnir hversu umfangsmikil slík vinna er. Talið er að stækkunaráform Norð- uráls jafngildi þörf á u.þ.b. 3.100 GVst til viðbótar þeirri orku sem þegar verður notuð hjá fyrirtæk- inu þegar stækkun upp í 90 þús- und tonn kemst í gagnið næsta vor. Búðarhálsvirkjun er á milli Sultartangavirkj- unar og Hrauneyjafossvirkjunar. Gert er ráð fyrir að hún gefi 100 MW. Aðeins þarf að byggja lítið inntakslón við virkjunina, en ekki ný miðlunarlón. Gert er ráð fyrir að virkjunin nýti um 40 metra fall á milli Hrauneyjafossstöðvar og Sultartanga og að afl hennar verði allt að 120 megavött. Aukin orkuvinnslugeta raforkukerf- isins er áætluð allt að 520 gígavattstundir á ári. Þannig má ljóst vera að Búðarhálsvirkjun gæti ekki annað nema litlum hluta þeirrar orku sem þörf er á vegna stækkunar álversins á Grundartanga upp í 300 þúsund tonn. Tugi eða jafnvel einhver hundruð gígavattstunda mætti fá með kaupum á raforku frá jarðvarma- virkjunum, en ljóst er að afganginn getur að- eins Landsvirkjun útvegað með nýjum virkjun- um. Það er einmitt þess vegna sem líklegt verður að telja að áfangaskipta verði frekari uppbyggingu á Grundartanga, jafnvel þótt for- ráðamenn Norðuráls hafl lýst yfir efasemdum með slíkt. Sjálfir virðast þeir þó gera sér grein fyrir þessari staðreynd, því í drögum að tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum stækkunarinnar, kemur fram að fyrirtækið muni aðeins stækka þegar orka fáist til þess og að hugsanlega þurfi að aðlaga stækkunina að þeirri orku sem til er í raforkukerfinu. Virkjanir neðst í Þjórsá Með byggingu Búðarhálsvirkjunar er verið að virkja síðasta virkjanlega fallið (auk Vatns- fellsvirkjunar) á milli Búrfellsvirlyunar og Þór- isvatns. Með virkjuninni er verið að nýta enn frekar vatnsmiðlanir og veitur sem fyrir eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einar Benediktsson skáld mun hafa verið fyrstur manna til að benda á mögulegar virkj- anir neðst í Þjórsá. Landsvirkjun hefur látið gera athugun á virkjanakostum þar og hafa einkum tveir kostir verið skoðaðir. Virkjun við Urriðafoss og Núp. Um er að ræða rennslis- virkjanir með lítil inntakslón. Jafnframt þessu hafa verið til skoðunar hjá Landsvirkjun miðlunarmöguleikar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einn möguleiki í því sambandi er að nýta þá orku sem býr í Efri- Þjórsá í þeim virkjunum sem fyrir eru, eða eru áformaðar, eins og Búðarhálsvirkjun, og hinn möguleikinn er að taka jökulvatnið í Skaftá og veita því yfir í Langasjó og taka síðan rennslið úr hinum enda hans með göngum yfir í farveg Tungnaár, skila því þar með inn í Krókslón og við Sigöldu og nýta vatnið í virkjununum þar. Álitamál frá umhverfissjónarmiðum myndu þó að öllum líkindum koma upp varðandi þessi áform, t.d. áhrif framkvæmda á Þjórsárverin, sem margir vilja ekki minnast á að verði fórnað vegna virkjunaráforma af nokkru tagi. Hugmyndir þessar munu misjafnlega á vegi staddar, en ljóst er að einhvem tíma tæki að rannsaka og hanna þessar virkjanir áður en unnt væri að ráðast í byggingu þeirra. Jafn- framt er ljóst að allar yrðu þær háðar lögum um mat á umhverfisáhrifum. Ekki er ljóst hversu mikla orku þessir virkjunarkostir geta gefið. Frumvarp um Kárahnjúkavirkjun lagt fram á þingi í vetur Aiþingi veitti Landsvirkjun á síðasta ári heimild til að ráðast í Búðarhálsvirkjun, en gert er ráð fyrir að lagt verði fram á Alþingi í vetur frumvarp til laga um Kárahnjúkavirkjun. Virkjunarsvæði hennar mun með veitu frá Jökulsá í Fljótsdal ná frá stöðvarsvæði neðan við Teigsbjarg í Fljótsdal suður um Fljótsdals- heiði að stíflustæðum við Fremri Kárahnjúk og þaðan að Brúarjökli. Auk þess eru Hraunin austan Jökulsár í Fljótsdal hluti virkjunar- svæðisins. Með Kárahnjúkavirkjun eru bæði Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal virkjaðar með stíflum og jarðgöngum í einni virkjun með stöðvarhúsi neðanjarðar við mynni Norðurdals í Fljótsdal. í megindráttum er fyrirkomulag virkjunar- innar þannig að Jökulsá á Dal er stífluð við Fremri Kárahnjúk og þannig myndað miðlun- arlón sem nefnt hefur verið Hálslón. Frá lóninu er vatninu veitt um aðrennslisgöng til stöðvar- húss neðanjarðar í Norðurdal og þaðan út í Jökulsá í Fljótsdal skammt frá Valþjófsstað. Jökulsá í Fljótsdal er stífluð skammt neðan við Eyjabakkafoss og vatni úr henni er veitt um jarðgöng inn í aðrennslisgöng Kárahnjúka- virkjunar. Þá er vatni af Hraunum veitt til Jök- ulsár í Fljótsdal með svokallaðri Hraunaveitu. Auk þess er vatni af svæðinu norðan Snæfells veitt inn í jarðgöngin. Þegar rennsli frá þessum veitum er meira en þarf til virkjunar getur það sem umfram er runnið í Hálslón. Mannvirki Kárahnjúkavirkjunar, miðað við allt að 750 MW virkjun með allt að 2.200 GI miðlun, verða engin smásmíði. Með Kárahnjúkastíflu við Fremri Kárahnjúk syðst í Hafrahvammagljúfr- um og tveimur hliðarstíflum er myndað Háls- lón. Kárahnjúkastífla verður um 185-190 m há og 760-780 m löng og mun lónið sem myndast ofan við stíflurnar verða 50-60 km2. Sóknarfæri í jarðvarmavirkjunum Þótt langstærsti hluti orkuframleiðslunnar hér á landi sé kominn til úr vatnsaflsvirkjunum, hefur á síðari árum aukin framleiðsla komið frá jarðvarmavirkjunum. Stærstu jarðvarma- virkjanir hér á landi eru á Nesjavöllum í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og Kröfluvirkjun Landsvirkjunar. Nýlega var tekin ákvörðun Kröfluvirkjunar úr 60 MW í 100 MW. Eftir að seinni vél Kröflu komst í rekstur árið 1997 var ákveðið að bora þrjár holur til viðbótar þeim sem boraðar voru 1996 og 1997. Árangurinn af þessum borunum var mjög góður og nú er í Kröflustöð gufa til reiðu til að framleiða nærri 90 MW. Fyrirhuguð framkvæmd miðar að því að tryggja næga gufu til framleiðslu á 100 MW og stækka virkjunina sem því nemur. Framleiðsla virkjunarinnar myndi um leið aukast um 322 GWst á ári. Rafmagnsframleiðsla Nesjavallastöðvar nemur 90 MW, en talið er að auka megi þá tölu upp yfir 100 MW miðað við núverandi aðstæð- ur. Morgunblaðið hefur fengið staðfest að for- svarsmenn Norðuráls hafi hitt fulltrúa Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðumesja, sem rekur orkuver í Svartsengi, að máli til að ræða hugsanleg kaup á raforku beint frá þess- um tveimur orkufyrirtækjum án milligöngu Landsvirkjunar. Bæði hafa þessi fyrirtæki séð Norðuráli fyrir raforku til álframleiðslu á Grundartanga, en viðskiptin hafa þó aðeins far- ið gegnum Landsvirkjun. Ekki bjartsýnn á niðurstöðu Guðmundur Þórodsson, forstjóri Orkuveit- unnar, segir að viðræður um þessi mál hafi átt sér stað, en hann er þó ekki bjartsýnn á að þær leiði til beinnar niðurstöðu á næstunni. „Þeir gefa sér afar skamman tíma í sínum áætlunum og mér sýnist við lítið geta gert fyrir þá innan þessara tímamarka. Við höfum litla eða jafnvel enga möguleika á að afhenda þeim frekari orku árið 2004, það gæti í fyrsta lagi orðið einu eða jafnvel tveimur árum seinna,“ segir hann. Að sögn Guðmundar verður viðræðum þó haldið áfram, en áfram sé hins vegar unnið að vinna að framtíðarkostum Orkuveitunnar í raf- orkumálum. Hann upplýsir að þar komi m.a. til frekara brot á Nesjavöllum, en einnig komi ýmsir staðir á Hellisheiði til álita, t.d. Kolviðar- hóll, Ölkelduháls og fleiri staðir. Megnið af þeirri raforku sem nú er framleidd á Nesjavöllum fer einmitt gegnum Landsvirkj- un til álversins á Grundartanga. Enn hefur engin raforka verið sett á markað í Reykjavík, en strax á næsta ári verður breyting þar á og smám saman verður öll raforkuframleiðsla Nesjavalla sett á markað Orkuveitunnar í höf- uðborginni, alls helmingur orkunnar á næstu áttaárum. Aðeins lítið brot af áætlaðri orkuþörf Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður- nesja, staðfestir einnig að fyrirtækið hafi átt fundi með forsvarsmönnum Norðuráls vegna þessa máls. „Við funduðum með þeim síðasta vor, en þá voru þeir að velta fyrir sér stækkun upp í 180 þúsund tonn; mun minni stækkun en nú er uppi á borðinu," segir hann. Júlíus sagði óvíst hvort Hitaveitan gæti gert eitthvað fyrir Norðurál, það færi eftir tíma- ramma framkvæmda. „Mér líst á þessu stigi illa á að framleiða eitthvað fyrir árið 2004, en það á betur eftir að koma í Ijós. Verði af því, þá yrði enda alltaf ljóst að aðeins yrði um lítið brot af orkuþörf þeirra að ræða, ekkert sem breytir einhveiju til eða frá,“ sagði hann. Hitaveita Suðumesja áformar að kanna ná- grenni aðalstöðvanna í Svartsengi nánar með tilliti til aukinnar framleiðslu. Aukinheldur kemur til álita að virkja við Reykjanestána, þar sem áður var saltverksmiðjan, og einnig við Trölladyngju. Rammaáætiun í uppnámi Eitt ef þeim verkefnum sem segja má að komist hafi í uppnám með þeim risavöxnu áformum í stóriðju sem áður hefur verið lýst, er vinna á vegum stjómvalda um nýtingu vatns- afls og jarðvarma - Maður, Nýting, Náttúra, eins og verkefnið hefur verið kallað. Sveinbjöm Bjömsson, prófessor og fv. há- skólarektor, stýrir í þeirri vinnu sextán manna verkefnisstjóm sem aftur er yfir fjóram fag-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.